Ný vikutíðindi - 13.08.1965, Side 7

Ný vikutíðindi - 13.08.1965, Side 7
NY VIKUTlÐINDI 7 ;• ♦> ♦ <• ♦ ♦’WvVVv%*vVvVvVVVV%*V%”**VVVvVvvvVvVVVW%**»****VVWVV Stutt gamansaga eftir GUY de MAUPASSANT Sagan gerðist, þegar ég var unglingur og dvaldi hjá foreldrum mínum í gömlu Picardy-höllinni, eins og ég var vanur á sumrin. Ég var nýútskrifaður gagnfræðingur, og í skólan- um hafði ég haft mikinn á- huga á efnafræði, einkum efnasambandi, sem nefnist fosfórkalsíum og hefur þann eiginleika, að ef það kemst í vatn, myndast logi, háværar sprengingar og jafnframt gýs upp gufu- mökkur og megn fýla. Ég hafði meðferðis nokk- ur hnefafylli af þessu efni, sem er svipað sódadufti að sjá, og hafði í hyggju að leika mér að því í sumar- leyfinu. Til okkar kom stundum í nokkurra daga heimsókn gömul kona, sem var kölluð madama Dufour. Hún var geðstirð og hefnigjörn leið- indakerling. Hvemig sem á því stóð, bar hún heiftarhug til min. Hún lagði allt út á verri veg, sem ég sagði eða gerði, og notaði hvert tæki- færi, sem henni gafst, til þess að lítilsvirða mig, sú herjans norn! Þótt hún væri komin á sjötugs aldur, hafði hún þykkt, dökkt hár á höfði og var venjulegast með kátlega hattkollu, lagða rauðum borðum. Það var ht- ið upp til hennar af því að hún var rík, en ég hataði hana af heilum hug og var ákveðinn í því að gera henni grikk, sem um munaði. Frændi minn og jafnaldri var gestur hjá okkur um tíma. Ég skýrði honum frá ráðabruggi mínu, en hann varð dauðskelkaður yfir of- dirfsku minni. Kvöld nokkurt, áður en fólkið var farið upp að sofa,' læddist ég inn í herbergi madömu Dufour, dró næt- urgagnið imdan rúminu henn ar og gekk úr skugga um að það væri alveg þurrt. Því næst lét ég ofan í það lófa- fyhi af galdraduftinu góða og flýtti mér svo upp í þak- herbergið mitt og beið á- tekta. Brátt heyrði ég heimilis- fólkið fara upp stigann og ganga til náða. Ég beið þang að til hljótt var orðið, en þá lædist ég berfættur niður á næstu hæð, þar sem svefn- herbergin voru, og hélt niðri 1 mér andanum, þangað til ég kom að herbergisdyrum madömu Dufour og gat kíkt á óvininn gegnum skráar- gatið. Kerlingin var að hátta sig. Þegar hún var komin úr ut- anyfirfötunum, færði hún sig í hvítan náttserk. Svo fyllti hún glas af vatni og stakk að því loknu allri hendinni upp í sig, eins og hún ætl- aði að rífa út úr sér tung- una, og dró út eitthvað, sem var rautt og hvítt og dýfði því ofan í glasið. Það kom mjög á mig, en brátt áttaði á mig á því, að hún hafði bara verið að taka út úr sér fölsku tennumar sínar. Næst tók hún af sér hár- kolluna, og þá sá móta fyrir nokkrum hvítum hárum hér og hvar á stangli uppi á kolhnum á henni. Það var svo broslegt að sjá skallann á kerlingunni, að ég átti erf- ist með að skella ekki upp úr. Svo kraup hún á kné á gólfið og muldraði bænimar sínar, reis svo upp og teygði sig eftir koppnum góða. Ég beið með eftirvæntingu, og hjartað ólmaðist í brjósti mínu. Allt í einu heyrðist suðu- hljóð og svo dmnur miklar og sprengingar. Ég leit ekki af andliti madömunnar; það var ógleymanlegt. Andartak var hún hreyfingarlaus eins og sitjandi marmaralíkneski, að öðru leyti en því, að hún glennti upp augun og kreisti þau saman á víxl. Svo spratt hún upp eins og f jöður. Það snarkaði, brast og gnast; hvítur gufustrókur gaus upp undir loft. Hvað átti kerlingaraum- inginn að halda? Gat þetta verið árás frá höfðingja und irheimanna? Eða voru elds- umbrot innan í henni og hún tekin að gjósa eins og eld- fjall? Hún glápti örmagna af skelfingu á þetta yfirnátt- úrlega furðuverk. Svo rak hún skyndilega upp voðalegt öskur og féll kyhiflöt á gólf- ið. Ég þaut eins og örskot upp í þakherbergið mitt, fleygði mér upp í rúm og reyndi að telja sjálfum mér trú um að ég hefði ekki út úr herberginu farið og ekk- ert séð. „Hún er dauð. Ég hef drepið hana‘,‘ tautaði ég með sjálfum mér. Ég heyrði umgang og var LÁRÉTT. 1. ygld, 5. fól, 10. skessa, 11. land í Evrópu, 13. dvali, 14. gemingar, 16. ákafi, 17. bogi, 19. matur, 21. sjoppa, 22. viti, 23. snjór, 26. gróð- ur, 27. grjót, 28. sprænu 30- ella, 31. andvarp, 32. trúar- brögð, 33. skammst. 34. sér- hljóðar, 35. eink. bókst., 36. vitra, 39. mjöll, 40. tala, 41. reykja, 43. ógæfulega, 45. alveg magnlaus af kviða og hræðslu. Svo heyrði ég að einhverjir voru að tala sam- an og að sumir voru að reyna að byrgja niðri i sér hlátur. Svo vissi ég ekki fyrr til en faðir minn gaf mér sitt undir hvorn. Madame Dufour var náföl í framan, þegar hún kom niður daginn eftir, og hún drakk hvert glasið á fætur öðru af köldu vatni. Líklega hefur hún verið að gera til- SVÖR og LAUSNIR á heilabrotum á bls. 6. Músaveiðin Kisi verður að byrja á sjö undu mús (miðað við að hvíta músin sé númer 1), þeirri, sem næst er skottinu á honum. Froskarnir f jórir. TU þess að leysa þessa þraut, þarf að láta froskana stökkva minnst sextán sinn- um. En ef áframhaldandi stökk sama frosks eru talin einn leikur, þá er hægt að leysa hana í sjö leikjum;j númerin eiga við gorkúlur: (1—5), (3—7, 7—1), (8—4,| fugla, 47. smyrja, 48. blóð- ugu, 49. hró, 50. renna, 51. vein, 52. fljót, 53. stefna, 54. guð, 55. guði, 57. skáldskap- ur, 60. eins, 61. málgefin, 63. laumar, 65. steintegund, 66. álegg. LÓÐRÉTT: 1. þyngdareining, 2. þýt, 3. fæðir, 4. verkur, 5. tónn, raun til að slökkva eldinn, sem hún hélt að væri innra með sér, þótt læknirinn hefði fullvissað hana um að engin hætta væri í ferðum. Upp frá þessu var hún vön að andvarpa, ef rætt var um veikindi, og segja: % ,,Ja, þið ættuð bara að vita, hvað til eru einkenni- leg sjúkdómstilfelli"! En meira fékkst svo ekki upp úr henni. 4—3, 3—7), (6—2, 2—8, 8—4, 4—3), (5—6, 6—2, 2—8), (1—5, 5—6), (7—1). Smápeningar. Kr. 8.70. Hvernig lit augu? Þar sem tekið var fram í getrauninni, að það værir þú, sem gert væri ráð fyrir að værir yfirþjónninn, þarf lesandinn sjálfur að svara spurningunni eins og við á. Taflmennska Þrettán skákir. Annar taflmaðurinn vann tíu skák- ir, eða 100 krónur, og tap- aði þremur skákum, eða 30 krónum, og átti þar af leið- andi að fá 70 krónur frá hinum. 6. flausturs, 7. ofar, 8. dug- ur, 9. greinir, 10. getraunir, 12. líffærið, 13. afkomendur, 15. bæta, 16. partur, 18. flakkar, 20. hagnaðar, 21. áburður, 23. brytjar, 24. tví- hljóði, 25. loku, 26. tónn, 28. kambur, 29. vera með kláða, 35. lofar, 36. varðtími, 37. stældi, 38. miða, 39. væta, 40. afstýra, 42. sektar, 44- óskyldir, 46. totur, 49. um- ferðarmerki, 51. leiðslan, 52. góð, 55. kvæði, 56. eins, 58- varma, 59. bæjarnafn, 62. borðandi, 64. viðskcyfj, 66. tölustafur. LAUSN á síðustu krossgátu LÁRÉTT: 1. skelf, 5- maula, 10. króka, 11. snert, 13. má, 14. pikk, 16. lauk, 17. rs, 19. ata, 21. kot, 22. laut, 23. áræða, 26. puða, 27. art, 28. tæringu, 30. rak, 31. terta, 32. angur, 33. ól, 34. al, 35. R, 36. vinan, 38. snapa, 40. e, 41. ósa, 43. að- ilann, 45. ref, 47. fýla, 48- skála, 49. æðin, 50. aka, 51. B, 52. f, 53. ana, 54. nn, 55- auka, 57. illa, 60. að, 61. auðna, 63. aumar, 65. maula, 66. eggin. LÓÐRÉTT: 1. sr, 2. kóp, 3. ekil, 4. lak, 5. M, 6. asa, 7. unun, 8. lek, 9. ar, 10. kátar, 12. troða, 13. malar, 15. karra, 16. loðna, 18. staka, 20. autt, 21. kurr, 23. áætlaðs, 24. æi, 25. agnanna, 26. P, 28. tróna, 29. uglan, 35. rófan, 36. vala, 37- nikka, 38. salli, 39. arða, 40. efnað, 42. sýkna, 44. lá, 46. einar, 49. æ, 51. bunu, 52. flug, 55. aða, 56. kal, 58. lag, 59. ami, 62. um, 64. an, 66. e.

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.