Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.01.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 14.01.1972, Blaðsíða 3
NÝ V1KUTÍÐTN.DI 3 — þetta er alls ekki útrætt mál ennþá! Hann hljóp að skjalaskápn- um, opnaði hann, þreif skamm- byssuna sína og þaut fram í stiga. Konan hans elti hann í öng- xim sínum, hrópandi og kall- andi: — Gustave Gustave, farðu ekki frá mér. Skildu mig ekki eina eftir, Gustave! Gustave! Hann hlustaði ekki á hana; hann var þegar kominn út í garðinn. Þá flýtti hún sér aftur upp stigann allt hvað af tók og lok- aði sig inni í svefnherberginu. HÚN beið í fimm mínútur, tíu mínútur, stundarfjórðung. Hún var altekin geigvænlegri skelfingu. Þeir höfðu áreiðan- lega gripið hann, bundið hann, kæft hann. Hún hefði tíu sinn- um heldur viljað heyra skot- hvellina sex frá skammbyss- unni og vita það, að hann berð- ist, að hann verði hendur sínar, en þessi djúpa þögn, þessi skelfi lega kyrrð var að svipta hana vitinu. Hún hringdi á Céleste. En Céleste kom ekki, svaraði ekki einu sinni. Hún hringdi aftur. Henni sortnaði fyrir augum, og hún var að falla í yfirlið. Allt húsið var dauðakyrrt. Hún þrýsti brennheitu enn- inu upp að rúðunum og reyndi að rýna gegnum myrkrið fyrir utan. En hún sá ekkert annað en dökkar skuggamyndir runn- anna meðfram gráum stígnum. Klukkan sló hálf eitt. Maður hennar hafði verið í burtu í þrjá stundarfjórðunga. Hún myndi aldrei framar fá að sjá hannLNTei,.aldrei framar myndi hún fá að sjá hann! Snöktandi hné hún niður á hnén. HÚN raúk upp við það, að barið var létt á svefnherbergis- hurðina. Rödd manns hennar kallaði: — Flýttu þér að opna fyrir mér, Palmyre. Það er ég. Hún flýtti sér að opna fyrir honum og stóð kyrr frammi fyr- ir honum með hendur á mjöðm- um og augun full af tárum. — Hvaðan kemur þú eigin- lega andstyggilegi karlmaður? Það er heldur þokkalegt, eða hitt þó heldur, að skilja mig al- eina eftir hérna í voðanum! Oh, þér stendur rétt á sama um mig, eins og ég væri ekki til. Hann hafði lokað á eftir sér hurðinni, og hann hló eins og vitfirringur, hló, svo að munn- vikin náðu aftur að eyrum, og tárin ultu niður kinnnar hans, og hann varð að halda um mag- ann á sér. Konan hans missti málið af undrun. Hann stamaði: — Það var Céleste . .. það var . . . Céleste, sem átti . . . átti. . . stefnumót ... í gróður- húsinu . .. þú ættir bara að vita ... hvað . . . hvað ég . . . hvað ég hef séð ... Hún var orðin náföl og rétt komin að því að kafna af gremju. — Hvað þá . . . Hvað ertu eig- inlega að segja? ... Céleste? ... . . . hérna hjá mér? .. . í mínu húsi ... í gróð . .. í gróðurhús- inu mínu . . . Og sá samseki .. . þú hefur þá . . þú hefur ekki drepið hann! Þú hafðir skamm- byssuna þína, og þú skauzt hann ekki niður? . . . Hérna ... í mínu húsi ... í mínu húsi Hún varð að setjast niður. Þetta var henni ofurefli. Hann steig nokkur dansspor, smellti fingrunum, og sletti tungunni í góm og hélt áfram að hlæja: — Þú ættir bara áð vita . .. þú ráettir bara að vita ... ' Skyndilega kyssti hann hana. Hún sleit sig af honum og hélt áfram; rödd hennar skalf af reiði: — Ég líð ekki þessa stelpu einn dag lengur hérna hjá mér; Heyrirðu það? Ekki einn dag; ekki svo mikið sem klukku- stund! Jafnskjótt og hún kem- ur upp, skal henni verða kastað á dyr! Lerebour hafði náð taki um mitti konu sinnar og tók að kyssa hana blíðlega og æsandi á hálsinn, alveg eins og á fyrstu hamingjudögunum í samlífi þeirra. Hún þagnaði aftur, magnvana af undrun. Og án þess að sleppa mittistakinu af henni dró hann hana blíðlega að hjónabandsbeði þeirra ... ÞEGAR klukkan var hálf-tíu morguninn eftir, barði Céleste, sem var undrandi yfir að hafa ekki séð húsbændurna ennþá, varlega að dyrum. Þau lágu enn í rúmi og röbb- uðu glaðlega saman. Furðu lost- in stóð hún í sömu sporum og sagði: — Frú, morgunkaffið er til- búið. Frú Lerebour svaraði blíð- lega: — Þú skalt koma með kaffið hingað inn, við erum svolítið þreytt, við sváfum heldur illa. Stúlkan var naumast komin út fyrir, þegar Lerebour brast aftur í hlátur um leið og hann endurtók: — Þú hefðir bara átt að vita . . . þú hefðir bara átt að vita ... En hún atyrti hann glettnis- lega: — Þú mátt ekki hlæja svona mikið, elskan mín, þú þolir það ekki. Og hún kyssti hann blíðlega á augun. Frú Lerebour er ekki lengur ergileg í skapinu. Stundum á stjörnubjörtum nótum má sjá þau hjónin laumast varlega meðfram runnunum og blóma- beðunum niður að litla gróður- húsinu í enda garðsins. Þar standa þau hlið við hlið, fast hvort upp við annað, og gægj- ast í ákefð inn um einn glugg- ann, rétt eins og inni fyrir sé að gerast eitthvað, sem eigi ó- skipta athygli þeirra. Þau hafa hækkað launin við Céleste. Lerebour er farinn að grenn- ast. KAI1 PSISI, I TÍ»1J\D1 □ KOMPAN Slæmir stólar. — Popp. — Afleitur fréttaflutningur. — Aðal- * atvinnuvegir. — Utsölur. Það er kominn tími til að fræðslu- yfirvöldin endurskoði aðbúnað barna í barna- og raunar framlialdsskólum. Sannleikuri ~n er sú, að stólarnir, sem litlu greyin þúrfa að sitja á, í lworki meira né minna en sjö tíma á dag, eru hannaðir með }>eim hætti að ætla mætti að verið væri að reyna að framleiða krypplinga. Það er alvarlegt mál að láta börn og unglinga sitja daglangt á þessum stol- um, og fullorðið fólk t.d. skrifstofu- fólk léti ekki bjóða sér að nota þá í fimm mínútur hvað þá meira. Svo það er ekki nema von að maður spyrji: Hvers eiga litlu greyin að gjalda. . álmunni á konungshöllinni í London o. s. frv. Slundum hefur greinilega gleymsi að hlusla á BI3C, og þá eru innlendu fréttirnar ekki annað en skipafréttir, t.d. um það hvenær Akraborgin sé væntanleg frá Akranesi til Reykjavik- ur. Á mánudagsmorgnum, þegar engin blöð koma út, ætti maður að eiga heimtingu á þvi að fá að vita svona undan og ofan af því, hvað hafi skeð yfir helgina. Og svo að síðustu ætti að fá einhvcrn til að lesa fréttirnar, sem stautað getur sig fram úr sinu eigin skrifaða máli. Glaumbær, það veitingahús sem unglingar sóttu hvað mest, .er nú brunninn og er ekki enn vitað, hvað gert verður við það sem eftir stendur af byggingunni. Þó mun það á dagskrá lijá Fram- sóknarflokknum — en hann á húsið og all-stóra lóð þar í kring, — að endurreisa húsið og jafnvel að stækka það til muna. Þeir sem áður sótlu Glaumbæ munu nú vera farnir að leggja leið sína í Sigtún, en þar spila nú þær popp- hljómsveitir, sem áður léku í Glaum- bæ. Tvær poppgrúppur munu vera í sér- klassa, að þvi er sérfróðir unglingar tjá oss, en það eru Trúbrot og Náltúra. Sagt er að Trúbrot sé dýrasta hljóm- sveit landsins, og hefur því verið fleygt að þeir piltar taki allt að því lielmingi meira fyrir að koma fram en aðrar hljómsveitir. Sé það rétt, þá er það sjálfsagt bara vegna þess að þeir eru eftirsóknarverðari en hinir. Það er óhugnanleg staðreynd, hve lititl 'hluti þjóðarinnar starfar við að- alatvinnuvegina. Sjómenn og bændur eru citthvað milli 10 og 15 þúsund. Samkvæmt skýrslu Efnaliagsstofn- unarinnar mun gert ráð fyrir því, að um verulega fækkun verði að ræða ' þessum greinum á næstu 10 árum, og er sú þróun sannarlega óhugnanieg. Ríkisstjórnin verður að beita sér fyr- ir þvi með einliverjum ráðum, að ungt fólk laðist til þess að stunda landbún- að og sjávarútveg. Það verður að sjálfsögðu elcki gert nema á einn veg, nefnilega með þvi að bæla kjör þeirra, scm stunda sjó- inn og sveitina. Síini 26833 Er ekki hugsanlegt fyrir Útvarpið að endurskoða moryunfrétlirnar? Sannleikurinn er sá, að þessi frétta- þjónusta er stofnuninni ekki samboðin — og raunar til háborinnar skammar. Gamall og sjálfsagt ágætur maður sér um þennan þátt í útvarpinu, og það verður að teljast hlálegt að þurfa að hlusta morgun eftir morgun á inn- lendar fréttir frá Bretlandi, t.d. um það að Ijósin hafi slokknað í einni Til mun vera það embætti, sem ein- hvern timann hét verðlagsstjóri. Hins vegar getur ekki hjá því farið, að fólk verði talsvert undrandi, þegar það fer niður í bæ eftir hátíðarnar og sér á hvaða verði vörurnar eru falar á hin- um svonefndu útsölum. Það er allt í lagi með útsölur út af fyrir sig, en sá verðmunur, sem á sér stað í þessu tilviki, er svo gifurlegur að eittlwað hlýtur að vera bogið við það. Þess eru jafnvel dæmi að vörur séu falar fyrir 10% af þvi verði, sem upp- haflega var setl á vöruna, og ef það er hægt, þá er nu eitthvað bogið við sýstemið. ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.