Ný vikutíðindi - 01.10.1965, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 01.10.1965, Blaðsíða 4
NT VIKUTlöINDl Huldumaðurínn (Framhald af bls. 1) fljótlega sieppt Iausum. Af þessu risu umf angsmik il málaferli, en þeim lyktaði með því að klerkur var tal- nxn sýkn saka, þar sem ekk- ert var ihægt á hann að sanna, en lögregiluþjónninn, sem staðið hafði að hinni frægu handtölktu, fékk bágt fyrir. 1 f yrra eða hitteðf yrra var bvo ber maður að þvælast í Hlíðunum, en aldrei tókst að hafa hendur í hári hans. Bkki er því þó að leyna að klerkiur einn var grunað- ur um það athæfi, en sá grunur mun vart hafa verið á nokkrum rökum reistur, enda ekki ástæða til að griuna klerka um meiri kyn- ferðisóra en annað fólk. Hvað sem öllu þessu líð- ur er vonandi, að lögregl- unni í Hafnarfirði ta'kist að hafa hendur í hári hins dökkklædda huldumanns áð- ur en honum hugkvæmist að fletta sig klæðum. Lido Framhald af bls. 1 12-14 ára mega ekki vera úti eftír kl. 11 á sumrin en 10 á vetumar. Um fimmtán ára unglinga er hins vegar hvergi getið, og það því ekki hafa þótt nein goðgá á þessum veitingastað þótt þeir fengju aðgang. Við tilkomu nafnskírtein- anna hefiur svo verið krafist strangar eftirlits með ung- lingunum og fá fimmtán ára unglingar ekki aðgáng að þessum unglingaveitingastað, — og er ekki hægt að ætla annað en hið opnibera telji þá foetur fcomna á götunni. Þeir, sem um þessi mál f jaffla, virðast seinir að taka við sér til skilnings á þeim úrbótum, sem hugsanlegar eru á vandamiálum unglinga, en þeim mun fljótari að æpa upp ef litlu greyin gera eitt- hvað af ðér. Það er að sjálfsögðu frá- leitt að tafca fólk ekki í ful- orðinna manna tölu fyrr en þeir hafa náð tuttuigu og eins árs aödri. Auðvitað á að leyfa ung- Ungum, sem eru orðnir sext- án ára, að neyta áfengis; þeir gera það hvort sem er, enda orðið fullorðið fólk, sem f remur þarf að brýna ábyrgðartálfinningu fyrir, en að umgangast alltaf eins og pelabörn, sem ekki vita hvað þau eru að gera. Þá ber líka að sjálfsögðu að gera aUt sem hugsanlegt er til þess að veitingastaðir eins og Lídó ' fái þrifist, og væri réttast ' að leyfa ölum, sem náð hafa 1 fermingaraldri, inngöngu þar. Það er ekki ráðið að öskra og æpa í blöðum og útvarpi um hina viðbjóðslegu ís- lenzku æsku, heldur á að leyfa iþeim, sem náð hafa vissum aldri, að haga sér ! eins og fulílorðið fólk. I .>.:..x..:..:..:•?:~:?•:••:??:?•^?^•^?<^^<K?,^?' Inní lutningur (Framhald af bls. 1) an samtaka smyglhringanna, i koma hvergi nærri opinber- I lega en láta handlangara sína selja varninginn og moka út fémútum á báðar hliðar og tróna í bönkunum með nafnlausar sparibækur með háum tölum, þannig að I heyrst hefir nefnd talan sjö I milljónir í einni slíkri bók í í lofti aðallega til Reykja- víkur, iþar sem talið er að mest að þessum varningi sé selt til neytenda með milli- göngu vissra fyrirtækja. Það er ekki' langt síðan að smásölufyrirtæki í Reykja- vík, sem kennir sig við ó- dýra vörudreifingu, auglýsti vesturþýzkt naglalakk sem innflytjendum slíkra vara var ókunnugt um innflutn- ing á. Þá er uppi önnur saga um þúsund dúsín af nælon- sokkum, sem flutt hafi ver- ið til landsins utan farm- skjala og skipað á land á höfn utan Reykjavíkur og síðan send til Reykjavíkur í þremur stórum kössum, merkt pilti, sem vinnur í prentsmiðju, en prestssonur einn í heildsalastétt á að hafa veitt vörunni móttöku og látið með mikilli launung sortera sokkana eftir litum og raða þeim í öskjur og síðan hafi allir sofekarnir verið seldir í smásölu hjá dreifingarkerfi, er áður seldi naglalakkið. Það má furðulegt kallast að heildverzlanir, sem byggja tílveru sína á við- skiptum við þá, sem annast smásölu vörudreifinguna í landinu, skuli gera hvor- tveggja — að stunda smygl í stórum stól og svo til við- bótar hjálpa þeim, sem vega aftan að dreifingarkerfi kaupmanna og kaupfélaga með því að gera slíka aðila höndum fölgrálelts manns, sem tortryggður er nm að ganga framhjá troðnum laga leiðum. Vitanlega er erfitt að sanna óyggjanleik ýmissa sögmsagna í þessum efnum, Framhald á bls. 5 Tízkufréttir Grænn ullarfrakki, s^apaður japönskum innislopp (Mmono) í sniði, og drapplitaður silkikjóll með marg- bTeytilega grænu mynstri, fara mjög vel saman. — Frakkinn er einnig mjög hentugur utan yfir aðrar flíkur, svo framarlega sem litirnar fara saman. .??.^?.?^?^??^.??.???k^:^^^ - - Fróðieikskorn ®cp f urðuf regnir Hið vinsæla spil bridge (eða brids) er aðeins 92 ára gamalt. Talið er að það hafi fyrst verið spilað í íbúðar- húsi nokkru við Bosporus í águst 1873. Sá, sem fann spilið upphaflega upp, var Rúmeni, Sergihadi að nafni, og var bann einn þeirra f jög urra, sem spiluðu saman petta sögulega kvöld. Spilið breiddist fljótlega út frá Konstantinópel til Kairo, London, Ríverunnar og New York, og hvarvetna sem það nam land, bolaði það burt nánasta ættingja sínum, vist inni. KIRKJUKLUKKUR Kirkjuklukkur eru mjög gömul uppfinning. Þær hafa fundizt í fornleifagreftri í Perú og Egyptalandi, og Kín verjar kölluðu hina trúuðu til musterisins með klukkna hringingum 2000 árum f. Kr. GÓÐAR FIBLUR Strativariusfiðlur eru dýr- ustu og beztu fiðlur í heimi. Upphaflega munu aíUs 200 hafa verið smíðaðar, en nú munu um 150 þeirra vera til, þar af 20—30 prýðilegar, en aðeins 5 eða 6 óaðfinnan- legar. ALDURSFORSETAR Amerískt rauðviðartré get ur orðið f jögur þúsund ára gamalt. ¦ .. . PARlS 1 Bandaríkjunum eru 17 kaupstaðir, sem allir heita París. KONUNGSKOSTIR 1 leikritinu „Maehbeth" lætur Shakespeare einn leik- endanna telja alla konungs- kosti þessa: Réttvísi, mildi, hreysti, orðheldni, stór- mennsku, rausn, þrek, þol- gæði, guðsótta, miskunn, hófisemi, hjartaprýði. ERFITT LlF Þegar loftárásir Þjóðverja voru sem ákafastar á Lon- don í heimsstyrjöldinni síð- ari og sprengjum var varp- að á borgina nótt eftir nótt, er talið að 2,6 millj. borg- arbúa hafi dvalið í loftvarna byrgjum, en 6.5 millj. hafi verið heima í rúmum sínum. Þá var vikuskammturinn af kjöti í Englandi hálft kíló á mann. YFIRRÁÐASVÆÐI Þrjú fyrstu ár heimsstyrj aldarinnar síðari juku öxul- ríkin (Þýzkaland og Italía) yfirráðasvæði sín úr 3% í 12% af yfirborði heimsland anna, íbúatöluna úr 10% í 30% allra jarðarbúa og hrá- efnalindir sínar úr 5% í 30% af öllum hráefnaforða heimsins. LITLIR FUGLAR Landkönnuður nokkur hef ur ekki alls fyrir löngu fund ið smáfugla á eyjunni Haiti, sem eru ekki stærri en bý- flugur. Þrátt fyrir smæð sína eru þeir mjög herskáir og óhræddir við að ráðast á sér miklu stærri fugla. TÓMATAR Það var fyrst um miðja nitjándu öld, að farið var að borða tómata. Áður voru þeir taldir eitraðir. HELLISBUAR Yfir 100 þúsundir manna búa ennþá í hellum og neð- anjarðarhvelfingum í Norð- ur-Afríku.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.