Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.01.1972, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 28.01.1972, Blaðsíða 1
Rfltf Frjálst blað gefið út an opinberra styrkja Föstudagurinn 28. janúar 1972. — 4. tbl., 15. árg. — Verð 25 krónur Hræðilegur harmagrátur Módelkjólar í massavís svindl tízkuverzlana Gróft ,rEg er farin heim! Ég er farin heim. Eg þoli þetta ekki," hrópaði ein af nýrik- ari frúum borgarinnar á ný- ársdag síðastliðinn hágrát- andi. Og hvers vegna ásótti nú nú konu þessa slíkt hugar- víl? Ástæðan var sú, að maður hennar, þekktur bygginga- meistari hér í borg, hafði gefið henni 18 þúsund króna „módelkjól", sem frúin hafði keypt daginn fyrir gamlársdag í einni af tízku- verzlunum borgarinnar. En svo, þegar komið var á Sögu, kom í Ijós að hvorki meira né minna en tvær konur aðr- ar voru i nákvæmlega sams konar módelkjólum. Og hvernig í ósköpunum má slíkt ske ? Ef upp kæmist um slíkt athæfi í tízkuverzl- un erlendis,yrði henni að sjálfsögðu umsvifalaust lok- að. Og ekki nóg með það, eig andinn yrði að sjálfsögðu settur í fangelsi sem svika- hrappur af verstu tegund. Hér hefur það hins vegar verið stundað i talsvert rík- um mæli um árabil að ó- prúttið verzlunarfólk hefur stundað að fara á áramóta- útsölurnar í stórmagasínun- um í London og kaupa þar einn og einn kjól úr dúsín- pakkningum og selja hér heima sem módelkjóla við okurverði. Þannig þarf enginn að kippa sér upp við það, þótt kjóll, sem kostar tvö sterl- ingspund i C &A kosti úr húð hér milli fimin og tíu þúsund krónur. Þó að kaiimönnum þyki tildur kvenna ef til vill bros- legt, þá er það nú einu sinni svo, að menn vilja ekki láta Hugleiöing Orlög verri en dauoinn! Þegar togararnir koma með kynþyrsta sjóara að landi, flykkjast æskurjóðar yngismeyjar niður kæjann með tilhlökkun í svip og kroppi. Þetta er öðru nafni kallað „örlög, verri en dauðinn". Þegar blómarósirnar leggj- ast undir langsoltna og drukkna hippa yndið hans pabba síns og ágætið vænt- anlegs manns. Sá sem þetta skrifar tók upp í bíl sinn tvær unglings- stúlkur suður á nesjum frá fullum sjómönnum og flutti þær suður í Kópavog „út- jaskaðar". Þær kvörtuðu yf- ir að togarapillarnir hefðu verið „alltof fullir"! Þetta voru 16—17 ára telpur. Þeim var skilað heim til síns heima. En hvað segir mamman, pabhinn, unnust- inn? Eða væntanlegur eigin- maður? Er þetta hægt? Hvað er að gerast? Mellur hafa alltaf verið til. En það er skilsmunur á milli hauss og hala. Maður verður að geta stólað á fólk- ið sitt, ungt sem gamalt. Ann ars er lifið litils virði. Þá er allt byggt á sandi. Og hvað eru stúlkur að tala um örlög verri en dauð- inn, ef þær eru að sækjast eftir þeim? snuða sig alveg upp úr skón- um, og það eru gróf svik að selja flík, sem framleidd er i massavís sem módelflík. Sannleikurinn er auðvitað sá, að varla kemur nokkurn timan módelflík hingað til lands. Módelkjóll frá tizku- húsunum i París kostar ekki einungis tugi hedur oftar hundruð þúsunda króna, svo konur ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þær greiða milli tíu og tuttugu þúsund fyrir eitthvað, sem þeim er sagt að sé módel- kjóll. Satt að segj a er ódýrara að fara bara í útsölurnar i Oxford Street og spara for- stöðumönnum og konum ís- lenzkra tizkuverzlana ómak- ið.- u'. Ungar óhemjur. ]) J O F L A D A N S í NESKIKKJU FRANK OG JÓIV f HEILÖGIJ SKÍTKASTI Það er víst ekki orðum aukið, að íslenzka þjúðin sé löngu orðin hundleið.á þeim félögum, föður, syni og heil- ögum anda. Þá er þessi gamla og vinsæla þrenning hrein hátíð hjá þjónum henn ar, þ.e.a.s. prestum íslenzku þjó ðkirkjunnar. Hvað eftir annað hefur þessi undarlega stétt manna orðið sér svo hressilega til skammar vegna síngirni, hræsni og yfirdrepsskapar —og er nú víst svo komið, að menn eru hættir að taka eftir þessum þarflausu LíOÍileiðir í ro#* ag sumar Hinn 1. mai gengur í gildi sumaráætlun Loftleiða fyrir árið 1972. Flugkostur verður eingöngu þotur eins og i vet- ur. Þota félagsins af gerð- DC-8-55 verður notuð til Norðurlanda- og Bretlands- ferða, en tvær þotur af stæri-i gerðinni, DC-8 Super 63, verða í förum til Banda- rikjanna og Luxemborgar. Samtals verða farnar 38 ferðir í viku milli íslands og annarra landa — þ.e. 19 til Bandarikjanna, 12 til Luxemborgar, sex til Norð- urlanda og ein til Eretlands. sníkjudýrum á almenningi. 1 engumkosningum í land inu er jafn miklum skít aus- ið eins og í prestkosningum (og er þá mikið sagt). En það nægir ekki. Eftir að þessir leppalúðar eru bún ir að komast i fastan sess og á góð laun fyrir að gera and skotann ekki neitt, þá byrj- ar nú ballið fyrir alvöru. Þetta hefur nú áþreyfan- lega sannast i einni af sókn- um höfuðstaðarins, Nes- sókn. : I nær þrjá áratugi hefur Jón nokkur Thorarensen þjónað þessu prestakalli, og er hann nú orðinn nær sjö- tugur og á þvi ekki nema eitt ár eftir af þjónustu sinni.. Jón, er af flestum talinn ágætis kall, ekki alveg eins og fólk er flest, en hvað um það, -^- slíkt er varla nokkr- um til lasts. Síðan gerðist það fyrir nokkrum árum að sýnt þótti, að Nessókn væri ofvaxin ein um kíerki (hvernig sem nú á þvi stendur) og var þá kosinn annar pi-estur í sókn- ina. Varð Frank nokkur Hall dórsson fyrir valinu. Ekki þekkjum við Frank þennan nema af afspurn, en sagt er að margar kerlingar á „Nesinu" pissi á sig i einu, við það eitt að heyra nafnið,. —hvað þá ef maðurinnbirt- ist í allri sinni dýrð. Kennt hefur hann biblíusögur í Hagaskóla og virðast börnin á einu máli um að kenni- maður þessi sé hrútleiðinleg- ur, en það er nú eins og allir vita ekkert að marka krakka. Hvað um það. Ekki var Frank búinn að þjóna Nes- prestakalli nema nokkrar vikur, þegar andskotinn var laus og.það í orðsins fyllstu merkingu. Og nú hófst sannkallaður djöfladans i guðsliúsinu Nes kirkju. Rógvélin var sett í gang, hatrið magnað upp og fjand- anum dillað eftir öllum kúnstarinnar reglum. Ekki mátti milli sjá hvor- Framh. á bls. 5

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.