Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 38

Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 38
Hvemig uppliföir þú þína Jyrstu heimsókn á skátaþing? Ég upplifði hana mjög jákvætt, það var mjög gaman að koma og sjá hvemig hreyfingin fæst við mál sem skipta máli og horfir vel til firamtíðar og setur sér m.a. mark um fjölgun og áherslur. ■ viö Sigríði Önnu Þórðardóttur þingmann: í upphafi skátaþings voru fjörugar pallborðsumræðuf um stöðu skátahreyfingarinnar. Meðal þátttakenda var Sigríður Anna Þórðar- dóttir þingmaður sem fékk m.a. fjölda spurninga um stuðning hins opinbera við skátastarf á íslandi. Blaðamaður náði tali af henni að pallborðsumræðunum loknum. Hejur þessi heimsókn og pallborðsum- rœðan breytt eitthvað skoðunum þínum á skátastarfi? Skoðun mín var mjög jákvæð fyrir og hefur styrkst við þessa heimsókn. Greinilegt er, að það er margt sem brennur á, m.a. að sýna ffam á mikil- vægi góðs starfs fyrir ungt fólk og bar- áttan um börn og fjármuni í sam- keppni við önnur félög. Telur þú skátahreyfinguna vera einan af homsteinum íslensks þjóðfélags? Já, ég tel svo vera — ásamt mörgu öðru. Skátastarfið er mjög gildur þáttur í uppeldi ungs fólks og hefur verið það lengi. Ævintýrið í starfinu er heillandi og samfélagsþátttakan. Já, skátastarfið er einn af hornsteinunum í hollu starfi fýrir ungt fólk. Munt þú beita þér jýrir að auka stuðning við skátastarf í framtíðinni? Ég get engu lofað en mun skoða málið mjög vel við afgreiðslu næstu fjárlaga þó svigrúmið sé mjög litið. nnn yyn Afirj ismot Dagana 8. til 12. júlí var haldið 60 ára afmælismót skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum. Skáta- mótið var haldið í Skátastykkinu sem er útivistar- og útilegusvæði Faxa7 þar er nú búið að reisa um 90 m2 glæsilegan skála í anda gömlu torfbæjanna. Um 200 skátar, úr 10 skátafélögum, mættu til leiks og skemmtunar í þessa fimm daga sem að mótið stóð yfir. Þema mótsins var náttúran og um- hverfið og var dagskráin sniðin að því. Skipt var niður í þrjú aðaldagskrárlönd; „Sprönguland“, en þar var aðaláherslan lögð á þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga, sprang, klifur og sig, „Þrauta og meta- land“, þar þreyttu skátarnir ýmsar þrautir eins og skátum er einum lagið og loks var það „Gönguland" en þar voru í boði gönguferðir um Heimaey og báts- ferð með víkingaskipinu íslendingi. Innan hvers lands var því fjölbreytt dag- skrá þar sem allir gátu ftrndið eitthvað við sitt hæfi. Mótsstjórnina skipuðu eftirtaldir: Sig- mar Valur Hjartarson mótsstjóri, Einar Öm Amarsson aðst. mótsstjóri, Guð- mundur Vigfússon og Viktor Ragnars- son dagskrárstjórar, Ármann Höskulds- son tjaldbúðar- og framkvæmdarstjóri og Sigríður Guðmundsdóttir gjaldkeri. Það sem var sérstakt við þetta mót var hvað veðrið lék við mótsgesti en sólin lék á alls oddi allan tímann sem að mótið stóð yfir. Öflugt vinnubúðarlið var á svæðinu og án þeirra hefði þetta mót ekki verið ffamkvæmanlegt. Færir móstjórn þeim bestu þakkir fýrir gott framlag. Veitt voru verðlaun fyrir bestu tjaldbúð og bestan árangur í hverjum dagskrárlið fyrir sig en að lokum stóðu allir uppi sem sigurvegarar. Armann Höskuldsson Ljósm.: Rósa mamma 51aíttMttírf— sjÁ-lptdAður lípstíll!

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.