Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 36

Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 36
Iskertastpki Við fyrstu hugsun er kertastjaki úr vatni fráleit tilhugsun. En frosið vatn er í rauninni allt annað og þannig má nota það í marga hluti. 1. Finndu til skál, pott eða annað ílát af mátulegri stærð og fylltu það með vatni. 2. Settu ílátið í frysti við minnst -10°C. Taktu ílátið úr frystinum þegar vatnið er frosið. 3. Nú áttu tvo möguleika: a. Ef vatnið er alveg frosið, meitlar þú holu í miðjuna, mátulega stóra fyrir sprittkerti b. Ef vatnið er ekki alveg ffosið, helltu þá ísklumpnum úr. Neðsta lagið er þá eflaust ekki ffosið í miðjunni. 4. Þerraðu ísklumpinn, settu sprittkertið í miðjuna og þá er kominn flottur lampi! Ef þið notið ískertastjakann inni er ráðlegt að setja hann á skál svo vatnið sem bráðnar fari ekki út um allt. Úr Spejd Andlát Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést 12. október sl. eftir erfið veikindi. Skátahreyfingin minnist Guðrúnar Katrínar með hlýhug og þakklæti fyrir hennar stuðning og vottar forseta íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni og fjölskyldu hans dýpstu samúð svo og þjóðinni allri. 6’kÁtMtfrrf— $jÁ,lþtm$ur lípstílU

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.