Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.01.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 07.01.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 báturinn var fullur, flutti hann mennina út í tundurspilli, pramma eða einhverjum stærri farkostanna. Hver klukkustund- in af annarri leið, og hundruð manna komust undan á þennan hátt. Snarpur norðanvindur skall á, svo að braut á bárum og starfið varð enn erfiðara en það hafði áður verið. Nokkrir stærri bátanna fóru svo nærri landi, að minnstu munaði, að þeir kenndu grunns, og var áhættan því meiri, sem óðum fjaraði. Hermennirnir streymdu upp skipshliðarnar í netum eða heimatilbúnum stig- W sem bátarnir höfðu haft meðferðis. Þannig hélt áfram, þangað til hver einasti farkost- ur var hlaðinn hermönnum. Þá loksins var kominn tími til að halda heim á leið. Fyrsta daginn leit naumast út fyrir, að björgunarsveitirnar hefðu grynnt nokkra vitund á hópn- um_ sem beið á ströndinni. En það var ekki viðlit að koma fleirum fyrir í bátunum og skip- unum, hver einasta fleyta var troðin eins og sardínudós. Á heimleiðinni varð smábáta- flotinn að mynda helsingjaröð að nýju. Jafnskjótt og þeir lentu, streymdu hermennirnir niður á bryggjurnar, þar sem tekið var á móti þeim með heitri súpu, nýju brauði, sjúkra- bifreiðum og meðulum. í lok fyrsta dagsins var talið, að tek- izt hefði að bjarga nálægt 13.- 000 hermönnum. 27. MAf. — ANNAR DAGUR DYNAMO-VERKEFNISINS NÚ TÓKU við bátunum út- 'hvíldar ahafnir, vegna þess að fjölmargir í hópi fyrstu björg- unarsveitanna höfðu ekki sofið. í 24 klukkustundir. Fjöldi nýrra báta af öllum stærðum og gerð- um hafði brugðizt við neyðar- kallinu. Á nýjan leik voru bát- arnir léstaðir niðursoðnu kjöti og skipskexi. Hópar manna unnu í ákafa að því að lappa upp á báta, sem höfðu skemmzt. Innan klukkustundar eftir komuna til Englands var flot- inn á nýjan leik á leið yfir Ermasund. Joek Whitby, öld- ungurinn ósveigjanlegi, hafði krafizt þess að fá að fara með án þess að hvíla sig. Aðrir, sem voru sama sinnis, stönzuðu ekki lengur í Dover eða Ramsgate en sem því svaraði að fá sér vænan viskísjúss; síðan fóru þeir aftur um borð. Næsta ferðin yfir sundið var ný, skelfileg martröð. Enn á ný sveimuðu þýzkar flugvélar eins og flugur í loftinu yfir smá- bátaflotanum og létu sprengju- regn og vélbyssuskothríð rigna yfir hann. Til allrar hamingju lagðist þykk þoka yfir sundið þennan dag, og verndaði flot- ann fyrir sprengjuflugvélunum. Engu að síður skall iðulega hurð nærri hælum björgunar- sveitanna. Þegar flotinn var kominn þriðung leiðarinnar, kom skyndilega þýzkur tundur- skeytabátur æðandi upp að skemmtisnekkjunni Endeavor, sem ullarkaupmaður^ Alex Stone að nafni stjórnaði. Hóf tundurskeytabáturinn ofsalega skothríð á snekkjuna. Hann beindi strax hríðskotabyssu sinni að bátnum og skaut allt hvað hann megnaði. Þriggja manna áhöfn hans greip riffla sina og beindi að Þióðveri’in LÁRÉTT: 45. pára 14. yfirgefin 1. sælgæti 48. korna 16. reikull 7. skauzt 49. dveljast 17. ljótur 12. fátæk 50. aska 20. eldstæði 13. telja 52. ógnar 21. hnoðri 15. utan 54. ný 22. tvíhljóði 16. vændi 55. skóli 23. flana 18. þreyta 56. hjárænulegar 26. þrjót 19. látæði 59. skammst. 27. moka 20. verzlun 60. gista 31. flana 22. dýra 63. egnt 32. keyra 24. tel úr 65. sannar 35. óvænlegur 25. hreinsað 66. snarráð 37. vökvinn 26. svört 38. nokkur 28. ellimörk LÓÐRÉTT: 41. feður 29. greinir 1. ræfri 42. afkastað 10. keyrði 2. eldstæði 43. leiðslur 31. óhreinka 3. rabb 46. guð 33. guð 4. bæta við 47. grastoppur 34. frumefni 5. verk 51. hræðslu 35. víxlarar 6. þrjótur 53. siðað 36. spil 7. leit 57. sigað 38. fæði 8. kreisti 58. svar 39. renna 9. slít 61. veizla 40. eignast 10. bardagi 62. duft 42. verkfæri 11. þjarkar 63. leyfist 44. skáldskapur 12. févana 64. skammstöfun OSSGÁTAN í 2 i 4 □ 15 R r 19 j r □ r r° s 35 p8 1 j lL L ——■ 55 1 L J U 6Í 65 um. En kúlnahríðin dundi á Englendingunum, þegar þeir reyndu að komast í skjól. Ungur sjómaður, sem stóð við hliðina á Stone, stundi af sárs- auka, þegar hann fékk kúlu í öxlina. Nokkra metra frá hon- um hné annar manna hans nið- ur með kúlu í enninu. Öll áhöfn snekkjunnar ýmist særðist eða lét lífið, nema Stone sjálfur. Hann varð upp á eigin spýtur að koma Endeavor á leiðarenda. Einmitt, þegar bátur Stones kom á leiðarenda, létu brezku loftvarnarskytturnar til skarar skríða. Hávaðinn var ærandi, sprengjukúlurnar veinuðu yfir höfðum mannanna^ og olíugeym ir sást springa í loft upp. I þessum djÖflagangí urðu ‘áfíír thásir af að kalla skipanir, sem yfirgnæfðu hávaðann. Brezki flotinn beindi ofsa- legri skothríð að línu fimmtán —sextán kílómetra inni í land- inu til þess að verja norðurarm flýjandi sveita bandamanna. Á einum stað sló meira að segja í bardaga milli orustuskips og skriðdreka. Brezkar flugvélar vörpuðu sprengjum látlaust. f Dunkerque stóð ekki einn einasti veggur uppi. Á meðan þessu fór fram streymdu hermennirnir niður ströndina. í þetta skipti hentu margir útbúnáði sínum og vopn um frá sér í örvæntingu og syntu út á móti bátunum. Aftur göslaði smábátaflotinn yfir til Englands. Um kvöldið var hægt að bæta 20.000 her- mönnum við hópinn, sem áður var búið að bjarga úr dauðans greipum. Þriðja daginn var 45.000 bjargað. Og í „Dynamo-skrifstofunni“ stalst örþreytt starfslið Rams- eys til að blunda í nokkrar mín- útur í senn, ahnað hvort fram á skrifborðið eða á gólfinu. Með an björgunarstarfið stóð yfir, yfirgaf ekki einn einasti mað- ur skrifstofuna. 29. MAf. — FJÓRÐI DAGUR DYNAMO-VERKEFNISINS FJÓRÐA daginn beindu Þjóð- verjarnir ofsalegum loftárásum að björgunarflotanum. Tveim heilum 900-flugvéla sveitum var beint að þessu litla Dunker- que-svæði. Margir bátanna voru sprengdir í mola. Stórt gufu- skip, sem lá við hafnarbakkann, varð fyrir sprengju sem orsak- aði ketilsprengingu, svo að skip- ið þeyttist í loft upp í smátætl- um. Nálægt þúsund franskir hermenn stóðu á hafnarbakkan- um og biðu þess að komast um borð; þeir komust undan upp bryggjuna um borð í strand- gæzlubát, sem þar lá. En klukkutíma síðar, þegar strand- gæzlubáturinn var á heimleið með mennina, varð hann líka fyrir sprengju og stóð í björtu báli. Árabátar og margir smærri bátar flýttu sér á vettvang til að bjarga þeim, sem voru særð- ir á sundi umhverfis brennandi bátinn, og bættu við eins mörg- um og þeir gátu mögulega bor- ið. Mennina fluttu þeir út að tundurspilli og flýttu sér síðan aftur á vettvang, ef takast mætti að bjarga fleirum. Þilfarið á Endeavor var þakið blóði og óhreinindum, og skip- stjórinn sjálfur útataður. Hann varð að hvíla sig nokkra stund; svo örmagna var.hann orðinn. ,En Jock gamli Whitby sem kominn var aftur á stúfana, eft- ir að hafa hvílt sig einn dag, hélt vélbátnum sínum gangandi Sjálfur stóð hann við stýrið með pípuna milli tannanna. Að loknum fjórða deginum var hægt að tilkynna björgun 66.000 hermanna, þrátt fyrir ofsalegar árásir Þjóðverjanna, og var það nýtt met í björgun- arstarfseminni. Og björgunarstarfið hélt á- fram af fullum krafti. 30. MAÍ. — FIMMTI DAGURINN. ÞJÓÐVERJARNIR, sem náðu naumast upp í nefið á sér af gremju yfir því að sjá herfang- ið ganga sér svona úr greipum, skirrðust meira að segja ekki við að ráðast á París, en það var hvítmálað sjúkraskip, greini- lega merkt breiðum. grænum röndum og rauðum krossi. Fjöl- mörgum sprengjum var kastað í námunda við það, þar sem það lá í höfninni á Dunkerque. Nokkrar hjúkrunarkonur klifr- uðu upp í björgunarbát, en jafn vel meðan hann hékk enn uppi í davíðunum, steypti þýzk flug- vél sér niður og lét vélbyssu- kúlum rigna yfir samanhniprað- ar hjúkrunarkonurnar. Skömmu síðar kom flugvélin aftur, er björvunarbáturinn var kominn niður í sjóinn. Sleppti flugvélin sprengju sv.) nærri bátnum, að hann tókst í loft upp. Það var óhjákvæmilegt, að yfirgefa París. Fjöldi smábáta lagði af stað til þess að bjarga h j úkr unarkonunum. Kaupmaður frá London, Charles Atwood að nafni, hélt á vettvang til þeirra í hrað- skreiðum vélbát sínum. Auk hans var á bátnum aðeins son- ur hans, Clark, 17 ára gamall. Skyndilega kvað við sprengju- gnýr rétt aftan við þá feðga. Á næsta andartaki hentust þeir í sjóinn. Atwood hamaðist og buslaði, meðan hann var að jafna sig eftir taugaáfallið, en þegar hann hafði áttað sig. náði hann taki á sverum trébjálka, sem flaut hjá honum. Hann skimaði eftir syni sínum, en varð hans hvergi var. Clark hafði setið í skutnum. Atwood fann aldrei lík hans. Hann synti aftur að vélbátn- um, en hann var á hvolfi, svo að hann varð að hætta að hugsa um hann. Hann vissi ekki, hversu lengi hann lá í sjónum, og með hverri mínútunni sem leið, kvaldist hann meir af þorsta og kulda. Loksins var honum bjargað upp í brezkt or- ustuskip. Þrátt fyrir sonarmiss- inn, hélt Charles Atwood á hverjum einasta degi yfir til Dunkerque meðan björgunar- starfsemin stóð yfir. 4. JÚNf. -rr. SÍÐASTI DAGURINN. SÍÐASTI fullhlaðni báturinnj. sem kom heim, var fiskibátur, sem vanalega stundaði rekneta- veiðar. Fyrsti skipstjórinn hafði Framh. á bls. 3. &ri4$e- Það er ekki alltaf hægt að búast við því, að spilin liggi þannig, að öruggt sé að vinna, hvernig svo sem vörninni er hagað. Mikilvægast er að vita, hvaða heppni helst má reikna með. í þessu spili gefur Suður. — Suður og Norður eru á hættu. Norður S: Á 7 6 H: G 10 2 T: D G 8 5 4 3 L: D Vestur S; K 9 8 3 H: 8 7 6 T: Á 10 L: G 10 9 8 10 Austur S: D G H: 5 3 T: K 9 7 2 L: K 5 4 3 Suður S: 5 4 2 H: Á K D 9 4 T: 6 L: Á 7 6 2 Sagnir gengu þannig: S 1 H 2 H 4 H V N A Pass 2 T Pass Pass 3 H Pass Pass Pass Pass Útspil er hjarta 8, og Suður tekur á drottningu. Nú er spurningin, hvernig bezt er að spila til vinnings. Ef farið er í laufið, fæst ekki nema einn trompslagur í borði, því auðvitað eru andstæðing- arnir vísir til að spila trompi, næst þegar þeir komast inn. Þannig vinnst ekki spilið. Það fást fimm trompslagir heima og einn í borði, auk tveggja slaga á svörtu ásana, en það verða ekki nema átta slagir. Skynsamlegast er að spila strax einspilinu í tígli í þeirri von að háspilín séu skipt og Vestur eigi ekki fleiri en þrjá tígla. Vestur verður að taka með ás, og bezta vörn hans er að spila spaða undir ásinn í Blindi. Suður spilar tíguldrottningu Blinds og hyggst trompa, ef Austur lætur kónginn. Bezta vörn Austurs er að láta lágt í drottninguna, og Suður kastar spaða. Næst trompar hann lágan tígur, spilar trompi undir tíu Blinds, trompar annan tígul með ásnum og spilar aft- ur aftur trompi undir gosa Blinds. Nú hafa trompin verið tekin, og tígull Blinds stendur. Svona spilamennsku er vert að hafa í huga, næst þegar mað- ur hefur einspil á mót; löncmm 7H í TSIS-J’

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.