Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.03.1969, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 21.03.1969, Blaðsíða 7
S Y VIKUITBINDI 7 ■Crossgátan LÁRÉTT. 1. söðull 7. heydreif 13. kvefaðir 14. þrír eins 16. ljómandi 17. vætir 18. hjala 19. strengur 21. ölstofa 23. peningar 24. ending 47. þroskalítill 49. mælir 50. fuglar 52. gefa 53. flytja 55. allslaust 56. gan 47. höfðingja- stétt 59. menn 61. verk 62. skipaðar 25. fremur smár 63. hrekja 26. tveir eins 27. ört 28. fen 30. hvoftur 32. ellegar 34. skammst. 35. sönglar 36. fólska 37. upphrópun 38. ber 40. stel 41. kaffibætir 43. ringla LÓÐRÉTT 1. þústa 2. handtókst 3. gremst 4. ílát 5- knattspyrnu- fél. 6. kyrrð 7. skúfur 8. tveir ólíkir 9. sæg 10. bjálka 45. sbr. 24. láréttll. svarar 12. skips 15. ljótt 20. ygldur 21. nögl 22. stefna 23. viðmótsþýður 29. sáldra 30. glóbjört 31. lærði 32. sútað 33. tréílát 34. tónverk 37. hrjáðar 39. liða 42. siðavanda 43. kasta upp 44. flana 46. blómlega 47. burðarband 48. þekja 49. súldrið 51. hljómað 54. líkamshlutinn 58. tveir óskyldir 59. tímabil 60. egypskur guð 61. nazistalið. lög í hans augum, hversu kostnaðarsamar, sem þær voru eða fráleitar. Einn goðan sumardag, þegar henni datt í hug að fara í sleðaferð, gaf hann skipun um að götumar frá Versölum til Parísar skyldu þaktar þykku lagi af salti. M var lítið um salt í Frakklandi, og það var mjög dýrt. Almenningi sárgramdist þessi eyðslu- semi, og eftir sleðaferðina hirtu fátæklingar töluverðan hluta saltsins af götunum. Ibúð Jeannes var sú íburðarmesta í allri Versalahöll- inni. Gull, kristall og marmari lýstu hvarvetna, og svefn herbergið var opinberun. Hin breiða rekkja var á upp- hækkuðum palli, og sængurhimininn báru uppi fiórar útskomar súlur, sem hver og ein var listaverk. Teppið var bróderað með gulli og eðalsteinum, og þrepin upp að rúminu voru lögð hvítu silki. Kjóla Jeannes teiknuðu beztu listamenn Evrópu í faginu, og fáein tízkufatafirmu unnu einungis fyrir hana. Mánaðarlega var brúða, klædd í síðasta búningi hennar, send frá París til helstu tízkumiðstöðva Ev- rópu, svo að ríkar hefðarmeyjar gætu látið sauma eft- irlíltingar. Madame Dubarry gat vel leyft sér þetta, því þegar eftirlíkingarnar voru loks fullsaumaðar, var hún komin í nýja múnderingu. Þrátt fyrir það, að kjólar Jeannes væm óskaplega dýrir, verkaði hún aldrei of áberandi skartklædd. Eitt af leyndarmálum þeim, sem hún hjúpaði um sig, var einfaldleiki. Á þeim tíma, þegar fólk þvoði sér sjaldan, fór hún í kalt bað daglega — hún notaði ilmvötn af smekkvisi og mjög lítið af smínki eða andlitsfarða. Sér- kennandi fyrir fegurð hennar var ferskt og blómstr- andi útlit — hún var náttúrubamið meðal hirðfólks út- klíndu í ilmsmyrslum og fegrunarlyfjum. Herrarnir vom þá engir eftirbátar kvenfólksins í þeim efnum. SJÓNVARPSLOFTNET Tek að mér uppsetningu, viðgerðir og breytingar á sjónvarps- og útvarpsloftnetum. Tjtvega allt efni, ef óskað er Sanngjamt verð og fljótt af hendi leyst Upplýsingar í síma 1-6-5-4-i frá kl. 9—6 og 1-4-8-9-7 eftir kl. 6. Árið 1774 dó Lúðvík XV úr bólusóttinni, og fimm ára ,,stjóm“ Madame Dubarrys var á enda. Sonarsonur hins látna konungs, Lúðvík XVI og drottning hans, María Antoinette, litu niður á Jeanne, og henni var vísað frá hirðinni. En hún fékk að halda eigum sínum og höllinni Louveciennes í Marly, sem ástvinur hennar hafði gefið henni. Hinn nýi konugur veitti henni jafn- vel lífeyri. í mörg ár bjó hún kyrrlátu lífi í Louveciennes. París- arbúar gleymdu henni, en í Marly varð hún vinsæl fyr- gjafmildi sma. Hún var goðhjörtuð og fór daglegar ferðir til fátækra og sjúkra. Raunar hafði hún ekki lagt ástina á hilluna, og gamli hertoginn af Brissac var lengi elskhugi hennar — og nú lét enginn sig það neinu varða. En einn góðan veðurdag var friðurinn úti í Frakk- landi. Brimöldur byltingarinnar ultu yfir landið, og ari stókratar vom handteknir og líflátnir. — Madame Du- barry flýði til Englands, og hefði hún dvalist þar áfram myndi hún hafa lifað þessa skelfingartíma á enda. Á- stæðan fyrir því, að hún fór aftur til hallar sinnar, var sú, að hún hafði skilið þar eftir talsvert af dýrum skartgripum. Og af hjartagæzku sinni hugðist hún selja þá, svo að hún gæti hjálpað ofsóttum aðalsfjöl- skyldum. Þetta var 1793. I janúar hafði konungurinn verði hálshöggvinn, og í október drottningin. Skömmu seinna var byltingarforsprökkunum bent á Madame Dubarry — það er sagt hafa verið verk negraþjóns hennar Za- more, ungum manni, sem hún hafði annast frá því hann var lítill. Hún var handtekin, og fátæka stúlkan frá Vancoul- eurs var sökuð um að vera aristokrati eða höfðingi, og ennfremur hljóðaði ákæran á það, að hún hefði borið umhyggju fyrir hinum líflátna „harðstjóra" Lúðvíki Capet — eins og konungurinn var kallaður. Hún var dæmd til lífláts án nokkurra vafninga. Og svo rann upp dagurinn 8. desember 1793. Enda þótt dagurinn væri dimmur og kaldur hafði múgur og margmenni safnast um afstökustaðinn og á nærliggj- andi götum, til þess að eygja hina konunglegu frillu á helför sinni. Loksins kom fátæklega grindarkerran skröltandi, og fólkið teygði álkuna. Madame Dubarry stóð hnarreist í vagninum með hendur bundnar á bak aftur. Hún var fimmtug að aldri og hafði gildnað talsvert, en andlitið var ennþá frítt. LAUSN á síðustu krossgátu Lárétt 1. saftina, 7. hvessir, 13. aular, 14. U.S.A., 16. skóli, 17. Ural, 18. illt, 19. makar, 21. rót, 23. spara, 24. nr., 25. rafabelti, 26. ar, 27. kaf, 28. ló, 30. æða, 32. ske, 34. dr., 35. aflaga, 36. óskyld, 37. ár, 38. ana, 40. S.U.S., 41. dá, 43. val, 45. ál, 47. stríp- aður, 49. H.K., 50. ljótt, 52. sag, 53. megra, 55. gúli, 56. laup, 57. agans, 59. eik, 61. glufa, 62. rigning, 63. rak- arar. Lóðrétt 1. saumnál, 2. aurar, 3. flak, 4. talar, 5. ir, 6. au, 7. ha, 8. es, 9. skipi, 10. sóla, 11. illra, 12. ritarar, 15, sjó- bað, 20. rauðanótt, 21. rak, 22. tef, 23. stokkuðum, 29. óar, 30. æla, 31. aga, 32. sss, 33. eys, 34. ddd, 37. á- málgar, 39. tapaði, 42. áskap ar, 43. vís, 44. lag, 46. ljúgi, 47. stinn, 48. rella, 49. hrufa, 51. ólag, 54. gaur, 58. si, 59. eg, 60. kr, 61. G.K. — ☆ — Staðreyndir Þegar Bandarlkjamenn sömdu við Frakka árið 1803 um kaup á 827.987 fer mSna landsvæði við Mexico- flóann, þurftu þeir að borga um það bil fjögur eent fyr- ir hverja ekru lands (ein ekra eru rúmlega 0.4 ha. og ein ensk fermíla er 640 ekrur eða 2.59 ferkm.). — ☆ — I Stóra-Bretlandi er ár- lega stolið yfir 200 000 kött um, sem oft eru seldir ein- staklingum eða vísindaleg- um tilraunastofum. — ☆ — Hjúskaparráðunauturinn Edward Griffith hefur kom ist að þeirri niðurstöðu, eft- ir langa reynslu í starfi, að um það bil 93% af enskum eiginkonum telja manninn sinn vera slæman elskhuga. — ☆ — Vitað er að lakk var not- að þegar 500 árum fyrir Krists burð. I tyið prenlum aftt (yrir ijður HsLÍ=J ífCver(isgötu CReykjavík (Framhald á bls. 3)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.