Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 35

Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 35
Ds. Trail er dróttskátasveit í Hraunbúum sem telur um 20 skráöa einstaklinga á ald rinum 16 ára (bráðum verða allir komnir með bíl- Pr°f)/ til 22 ára (og eru samkvæmt skilgf-einingunni ekki lengur drótt- skátar). En nóg með það, við 9erum margt skemmtilegt saman, samt getum við, eins og margir aðr- lr/ verið ótrúlega löt inn á milli. í sumar tókum við á móti 16 frönsk- Urn frá Caen í norð-vestur Frakk- iandi. Þeir voru hjá okkur í 6 allt °f stutta daga, og reyndum við að halda uppi skemmtilegri dagskrá þau. Til þess fengum við styrk frá Ungu fólki í Evrópu og hér kem- Ur smá ferðasaga: Laugardagurinn 11. júlí rann upp, ^agurinn sem Frakkarnir komu. Leiðin lá UPP á Hellisheiði á rútum, líka á JePpum við mikinn fögnuð — „leika sér u jeppum, váá“. Vegna jarðskjálfta var Pv> miður ekki hægt að vera í skálunum Svo að við tjölduðum en fengum þó sem etLlr fer að nota eldhúsið í Kúti því það er ekkert smámál að elda ofan í rúmlega manns. Um kvöldið var reynt að syngja saman og þá aðallega á frönsku, Sern var eiginlega alveg vonlaust, og svo var lagst í poka, úti við, þvi við vorum °vænt bara með eitt tjald og komumst engan veginn öll fyrir í því. Frakkarnir sváfu glaðir í sínum tjöldum. Sunnudaginn 12. júlí var áætlunin að abba í Reykjadali og setjast i heita ækinn. Við röltum öll af stað fyrir utan L'0 ónefnda menn á ónefndum jeppum. L'iðinni velti annar ónefndi maðurinn Slnum jeppa ofan í á sem er á leiðinni, Jlð mikinn fögnuð Frakkanna, þeim annst þetta ótrúlega flott! Jeppinn var reginn upp og lagt hjá tjöldunum, en á ^eðan héldum við hin áfram að labba. egar við komum að Reykjadölum engu allir sér að drekka, tóku sunddótið sitt og röltu niður í dalinn. Þegar þang- að var komið sást ekkert vatn í læknum °§ þurftum við að laþba smá spotta neðar í ána til að finna vatn. Sum okkar fóru í drulluslag við mismikinn fögnuð. Þegar við vorum búin að sitja í dágóða stund fórum við upp að bílnum og fengum okkur djús, kökur og kex, og svo var lagt af stað til baka. Og svo var grillað um kvöldið, íslenskt lamb, ummmm, og kveiktur varðeldur, sungið og farið í leiki. Og Frakkar urðu heims- meistarar í fótbolta!!! — mikil gleði, mikið gaman. Mánudaginn 13. júlí vöknuðum við frekar seint eða ekki fyrr en kl. 10. Stuttu seinna var þrammað niður að neyðar- skýli en þar beið okkar rúta og lá leiðin upp á Úlfljótsvatn, Þingvelli, og svo að sjálfsögðu að Gullfossi og Geysi en þar fengum við okkur hamborgara og ffanskar. Þegar við komum svo í rútuna sungu Frakkarnir og klöppuðu fyrir okk- ur vegna þess að þegar þau eru í skáta- útilegu fá þau ekki hamborgara! Á leið- inni heim, nánar tiltekið í brekkunni hjá skíðaskálanum keyrði rútan á rollu svo hún hálf sprakk á veginum. Seinna á leiðinni heim stoppaði löggan okkur út af meintu drápi. Fótbolti tók svo við um kvöldið uppi í Hraunbyrgi, Frakkar eru jú heimsmeistarar. Hluti hópsins að snæðingi í Hraunbyrgi Þriðjudagurinn 14. júlí, þjóðhátíðar- dagur Frakka, rólegur dagur í Hafnar- firði. Rölt var um, skoðað og farið í sund og eftir mat voru allir mættir í skáta- búningi, því að vígja átti 4 skáta inn í frönsku sveitina. Þetta var falleg og há- tíðleg athöfn þar sem allir voru þátttak- endur. Að athöfhinni lokinni fengum við franskt nammi og cytrus og svo var auðvitað farið út í fótbolta, langt ffam eftir kvöldi. Miðvikudaginn 15. júlí var farið inn í Reykjavík, í hús Flugbjörgunarsveitar- innar. Þar hittu þau Gerard Cinotti sem er franskur og meðlimur FBSR, hann sagði þeim hvernig björgunarsveitir á ís- landi eru starffæktar. Svo var farið í klif- urvegginn og kliffað og sigið í tvo tíma. Að þvi loknu var rölt upp í Perlu, út- sýnið skoðað og þorðaður ís og síðan haldið heim í Hraunbyrgi. Næst lá leiðin í Hvítá, alveg hreint frábæra „rafting“ ferð niður Hvítá þar sem allir skemmtu sér konunglega og allir urðu rennandi blautir. Það var blandað í bátana og við það myndaðist alveg eins- tök stemming sem við munum seint gleyma. Sumir stukku svo niður af klettinum og þegar allir voru búnir að fara í þurr og hlý föt og fá sér samloku var haldið að stað heim. Það voru þreyttir en sælir ferðalangar sem komu upp í Hraunbyrgi um miðnætti. Fimmtudaginn 16. júlí var hjólað í Bláa lónið. Hverjum datt þetta eiginlega í hug? Fjör í lóninu og svo var hjólað heim og það var alveg dauðþreytt fólk sem kom heim, seint í grill í boði stjórn- ar, vel þeginn mat eftir erfiðan hjólatúr. Föstudaginn 17. júlí var sofið ffarn eftir, enginn kominn á fætur fyrr en kl. 11 í fýrsta lagi. Miðbær Reykjavíkur var nú skoðaður. Um kvöldið var svo heimamatur þar sem 2-4 Frakkar fóru heim til Islendinga og fengu að borða hjá þeim. Eftir misjafnan mat var svo safnast saman heima hjá Hörpu þar sem hlustað var á tónlist, spjallað saman og { skoðaðar myndir. Um eitt leytið fóru J Frakkarnir svo að sofa því næsta morg- j unn þurftu þeir að vakna snemma og taka rútuna til Skálholts þar sem þau fóru á kaþólska hátíð. Miðvikudaginn 22. júlí komu þau svo aftur til okkar og þá var okkur boðið út að borða í boði bæjarstjórnar á veit- ingastaðinn Tilveruna. Eftir það fórum við í keilu. Og svo var vakað ffam eftir og kjaftað. Daginn eftir héldu þau svo heim til Frakklands eftir vel heppnaða ferð til íslands. „See you next summer in France!“. Erna Mjöll Grétarsdóttir S'kcítcd’UMðið —jyrir e.l^kressc^n ^s’k.utijð

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.