Ný vikutíðindi - 01.10.1965, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 01.10.1965, Blaðsíða 1
tfWDDSOJJ NorSri skammar ’érnina á bls. 5 Föstudagur 1. október — 1965 — 37. tbl. 6. árg. Verð lO.oo krónur. Huldumaðurinn í Berir menn og „Píping Touis“ í Reykjavík Dularfullur maður leikur um þessar mundir lausum hala í Hafnarfirði. Er sá svartklæddur, fölur og í alla staði hinn skuggalegasti, en hefur það sér til dundurs að brjótast hljóðlega inn í hús að næturþeli og lirella þá, sem inni sofa, án þess þó að stela nokkru né gera önnur spjöll. Það mun hafa verið um síðustu helgi að manns þessa varð fyrst vart í húsi einu í Hafnarfirði. Vaknaði húsfreyja við vondan draum o g stóð þá svartklæddur maður yfir rúmi hennar. Eins og vænta má brá kon unni ónotalega og gerði sig ekki líklega til stórræða, en þegar huldumaðurinn varð þess var að konan var vökn uð, hvarf hann hið skjótasta á braut, jafn hljóðlega og hann hafði komið inn. Þegar konan hafði jafnað eig að mestu eftir þessa ó- væntu heimsókn, gerði hún lögreglunni í Hafnarfirði að- vart, en lögreglan mun ekki hafa tekið máhð mjög alvar- lega. Það er alltaf öðru hverju, að vart verður við menn, sem haldnir eru einhverri ó- náttúru sem öðru fremur er til þess fallin að hrella fólk. Eru þetta þá stundum menn, sem haldnir eru þeirri áráttu að hafa unun af því að liggja á gægjum við glugga og gáttir, en þeir róttækustu vaða gjarnan um alsberir að næturþeli og veita síðbúnum konum þann vafasama unað að líta í þeirri múnderingu. Frægastur allra „ber-u mannanna“ hér í bænum jmun hafa orðið sá, er Vagn Jóhannsson, þáverandi ! glímukappi, felldi á klof- bragði í húsagarði vestur í bæ, en frægð sína hlaut sá beri ekki sakir eigin mann- kosta, heldur af snilli glímu- kappans, sem svo sannarlega hafði ekki teljandi handfes-tu á hinum berrassaða. Þá var prestur einn grun- aður um að vera á glugga- gægjum hjá ungum stúlkum í Þingholtunum. Var hann umsvifalaust settur í svart- holið grunaður um að vera það, sem enskir kalla „peep- ing Tom“, en ekkert sannað- ist á klerk, svo honum var Framhald á bls. 4 Dularfullur innflutningur „Allir vita fiaS, en enginn sér þa8.“ Smygl, skattsvik og mút- ur tröllríða hinu íslenzka þjóðfélagi í sívaxandi mæli og hið stórfellda vörusmygl og kaup íslendinga á alls konar erlendum vamingi án þess tollar séu greiddir af innflutningnum torveldar mjög rekstur heiðarlegra viðskipta jafnt hjá kaup- mönnum og kaupfélögum. Áfengissmyglmálin hin stórfelldustu, sem upp hafa komist, komu í bili nokkru róti á hugi manna og urð-u tilefni til blaðaskrifa en allt 'virðist þetta vera að þagna og hverfa á bak við járntjald og þagnarmúr leyndar. Alskonar sögur ganga manna á milli um nýjustu af rek þeirra ríkismanna, sem taldir eru standa að baki smyglinu og skattsvikunum, en yfirleitt eru 1 hópi þeirra sem skattskrárnar eru fá- orðar um, þótt menn þessir slái um sig utan lands og innan og þó sérstaklega er- lendis og séu þar þátttakend ur í rekstri fyrirtækja. Þeir, þessir manna, sem fremstir eru að völdum inn- Framhald á bls. 4 l,2n’*1-*'H'*'H>*+»*»*****»*?**'***’***'***‘***'**+*+****’***’***’*»***»**4?*****?**?**’*»»**0*»»******’***’**»***’*»*’**»*»»\»2<-*Z***'*t'i*K*t'************%**Z* t r r ,<>. .»■, .♦, .♦. .♦. .♦,. .♦. .♦. t»t .♦. ■■ .♦. .♦. ♦♦^♦^♦^♦~*~<>*VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV^VVVVVV Verður Lídó lokað? Skilningsleysi valdhafanna afgert Mikið hefur verið skrifað og skrafað um skrflslætí ung linga hér í bæ, og þau vanda- mál, sem eru því samfara að sjá unglingum og táningum fyrir heUbrigðum skemmtun- om, þar sem vín er ekki haft um hönd. Vart hafa önnur mál verið 1 meira í tízku, en vandamál- in út af uppvaxandi æsku og hafa stjórnarvöldin stofn- að til þó nokkurra bitlinga i þessu sambandi. Sannleikurinn mun þó sá að hvorki hefur gengið né rekið í þessum málum, enda munu þessi mál vera ofur- 12 bækur frá Leiftri Gunnar Einarsson í Leiftri er nú þegar búinn að senda frá sér tólf bækur á jóla- markaðinn, fyrir utan bók á þýzku eftir dr. Alexander Jóhannesson, sem kom út fyrr á árinu á forlagi hans. Atta þessara bóka eru fyr m unglinga, en fjórar fyrir fullorðna. Tími hefur að sjálfsögðu ekki gefist til að lesa. allar bækumar, en þær líta mjög snoturlega út og virðast mjög seljanlegar, enda er Gunnar þrautreyndur og hag sýnn bókaútgefandi. Við munum geta nánar um einstakar bækur, bæði þessa forlags o g annarra, sem senda okkur útgáfubækur sínar til umsagnar. Tseld algeru skilningsleysi hins opinbera. Veitingahúsið Lídó hefoir undanfarin ár verið rekið eingöngu sem skemmtistað- ur fyrir unglinga, og að sjálf sögðu hafa það ekki verið neinar vínveitingar. Hefur þetta gengið að vonum og hefur ekki í eitt einasta skipti borist kvörtun um vín- neyzlu á þessum stað, en það mun öðru fremur vaka fyrir veitingamönnunum, þeim Hilmari Helgasyni og Róbert A. Kristjánssyni að veita foreldrum sæmilegt öryggi fyrir því, að ekki sé haft vín um hönd á staðnum. Nú mun rekstur þessarar ágætu stofnunar hins veg- ar vera að syngja sinn svana söng, og er ekki að efa að um er að kenna skilnings- leysi hins opinbera. Þannig er málum háttað að lögreglusamþykktin mæl- ir svo fyrir að unglingar frá Framhald á bls. 5 Olympíufararnir gleymdest UM þessar mundir sýnir Laugarásbíó „stórfeng- lega heimildarkvikmynd í glæsilegum litum og Cine- mascope, af mestu íþróttahátíð, sem sögur fara af“ — „Ólympíuleikumim í Tokio 1964 “ Að sjálfsögðu þótti forráðamönnum kvikmynda- hússins ástæða til að bjóða einvalaliði að sjá frum- sýningu þessarar merku kvikmyndar og voru því send út boðskort tíl allra þeirra, sem hugsanlega gætu haft einhvem áhuga á þessum merkis viðburði, allt upp í ráðherra. Mun kvikmyndahúsið hafa verið þéttsetið æsku- lýðsieiðtogum, íþróttaleiðtogum, hvers kyns nefndar- mönnum íþróttamála, forsetum og frumherjum. Ó- nefndir eru þá stjórnmálamenn og aðrir pótindátar, sem unna líkamsrækt og byrja ræðu ósjaldan á hin- um fleygu orðum gullaldarbókmenntanna „mens sana in corpore sane“. Sem sagt, þama vom saman komnir allir þeir, sem hugsanlega gátu haft andlegan eða líkamlegan áhuga á Olympíuleikunum í Tokio 1964 nema — ja, hverjir haldið þið — OLYMPIUFARARNIR SJÁLFIR. Ekki rennur okkur grun í, hvers vegna gleymdist að bjóða þessum litla hóp manna, sem stóð í ströngu á þessum leikjum, hvað sem nú má um árangurinn segja, enda er það algert einkamál kvikmyndahúss- ins, sem myndina sýnir. Trúlegast em þetta bara mistök — og þau svo smávægileg að því fer fjarri að þau felli nokkra rýrð á hið ágæta Laugarásbíó ,en svona smáatvik minna ónotalega á opinberar veizlur og hátíðteg tækifæri, þar sem óverðugur orðulýður veður uppi eins og eitthvert afreksfólk, á meðan þeirra, sem bera hjita og þunga dagsins, er hvergi minnst. i i 1 I I 1

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.