Ný vikutíðindi - 01.10.1965, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 01.10.1965, Blaðsíða 5
NY VIKUTIÐINDI INNFLUTNINGUR Framhald af bls. 4 enda virðist svo sem menn þessir séu lögverndaðir og þvælast fyrir, ef við þeim á að hrugga; hafa enda sam- bönd allt upp til hæstu manna landsins. En smyglið er fljóttekin gróði og til mikils að vinna og áhættan virðist f ram að þessu hafa verið hverfandi lítil, nema þá helst að því er varðar áfengi og tóbak. Talið er að mikið af smygl varningnum sé sett í land á höfnum utan Reykjavíkur og síðan flutt með alskonar far artækjum á láði og legi og að þátttakendum í smygl- gróðanum. bæði hérlendis og erlendis — og þessi keðja iögbrjóta gera málin jafn flókin og raun ber vitni. Svo er margt fleíra, sem kemur til greina í þessum efnum. Úti á landi eru þeiss dæmi að sami maður gegni bæði starfi hafnsögumanns og tollþjóns, og er það mjög til álita, hvort slíkt er heppi- leg sameining trúnaðarstarfa en slíkir menn komast oft í nánara kynningarsamband heidur en samrýmist störfum þeirra. Frá því hefir verið sagt opinberlega, að það sé ekki óalgengt, t.d. um áramót, að bankastjórar og menn í trún aðarstöðum fái áfengissend- ingar og dýran gjafavarning frá vissum viðskiptaað !um, Líkur benda til þess að Slíkt talar sínu máli, ásamt miikið af hinu smygl- þeim gegndarlausu gjaldeyr- aða varningi sé flutt isráðum, sem slíkir aðilar í farmi viðkomandi virðast hafa erlendis. skipa, og þar sem yfirleitt er Á s.l. ári var fluttur í efeki talið upp úr skipunum, Ríkisútvarpinu gamanmála- þá er það hrein til- hragur eftir Árna Helgason, viljun, ef tollgæzlan verður, Viðlagið við allar vísurnar vör við slíkan innflutning.! símstjóra í Stykkishólmi. En flutningur á smyglvam- ingi með þessum hætti getur ekki átt sér stað nema með vitund og í samstarfi skips- hafnanna eða iþó sérstaklega yfirmanna á viðkomandi skipum, útgerð skipanna og afgreiðslum skipanna var þetta: „Svona var það og svona er það. Allir vita það, en engin sér það." 1 þessum yfirlætislausu vísuorðum má segja að mein- semdinni sé lýst á tæmandi hátt. x. I i | AGFA-rapid-filmur * gl^Z^; AUÐVITAÐ ERU FÁANLEGAR AULAR GERÐIR AF FBLMUM 1 R A P I D -MYNDAVÉLARNAR ?^*********f)f************************^*,«-*,»-****< Laus staða Staða bókara I hjá Bæjarsímanum i Reykjavík er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa einu norðurlandamáli. Umsóknir sendist póst- og símamálastjórn fyrir 5. októiber 1965. Reykjavík, 27. september 1965 NORÐRI: Dugmikil borgarst jóri. - Hvert á að senda ráðherrana? - Hvar er viðreisnin? ATHAFNASEMI I ALGLEYMI Mörgum Reykvíkingi verður hugsað áratug aftur í tímann þegar hann geng ur um götur iborgar sinnar í dag, mal- bikaðar og steinlagðar vestan frá sjó og inn að Elliðaám. Að vísu eru margar götur enn ófrágengnar í austurhluta bæjarins, en þar eru þó flestar aðal- götur malblkaðar og á næstu árum verða þær fullbúnar ein af annarri. Það er tíu ára áætlun Geirs borgar- stjóra, sem hér er að verki, og kunn- ugir segja að Geir sé langt á undan henni, þrátt fyrir það, að fyrsta árið miðaði lítið sem ekkert. Mörgum verður einnig hugsað til fyrirrennara Geirs, þeirra Gunnars Thoroddsen og Bjarna Benedikitssonar, sem voru ósköp lélegir borgarstjórar, enda var borgin nær öll í ¦kafi í drullu eftir þeirra „stjórnarferil". Geir Hallgrímsson hefur unnið sér álits og fylgis allra Reykvíkinga, sem á annað borð eru ekki „fanatískir" flokkshyggjumenn og einblína ætíð á það sem noiður fer, en ekki það sem vel er gert. Sem betur fer hefur Geir reynt að bæta úr öllum þeim ósóma, sem f yrirrennarar hans skildu ef tir sig og má Sjálfstæðisflokkurinn sannarlega hrósa happi yfir að hafa fengið svo nýtan borgarstjóra sem Geir er. Vonandi koma þeir auga á hæfileika Geirs og gera hann að forsætisráð- herra sem allra fyrst svo hann geti einnig mokað flórinn þar, enda veitir nú ekki af eftir að Gunnar er farinn og auðvitað er það ekki hægt nema Bjarni fari líka. En það kostar líklega eitthvað! SENDfflERRAEMBÆTTI PÖNTUD Almenningur gerir sér það nú t;l dundurs að raða ráðherrunum niður í sendiherrastöður. Gunnar og Guð- niundur eru komnir til Kaupmanna- hafnar og London og talið er líklegt að Emil og Gylfi láti sér ekki nægja Bonn og þeir Jóhann og Ingólfur verða þá að láta búa til ný sendiherraem- bætti. Jóhann gæti til dænus látið senda sig til Finnlands og Ingólfur til Belgíu, Luxemburg eða Sviss, því í þessum löndum væri ihann jafnvígur í Belgísku, Lúxembúrgusku og Sviss- nesku og samráðherrar hans. Auðvit- að mundi Ingólfi leiðast í þessium lönd- um, en hver veit nema hann gætí kom- izt í verzlunarsambönd þar og stofnað samvinnufélag á borð við kaupfélagið á Hellu. Varla er hægt að ætlast til að dr. Bjarni fari >til stórþjóðar. Þessvegna væri ekki vitlaust að hann léti taka frá fyr.'r sig Fææreyjar ef var kynni að þær yrðu sjálfstætt ríki von bráðar. Doktorinn mundi sóma sér vel meðal þessarar vinaþjóðar og gaman væri að sjá hann stíga nokkur spor í færeysk- um þjóðdönsum. Það væri auðvitað hrein og bein skömm að því að gera Magnús frá Mel að sendiiherra strax, að ekki sé nú tal- að um Eggert Þorsteinsson. Það verð- ur að leyfa þeim að komast niður í starfið áður en þeir eru sendir burt úr landinu. Þó væri það huggulegt hjá Gunnari, ef hann eftirléti Magnúsi mjólkurlandið Danmörku og færi sjálf- ur t.d. t'l Skotlands, því Gunnari mundi áreiðanlega líða miklu betur þar. Egg- ert væri sjálfkjörinn í Páfagarð, því hann er svo prestlegur og virðulegur í útliti og framkomu. SAMI GRAUTUR..... Hafa menn tekið eftir því, að stjórn- arsinnar eru mikið til hættir að mihn- ast á viðreisnina? Hún var þó lengi þeirra máttarstólpi, en nú er hún horf- in. Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður ár eftir ár; greiðslujöfnuðurinn á sömu leið; fjárfestingin aldrei meiri; láns- f járskorturinn hefur heldur aldrei ver- ið meiri; vinnustöðvunarhótanir, verð- hækkanir, hallarekstur á mestum hlutfi útgerðarinnar, launahækkanir og sem sagt óðaverðbólga á öllum sviðum. Alþingi kemur samian bráðlega og þá verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig f járlagafrumvarpið lítur út. Ef skattar verða þar ekki hækkaðir stór- lega, þá hlýtur ríkisstjórnin að verða að draga stórlega úr framkvæmdum á vegum þess opinbera og draga verður á langinn, eins og raunar hefur verið gert, allar þær framkvæmdir, sem þegar hefur verið veitt til fjármagns og verður veitt á næsta ári. Með pví móti er hægt að sporna við útgjöld- um í bili, en iþað kemur bara ekki í veg fyrir halla á fjárlögunum. Ekki láta þeir sér ennþá detta í hug að taka erlend lán til niargra ara svo takast megi að f jölga til dæmis skól- um í landinu, en eins og öllum er kunn- ugt, er varla nokkur möguleiki á að koma unglingiun í heimavistarskóla, jafnvel þótt sótt séum með nokkurra ára fyrirvara. Enn eru þjóðvegir ó- steyptir og brýrnar eru til skammar. Engin höfn fæær nægilegt fjármagn svo hægt sé að ljúka henni og svo mætti lengi telja. Nýr maður semur nú fjárlagafruni- varpið. Takið eftir. Það kemur ekk- ert nýtt f ram. — Sami grautur í sömu skál. NORDRI -*• Póst og símamálastjórnin. ^

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.