Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Page 34

Skátablaðið - 01.10.1998, Page 34
♦ % ♦ % Skátar og herstöðvarandstæðingar Nýlega barst Skátasambandi Reykjavíkur höfðingleg sending frá Jóni Mýrdal fyrrum aðst. skáta- höfðingja. Þetta var „Við Varð- eldinn" sveitarblað 2. sveitar 2. deildar Væringjafélagsins. Sveitarblaðið er hand- ritað og skreytt og var lesið á fundum sveit- arinnar. Fyrsta tölu- blaðið er dag- sett 21. febrúar 1937. í sendingu þessari var og fundar- gerðabók Yngri RS Skátafélags Reykja víkur, sem einnig nefndist Arnardeild, frá nóvember 1947 til febrúar 1960. Er undirritaður tók til við að blaða í þessari merku fundargerðarbók, sem segir mikla sögu um skátastarfið fyrr á árum, rakst hann á eftirfarandi grein sem birtist í Morgunblaðinu 26. apríl 1958. Opíð bréftil Htstjór^ Þjóðvilpns Herra ritstjóri I„Þjóðviljanum" 24. apríl (sumardaginn jyrsta), hirtist heldur leiðinleg athugasemd við það, að amerískir skátar og ylfingar frá Keflavíkurflugvelli tóku þátt i sumarfagnaði Reykjarvíkurskáta. Fyrst og fremst er í téðri grein farið með rangt mál, þegar þvi er dróttað að skáta- höfðingja dr. Helga Tómassyni, að hann sé að misnota skátahreyfinguna í þágu „her- námsins“ með því að bjóða skátunum hingað. Dr. Helgi vissi ekki um, að amerísku ská- tarnir myndu koma, og hann bauð þeim ekki. Það var samkomulag milli foringja Reykjavíkurskáta og foringja amerísku ská- tanna, að þeir fengju að koma hingað á sumardaginn fyrsta og fara í kirkju með Reykjavíkurskátum. Okkur þótti ekkert sjálfsagðara, og mér þykir leitt, að stúlkurnar skyldu ekki hafa verið með líka, en það kemur til af því, að það hafa nýlega orðið foringjaskipti hjá þeim, og nýi foringinn þeirra hefur ekki komizt í samband við okkur. Það er aðaltakmark skátahreyfingarinnar að efla brœðralag, vináttu og skilning milli manna og þjóða. Allir skátar eru því brœður og systur, hvaðan sem þeir eru og hvaða litarhátt sem þeir hafa. Ekki er þar heldur tekið tillit til trúar- og stjórnmálaskoðana. Vilji stúlkan eða drengurinn gangast undir heit skátanna, sem felur í sér skylduna við Guð, œttjörðina og náungann, og reyna daglega að láta eitthvað gott afsér leiða -þá er sá hinn sami velkominn og ekkert fengist um, úr hvaða átt hann kemur. Ég mun ekki rœða þetta mál frekar. Ég vil aðeins sporna við því, að reynt sé að sá eitur- frœi í óþroskaðar bamssálir með því að reyna að sverta leiðtoga þeirra og koma því inn hjá þeim, að það sé ekki sama, hvaða skáta þeir umgangast. Við munum halda fast við 10. grein skáta- laganna: „Allir skáta eru góðir lagsmenn “. Reykjavík 25. apríl 1958. Hrefna Tynes Daginn eftir (27. apríl 1958) birti svo Þjóðviljinn grein Hrefnu Tynes í i heild sinni með eftirfarandi athuga- semdum ritstjóra : „Það er ánœgjulegt að Helgi Tómasson ber ekki ábyrgð á því óafsakanlega tiltœki að misnota skátahreyfinguna í þágu her- námsins, og vonandi er hann þá á annarri skoðun en yfirmenn Reykjavíkurskáta og kemur í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Það er stefha íslendinga - sem jafnvel hernámssinnar aðhyllast - að koma beri i veg fýrir samneyti Islendinga og hins erlenda liðs. Þegar samtökum barna og unglinga er beitt til þess að ganga í berhögg við þá stefnu, er um óskiljanlegt og óafsakanlegt smekkleysi að rœða, svo að meira sé ekki sagt, og til- gangurinn getur ekki verið annar en sá að reyna að fá hina uppvaxandi kynslóð til að sœtta sig við hernámið sem sjálfsagðan hlut, en engum œtti að vera Ijósara en leiðtogutn barna og unglinga hvað upp af því „eitur- 4 fræi“getur vaxið. Stuðningur við hernám er ífyllstu andstöðu við „brœðraiag, vináttu og skilning milli manna og þjóða“ og samrœmist sízt skyldunni við œttjörðina. “ Svo mörg voru þau orð. Að mér vit- andi var ekki frekar um þetta fjallað í fjölmiðlum þess tíma. En þessir greina- stúfar lýsa nokkuð tíðarandanum. Hrefna Tynes var fyrrum skátahöfðingi og heiðursfélagi í Ægisbúum. Það var svo aftur árið 1991 sem her- stöðvarandstæðingar risu upp á aftur- lappirnar vegna „óafsakanlegs athæfis“ skáta. Þannig var að Ægisbúar fóru í heimsókn upp á Keflavíkurflugvöll, í boði amerísku skátana. Meðal annars var þeim sýnt vopnabúr og fengu Ægis- búar að handleika óhlaðnar vélbyssur. Svo „skemmtilega“ vildi til að með í för var blaðaljósmyndari Tímans sem tók , myndir af „athæfmu“, sem birtust í öllum dagblöðum landsins og viti menn Þjóðviljinn gekk „amok“. Þess má til gamans geta að hinn ungi og saklausi skáti sem fékk mynd af sér í blöðin er núverandi aðst. félagsforingi Ægisbúa, Sveinn Fr. Sveinsson. Guðmundur Bjömsson Ægisbúi áfoÁtfldtA-rf— sjtílptmður UpstílU

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.