Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.03.1969, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 21.03.1969, Blaðsíða 3
N1 VIKUTlÐINDI i]IH!1IIIIÍIÍÍÍí;l'' ^i:;!lilí!illlllllllillllllilllllHlllllllllllllllHIII[||||||||i||lll[illlllllll!j]llllll Veiztu bað? 1. Hvað heitir höfuðborgin í Kanada? 2. I hvaða landi eru flestir læknar, miðað við fólks- fjölda? 3. Hvað er átt við með carte blanche? 4. Hvað kallast þungi vöruumbúða? 5. Hvar er Havana? 6. Hvað er átt við með platoniskri ást? 7. Hvað heitir stærsta Austur-Indíueyjan ? 8. Hver var Amos? 9. Hvaða stjómarfyrirkomulag er í Etíópíu? 10. Hvað kallast fjaðraust stél fugla? (Svör annars staðar í blaðinu). - Framhaldssagan (Framhald af bls. 7) Nokkrir áhorfendur hrópuðu: „Niður með alla ari- stókrata!" Flestir höfðu þó samúð með Jeanne. Því þrátt fyrir allt var hún samt ein af alþýðunni — hún var upprunnin úr þeirra jarðvegi, og síðast liðin tuttugu ár gerði hún ekkert á þeirra hlut. Þvert á móti var það á allra vitorði, að hún hafði gert þeim mikið gott. Samt sem áður gat enginn hjálpað henni núna. Þegar vagninn stanzaði við höggstokkinn, var vesa- lings fanginn miður sín af hræðslu og kvíða. Hún hafði elskað lífið — ef til vill meira en flestir aðrir — og nú, þegar hún stóð frammi fyrir dauðamun, missti hún al- veg vald yfir sjálfri sér. Hún hágrét, veinaði og bað fyrir sér, og hún var svo móðursýkislega æst að það varð að lyfta henni úr vagninum og bera upp tröppum- ar að höggstokknum. Og þegar böðullinn tók á henni, hrópaði hún: „Andartak, herra minn. Aðeins augnablik í viðbót af lífinu, þá skulu lýðveldismenn fá alla fjármuni mína.“ „Þeir fá þá samt,“ svaraði maðurinn kuldalega. Innan tveggja mínútna var lífi Madame Dubarrys lokið. Seinna vai’ sagt, að ef aðrir líflátnir aristókratar hefðu sýnt jafn-óstjómlegan ótta við dauðann — í stað þess að ganga hnarreistir á höggstokkinn — hefði tala fómarlambanna orðið mörgum sinnum minni en raun varð á. Aftaka Jeanne Dubarrys vakti slíkan viðbjóð hjá áhorfendum að hermennimir áttu erfitt með að halda æstum múgnum í skefjum. ★ Emansfrunar^ler i ★ t t ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ^ ★ *+**++++* +++++++++++++X+++++X+++++++W++++X+++++ Húseicendur — Byggingameistarar. Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stuttum fyrirvara. Sjáum um ísetningu og alls gler í lausafög og sjáum um máltöku. Gerum við sprungur í steyptum veggjum með þaulrejmdu gúmmíefni. — Gerið svo vel og leitið tilboða — Sími 51139 og 52620. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Kjaftaþing - Áfengislöggjöfin - Eldvamir Skepnufóðnr - Lofsvert framtak OFT HEFUR því verið haldið fram, að Alþingi Islendinga væri fáfengileg sam- kunda eða kjaftaþing í þjóðfélagi, sem raunverulega er stjómað af sérfræð- ingum í þjónustu atvinnupólitíusa. Hvort sem þetta er nú rétt eða rangt, er því ekki að neita, að oft koma furðulegar fregnir af störfum þings- ins. ' Nýlega gerðist það, að nefnd tók sig tíl — óumbeðið — og flutti frumvarp til breytinga á áfengislöggjöfinni. Það fylgdi þó greinargerð hennar, að nefnd armenn hefðu enga skoðun myndað sér um málið — nú flytti hins vegar nefnd- in breytingartillögu við frumvarp sitt en léti þó það fylgja með að allsendis óvíst væri að þeir greiddu þeim atkvæði. Svona vinnubrögð eru að sjálfsögðu tíl þess eins faJlin að vekja aðhlátur og virðingarleysi á störfum Alþingis. ☆ ANNARS ER raunasagan um áfengis- löggjöfina svo gömul og margþvæld orðin, að varla er á bætandi. Allir vita að kerlingasjónarmið hafa öðru fremur verið ríkjandi í þessum efnum ,og á Islandi búa þegnamir við áfengislöggjöf, sem aJls staðar meðal siðaðra manna væri talin bera vott um vitsmmii fábjána. Þær hömlur, sem ungu fólki eru sett- ar um neyzlu áfengis á opinberum veit- ingastöðiun, em tíl þess eins að kenna unglingum að drekka eins og svín eða sakamenn í skúmaskotum og afkimum, og öll er löggjöfin eftír því. Auðvitað eiga unglingar að fá að- gang að almennum samkomuhúsum jafnskjótt og þeir em sjálfráða og skattskyldir eða sextán ára. Þá teliur hið opinbera þetta fólk vera orðið á- byrgt gerða sinna og er því full ástæða til að ætla að þeir, sem orðnir era sext- án ára, geti tekið afleiðingunum af því að drekka á opinberum veitingastað, eins og að veltast úti í móum eða vera í sífelldum felum. Margir telja að vínneyzlu á veitinga- húsum ætti að miða við 18 ára aldur og er það sannariega ekki fráleit hug- mynd, en hvað um það, þessum málum verður að kippa í lag hið bráðasta. — ☆ — HINIR HROÐALEGU eldsvoðar, sem hvað eftir annað eiga sér stað, hljóta að vekja menn tíl umhugsunar umi hvort ekki vanti eitthvað á að bruna-í vamir séu í sæmilegu lagi. Á skipum ætti að vera lögboðið aðl hafa sjálfvirk slökkvitæki í kyndiklef-i um og annars staðar, þar sem hætta er| á að eldur geti breiðst út á svipstundu., Þá ættu handslökkvitæki að verða’ miklu víðar en nú er. Hvetja ætti fólk tíl að hafa handbær/ handslökkvitæki í heimahúsum og I kynna sér notkun þeirra. Þótt ekki séj hægt að koma með öllu í bezta veg fvrirl eldsvoða er fullvíst, að þeim mundif fækka stórlega, ef full aðgát væri höfð^ í þessum efnum. — ☆ — VERÐIJR ÞA® nú ekki að teljast hróp- legt öfugstreymi í landi, þar sem jafn| mikið er hrópað um iðnvæðingu og fuB- vinnslu hráefnisins að mikill meiri hlutí1 sjávarafla landsmanna skuli vera fIutt-\ ur úr landinu sem skepnufóður eða efni| í sápu eða eitthvað ennþá ómerkilegraj og það meðan mikill hlutí jarðarbúa] sveltur heilu hungri? Um þessar mundir er ausið tugum| eða hundruðum þúsunda tonna af loðnuj upp úr hafinu. Vitað er að þessi fískur 1 er hið mesta lostætí og er því eins og\ svolítíð óviðkunnanlegt að sjá öllu^ magninu ausið í gúanó. Sjálfsagt er ágætt að byggja álverk-] smiðjur og kísilgúrverksmiðjur, ení stjórnvöldin verða að gera sér greinj fyrir því að leggja verður megináherzluj á að hlúa að iðnaði í sambandi við sjáv-i arafurðir. - ☆ í VIKUNNI var sýnd kynningarkvik- mynd frá Akureyri í íslenzka sjónvarp-1 inu. Ber sannariega að lofa það fram-i tak, sem Samband íslenzkra samvinnu-Í félaga hefur sýnt á Akureyri, en þarj er starfsræktur raunhæfur iðnaður,; byggður á framleiðslu landbúnaðarins. Verksmiðjur Gefjunnar og Iðunnar^ era sannarlega vottur þess, hvemigj hægt er — ef vel er á málum haldið —j að reka raunvemlegan iðnað hériendisi bæði fyrir heimamarkað og til útflutn-4 ings. BÖRKUR

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.