Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 24.07.1970, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 24.07.1970, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐINDI ftCtiAaga SPAhA 2. H'LUTI Korsíkanski bófaforinginn og kreimagullið Grein þessi er eftir Denis' Clark. Mikið af henni er samkvæmt eigin raun og sjón höf. í Korsíku, en að öðru leyti er hún samin eftir réttarskýslum og Sjálfsævisögu Spada. En allt í einu kvað við óp frá árásarmönnum, og liófa dynur barst að eyrum þeirra. „Les bandias!” hróp- aði liann. Á næsta andartaki voru lögreglumennirnir horfnir, en Romanetli sjálf- ur kom þeysandi í farar- broddi manna sinna. „Svo þú ætlar að fara frá Korsiku? en þú kemur aftur, vinur minn, því þú ert fæddur á Korsíku.” Konungur bófanna sneri hesti sinum og reið aftur inn í skóginn, en Spada og frændi lians fóru að svipasl um eftir báti. Spada vann í ávaxtagarði á Spáni, rétt fyrir utan Barcelona, og kvöld eitt kom Marita, dóttir húsbónda hans, til hans. Morguninn eftir fór hann burt, því að hann langaði ekki til að fá hnífstungu í bakið eða vekja óþægilega athygli á sér. En í Barceiona var hann samt handtekinn og fluttur lil Ajaccio. Hver hafði ljóstrað upp um hann? Aðeins tveir menn vissu, að liann hafði farið til Barcelona: Madasci og Marchi, fiskimennirnir, sem höfðu flutt hann þang- að í báti sínum. Hann var viss um Jiolluslu Madascis, en Marcilii skyldi deyja við fyrsta tækifæri. Um það hugsaði liann meðan skipið renndi inn í höfnina í Ajaccio. Mannfjöldi beið komu André Spada. Nokkrir gerðu hróp að honum, en flestir virtust hafa samúð með fanganum. Rutili og fleiri vinir lians voru þarna og notuðu sér samúð fólksins, og þegar Spada var leiddur upp götuna, tóku þeir að þrengja að lögreglunni. Brátt liófust stympingar, og S^iada tókst að losna og hlaupa brott með vinum sínum. Innan skamms var hann kominn á öruggan stað á- samt Rutili. „Svo þú lieldur að Mardlii liafi selt þig?“ „Já, liver annar?“ „Ilvað ætlarðu að gera?“ „Hvað heldurðu? ... Á eft ir fer ég inn í Maquis. Ég fer aldrei framar frá Kor síku.“ „Það er ekki vandi að finna Marchi, mon ami. Hann býr hérna í Ajaccio hjá Pompa, frænda mín- um, labbakút eins og liann er sjálfur.“ Um kvöldið komu þeir að húsi Pompa í úthverfi borg- arinnar. Marclii sat við spil, en sá ])á koma. Hann liiljóp út og skaut á Spada um leið. Nú þurfti ekki frekari sann- ana við um svik hans. Spada skaut á móti, en þegar hann ætlaði að veila honum eftir- íbr, sá hann aðeins blóðfer- il og missti af honum. „Ég er búinn að finna hann aftur“, sagði Rutili næsta kvöld. „Ilann felur sig í kaffihúsi Sena, og ef við færum þangað, þekki ég náunga, sem heitir Ettori, og honum er i nöp við Sena, og kemur með okkur.“ Þeir fóru þrír saman. Þegar þeir fóru upp stigann, sáu þeir Sena uppi á skör- inni. „Hvað viljið þið ?“ „Ekki þig, lieldur Mar- chi... “ Bang! Rutili liafði skolið yfir öxlina á Spada, og Sena kom veltandi niður stigann. Synir Sena, ungir drengir, komu hlaupandi með barefli. Spada hirti ckki um þá. Hann hljóp út að glugga, því að kúla liafði þotið rétt framhjá honum. Marchi var þar úti fyrir og hljóp lil að leita sér skjóls. Spada miðaði vandlega, Marchi stakkst á liöfuðið inn í runna. „Ég hefði átt að skjóta strákana líka,“ sagði Rutili. „Hvers vegna?“ „Vegna þess, að þeir eru synir Sena. Þeir fá engan frið, móðir þeirra lætur þá aldrei i friði, fyrr en þeir hafa hefnt lians.“ Hann þekkti vel liin helgu lög lands síns, lög vendett- unnar: að frá þeirri stund, sem morð er framið, verð- ur líf ættingja hins myrta og morðingjans eilíft einvigi sem táknaði morð á báða bóga. Um kvöldið réðisl lögregl- an á felustað vegenda. Þeir vöiðust vasklega, en þó töldu þeir ráðlegast að reyna að komast undan. Spada slapp, en lögrpglan króaði Rutili af, og Spada gat ekkert gert bonum til lijálpar. Hann varð fallöx- inni að bráð, en Spada hélt til Grænuhallar i Maquis — fjallaskóganna á Korsíku. I næstum ár hafði bófa- flokkurinn annast póstflutn inga stjórnarinnar frá Aj- accio til Lopigna. Þetta und arlega fyrirkomulag var upp tekið, eftir að Roman- etti hafði nokkrum sinnum rænt póstvagninn og komizt að ])vi, að sjaldan var þar um teljandi verðmæti að ræða. En hann vildi ekki sle])pa þessari tekjulind, og eftir rækilega umhugsun datt honum snjallræði í hug. Síendurteknar árásir, gerðar af ríðandi grimu- mönnum, kömu póslmeistar anum í Ajaccio lil að fallast á ])á uppástungu hans, að hann léti menn sína gæta póstvagnsins gegn sæmilegri þóknun. Svo gekk allt eins og í sögu, þar til afskipta- samur blaðamaður frá Par- ís tók að fetta fingur út í þessa starfsemi bófaflokks- ins í þjónustu frönsku stjórn arinnar. Það leið ekki á löngu unz skipun barst um það frá Paris, að þessu sam- komulagi skyldi samstundis lokið. „Á morgun sitjum við fyr- ir póstvagninum og brenn- um liann með öllu saman,“ sagði Spada. En Romanetti var því mótfallinn, liann liafði nógar tekjulindir, og vildi foi-ðast blóðsútlielling ar. En þegar Romanetti dó, myrtur af einum sinna eigin manna, var Spada einróma kjörinn eflirmaður hans. Áð ur en vika var liðin fékk póstmeistarinn i Ajaccio bróf frá nýja foringjanum, þar sem þess var krafist, að póstflutningasamningurinn yrði endurnýjaður. Spada til undrunar sam- þykkti póstmeistarinn það og bófarnir tóku aftur að gæta póstsins og liirða góða þóknun fyrir. En Caviglioli, sem hafði haldið sér í skefj um i stjórnartíð Romanettis, bar ekki virðingu fyrir eftir manni lians. Hann reyndi á ýmsan hátt að spilla fyrir Spada, og það hefur senni- lega verið fyrir hans til- verknað, að samningnum var aftur sagt upp. I þrengslum fyrir utan Lopigna lét Spacla menn sína taka sér stöðu bak við fyrirhleðslu þvert yfir veg- inn. Brátt kom póstvagninn akandi; Ricci, nýi ökumað- urinn, sat þar milli tveggja lögreglumanna nieð byssur á hnjánum. Spada skaul, og Ricci valt niður úr sæl- inu, Annar lögregluþjónn- inn var skotinn, en hinn komst undan á hlaupum til Lopigna. Ból'arnir liíóðu póstinum á hesla sína og hleýptu burt. Nýi foringinn hældi sér af þvi, að hann hefði sýnt að hann væri ekkert lamb að leika sér við. En Ricci átti dóttur, sautján ára gamla, og Korsíkubúar, hvorki karl ar né komur, glevnia kalli blóðsins, kalli vendettunn- ar... Spada var laglegur mað- ur, með dökk, djarfleg augu og svart yfirvaraskegg, og glæsilegur á vöxt. Venju- lega var liann í svörtum flauelsfölum með gull- linöppum, lialt og valin vopn. Hann var veikur fyrir fögrum konum, og fáai- þeirra veittu langt viðnám 1 fjallahöll sinni átti hann eins konar kvennabúr, en Romanetli hafði ekki leyft neinum kvenmanni að haf- ast við innan herbúða sinna. Margar stúl'kur lögðu leið sína til Spada, sjálfviljugar, eða neyddar, allt frá litlu brúðurinnhi, sem yfirgal mann sinn á brúðkaups- kvöldið og fylgdi Spada, til konu Korsíkuembættis- mann, sem liann nam á brott til að refsa manni henn ar fyrir að hafa skotið einn af hundum bófanna. Jafn- vel ensk blaðakona kom og dvaldi lijá lionum i skógin- um. En svo liitti hann Mar- ie Cavaglioli á dansleik í fjallakrá. Hún var að dansa við Gio- cundi, viðarliöggsmann, þegar hún fann náð fyrir augum búfaforingjans; hún liafði djarflegt og ástríðu- þrungið útlit. Spada gekk fram á gólfið og tók hana úr fangi Giocundis. Hann þorði ekki að mótmæla. Þau dönsuðu um stund áður en Spada leiddi l)ana út i garð inn til að hefja árás á skir- lífi hennar. Eitthvað þrýsti á stálvestið sem hann var í undir skyrtunni. Hann greip um úlnlið stúlkunnar og sá, að liún hélt um -1 gpga,twiíf-r. inn lians sjálfs. Hann-hló. þegar hnífurinn datt glamr- andi til jarðar. „Við ættum að koma okk- ur saman, þú og ég. Veiztu liver ég er?“ „Ekki aldeilis. Og mér er alveg sama. Ég skal aldrei lala við þig framar!“ „IJa, ekki það?“ Hlustaðu nú, kæra min, þú ert falleg- asta stúlkan á Ivorsiku. Þú skalt koma með mér út í skóginn.“ „Ba! Hver erl þú? Smala strákur ?“ • „Ég... ég er André Spada.“ Hún hætti að veita við- nám og starði á hann. „Það er svo. Og þú veizt ekki hver ég er?“ „Þú ert kölluð Mimí.“ „Það er gælunafn. Ég er Marie Caviglioli!“ Caviglioli! Keppinautur hans. En hvað máli skipli það? Hvað kom það fögrum konum við? Um nóttina fluttei hann l)ana með sér til Græna Kast ilans. Hún var óhemja. Hún lamdi Pielro, aðsloðarfor- ingja Spada, með svipu, kom af stað óánægju meðal manna lians, heimtaði fín húsgögn og föt frá Frakk- landi og reyndi að stjórna Spada. Hann gat ekki neitað henni um neitt, en vildi þó ekki sætta sig við yfirráð hennar. Þau deildu oft hieift arlega, en elskuðust heitt þess á milli. Sv ) kom hann

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.