Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.01.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 14.01.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 — ★— Gamla hörkutólið var ein- mitt rétti maðurinn til að rétta hlut bandamanna í Norður-Afr- iku. Hershöfðingjarnir Marshall og Eisenhower þekktu hann. Þeir vildu fá hann til Afríku, — til að berjast og vinna sigur. Minnstu munaði, að Patton eyðilegði það tækifæri fyrir sér. I Hann lenti í illdeilum við Flota málráðuneytið — svona til að hita sig upp áður en til átak- anna kæmi. En skrifstofufor- ingjarnir voru hörundssárir og báru sig upp við Roosevelt for- seta. Hann hafði mesta dálæti á flotanum og var í þann veginn að sparka Patton, þegar Mars- hall komst í málið og bjargaði því við. Koma Pattons til Norður- Afríku var einna líkust því, þeg ar fellibylur skellur á. Hann skellti sér samstundis út í bar- dagana með slíkum ofsa, að und irforingjamir, sem fyrir voru, leituðu skjóls í flýti. „Við skulum drepa hvern ein- asta þýzkan tíkarson í Afríku!" þrumaði hann. „Fjöldamyrðum þá alla saman!“ Náfölir af ótta við almenn- ingsálitið reyndu fréttaþjónustu foringjarnir að þagga niður í honum, — en hann lét sem hann sæi þá ekki. Hann hélt ótrauð- ur leiðar sinnar, í turni fremsta skriðdrekans, og hét því að sýna Þýzkurunum í tvo heimana. á sínu ófagra máli. í fyrstu var öllum illa við harm. rfg^nglt hafði líka marga skapgerðarbresti, gamli hross- hausinn. Allir urðu að gjöra svo vel að hafa hlóðapottana á hausnum, þótt þeir væru langt að baki víglínunni. Þetta vakti ofsareiði strákanna. Þeir vildu fá að bera léttu bátana sína. Patton hélt þrákelknislega fast við aga og gamlan, góðan hermennskubrag. Hann var snillingur í að veita ákúrur. Hann blandaði engum orðum þar inn í. Smám saman fóru undirmenn hans, nauðugir viljugir, að bera virðingu fyrir honum, unz sú virðing breyttist í óskerta að- dáun. „Ekki vantar hann hugrekk- ið, gamla brjálæðinginn,“ sögðu þeir. i.Jamm, hann er ekki sem verstur...“ -★- Það var í bardögunum um Sikiley, sem Patton komst í verstu klípuna á öllum sínum hermennskuferli. Hann var þá undirhershöfðingi, og dag nokk urn kom hann í heimsókn á her spítala þar sem hann kom auga á hermann, sem hafði verið lagður inn vegna „bardaga- þreytu“. Patton spurði piltinn nokk- urra spurninga. Hinn sneri út úr og beygði af. Gamla hörku- tólið var rétt kominn sjálfur frá vígstöðvunum. Hann hafði séð of marga drepna og særða um dagana. í örlæti sínu þreif hann til hermannsins og lamdi hann á kjálkann. „Hvers vegna í fjandanum ert þú ekki að berjast eins og fé- lagar þínir?“ spurði hann. Það væri of vægt til orða tek- i8 að segja, að blöðin hafi kross- LARETT: 45 gorta 14 lofir 1 drumbar 48 reykir 16 visa 7 glæsileg 49 nögl 17 rikasla 12 rusl 50 jurtahluti 20 augnhar 13 margir 52 neyðarvein 21 sund 15 fjall 54 timbur 22 tvíhljóöi .1.6 ílát 55 er sagt 23 flokkur 18 lindi 56 jurta 26 máður 19 dropi 59 áflog 27 refsa 20 á litinn 60 krafsa 31 ógnar 22 þramm 63 angi 32 þrá 24 muldur 65 dýrin 35 hlíðar 25 óhreinkar 66 breytta 37 heill 26 bundin 38 blettur 28 goð LÓÐRÉTT: 41 eins 29 guð 1 lægir 42 ferðar 30 spil 2 keyr 43 ítreka 31 hljóðfæri 3 reiðihljóð 46 bardagi 33 þegar 4 söngl 47 fljót 34 guð 35 trjágróður 36 guð 38 flugu 39 sagði upp 4Ó toppur 42 eignast 44 eyja 5 á nótum 6 tertunni 7 drap 8 tortryggir 9 aðgæzla 10 51 1-1 glæstar 12 ylfing 51 biblíunafr 53 guðs 57 á sjó 58 samstæðir 61 samtvinnaði 62 guð 63 sígarettutegund 64 samstæðir KROSSGÁTAN n s j 4 5 n 15 i r 19 l20 IJ 21 | Z5 J 6'oH? Jlj 10' 330 N38 339 150 5? l»5 51 65 H3J 1«0 41 H 47 I5Í 966 5J 58 959 *J 64 fest hann fyrir tiltækið. Hann fékk á sig öll hugsanleg ó- nefni undir sólinni. Það var rétt eins og fólkið heima íyrir hefði ekki haft þörf fyrir neitt meira en einn þorpara til þess að svala heift sinni á. Og hann var feng- inn — hermannaberjarinn Ge- orge Patton. Yfir þingmenn og ráðamenn rigndi áskorunum og kröfum um að reka ómennið úr her- þjónustu. Uppi voru háværar raddir um að stefna honum fyr’ ir herrétt. í hamaganginum var ekki minnzt á sigra hans, sem lítið höfðu kostað. Eisenhower kallaði hann í skyndi frá Sikiley. Patton var látinn biðja afsökunar opinber- lega, — jafn niðurlægjandi og það er fyrir hershöfðingja. Síð- an hvarf hann um skeið af sjón- arsviðinu. — ★ — UMBÚÐIRNAR voru teknar utan af honum skömmu eftir innrásina í Normandí. Patton var fenginn í hendur yfirstjórn hins þungvopnaða Þriðja hers, — hersins, sem margir vilja halda fram, að hafi í raun og veru bundið enda á styrjöldina. Þýzki hershöfðinginn Irwin Rommel var ómyrkur í máli um Patton: „Hann er tvímælalaust mestur allra bandarískra hers- höfðingja." Og von Rundstedt bætti gremjulega við þessi orð: „Án hans hefðu bandamenn aldrei sigrað okkur.“ Vera má, að þetta sé orðum aukið. Þann 1. ágúst 1944 hélt Patton með Þriðja her sinn inn í Normandí, og sem leið lá til Þýzkalands, og stóðst ekkert fyrir. — ★ — í fylkingarbrjósti \ar Patton hershöfðingi. Marghieypurnar héngu í hershöfðingjabeltinu, — geysibreiðu belti með ógur- legri sylgju, augnablikshug- dettu ákaflynds herforingja. Var hverjum hershöfðingja sent slíkt belti, en flestir hentu þeim hlæjandi í ruslat.unnuna. Ekki Patton. Þetta var nokk- uð, sem stjórnin hafði sent hon- um, enn eitt tákn um stöðu hans og ábyrgð. Þess konar tók hann alvarlega. Hann gekk líka með það, alls staðar. Hann tók líka hernaðinn al- varlega Hann eyddi líka meiri tíma á vígstöðvunum en nokk- ur annar hershöfðingi, sem um er getið. Hann var í hópi fram- varðarsveitanna, sem ruddust í gegn hjá Nancy. Patton slóst í hóp skriðdreka- eyðaranna við brúarsporðinn yf ir Mosel. Hann unni púðurreyk og byssudrunum. „Karlinn tók iðulega skrið- di-ekabyssu, skorðaði hana sjálf- ur og krafðist þess að fá að hleypa af,“ segir einn af gömlu skriðdrekaeyðurunum. „Hann var bara anzi hittinn,“ — ★ — Einhverra hluta vegna náðu slíkar sögur aldrei eyrum blaða- mannanna. Né heldur þær, að hann færi á milli skotgrafanna í fremstu víglínu í rökkrinu, þrammaði rólegur og öruggur á milli, þrátt fyrir skothríð ó,- vinanna. Hann hafði alltaf birgðir af vindlingum og stundum dropa af sterku meðferðis, til að hressa upp á mannskapinn. Hann hellti sér yfir hermann, sem hafði lagt frá sér hjálminn eða gleymt skotfærabeltinu, — og þvílíkar skammir! Hins vegar lánaði hann hjúkr unarliðum jeppann sinn, ef flytja þurfti særða menn. Hann hjálpaði til að bera börurnar. Hann tárfelldi, ef einhver manna hans var drepinn, -★- Fréttafýsnir pólitíkusar og blaðamenn sátu um Patton. Hann var hávær, snöggur upp á lagið og blótsamur. „Þvílíkt orðbragð!“ sögðu þeir iðulega þegar þeir komu af fundi hans. Þeir hefðu fláð hann lifandi, ef þeir hefðu getað. Ef ekki hefði eitt komið til. Siðapostul- arnir gátu ekki afmáð eina staðreynd. Hvar sem Patton stjórnaði, létu óvinirnir undan. Þriðji herinn hélt sífellt á- fram sigurgöngu sinni, án þess að tapa einni einustu orustu. Hinir hershöfðingjarnir eru sagðir hafa iðulega varpað fram þeirri spurningu, hvernig í fjandanum hann færi að því. Já, hvernig? Það liggur í aug- um uppi, — hvernig aðferð hans færði honum sigur, — ★ — Gamla hörkutólið byggði all- ar sínar árásir á festu, hörku og hraða. Hann gerði leiftursnögga atlögu, dró sig til baka og réðst síðan aftur á óvininn, þar sem hann átti sízt von á. „Ég er alltaf að læra þennan starfa,“ sagði hann einu sinni. „Ég læri eitthvað nýtt í hvert einasta skipti, sem mér lendir saman við óvininn.“ Hann kom Þriðja hernum yf- ir Mosel. Honum skjátlaðist varðandi Metz, sem hann sagði að myndi „falla eins og þroskuð plóma.“ En svo fór ekki. Fimmta herdeildin var stráfelld í bardögunum um borgina. Þetta var ein af fáum skyssum Pattons. — ★ — En þegar Metz loks féll, rudd- ist Þriðji herinn af stað í áttina til Saar. Þegar hættuástandið skapaðist í Ardenna, var enginn álitinn hæfari til að bjarga mál- unum við en Patton. Þriðja hernum var skipað að leggja lykkju á leið sína norður á bóg- inn og binda enda á bardagana við Bulge þegar í stað. „Hvers vegna að vera með þessar áhyggjur?“ sagði hann við hóp skelkaðra fréttaritara meðan bardaginn stóð sem hæst, „Við verðum að dusta ryk ið úr Þýzkurunum einhvers stað ar. Og því þá ekki hérna eins og annars staðar?“ — ★ — Hann baðst líka fyrir, En eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur, þá voru bænir hans talsvert frábrugðnar þeim, sem menn almennt biðja Hann tal- aði til stríðsguðs síns, eins og Drottinn væri hershöfðingi. Patton átti einlæga trú og djúpa. En hann var fyrst og fremst Patton. „Herra, þetta er Patton,“ hóf hann einlæga bæn sína um guð- lega hjálp. „Ég bið þig herra, að þú hjálpir stórskntaliði mínu til að mola niður varnir óvin- anna . . . .“ Þeir voru margir, sem voru andvígir svona nokkru. Patton baðst ekki fyrir eins og prest- arnir heima. Mönnum var ó- mögulegt að skilja, að hann væri enginn venjulegur maður, heldur snillingur í orrustum, — maður, sem áleit bardaga vera köllun sína, og að hann gæti bjargað mannslífum og hjálpað ættjörð sinni með því að drepa óvinina. „Drottinn, ég bið þig að láta bannsetta Þjóðverjana miða skakkt,“ bað hann á hnjánum af einlægri alvöru og einlægni. Framh. ú bls. 5 WUV5ÍWVWWUWVWVWWWWWWWWVWWWWU%fWV Sritye- Norður S: K 10 5 2 H: 10 9 8 T: Á D 9 5 L: G 9 Vestur S: 8 H: 6 4 3 2 T: 7 4 2 L: D 10 7 6 3 Austur S: G 9 6 4 3 H: Á K T: 8 3 L: Á 8 4 2 Suður S: Á D 7 H: D G 7 5 T: K G 10 6 L: K 5 Austur gefur. — Báðir á hættu. •— Sagnir gengu þannig: A S V N 1S 1G P 3 G P P P Útspil lauf 6 í flestum tilfellum myndi spilið spilast þannig, að A drep- ur með ás og svarar í sama lit. S drepur með kóngi og fær nú að glíma við spaðann. Hann þarf átta slagi í viðbót og getur fengið fjóra slagi á tígul og þrjá á spaða fyrirhafn- arlaust. En hvar á hann að fá níunda slaginn? Það væri of mikil bjartsýni að treysta á spaða 10 Blinds, enda voru líkindi til langs spaðalitar hjá A, fyrst hann sagði spaða en ekki eitt lauf. Hugsanlegt var að V ætti 8 eða 9 í spaða, blanka, og því spilaði S Blindi inn á tígul og síðan spaða 10, sem A lætur gosann á og S drepur. Enn spilar S tígli til Blinds og síðan litlum spaða gegnum A, þannig að loks stendur spaða 7 og spilið vinnst.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.