Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.01.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 14.01.1972, Blaðsíða 4
4 NY VIKUTIÐINDI Móðir breytist í föður Kynskipti, sem segja sex Fyrir 18 árum vakti það heimsathygli, þegar danskir læknar breyttu ameríska her- manninum George Jörensen í konu, sem svo tók sér nafnið Christine Jörgensen og varð kunnur skemmtikraftur í USA. Hún var hið mesta piltagull, en giftist aldrei, því kynskiptin höfðu ekki heppnast betur en svo að hún gæti lifað eðlilegu hjónabandslífi. Carl Macmichael var áður „kona, móðir, meyja“, en ætl- ar nú að kvænast Thelmu O’SulIivan. Síðan hafa kynskipti orðið mörg, og það nýjasta er á enskri konu, frú Cathrine Macmichael, sem býr í greifadæminu Wilts- hire. Hún hefur nú brejrtt nafni sínu í Carl — og hún (hann) mun giftast fertugri konu, Thelmu O’Sullivan að nafni, því kynskiptin hafa tekist svo framúrskarandi vel að hún get- ur lifað eðlilegu hjúskaparlífi. Meðan Carl var kvenmaður eignaðist hann son, Carl Rich- ard, 14 ára að aldri, sem áður kallaði Cathrine mömmu, en nú kallar Carl pabba! í blaðaviðtali hefur Carl rifj- að upp, þegar hann var stúlku- barn og hét Cathrine. Hann kveðst alltaf hafa fundist eins og hann ætti fremur heima með al stráka en stelpna, þótt hann hafi þroskast eins og stúlka, m.a. haft á klæðum á eðlilegum aldri. Cathrine varð hjúkrunar- kona, en vandræði steðjuðu að, þegar hún varð ástfangin af starfsystur sinni. Sfeingrimur Til þess að sanna sjálfri sér að hún væri kona, neyddi hún sjálfa sig til að giftast manni, sem var nokkru eldri en hún. „Brúðkaupsnóttin var hin mesta katastrófa," sagði hún. Kynferðislífið var ýmsum erfið- leikum bundið, en samt varð Cathrine ófrísk og eignaðist son inn Carl árið 1957. Eftir að barnið fæddist fóru ýmsar líkamlegar breytingar að gera vart við sig hjá henni. Brjóstin minnkuðu og röddin dýpkaði. Hún leitaði læknis, sem ráðlagði hormónasprautur og sagði, að um kynskipti gæti orðið að ræða. Eftir níu skurðaðgerðir varð Cathrine að karlmanni. Brjóstin George Jörgensen varð afar kvenleg blondína eftir kyn- skiptin 1953. og móðurlífið voru fjarlægð, og plastiskar aðgerðir opnuðu nægilegt aðstreymi blóðs til karlmannslíffæra hennar, sem nú voru frjáls. „Mér fannst ég vera endur- fæddur,“ sagði Carl. „Ég get að1 vísu ekki orðið faðir, af því að kynskiptin urðu svo seint, en læknirinn hefur lofað því að ég geti notið alveg heilbrigðs kyn- lífs.“ En þar sem Thelma, sem Carl ætlar að kvænast, er fimm barna móðir frá fyrra hjóna- bandi og Carl á einnig barn frá sínu fyrra hjónabandi, þá er varla þörf á fleiri erfingjum. Og sonur hennar er stórhrifinn af breytingimni. „Ég er svo glaður yfir að hafa eignast nýjan pabba, því þegar hann var mamma mín var ekki nærri eins gaman. Nú getum við boxast, spilað krikk- et og rabbað saman eins og tveir karlmenn!“ Kristjánsson • Bréfabunkiitn Framh. af bis. 8. vafin á spýtur með ísólerings- bandi og kveikt í öllu saman, vitaskuld með þeim afleiðing- um að málmflísar flugu í allar áttir. Ein sportvöruverzlun hér í borg virðist ófeimin við að selja börnum slíkt, og allt nið- ur í kínverja. Ég hef aldrei verið hlyntur bönnum á nokkurn hátt, því fræðsla hefur að mínum dómi reynst betur, a.m.k. hjá menn- ingarþjóðum; og ég held að bann við sölu á meinlausum kínverjum séu þvæla, þótt ekki sé því að leyna, að kínverja- sprengingar eru leiðinlegar. Þær heimatilbúnu bombur, sem ég heyrði í um fimmleytið á gamlársdag og svo framundir morgun á nýársdag, voru eng- in smásmíði. Hefði sennilega cerið hægt að koma fyrir katt arnef heilli herdeild með slík- um bombum. Nú er bara spurningin, hvort betra er: meinlausir kínverjar eða slík morðtól. í flestum lönd um heims eru kínverjar leyfi- legir, að mér skilst. En þetta má samt ekki skilja þannig, að ég sé neitt hrifinn af þeim. Drykkjuskapur Það hefur áþreifanlega sýnt sig, að bönn stýra aldrei góðri lukku — eins í þessum efnum sem öðrum. Þessi áramót eru þau voðaleg- ustu, sem ég hef augum litið, hvað drykkjuskap snertir, enda ekki von á góðu. Hvergi virðist vera hægt að sitja og rabba sam an, nemg. í heimahúsum, hvergi næturklúbbar né góðar ölstofur, og afleiðingarnar segja þá að sjálfsögðu til sín — það sjá all- ir. Drykkjuskapur mun ekki lagast hér fyrr en þessi heima- húsa-vitleysa er úr sögunni, hvað brennivínsþamb snertir. Það sér hvert tólf ára barn. Þá hljóta líka allir að sjá, að við erum komnir að þeim sama vanda og Ameríkaninn og fleiri á bannárunum, en þær þjóðir létu ekki stjórnast af geðveiku pakki, sem þolir vart að sjá kött nema elta hann út um alla garða með vatnskönnu á lofti. í þessum efnum getur það eina bjargað málefnunum, að, | í fyrsta lagi séu góðar ölkrár,; þar sem menn geta sezt og rabbað saman yfir góðri öl- könnu og, í öðru lagi, opnaðir verði næturklúbbar og, í þriðja lagi, opnar séu krár, þar sem seldir eru sjússar, en samt ekki á okurverði. Smán og firra Okkur er kennt það í biblíu- sögum barnaskólanna, að Krist- ur hafi breytt vatni í vín. Sumt pakk, sem telur sig kristið, en er það alls ekki (bara hræsni og annað því líkt), ber á móti slíku. — Það meira að segja andmælir sígildum rökum Saló- mons, sem sjálfsagt hefði ekki verið hrifinn af slikum dómum. Áfengislöggjöfin er svo úrelt og rotin að með endemum er; og eru margar spurningar á lofti um það, hvaða mafíufélags skapur ráði því að hún er við lýði endalaust. Því verður a.m.k. ekki haldið fram af full- vita mönnum, að hún sé sniðin með góðsemi eina að leiðarljósi. Og enn ætla samt ýmsir durg ar að malda í móinn með móð- ursjúku hugarfari — jafnvel geðveiku. Annar hver íslending ur á víst að verða að drykkju- sjúklingi, áður en löggjafinn rumskar í þessum efnum. Hvílík smán og firra! Smyglið og ölskorturinn Fyrir þessi áramót var hægt að fá viskí, 96% spíra, 75% vodka og fleiri víntegundir, auk vindla og vindlinga, á niður- settu verði hjá smyglurum. Þessum málum ætti að vera bú- ið að kippa í lag; því fyrr því betra. En það er bjargföst trú mín, að drykkjuskapur lagast ekki fyrr en öl heldur hér innreið sína, næturklúbbar og þvíum- líkt. Drykkjuskap verður aldrei hægt að sporna við með þeim ráðum, sem beitt er í dag. Ég hef kynnst þessum málum ei- lítið og tel mig vita á þeim nokkur skil. Það getur enginn lokað aug- unum fyrir því, sem er að ske hér í dag. Maður var að vona, að með nýjum herrum myndu þessi mál lagast, en svo er ekki að sjá. Margt má virða við þá háu herra, en ekki allt. Örn Ásmundsson“. • Matthías Framh. af bls. 1 Raunin hefur þó orðið sú, að lesendur eru orðnir held- ur leiðir á mistökum Mogg- ans undir hans stjórn; og síðast, þegar vitlaus NATO- ræða var birt þar og ruglaði alla í ríminu. Þá urðu lesendur ekki lit- ið hissa, er Matti fór að blandá heimsmeistaramót- inu í skák inn í pólitík, og þóttist hann nú heldur bet- ur hafa mátað pólitíska and- stæðinga með því að hirta hugrenningar sinar í þeim efnum í leiðara blaðsins. Á sama tíma er Skáksam- band Islands að reyna að fá mötið hingað til lands, og óvíst nema þessi ritstjórnar- grein hafi skaðað þá aðstöðu mjög, sem Skáksambandið hafði til að ná mótinu hing- að. Oft veltir lítil þúfa.. Islenzkur aðall Það er næsta ótrúlegt, að hægt sé að lialda þjóðhátíð á þúsund ára afmæli Is- landsbyggðai’ undir forystu manna, sem gera lítið úr virðulegum stofnunum ís- lenzku þjóðarinnar með ó- sæmilegri framkomu, svo kveðja þurfi til lögreglu. Sá aðall, sem þetta land byggði, kann að hafa haft sín á meðal prakkara og ó- stýrilátar hamhleypur, er reittu hár sitt og skegg í liáskalegri ölvímu. En eitt er víst, að þessi kynslóð hef- ur ekki áhuga á að halda upp á afmæli þeirra árið 1974. NORÐRI • FramieiMuráð Framhald af bls. 1 eflingu og bættri meðferð varanna og umbótum á vinnslu þeirra. Vinna að aukinni hagnýt- ingu markaða utan lands og innan. Hafa áhrif á val frani- leiðslugreina i landbúnaði. Ákveða verðmiðlun á mjólkurvörum og kinda- kjöti. Ákveða mjólkursölusvæði og verðskrá landbúnaðar- vöru á grundvelli Sex- manna-nefndarinnar. Afla gagna fyrir franian- greinda nefnd um dreifing- ar- og vinnslukostnað land- búnaðarvara. Útliluta sláturleyfum til sláturhúsa og hafa eftirlit með því, að innlendi mark- aðurinn fyrir kjöt og slátur- afurðir nýtist sem bezt og að fullnægt sé, svo sem kostur er á, óskum neytenda. Hefur eftirlit með allri meðferð og geymslu slátur- afurða. Hefur með hendi yfir- stjórn mjólkursölumála og stuðlar að því að næg neyzlu mjólk sé jafnan fyrir hendi í þétthýli. Annast skipulagningu á framleiðslu mjólkurbúanna og fylgist með birgðum mjólkui’vara. Gefur út ársrit — Árbók landhúnaðarins. Innheimtir verðjöfnunar- gjald af landbúnaðai’vörum og ákveður og annast úthlut un þess. Innheimtir hin lög- boðnu gjöld til Búnaðar- málasjóðs, Bjargráðasjóðs, Lifeyrissjóðs bænda og Stofnlánadeildar landbúnað arins. Annast niðurgreiðslur landhúnaðarvara og greiðslu útflutningsuppbóta fyrir hönd ríkissjóðs. Hefur með liöndum stjórn Grænmetisverzlunar land- húnaðarins. Þetta eru hvorlti fá né smá verkefni, sem lögð eru á herðar ráðsins, sem skipað er eftirtöldurn mönnum; Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda (formaður); Páll Diðrilcsson, bóndi, Búrfelli; Vilhjálmur Hjálmarsson, al- þingismaður, Brekku; Bjarni Halldórsson, bóndi Uppsölum; Ólafur Andrés- son, bóndi, Sogni; Þorsteinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri, Egilsstöðum; Jón H. Bergs, foi’stj óri, Reykjavík; Agnar Tryggvason, franikvædastj., Reykjavík; Stefán Björns- son, forstjóri, Reykjavík. Framkvæmdastjón Fram- leiðsluráðsins er Sveinn Tryggvason, og liefur hann sýnilega i mörg horn að líta, einkum þegar á það er litið, að í ráðinu eru önnum kafn- ir hændur úti á landi eða forstjórar stórra fyrirtækja. ÁRBÆJARAPÖTEK HRAUNBffi 102 - SÍMAR: ALMHNN AFGRE1ÐSLA 85220, LÆKNAR 85221 ÁRBÆJARHVERFS Árbæjarapótek hefur verið opnað að HRAUNBÆ 102. Afgreiðslutími: Alla virka daga kl. 9-18 nema laugardaga — 9-12 Símar: Almenn afgreiðsla 8-52-20 Læknar 8-52-21

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.