Ný vikutíðindi - 01.10.1965, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 01.10.1965, Blaðsíða 3
Kí VIKUTlÐINDl 3 |;' .f I Minningarspjöld Rauða Rross Is- I ! lands eru afgreidd á skrifst. f é- \ | lagsins að Oldugötu 4. Sími 14658.1 X I i ! ! I I ? í ! ! ! ?' ? Y ? V i Húsbyggjendur - Byggingameistarar # & # % t & ? 1 tV 1 ^r V ! ^r Hinn viðurkenndi norski TE-TU-gluggi er kominn á íslenzkan markað. Framleiðandi samkvæmt einkaleyfi: Glugga- verksmiðjan K A M MI sf., Hafnargötu 90, Keflavík. Fyrsta verksmiðja hér á landi með SÉRVÉL- AK til smiði glugga og svalahurða. Opnanlegir gluggar og svalahurðir algjör- lega vindþéttir. Ný gerð af lömum ,,PENDU"-messing-Iamir. Allir gluggar fúavarðir með sérstakri böðun. Allir gluggar afgreiddir með opnanlegum römmum, hengsluðum. _n_ épXtf Aldrei f astur Alltaf léttur Alltaf þéttur U V 5.5 GLUGGAVERKSMEDJAN RAMMI SF., Hafnargötu 90, Keflavík, sími 1601. Heimasímar: 2240 og 2412. % ? J I ! ! X ? ? X * I t ? ? I t x .:. X «H*MH>«VM%»V/»*IV(líl»X»t»»j-«i« ?"??"??"??>»% ?>?;? TDL NYRRA VIKUTlÐINDA, Laugavegi 27, Reykjavík. Undirritaður óskar að fá heimsent burðargjalds- frítt, eitt eintak af Stóru draumaráðningabókinni fyrir 100 krónur, sem fylgja þessari pöntun. Nafn Heimili KOMPAN Sokkaverksmiðjan komin á strik - Frábært mynni - Þjáðleikhússtjóra þakkað - 8.500 á mánuði - Nærri nappaður - Haustsýning. ISLENZKUR iðnaður hefur löngum átt erfitt uppdráttar, enda hafa gæðin iðu- lega staðið langt að baki því, sem inn- flutt er. Til eru þeir, sem hafa óbilandi trú á því, að íslenzkur iðnaður eigi em- hverja framtíð fyrir sér og ber í því sambandi að nefna menn eins og þá, sem af óvenjulegum stórhug stofnuðu sokkaverksmiðjuna Evu. Þetta fyrir- tæki hefur átt við mikla byrjunarerfið- leika að stríða, ekki hvað sízt vegna mildls magns innfluttra sokka, sem hingað hafa borizt ólöglega. Eigi aBs fyrir löngu var viðtal við forsvarsmann verksmiðjunnar, Inga Þorsteinsson, í útvarpinu, og lýsti hann því þar yfir, að allir byrjunarörðug- leikar verksmiðjunnar væru nú yfir- stígnir og er það sannarlega vel. Þann- ig á sokkaverksmiðjan Eva sjálfsagt eftir að verða hið blómlegasta fyrir- tæki. JÚLlUS heitihn Havstein sýslumaður var óvenjulegur maður um marga hluti, enda hvers manns hugljúfi. Mörg skringileg tilsvör eru eftir Júllus höfð, og er þessi saga ein af mörgum: „Ég þekki aðeins þrjá menn, sem hafa frábært mihni, svokallað stál- minni — það eru Jóhann sonur minn, ég.....og svo man ég ekki hver sá þriðji er." ÁSTÆÐA er til að þakka Þjóðleikhús- stjóra það framtak að fá hingað jafn frábært listafólk og franska balletlann á dögunum. Það er fyrir hans tilslilli, að fólki hér heima hefur gefist kostur á að komast í snertingu við það> sem bezt gerist í veröldinni í þessum efn- um Þjóðleikhússtjóri hefur sætt harðri gagnrýni á starfsferli símim, og verð- ur hér ekki lagður dómur á réttmæti hennar, en það er ástæða til að minnast þess, sem vel er gert. ALGERT ófremdarástand hefur ver- ið ríkjandi, hvað bréfburð snertír hér. í bænum að undanförnu, enda ilhnögu- legt að fá nokkra sáhi til bréfburðar. Astæðan? — Laun bréfbera eftir 15 ára starfstíma er 8500 krónur (Átta-, þúsund og fimmhundruð) á mánuði. Ótrúlegt en satt. TVEIR skrifstofumenn í einu af stærstu fyrirtækjum borgarinnar voru sáróánægðir með að fá aðeins hálftíma í mat. „Ef ég fengi kortér í viðbót, gætí ég konúst heim í mat", sagði annar. „Skrifstofustjórinn tekur alltaf hálfan annan tíma. Hvernig getur hann ætlast tíl þess, að við komumst af með aðeins hálftíma." „Nú, skrifstofustjórinn er aldrei við um hádegið — hvers vegna tökum við bara ekki kortér í viðbót?" sagði hihn. „Það kemst ekki upp". Þetta varð að» ráði, og daginn eftír fór sá fyrrnefndi heim í húdegismat. Að sjálfsögðu bjóst frúin ekki við hon- um, og þegar hann fann hana hvorki í eldhúsinu né stofunum, leit hann inn í svefnherbergið. Sem hann opnaði svefnherbergis dyrnar sá hann ,að kona hans var þar og með hverjum nema skrifstofustjór- anum. Eigmmaðurinn lokaði dyrunuin aftur hljóðlega og komst óséður út úr húsinu. Næsta dag spurði félagi hans, hvort hann ætlaði að taka auka-kortér í mat í dag. „Ertu frá þér maður? Það munaði engu að ég yrði nappaður í gær." var svarið. VERT er að minnast á haustsýningu Félags íslenzkra myndlistarmanna í Listamannaskálanum. A sýningunni verða sýnd 45 verk 26 listamanna, bæði höggmyndir og mál- verk. Að þessu sinni er gestur f élagsins sænskur listmálari, Sten Dunér- Börkur.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.