Ný vikutíðindi - 13.08.1965, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 13.08.1965, Blaðsíða 3
Nt VIKUTlÐINDl 3 T ^ i AGFA-rapid-filmur i 4 * í w -f- + * 4 4 4 4 4 4 4 4 4 I 4 I AUÐVITAÐ ERU FÁANLEGAR ALLAR GERÐIR AF FILMUM I R A P I D -MYNÐAVÉLARNAR X ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ GLAUMBÆR Dansað öll kvöld (nema á miðvikudögiun). Borðpantanir í síma 11777. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19,00. GLAUMBÆR SlMI 11777 og 19330 TIL NÝRRA VIKUTlÐINDA, Laugavegi 27, Reykjavik. Undirritaður óskar að fá heimsent burðargjalds- frítt, eitt eintak af Stóru drauxnaráðningabóltinni fyrir 100 krónur, sem fylgja þessari pöntim. Nafn ............................................ Heimili .................................... IS; KOMPAN Fnykur í bænum - Grútarhálka - Sorpilmur - Magnús kominn - Gjábakkaheiði - Snob value - Ráðstefnuland. ÞAÐ er sjálfsagt ekki ástæða til að arnast við gróðavænlegum fyrirtækjmn í höfuðborginni. Þó eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að þola, jafnvel þótt peningar séu annars vegar. Þannig verður það að teljast í hæsta máta vafasöm ráðstöfun að bora slörvinnslu- fyrirtækjum alls konar inn í miðja höfuðborgina. Rorgaryfirvöldin hafa hingað til ver- ið gersamlega kærulaus um staðsetn- ingu álls kyns fyrirtækja, sem öðru fremur hafa það að markmiði að ausa viðbjóðslegum fnyk yfir tiltölulega sak- lausa borgara. Mesti óvinur bæjarbúa í þessu tilliti er að sjálfsögðu síldarverksmiðjan að Kletti, en klígju setur að öllum borg- ar, þegar þetta annars ágæta fyrirtæki er nefnt. # ______ EKKI er nóg með að hinum ágætu bræðsluspekúlöntum, sem ábyrgir eru fyrir þessari síldarbræðslu, haldist uppi nótt og nýtan dag að ausa óþverra yfir bæjarbúa, heldur liggur grútarslóð- in að fyrirtældnu gegnum miðborgina, ekki einungis ölhun til viðbjóðs, heldur er hún einnig stórhættuleg lífi og lim- um borgaranna og mun það sönnu nær, að þegar ekld er glerhálka af ísingu, þá tekur við háskaleg grútarhállia. Að vísu mun lögreglan hafa gert ein- hverjar ráðstafanir til þess að korna í veg fyrir að heilir bílfarmar af grúti séu skildir eftir í miðbænum, en betur má ef duga skal. * ______ ÞEGAR minnzt er á viðbjóðslegan ó- þverrafnyk, hlýtur fólk að leiða hug- ann að öðru fyrirtæki, sem starfar á vegum bæjarstjómarinnar sjálfrar, en það er hin fræga sorpeyðingarstöð. Aldrei verður nægilega margt sagt né skrifað um þessa stórhneykslanlegu verksmiðju, sem staðsett er á eimun fegursta stað í nágrenni Reykjavíkur, eins og með það eitt fyrir augum að sem oftast geti ólyktin af öllu sorpi höfuðstaðarins borizt að vitum borgar- anna. Er þetta háttariag nú ekki nærri því óskiljanlegt. # ______ ÞÁ er Magnús Kjartansson kominn aftur frá Rússíá og tekinn á ný að skrifa í málgagn kommúnista. öllum ber saman um það, að heldur hafi Þjóð- viljinn verið bragðlaus að Magnúsi fjarverandi og það svo mjög, að jafn- vel ritstjórar Moggans hafa orð á því í blaði sínu. Sagt er að þeir hefðu ekki harmað það, þótt Magnús hefði orðið eftir hjá vinum símun fyrir austan, því eihs og kunnugt er hefur Magnús haft hið mesta yndi af því að stríða Morgun- blaðsmönnum 1 sumar hefur leið fjölmargra legið um hina svokölluðu Lyngdalsheiði, en margir kalla leiðina milli Þingvalla og Laugarvatns því nafni. Rétt er að upplýsa, að hér er um algeran misskilning að ræða. Vegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns kemur hvergi nærri Lyngdalsheiðinni. Hin eig- inlega Lyngdalsheiði liggur mun sunn- ar og vestar en þessi leið. Heiðin, sem farið er um frá Þing- völlum til Laugarvatns heitir Gjá- bakkaheiði. * _______ HÉRADSMÓT Sjálfstæðismanna um land allt nuuiu tvímælalaust bera til- ætlaðan árangur. Þessar samkomur eru að jafnaði fjölsóttar, enda ekkert til spai-að að hafa allt sem hátíðlegast og skemmtilegast. Það sem ríður þó baggamuninn um gildi þessara skemmtana eru greinar, sem birtast eftir hvert mót í Morgun- blaðinu ásamt myndum af mögulegum og ómögulegum köllum og kellingum, sem sótt hafi þetta sérstaka héraðsmót Sjálfstæðismanna. Það er augljóst, að forjstumenn Sjálfstæðisflokksins vita upp á hár, hvað „snob value“ er- ; ______ EKKI er að því hlaupið að henda reið- ur á öllum þeim ráðstefnum og mót- um, sem hér hafa verið í sumar. í þeíisu sambandi dettur oss í hug snjöll tillaga, sem víst er runnin frá Gísla á Elliheimilinu, en það er sú hugmynd að gera Island að sérstöku ráðstefnulandi. Þó að þetta kunni að virðast dálítið annarlegt í fyrstunni, þá fer ekki hjá því að ef málið er hugleitt nánar, virð- ist þessi uppástunga ekki vera svo mjög út í bláinn. Island liggur miðja vegu milli Evr- ópu og Ameríku. Hér ætti að. vera sæmilegur vinnufriður og sjálfsagt er hægt að tána til fjölmargar fleiri á- stæður til þess að rétt væri að athuga þessa hugmynd Gísla nánar. Börkur

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.