Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.01.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 07.01.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTIÐINDI Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson Ritstjórn og auglýsingar Skipholti 46 (vesturgafl) Sími 26833 Pósthóif 5094 Prentun: Prentsm. Þjóöviljans Setning: Félagsprentsmiöjan Okkur minnir Okkur minnir að ýmsir hafi verið fegnir því að fá vinnu, þótt þeir þyrftu að gera eitthvað á vinnustað, alveg sama hvort það voru 40, 50 eða 60 stundir á viku. Okkur minnir að það væri alsæla fyrir mann, ef hann gat fengið kr. 81.60 á viku fyrir fulla vinnuviku — þ.e. 1.36 á klukkutímann fyrir stríð. Þetta var náðarbrauð. Og það var sko ekki verið í sím- anum hálfan daginn i per- sónulegum erindum. Það var unnið fyrir sínu ltaupi í vinnutímanum. Okkur minnir, að áður en hin svokallaða Bretavinna kom til sögunnar, liafi verið krafist þess af hverjum og einum starfsmanni, að hann stæði ekki malandi eða liálf- sofandi yfir skóflunni. Raunar mætti leggja dæm- ið einfaldlega fyrir þannig: Menn, sem fá kaup í — ja, við skulum segja í 40 klukkutíma á viku — þeir éiga að vinna, og það rösk- lega, þessar fáu tíma, en sinna sínum persónulegu á- hugamálum utan þessara fáu stunda. Það er ekki að ástæðu- lausu að þetta er gert að um- talsefni. Hver veit nema atvinnu- rekenidur liafi ástæðu til að láta letingja og kæruleys- ingja sigla sinn sjó fyrr en varir, þegar breytt vinnu- skilyi’ði koma til greina. Okkur minnir að innan- stokksmunir hafi ekki verið par finni hjá fólki yfirleitt fyrir stríð en i fátæklegustu kaffiskúrum eða sveitabað- stofum fátækra bænda. Nú er öldin önnur — sem betur fer. En það er elcki nóg að eiga íbúð og bil, ef vinnugleði og samvizkusemi við starf sitt fylgir ekki í kjölfarið. Það er þetta, hvort ein- staklingurinn á að vera á- byrgur gagnvart sjálfum sér og þjóðfélaginu, eða vera einhver gufa eða anarkisti, sem krefst alls af öðrum en einskis af sér sjálfum, sem dæmið snýst um. En okkur minnir, að lit- ur kjósenda hafi þarna hönd í bagga — illu heilli. Það er áreiðanlega farið að koma letingjunum upp á oaaa PL rtjne uar 'effjtJta kcna forti típia : Gleðikonan fagra stóð i 11 niðurlút frammi fyrir dómurunum . . . Afbrot ,, hennar var stórt. Ekkert (i gat bjargað lífi henn- n ar . . . •••••••• • •■• HVER VAR FEGURSTA KONA FYRRI TÍMA? Spurn- ingu þessari verður sjálfsagt aldrei svarað með öðru en lík- um, en þær eru þó talsverðar fyrir hendi. Ýmsum dettur Kleópatra strax í hug, og með því mælir margt. Þessi drottning Egypta- lands flækti bæði Cæsar og An- tóníus í net sín, — og það meira að segja svo eftirminnilega, að Cæsar gat barn við henni, en Antóníus missti austur-róm- verska keisaradæmið sitt henn- ar vegna, — og lífið að auki. Vafalaust hefur þó fegursta kona fornaldarinnar verið sú, sem sat fyrir mesta myndhöggv ara þeirra tíma, Praxiteles, er hann skóp þá fegurstu styttu af Afrodite, sem heimurinn hef- ur nokkru sinni séð. Þeir, sem komið hafa til Louvres og sjálf- ir séð styttuna Afródíte frá Knídos, taka áreiðanlega undir þessi orð. Nafn fyrirsætunnar var Phryne, og vegna samtíma- skrifa um hana, þekkjum við i dag nokkuð til hennar. Hún fór nefnilega með aðalhlutverk- ið í einkennilegustu réttarhöld- um allra alda; og heimildirnar segja jafnframt frá einkennileg- ustu rökfærslu, sem nokkur kviðdómur hefur orðið fyrir. PHRYNE var gleðikona; hún seldi blíðu sína. En hún var ekki föl hverjum^ sem var. Hún seldi sig dýrt og valdi elskhuga sína af vandfýsi. Hún taldist því til yfirstéttar hellenzkra vændis- kvenna. Hneykslunarpostular vorra tíma myndu að vísu ekki viður- kenna hana, en í Hellas á þeim tímum var hugsunarhátturinn annar. Þar var litið á gleðikon- ur sem stétt, sem ekki var ein- ungis umborin, heldur naut á- lits. Stærsti stjórnmálamaður Hellena, Perikles, missti ekki mannorðið vegna samskipta sinna við gleðikonuna Aspasíu, sem var þekkt fyrir fegurð sína en auk þess fyrir gáfur sínar og hugmyndaflug. Um gleðikon- una Thais hefur skáldið Ana- tole France skrifað skáldsögu, og óperan um hana er víðkunn. Hún var fylgdarkona Alexand- ers mikla, giftist síðar prinsi af ætt Ptólemea og varð Egypta- landsdrottning. Auk fegurðar sinnar og ynd- isþokka hlýtur Phryne að hafa verið gædd andlegum eiginleik- um í ríkum mæli, sem hafa haf- ið hana upp yfir venjulegar gleðikonur. Já, og raunar aðrar konur yfirleitt. ÞEGAR Alexander mikli hafði á herferð sinni um Grikk- land brennt fæðingarbæ henn- ar, Theben, bauðst Phryne, sem þá var orðin stórefnuð af ástar- lífi sínu, til þess að byggja bæ- inn úr rústum, — gegn því að nöfn hennar og Alexanders yrðu grafin ofan við borgarhlið- ið. Gamlir annálar segja frá því, að hún hafi fengið veður af því, að til væri fátækur myndhöggv- ari, Praxikles að nafni, sem væri snillingur í að móta línur konulíkamans í stein, snjallari en nokkur annar myndhöggvari þeirra tíma. Hún fór þegar á fund hans. Ekki til þess að græða á honum, heldur til þess að lifa með honum sem ástmey hans og fyrirsæta. Sömu orsak- ir sendu hana einnig á fund málarans mikla, Appelesar. Phryne gerði sér fyllilega ljóst, að líkami hennar var full- kominn að vaxtarlagi, og hún þráði ekkert fremur en að hin fullkomna fegurð yrði gerð ó- dauðleg í höndum snillings. , . Tfi jru ÞAÐ er auðskilið, að fegurð Phryne vekti öfund annarra kvenna, enda fór svo. Gleðikon- urnar í Aþenu tóku höndum saman um að Ieika svívirðilegt bragð við hana. Til þess að ryðja úr vegi keppinaut, sem bar svo mjög af þeim um feg- urð og yndisþokka, að ríkustu og voldugustu menn landsins sóttust eftir blíðu hennar, sneru þær sér til yfirvaldanna með alvarlega ákæru. Hér verður að rifja upp, hví- líkur stórglæpur það var í aug- um Hellena hinna fornu að segja eða gera eitthvað það, sem álíta mátti last, hæðni eða kæruleysi gagnvart guðunum. Fyrir það greiddi Sókrates með lífi sínu. Fyrir sömu yfirsjón missti sömuleiðis heimspeking- urinn mikli Anaxageras, lífið. Ákærur hinna gleðikvenn- anna voru þær, að í samkvæmi hefði Phryne verið svo óvarkár að láta sér um munn fara þau orð, að hún stæði fyllilega jafn- fætis Afródíte að fegurð, já, og með því að snúa örlítið út úr, mátti láta líta svo út sem hún væri holdi klædd Afródíte. Hin- ar gleðikonurnar þóttust vissar um, að slíkt guðlast myndi verða Phryne afdrifaríkt. GLEÐIKONAN Aspasía, sem lenti í svipuðum vandræðum, hefði ekki sloppið lifandi frá dómnum, ef Perikles hefði ekki. verið elskhugi hennar um þær mundir. En hvað gat komið Phryne til bjargar? Hinar gleðikonurn- ar neru höndunum saman af Cnn eiu loflleiðii , • \<t \\y s*\ j • vid /omo. cm ciou /inni icekko fotgjöldin in«ð DC-8 LOFTLEIDIR frá og me5 '1. Janúar bjócfum viS helmíngs- Iækkun á grunnfargjöldum f lT-fer3um, fyrir min.nst 10 manna hópa, ti! fjölda staða í Evrópu. Á grundvelli þessara nýju IT-fargjalda munu íslenzkar ferdaskrifstofur geta boS- i3- y3ur orlofsferöir og dvöl á mörgum stöBum seni flesta hefur fýst a3 sækja heim, fyrir stórlækkaB heildarverö. ■ Ög þessa eigi3 þér kost a3 njóta í reglu- bundnu áætlunarflugl án þess a3 þurfa a5 aðhæfa y3ur leiguflugsskilyrSum. Munið aðeins að taka þáð skýrt fram a3 þér óskið að fljúga heiman og heim með Loftieiðum. Pér fáið allar upplýsingar um skilyrði hinna lágu iT-fargjalda h]á ferðaskrifstofunum og umboðsmönnum Loftleiða um land allt.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.