Alþýðublaðið - 09.01.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.01.1924, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBTLAÐIÐ vegf sama, hverju sé trúið, hvort heldur það sé á &ruð, sem láti menn fæðast til þess að stV ypa þeim siðan í helvítis kvalir, eða á guð, sem ekki getur gert annað en það, sem gott er (mælt á ekkar vísu), hvort menn trúa því, að tögurnar um svall Gyðingakonunga hafi verið inn- blásnar at guði, eða álíta frá- sögnina um gal hanans, sem Pétur heyrði, jaín-þýðingarlausa og trásögnina um það, >þegar Ástvaldar hani góU í sálmunum hans séra Sveins Víkings, sem sá góði mann sfðan afneitaði, svo að hann yrði vígður. í stuttu máli: Nú er sama, hverju menn trúa, bara, að það sé eitthvað yfirnáttúrlegt, og svo er það orðinn stórglæpur hjá þessum talsmönnum auðvaldsins að trúa ekki. En, elskurnar mínar, þið trú- arvandlætarar! Þið gleymið einu i ákafa ykkar að finna árásar- etni á jatnaðarmennina. Þið gleymið, að tríiin getur aidrei orðið aðaiatriði, heldur verkin. Oarðar smásali. Nætnrlæknir í nótt Halidór Hansen, Miðstræti io, sími 256. Konur! Munlð eftir að blðja um Smáva smjörliklð. Ðæmið sjálfar nm gæðin. Skyr og rjómi ódýrast og bezt í mjólkurbúðinni á Laugavegi 49 og Þórsgötu 3. Húsaielgnskattar, í Þýzka- landi hefir því nær ekkert veriö reist af ibúðarhúaum siðan í stríðsbyrjun. Þar hefir því verið mikið húsnæðisleysi. En nú hefir verið ákveðið, að húsáleiga skuli frá 1. janúár greidd í vaxtamörk- um og ákveðin eftir því, sem hún var 1. júlí 1914. Húseigendur fá með þessu móti talsverða hækkun á leigunni, en ríflegan skerf af henni verða þeir að greiða f húsa- leiguskatt, sem verja á til að auka bygging nýrra íbúðarhúsa. Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Sími 9 8 8. Auglýsingum só skilað fyrir kl. 8 að kvetdinu fyrir úfkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskriftargjald 1 króna á mánuði. Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka. Útsölumenn eru beðnir að gera skil afgreiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. Gfert er ráð fyrir, að skatturinn nemi svo miklu, að ríkið geti a fyrsta árinu varið 200 miUjónum vaxtamaika til bygginga og sfðar enn þá meira. Fréttastofa ætlar Blaðamanna- félagið að setja á stofn. Er gert ráð fyrir, að hún fái styrk úr ríkissjóði, enda er tilætlunin, að blöðin fái meiri og betri fróttir fyrir milli- göngu hennar, en þau hafa átt kost á undanfarið. jBdgar Bioe Eurrougha: Sonur Tarzano. rifast við þig, en svo sannarlega, Sveinn! ef þú reynir að gera stúlku þessari miska, mun ég afstýia þvi, þó ég verði að drépa þig. Ég hefi þjáðst og þrælað og þrælað og ótal sinnum hefir legið við, að ég væri drepinn siðustu nlu eða tíu árin, meðan ég var að'reyna að ná þvi, sem gæfan hefir nú kastað i fang okkar, og ég læt nú ekki ræna mig verðlaununum vegna þess, að þú ert fremur dýr en maður. Ég aðvara þig aftur, Sveinn! —“ og hann snart skammbyssuna i belti sér. Sveinn leit illilega til félaga sins, ypti öxlurn og fór út úr tjaldinu. Karl snéri sér að Meriem. „Ef hann reýnir að gera þér xnein aftur, þá kallaðu á mig,“ sagði hann. „Ég skal alt af vera nálægur.“ Stúlkan hafði ekki skilið það, sem þeim fólögum fór i milli, þvi að þeir mæltu á sænsku. En hún sltildi það, s«m Karl sagði nú við hana á arabisku, og réð af þvi, hvað þeir hefðu talast við. Hún snéri sór þvi til Karls i barnslegri einfeldni sinni og bað hann að leysa sig, svo að hún kæmist til Kóraks, en hann hló bara að henni og sagðist hegna henni með þvi, er hann liefði bjargað henni undan, ef hún reyndi að strjúka. Alla nóttina hlustaði hún eftir merki frá Kórak. Alt i kring mátti heyra lif skógarins. Hún greindi ljóslega öll hljóð, en aldrei bar neitt á Kórak. Húu vissi samt, að hann myndi koma, Ekkert nema dauðinn gat haldið Kórak hennar fi'á því að lcoma En hvað tafði hann nú? Tryggð og trú Meriem var óbeygð um morguninn, þótt ekki kæmi Kórak, en hún var farin að efast um, að alt væri með feldu. Það virtist ótrúlegt, að nokkuð hefði komið fyriv Kórak, sem alt af hafði líomist klakk- laust yfir hættur skógarins. En dagur kom; morgun- verður var snæddur, tjöld upp tekin og Íagt af stað norður á hóginn. Ekki kom hjálpin. Allan þann dag var haldið áfram 0g næstu tvo daga, en ekki lét Kórak svo mikið sem sjá sig. Sveinn var gramur. Hann svaraöi Karli eiasatkvæðis- orðum. A Meriem yrti hann ekki, «n hún tók stundum eftir þvi, að hann glápti græðgislega á sig. Hrollur fór þá um hana. Hún þrýsti öiku fastara að sér 0g saknaði hnífsins, sem tekinn hafði verið af henni lijá Kovudoo. Á fjórða degi fór von Meriem að dofna. Eitthvað hafði komið fyrir Kórak. Það var vist. Nú kom hann aldrei, og þessir menn fóru langt í burtu með hana. Liklega dræpu þeir hana. Aldrei myndi hún framar sjá Kóralt sinn. Þennan dag áðu Sviarnir, þvi að þeir höfðu farið hart, og menn þeirra voru þreyttir. Sveinn og Karl höfðu farið á veiðar sinn í hvora áttina. Þeir höfðu verið i burtu um klukkustund, þegar lyft var upp tjaldskörinni á tjaldi Meriem, og' Sveinn kom inn. Hann var dýrslegur i framan. XIV. KAFLI. Mærin horfði með starandi augum, eins 0g hún værí dáleidd af slöngu, á manninn nálgast. Hendur hennar voru lausar, en um hálsinn var stálhringur og' i hann fest keðja, scm læst var við stólpa, er rekiun var i jörðina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.