Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 13.08.1965, Qupperneq 4

Ný vikutíðindi - 13.08.1965, Qupperneq 4
4 NY VIKUTlÐINDl Leiðindasaga. (Framhald af bla. 1) lyktar. Én þetta mál er áreiðan- eins og iðnaðarmenn í sum- lega ekki einsdæmi. Það er tun iðnstéttum geti leyft sér allt, einkum í skjóli þess, hversu dýrt er að láta meta verk þeirra. Fari svo að konan fái ekki leiðréttingu mála sinna, mun um við birta nafn smiðsins, sem á hlut að máli, svo að aðrir geti látið sér að varn- aði verða. Og ef iðnlöggjöf- in er þannig, að iðnaðar- menn geti leyft sér þvílíkt og annað eins, ætti stéttar- félag viðkomandi manns að taka í taumana. En við munum fylgjast með málinu og birta mats- gerðina og fleiri upplýsing- ar, ef því er að skipta. **-»-**>«->|.****>t-)<-)f*>|-**)«.>t.)«.)«.)«. Barnaþrælkun (Pramhald af bls. 1) og vinnuvélar ýmiss konar, og ekki virðast nein viður- lög við slíku framferði. Til marks um það, hver hugsunarháttur manna er hérlendis í þessum efnum, má geta þess, að eitt af dagblöðum bæjarins birti um daginn myndir og grein af fermingarbörnum við upp- skipun, og var ekki annað að sjá en höfundi greinar- innar þætti þetta bara harla gott. Það ætti sannarlega ekki að þurfa að telja upp hin fjölmörgu rök gegn því að láta börn vinna erfiðisvinnu, sem annars er ætluð full- vöxnu fóiki; nægir víst að benda á hin fjölmörgu slys við höfnina í Reykjavík, að ekki sé nú talað um þá villi- mennsku, sem siðmenntað 'fólk álítur að það sé, að láta börn vinna slík störf. í Bretlandi og raunar víð- ar er lágmarksaldur manna í uppskipunarvinnu 21 árs, og þykir að sjálfsögðu engin goðgá. Svo rammt kveður að þess um skrælingjahætti í sumum byggðarlögum landsins, að jafnvel skólum er iokað, ef mikið magn af slori berst á land. Það liggur svo mikið á að bjarga verðmætunum, eins og svo hnyttilega er að orði komizt. 1 Vestmannaeyjum þykir meira um vert að breyta golfþorski í peninga en að kenna börnummi að lesa og skrifa, enda hefur okkur ver ið tjáð að það hendi sig varla, að Vestmannaeyingur gangi menntaveginn, svo önn um kafnir eru þeir við að senda börnin sín í fiskað- gerð áður en þau læra að draga til stafs. Ef Islendingar ætla að geta talizt til siðmenntaðra þjóða, verður Alþingi þegar í haust að afgreiða lög, sem afnema slíkan ósóma með öllu, og beita þarf þyngstu refsingu, ef menn verða brotlegir í þessum efnum. Bamaþrælkun tilheyrir gamalli tíð og hefur alls staðar meðal siðmenntaðra þjóða verið afnumin, það er að segja, nema hér. f. )«- ****-*->}-)*- * >♦-)«-)*.)« »-)♦■)».)«■)«-)«-)«-)«-)«- Iburður... (Framhald af bls. 1) þekkt eru í hinum vestræna heimi. Gert er svo ráð fyrir, þeg- ar sjálfri byggingunni er lokið, að komið verði fyrir uppi á sjálfu húsþakinu loft SAmlum með sundlaugmn og pálmalundum — og væntan- lega þá kvennabústöðum í samræmi við hina austrænu fyrirmyndir, sem byggt er éftir. Um byggingarkostnaðinn veit enginn, enda slíkt algert aukaatriði. Hitt er vitað, að þama græða margir drjúga skildinga, sem annast fram- kvæmdir og selja efni og tæki í bygginguna, en ekki er þó ólíklega til getið, að fjármunir þeir, sem fara í þessa einu bankabyggingu, hefðu nægt til hjálpar þeim þúsundum íbúðaeigenda, sem undanfarið hafa skreytt Lög birtaingablaðið með auglýs- ingum um nauðungarsölur. Líklegt er talið, að for- ráðamenn ríkisbanka þessa reikni' með drjúgum gjald- eyristekjum vegna heim- sókna erlendra bankastjóra og húsagerðarmeistara, er komi til landsins til þess að leita sér fyrirmynda um end urbyggingu og endurskipu- lagningu banka sinna. — v. Viðskotaillur læknir... (Framhald af bls. 1) í því, að læknirinn á Selfossi sé óvenju ólipur maður, og mun það vera sönnu nær, að hann sé allt of störfum hlað- inn og sé þess vegna stund- um dálítið viðskotaillur. Á Selfossi eru tveir lækn- ar, héraðslæknir og spítala- læknir, og öllum ber saman um hæfni þessara manna í starfi. En svo virðist sem það hafi komið fyrir, að þegar komið hafði verið með slasað fólk, hafi það verið píslarganga milli Heródesar og Pílatusar og hafi héraðs- læknirinn þá sent sjúklinginn til spítalalæknisins með þeim orðum, að þar ætti hann að fá læknisþjónustu — og öf- ugt. Sögð er saga af illa brenndu barni, sem hvorug- ur vildi taka við, fyrr en seint og síðar meir. Ekki vitum við hvort ein- hver kritur er milli þessara tveggja lækna, en það er sannarlega slæmt, ef svo er. Selfyssingar höfðu lækni, sem var dáður af öllum og annálaður mannkostamaður, og þó var því einkum við brugðið, hve fljótur hann var til hjálpar þegar eitt- hvað bjátaði á. Ekki ber að efa, að lækn- ari hafa annað og þarf^ra við tímann að gera en að snúast í kringum móðursjúk- ar kerlingar dag út og dag inn, en það er nú eins í þess- um efnum og svo mörgu öðru: gullni meðalvegurinn er víst beztur. Nauðsynlegt er að taka það fram, að báðir læknarn- ir á Selfossi þykja hinir hæf ustu menn í starfi, og væri vonandi að þeir geti tamið sér þá lipurð og þolinmæði, sem hlýtur að vera hverjum góðum lækni nauðsynleg. Sukk og eyðsla (Framh. af bls. 8) öllu var umbylt til aukins tilkostnaðar, engin húsgögn og tæki, sem áður höfðu ver ið notuð á stjórnarsetrinu, þóttu helzt nothæf. Innrétt- ingum var breytt og ný hús- Svör við „VEIZTU ?“ á bls. 6. 1. Is. 2. Nei, aðeins á syðri helmingi jarðar. 3. Steinn Steinarr. 4. 28,35 gr. •5. Joði. 6- Undan. 7. Frá byrjun. 8. 5000 m. yfir sjávnrmál. Hann flýgur hæst allra fugla. 9. Godtháb. 10. D-vitamín. með litprentuðu sniða- örkinni og hárnákvænm sniðnnum! — Utbreidd- asta tízknblað Evrópn! ♦!♦ t ♦!♦ Y T T Y Y Y t Y Y <%> X t T t X Y Y <&♦ Y I X X t Y Y 4 t t ♦!♦ - pB’éðieikskorn og furðufregnir FaSir og börn t t t t Y er þróunm víðast hvar sú, að blöðin og tímaritin safnast á hendur fárra aðila. Y t t Y t t t Y t t Y t Y t ❖ Mulai Ishmael, keisari Marokko (1646—1727), var faðir að 888 börnum. 1 her hans var ein deild með 540 hermönnum, sem allir voru synir hans. Rakara- gildið í Fez hélt mjög náið bókhald yfir árangurinn af frjósemi keisarans, því að á gildi þessu hvíldi sú kvöð, að það varð að verðlauna sérhverja móður í kvennabúrinu í tilefni nýrra fæðinga. Ef bamið varð drengur, varð gildið að gefa móðurinni rakhníf úr gulli, en ef það var stúlka, gaf það henni silfurspegil. Þegar Mulai Ishmael lézt, reiknaðist gildinu svo til, að það hefði gefið samtals 548 rakhnífa og 340 spegla. Blöðin í Vestur-Þýzkalandi I hinum „frjálsa heimi1 blöðin og tímaritin sa Svo er nú t. d. komið í Vestur-Þýzkalandi að 89% (miðað við seldan eintakafjölda) dagblaðanna er í eigu blaðakóngsins Axel Cesers Springer, þ. á m. BILD ZEITUNG, HAMBURGER ABENDBLATT og DIE WELT, og 30% vikublaðanna, en þeirra helzt eru: BILD AM SONNTAG, WELT DER LITTERA- TUR, KRISTALL, HÖR ZU! og DIE ZEIT. Gerviaugu Kjarnafæða Boyle Neal, Balley Coffeý, Irlandi, lifði í 115 ár á haframjöli, kartöflum og mjólk eingöngu. Þegar í fornöld voru dæmi þess að menn kunnu að framleiða og nota gervigleraugu. Iðn þessi var eins konar einkaiðn Frakka allt til ársins 1835, að Þjóð- verjinn Miiller-Uri í Lauscha, Thiiringen, fullkomnaði gerð þeirra og jók þannig notkunargildi þeirra.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.