Ný vikutíðindi - 16.07.1971, Side 4

Ný vikutíðindi - 16.07.1971, Side 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI -x Hitler Framhald af bls. 7. Ég hef verið spurð að, hvað ég áliti heppilega grafskrift yf- ir Adolf. Ég sting upp á þess- ari: — Veikgeðja móðir spillti honum frá bernzku. Hvernig sem heimurinn dæm ir hann, veit ég og nokkur önn- ur, sem höfum þekkt hann alla hans ævi, að hann var fullkom- lega spilltur í uppvextinum. Hann hefði getað orðið mik- ill stjómmálamaður, en í stað þess kaus hann að ösla í blóði; og þegar hann dó, lét hann eft- ir sig arf haturs, dauða og blóðs eins og Húnakonungurinn Att- ila og aðrir á undan honum og eftir. Þeir vildu leggja heim- inn undir sig, en enduðu sem gjall og aska hatursbálsins. Eina endurminningin um þá er nafn, sem stendur letrað eld- stöfum, — og afkomendur, sem sækjast eftir að gleyma því, að þeir séu nokkuð skyldir þeim . . •■■■■■■■■■■■■■BBBBBBBBBBBBBBBBBH -x Boomerang (■■■■■■■■■■■■aaaaaaaaaaaaaaaaaaa Fraxnihald af bls. 6. ig vel gefin og dugleg kona get ur gersamlega ruglast, þegar um ástina er að ræða. Hún hefði átt að skilja, að það þýðir ekki að ætla sér að byggja upp lífshamingju sína á glæp — en það hafði hún greinilega ekki gert sér ljóst. Og Roland Genest — hvað er um hann að segja? Hann er víst ekki einn um að hafa fall- ið fyrir ráðríkri konu — en í fljótu bragði virðist hann hafa verið mesta gunga. Eina persón an í þessa sorgarsögu, sem vek- ur samúð manns, er eiginkona hans. Hún var hið raunverulega fórnarlamb þessa Ijóta leiks. -k Styrkir Framhald af bls. 1 Hvaða þjóðir kaupa afurðir bænda? 1 framlialdi af þessu er raunar fróðlegt að gera sér grein fyrir því, eftir sömu skýrslu Hagstofunnar, hvaða þjóðir keyptu aðallega land- búnaðarafurðir okkar s.l. verðlagsár, hvaða vörur og fyrir hvaða fob.-verð. Sauðfjárafurðir seldum við fyrir 327,5 millj. kr. en heildsöluverðmæti þeirra innanlands, nettó, voru 578 millj. (verðábyrgðarútgjöld ríkissjóðs 250,5 millj.), og nautgripaafurðir fyrir 40 millj., en heildsöluverð- mætin voru 124,1 millj. (verðábyrgðarútgjöld 84,1 millj.). Fryst dilkakjöt er Iang- stærsti vöruflokkurinn á þessu sviði, en fyrir það fékkst alls 307,3 millj., plús 245,5 úr ríkissjóði til bænda vegna verðábyrgðarinnar. Bretar keyptu mest af þvi, eða fyrir 157,1 millj. á kr. 48,14 kg. Betra verð fékkst þó fyrir það víða annars staðar, t.d. keyptu Sviar fyr- ir 71,2 millj. á kr. 85,83 kg., Norðmenn fyrir 40,4 mi'llj. á kr. 77.54 kg. og Danir fyrir 2.4 milljónir króna á kr. 63.79 kg. - Önnur lönd greiddu lakari verð, ernda kjötið víst í verra gæða- flokki. Verð á lifur, hjörtum og nýrum var kr. 91.41 kg. til Breta, og seldum við þeim fyrir 13,9 millj. kr. af þeirri vöru. Auk þess seldum við saltað dilkakjöt, aðallega til Noregs, fyrir 0,3 millj. á kr. 68,86 kg., fryst ærkjöt, mest til Færeyja og Hollonds, fyr- ir 5.1 miilj. á kr. 26.69 kg. og sviðaliausa til Færeyja fyrir 2 millj. á kr. 50.64 kg. Varðandi nautgripaafurð- ir var ostur stærsti útflutn- ingsliðurinn, eða 18,2 millj. Fór mest af honum til Bandaríkjanna, fyrir 10,2 millj. á kr. 42,57 kg., og Svi- þjóðar, fyrir 6,1 millj. á kr. 35,51 kg. Meðalverð var kr. 39,39. Ostaefni seldum við til Danmerkur fyrir 15 millj. á kr. 41,55 kg. Nýmjólkurduft seldist fvr ir 4.8 millj. á kr. 28.04 kg. — Undanrennuduft seldist fyrir 1,3 millj. til Sviss á kr. 17,72 kg. Það er ekki verðinu fyrir að fara á þessum útflutn- ingsvörum blessaðra bænd- anna, enda eru þeir orðnir þungur baggi á þjóðinni. Altalað er að margir bændur leggi framleiðslu- vörpr sínar inn og. kaupi þær svo aftur á lægra verði en þeir fá fyrir þær, þegar þeir hafa fengið verðupp- bót á þær og niðurgreiðslur hafa farið fram. Sagan um bóndann, sem átti að liafa tvi- eða þrilagt inn svipað magn af kartöflum (þ. e. bann seldi þær á háu verði en keypti þær á lægra verði) er ágæt dæmisaga um þetta. Þá er einnig fullyrt að það myndi vera gróðavegur í því, að kaupa frysta skrokka af íslenzkum dilk- um af Færeyingum, sem kaupa þá af okkur á 46.92 kr. kg., en hér er það selt í heildsölu hjá Sláturfélaginu á kr. 81.60. -x Verzlun Framhald af bls. 1 varningur hefur vakið athygli, bæði eftirlíkingar af gömlum munum og þjóðlegum mynstr- um og nýtízku silfursmíði. Af matvörum hefur mest sala verið í ostum, kavíar og reyktri niðursoðinni og niður- lagðri síld. Sala í frystu lambakjöti hefur verið vaxandi og er áberandi, hve flugáhafn- ir og farþegar, sem fara oft um völlinn, kaupa það mikið. Norð urlandabúar, sem þekkja gæði kjötsins, hafa þó ávallt verið jafn-beztu viðskiptavinirnir í því. Tilfinnanlega vantar meiri fjölbreytni í niðursoðnum sjáv- arafurðum og einnig mætti gera ráð fyrir aukinni sölu i ýmsum tegundum af annarri matvöru með auknu úrvali. Þegar verzlunin var opnuð, var á boðstólum gott úrval af íslenzku sælgæti, sem var vin- sælt og seldist vel, en þótt sala verzlunarinnar sé öll til útflutn ings, var ekki fyrir hendi skiln- ingur yfirvalda á endurgreiðsl- um á innflutningsgjöldum af hráefni og innlendum fram- leiðslugjöldum, þannig að sæl- gætið varð óhóflega dýrt, mið- að við verð á innfluttu og toll- frjálsu erlendu sælgæti, sem selt er í Fríverzlun ríkisins í flugstöðinni svo ekki hefur reynzt fært að hafa það á boð- stólum lengur. Er þetta mjög til baga, þar sem keppt hefur verið að því að hafa sem mest úrval af þeim vörutegundum, sem erlendir ferðamenn vilja kaupa. Glit-keramikvörur seljast mjög vel, og af þeim er raun- ar aldrei nóg til, því framleið- endur anna ekki eftirspurn. Það er þó fyrst og fremst fatnaðarvara, prjónuð og hekl- uð úr íslenzku ullinni, sem bezt hefur selst í verzluninni. íslenzku peysurnar eru ávallt mjög vinsælar, og með meiri fjölbreytni hefur sala aukizt í allskyns yfirfötum, kápum og slám, einnig í pilsum, buxum, skokkum o. þ. h., en þó er sala í slíkum varningi að nokkru háð duttlungum tízkunnar. Áberandi er, hve sauðalitirn- ir vekja mikla athygli og hin- ir sérstæðu eiginleikar íslenzku ullarinnar. Fjölbreytni í alls- kyns fatnaði úr skinnum hefur aukizt mjög að undanförnu, og þykja íslenzku gæruskinnin sérstaklega létt og með mjúkri áferð. — Allskonar kápur, vesti, húfur, töskur, skór o. fl. úr skinnum í hinum náttúru- legu litum vekja mikla athygli og áhuga kaupenda. í framleiðslu fatnaðarvöru er áberandi skortur á framleiðslu- og gæðaeftirliti, því illa unnin vara frá einum framleiðanda getur skaðað orðstír og mark- aði annarra í svipuðum vörum. íslenzkur markaður hf. hefur <■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Jjcríl et í (jlaumbœ BORÐAPANTANIR I SÍMA 11777 GLAUMBÆR SÍMI 11777 OG 19303 5 því hvatt mjög eindregið til þess, að iðnrekendur skipuðu hlutlausa gæðamatsnefnd til að veita framleiðendum aukið að- hald, hvað varðar , gæði fram- leiðsluvöru sinnar. Með starfsemi verzlunarinn- ar sem markaðskönnunaraðila hefur skapast ómetanleg að- staða fyrir íslenzkan iðnað til þess að gera sölu- og kynningar tilraunir með nýja framleiðslu. Þegar hafa komið frá verzlun- inni margar tillögur um nýjan varning og breytingar á eldri modelum. Auk þess hafa fram- leiðendur sjálfir sett nýjar vör- ur í verzlunina um tiltekinn tíma til að athuga sölumögu- leika og viðbrögð kaupenda. Nú yfir mesta annatímann eru tvær sýningarstúlkur í verzluninni, sem sýna ýmsgn fatnað og ræða um hann við farþegana. Hefur þessi ný- breytni vakið mikla athygli og þykir góð kynning á vörunum. Eins og ákveðið var strax í upphafi og reynsla hefur sýnt, gaeti varningur sá, sem er á boð- boðstólum í verzluninni, átt vísa kaupendur víða annars staðar, ef hægt væri að koma honum á framfæri úti í heimi. Var því hafizt handa strax eft- ir opnun verzlunarinnar að und irbúa útgáfu póstpöntunarlista og hefja póstverzlun út um all- an heim. Verkinu er nú lokið og ligg- ur listinn fyrir fullfrágenginn, að mestu prentaður í 4 litum. Er í vörulistanum úrval af ýmsum vörutegundum og er frágangur og uppsetning að öllu leyti í samræmi við það, sem tíðkast hjá hliðstæðum póstverzlunum erlendis. Upplag vörulistans er 100 þús. eintök,. og er nú unnið að skipulagningu dreifingar. Öll- um þeim íslendingum, sem eiga viiii og kunningja erlendis, sem líklegir eru til að hafa á- huga á málinu, er bent á að þessi vörulisti er nú fáanleg- ur hjá íslenzkum markaði hf., Skólavörðustíg 12. Á þeim 11 mánuðum sem íslenzkur markaður hf. hefur starfað, hefur rekstur fyrirtæk- isins gengið vel, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika fyrstu mánuð- ina um vöruútvegun o. fl. Vöru- salan á þessu tímabili hefur numið um kr. 50 millj. eða nær 100% aukning frá þeirri árs- sölu, sem talin er hafa verið í þeirri verzlun sem þarna var áður. Samkvæmt samningi ís- lenzks markaðar hf. um að- stöðu á flugvellinum var fyrir- tækinu álagt innheimta í vöru- verðinu kr. 21.00 á hvern far- þega, sem um flugstöðina færi, hvort sem þeir verzluðu eða ekki, en þetta fé er ætlað til að standa straum af rekstrarkostn aði Ferðaskrifstofu ríkisins. Með þessu gjaldi er íslenskri iðnframleiðslu ætlað að greiða Ferðaskrifstofu ríkisins um 6 millj. króna fyrir síðastliðið 11 mánaða tímabil, og er það um 13% af útsöluverði. Framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins er Jón Sigurðsson. -k Barnakallar Framhald af bls. 1 svo ekki sé nú meira sagt. Barnakall nokkur hefur komið að máli við blaðið og rakið raunir sinar. Er víst óhætt að segja, að sú saga, sem hann hefur að segja, er heldur ófögur. Manngreyinu varð sem sagt á að barna eiginkonu sína fjórum sinnum, á með- an liann var að læra iðn; og í miðjum klíðum brá til slíks ósamlyndis hjá hjúun- um að þau slitu samvist- um. Iðneminn kláraði námið sitt, og þegar hann var bú- inn (eftir því sem hann seg- ir sjálfur, daginn eftir), var hann tekinn með lögreglu- valdi og fluttur vestur í Grundarfjörð á stað, sem nefndur er Kvíabryggj a og settur þar i skuldafangelsi vegna ógoldinna meðlags- skulda. Það mun vera lögum sam- kvæmt, að hægt sé að taka menn þannig og hneppa þá i varðhald vegna barnsmeð- lagsskulda, en hitt er svo annað mál, að ekki nær nokkurri átt að hafa slíka barnakalla lokaða inni með afbrotamönnum og glæpa- hyski. Það er sannarlega kominn timi til að fangelsismál á Is- landi séu tekin til rækilegr- ar endurskoðunar, og þá mun áreiðanlega kom í Ijós að talsvert vantar á að stjórnarskránni sé fram- fylgt í verki. -x Gleðisaga Framh. af bls. 3. bóndans kemur inn um fram- dyrnar, væri skynsamlegast fyr ir saumakonu að flýja út um bakdyrnar — því fyrr, — þvi betra. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ -x Úr bréfa- bunkanum Framh. af bls. 8. öðrum löndum. Þá er það misrétti, að blöð þingflokkanna eru styrkt af hinu opinbera á ýmsan hátt, en frjálsu blöðin ekki — síður en svo. Kannske breytist þetta með tilkomu vinstri stjómarinnar. Öskurapar og lubbaháttur. „Mér finnst of lítið hafa ver ið skrifað um framferði yngstu kynslóðarinnar á samkomum og hátíðum. Nú fer að líða að verzlunarmannahelginni — frí- dagur verzlunarmanna er mánudaginn 2. ágúst — og þá má búast við að sögur Saltvík- urmótsins og fyrrverandi hvíta- sunnu- og verzlunarmanna- helga endurtaki sig — hvar sem það nú verður í þetta sinn. En mér verður fyrst og

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.