Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.01.1972, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 21.01.1972, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTÍÐINDI 5 Heflatíkui-AjcHVarptá Fastar fréttir eru kl. 7.00 og 11.00. SUNNUDAGUR 23. jan. 1.00 Sacred Heart 1.15 Christophers 1.30 The Answer 2.00 The Big Picture 2.30 Rose Bowl — Stanford vs. Michigan 4.Ú5 AAU Champions 6.10 Childrens Theater 7.15 Greatest Fights 7.30 All In The Family 8.00 Mod Scjuad 9.00 Andrews and Belafonte 10.00 12 O’Clock High 11.05 Northern Lights Play- Uncle Harry A man is dominated by his sisters who try to thwart his marriage, so he decides to murder one of them. Stars: Ge- orge Sanders, Geraldine Fitz- gerald and Ella Rains. Drama. MÁNUDAGUR 24. jan. 4.00 Coffee Break 4.25 Addams Family 5.40 Theater 8 — It’s Alive A New York couple on vacation find more than they bargained for when they go into seareh of wildlife in the forests. They becomes imprisoned when they discover a prehistoric monster. Stars: Tommy Kirk and Shirley Bonne. Science-fiction, 1968. 7.30 Bill Cosby 8.00 High Chaparral 9.00 Hawaii 5-0 10.00 That’s Life 11.05 The Tonight Shcw ÞRIÐJUDAGUR 25. jan. 4.00 Coffee Break 4.15 Sesame Street 5.15 DuPont Cavalcade 5.40 On Campus 6.10 Tim Conway 7.30 Room 222 8.00 Tuesday Night At The Movies — The Big Gamble A cousin of two newlyweds becomes an obstacle during a treasure-hunting trip to Africa. Stars: Stephen Boyd and Juli- ette Greco. Comedy-adventure, 1961. 9.40 Peurto Ricans 10.05 Kraft Music Hall 11.05 Pro Boxing MIÐVIKUDAGUR 26. jan. 4.00 Coffee Break 4.30 Animal World 4.55 Dobie Gillis 5.20 Green Acres 5.50 Theater 8 — Dressed To Kill Dr. Watson helps solve this case of missing music boxes. The key to the whole mystery however is Sherlock Holmes matching wits against a beauti- ful gang leader who is trying to smuggle plates for counter- feitting into the country. Stars: Basil Rathbone and Nigel Bruce. Mystery, 1946. 7.30 Daniel Boone 8.30 Here’s Lucy 9.00 The Honeymooners 10.00. The Fugitive 11.05 Dick Cavett FIMMTUDAGUR 27. jan. 4.00 Coffee Break 4.20 Colonel March 4.50 Theater 8 — Uncle Harry 6.10 Ocean Frontier 7.30 Governor & JJ 8.00 Northern Currents 8.30 Charlie Chaplin Comedy Theater 9.00 The Golddiggers 10.00 Naked City 11.05 Northern Lights Play- house — Blackout FÖSTUDAGUR 28. jan. 4.00 Coffee Break 4.30 Bewitched 4.55 Bill Anderson 5.20 Theater 8 — The Big Gamble 7.30 My Three Sons 8.00 Wild Wild West 9.00 Laugh-In 10.00 Perry Mason 11.05 Northem Lights Play- house — Behind Locked Doors 12.10 Night Light Theater — It’s Alive LAUGARDAGUR 29. jan. 9.00 Cartoon Carnival 9.45 Captain Kangaroo 10.30 Sesame Street 11.30 Golden West Theater 12.00 Biography 12.30 Wrestling *.00 Roller Game 1.45 American Sportsman 2.30 NFL Action 3.00 Pinpoint 3.30 Wild Kingdom 4.00 Voyage To The Bottom Of The Sea 5.00 Honey West 5.30 Love On A Rooftop 6.00 Info. Special 7.15 Greatest Fights '7.30 Mayberry RFD 8.00 Gunsmoke 9.00 Pearl Bailey 10.00 The Untouchables 11.05 Northem Lights Play- house — Dressed To Kill 12.20 Playboy After Dark starfsmanha. Slik málalok eru óhugsandi. Það, sem einkum mun bera á milli, er starfsmatið og launaflokkarnir, sem starfsmenn sjónvarpsins — þeir sem hér um ræðir — húa við. Halda þeir þvi fram, marg ix hverjir, að þeir ynni af höndurn „listræna" vinnu og slikt beri að meta að verð- leikum; ennfremur að á þeim hvili meiri ábyrgð en mörgum öðrum starfshóp- um. Ábyx-gðarhlutur mun hjá starfsmatinu hafa verið mið aður'Viöiþað, hvað miklum. fjármunum eða verðmætum fólk hæri ábyrgð á. Til dæm- is er barnakennari, sem ber ekki svo lilla áhyrgð á vel- ferð til dæmis fjörutiu barna, ekki talin liafa neina tiltakanlega ábyrgð, en for- stöðukona þvottahúss Lands spítalans, sem er i tiltölu- lega háum launaflokki, af þvi að ein strauvél kostar talsvert fé. Um listrænu viixnuna er það helst að segja, að hún er sjálfsagt peninga virði, en hugtakið er ódefínerað. Og svo verður það að segjast eins og er, að almenningur liefur ekki orðið var við til- takanlega milcla listræna vinnu lijá stofnuninni upp á siðkastið. Sem sagt: Ohætt er að slá þvi föstu, að sjónvarpið loki 1. mai'z. ☆ Gieðisaga Framh. af bls. 2 og hinn góði herra Tu lofaði augunum fyrir fullt og allt. Örvænting húsmóður minnar var takmarkalaus. Augu henn- ar urðu bólgin af gráti, svo að hún gat ekki opnað þau. Hún klóraði viðkvæmar kinnar sín- ar til blóðs með nöglunum. En allt tekur enda. Þremur dögum eftir andlát herra Tos varð sorg frúarinnar ekki eins takmarkalaus og áður. Ungur nemandi herra Tos bar fram ósk um að mega segja nokkur huggunarorð við hina syrgjandi ekkju. Og hún taldi sig með réttu ekki geta hafnað þeirri heimsókn. Hún tók á móti hon- um andvarpandi. Ungi maður- inn var mjög fyrirmannlegur og höfðinglegur. Hann hrósaði henni fyrir fegurð og kvaðst elska hana. Hún hlustaði á hann. Hann lofaði að koma aft- ur O.g meðan frú Lu bíður heimsóknar hans, situr hún við gröf mannsins síns, eins og þér hafið séð, og eyðir öllum deg- inum í að blaka blævængnum yfir leiðinu, svo að jarðvegur-' inn verði sem fyrst þurr.“ Þegar gamla konan hafði lok- ið við sögu sína, hugsaði Tschu- ang-Tsen: „Æskan varir aðeins skamma hríð. Hin unga örn girndarinn- ar ljær ungu konunum og karl- mönnunum vængi. Eiginlega er frú Lu heiðvirð kona, sem ekki vill svíkja manninn sinn.“ !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ☆ Beria Framhald af bls. 7. menn til í embættum í ráðu- neyti sínu, augsýnilega til þess að losna við þá úr stöðum, þar sem þeir voru ekki æskilegir. Hinn 20. júní kom sú fregnin, sem langmesta athygli vakti: Bodga Z. Kobulov var farinn að skipta um ýmsar herdeildir og senda þær til Moskvu „í æf- ingaskyni“. — ★ — Greinilega var nú komið á fremsta hlunn fyrir Malenkov að hefja mótaðgerðir. Eftir op- inberum flokksleiðum boðaði hann allsherjar miðstjórnar- fund hinn 26. júní klukkan átta síðdegis. Stuttu eftir hádegi þennan dag gengu þrír blýsmiðir, eins og ekkert væri um að vera, til hinnar vel vörðu miðstjórnar- byggingar innan hinna rauðu múrsteinsveggja Kremlkastal- ans. Er þeir höfðu sýnt sitt „propusk", sem var opinbert plagg, er veitti heimild til þess að fara inn í bygginguna til þess að annast þýðingarmiklar viðgerðir. Þeim var hleypt inn í aðalfundarsalinn. Þrem stundum síðar. er fund armenn miðstjórnarinnar fóru að koma, var leitað á hverjum fundarmanni að leynivopnum við inngang byggingarinnar. Þetta var venja, og höfðu verð- irnir í Kreml skipun um að gera enga undantekningu. Allir voru undir þetta seldir, jafn- vel hinir æðstu embættismenn, að forsætisráðherranum Malen- kov ekki undanskildum. (Eftir að yfirmaður varðanna, Spiri- donov höfuðsmaður, hafði tekið við ásamt Bería, hafði vörðun- um verið skipað að framkvæma þessa leit mjög stranglegá). Vveir og þrír saman komu flokksmeðlimirnir eftir hinum rauðgullnu göngum í áttina til fundarsalarins. Á leiðinni brugðu Malenkov, Khrushchev, Bulganin og tveir enn af þeim embættismönnum, sem voru trúir Malenkov, sér inn í litla hliðarherbergið og byrgðu sig upp af marghleypum og skot- færum, sem „blýsmiðirnir” höfðu skilið þar eftir. Síðan gengu þeir til fundarsalarins og settust umhverfis hið langa og þunga borð, undir brjóstmynd- um af Stalin og Lenin. — ★ — Klukkan var um átta, þegar Bería kom að lokum. Eins og vant var, kom hann seinastur. Hann tók strax eftir nokkrum ókunnum andlitum meðal fund- armanna. Þetta voru liðsforingj- ar úr herdeildum Moskalenkos. „Hvernig stendur á þvi, að þessir menn eru hér?“ spurði Bería. Malenkov reyndi að róa hann. „Við þurfum að ræða nokkuð um varnarmálefni í kvöld. Þess vegna hef ég beðið þá um að koma hér,“ sagði hann. Bería, sem þegar var farið að gruna eitthvað, stóð upp, eins og hann ætlaði að fara. Nikita Khrushchev, sem sat nærri útganginum, spratt þegar á fætur, albúinn þess að verja lögregluforingjanum útgöngu. „Lavrenti Bería,“ öskraði hann. Andlit hans varð pur- purarautt, og hann fékk eitt af hinum kunnu. æðisköstum sín- um, „við ákærum þig fyrir að gera samsæri gegn stjóminni. Við ákærum þig um að vinna að því að steypa félaga Malen- kov af stóli. Það þýðir ekkert að neita því. Nú á stundinni hafa samsærismenn þínir verið handteknir heima hjá sér.“ Er Khrushchev hélt áfram að ásaka Bería um hina fjölmörgu glæpi sína, sneri lögregluforing- inn sér við og gekk að útgang- inum. Á því augnabliki flýttu liðsforingjar Moskalenkos sér inn í hliðarherbergið til þess að ná í vélbyssurnar, sem faldar voru í skápnum. Annar hópur flýtti sér fram á ganginn til þess fást við Kremlverðina. Hinn hópurinn flýtti sér aftur inn í fundarherbergið. Bería var nú einmitt kominn að út- ganginum, en þar stóð Khrush- chev fyrir honpm. Hann var með byssu í hendinni og miðaði á gagnauga Bería. — ★“ Bería gekk nokkur skref aft- ur á bak. Hann var nú hrædd- ur, og svitinn bogaði af honum — þeim megin var hann kom- inn í hendur annarra Moska- lenkosmanna, og voru þeir með vélbyssur. — Hann dróst nú út í horn og var aumlegt að sjá hann. Nefklemmurnar höfðu afllið af Nefi hans og dingluðu á brjósti hans eins og pendúll f klukku, sem er rétt að stanza Bería skalf á beinunum, og fæt- urnir gátu ekki lengur borið hann. Þar sem lögregluforing- inn gat nú ekkí lengur staðið vegna máttleysis, féll hann á kné og fórnaði höndum yfir höfði sér. Er hann reyndi að stama ein- hverri beiðni um miskunn, veif- aði Malenkov hendinni. Þá fóru vélbyssurnar í gang, og regn af kúlum boraði líkama Bería í gegn, meðan aðrir flokksmeðl- imir, og Khrushchev líka, tæmdu byssur sínar í höfuð hans, brjóst og kvið. -★“ Nú þustu liðsforingjar Moska- lenkos út eftir ganginum til þess að hjálpa félögum sínum, sem komið höfðu vörðunum að óvörum og höfðu nærri lokið viðureigninni við þá. Á sama tíma áttu svipaðir at- burðir sér stað víða við opinber- ar byggingar og skrifstofur í Kreml og í hjarta Moskvuborg- ar. Tvær herdeildir, sem trygg- ar voru Malenkov, höfðu komið seint um kvöldið frá Uralfjöll- um og voru nú að taka sér stöðu á öllum mikilvægum stöðum innan hinnar rauðu höfuðborg- ar. Allir samsærismenn Bería, sem vitað var um -— og það var Tamöru Trofimova að þakka — voru handteknir; þar að auki náin skyldmenni hans og vinir. Komið var með heila bílfarma af föngum frá útborg- unum og fluttir í kjallara MVD- byggingarinnar, þar sem nýr maður, Vladimir Serpicha^tny, hafði tekið við embætti Bería. Margir embættismenn voru skotnir á staðnum, en aðrir heima hjá sér. En jafnvel þótt Bería og sam- særismenn hans væru dauðir, var hreinsuninni ekki þar með lokið. Næstu daga voru erind- rekar hins nýja KGB (áður MVD) sendir út til þess að eyði- leggja allar myndir af Bería og krassa út nafn hans, hvar sem þeir sáu það. f Tretyakov lista- safninu í Moskvu var nafn hans numið á brott á þann hátt, að málað var yfir það, og nafn Nik- ita Khrushchevs sett í staðinn. Þetta var á stóru málvérki, sem sýndi alla meðlimi Polit Bure- au. Og nokkrum vikum síðar fengu áskrifendur hinnar miklu sovézku alfræðiorðabókar upp- lýsingar um, hvernig nema skyldi á brott 21.—24. síðu í V. bindi, ,,með skærum eða rak- vélablaði, en skilja þó eftir spássíu við bókarkjölinn, sem bæta mætti inn í nýju blaðsíð- unum.“ Hinar fjórar blaðsíður, sem hófu Bería til skýjanna og þar sem hann var nefndur „nánasti vinur Stalíns í hernum“, hurfu þannig, en í þeirra stað var skotið inn myndum af hvalveið- um í Beringshafi. Nafn hans var ekki nefnt í viðbótarbindinu. Það var ákveðið í Kreml að þurrka út allar minningar um Lavrenti Bería. Vissulega er þessi saga ótrú- leg. En staðreyndirnar, sem hún byggir á, koma frá manni, sem þar var kunnastur málefninu: Nikita S. Khrushchev sjálfum. Hann sagði pólskum stjórnmála mönnum söguna, er kampavínið glóði í glösunum í veizlu einni, skömmu síðar.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.