Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.01.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 28.01.1972, Blaðsíða 2
NÝ VIKUTÍÐINDI NÝVIKUTIÐINDI Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar Skipholti 46 (vesturgafl) Símar 26833 og 11640 (prentsmiðjan). Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. ÞjóövU,1ans Setning: Félagsprentsmiðjan VORSAGA FRÁ PARIS Enga fljótfærni MaÖur gerir jafnt að brosa og dást að athöfn- um nýju stjórnarherranna, sem litla reynslu haf a i þing- málum, hvað þá stjörnunar- málum heillar þjóðar. Að taka menn frá skrif- púltum skóla, blaða og kaup félaga — og setja þá í að reka heilt ríki, blaðrara og pólitiskar flenniskuðir er svona álíka og að gera Ola blaðasala að ritstjóra Morg- unblaðsins. Samt reyna þeir að gera eitthvað. Þeir ætla að endur- skoða samband og vináttu okkar við löndin i austri, það er að segja Bretland og Vestur-Þýzkaland, a. m. k., með brútalli og fljótfærnis- legri fiskveiðilöggjöf. Og þeir ætla að endurskoða samband og vináttu okkar i vestri, meðþvi að reka vini okkar úr NATO í burtu. Verðum við vinalausir ein stæðingar, sem enginn vill lita við? Ætla Rússar að taka okk- ur upp á sina arma? Er það það sem stjórnin stefnir að? Einhverjir myndu telja að nærliggjandi ríki og okkur skyldari i tungu, menningu og hugsun væru tiltækari til tengsla á öllum sviðum en vinaþjóðir Magnúsar Kjart- anssonar er i austri — langt í burtu. Látum það vera, þótt þjóð in hafi kosið vinstri stjörn i stað hægri. En að sú stjórn, sem tekið hefur völd, ætli að umturna öllu á verri veg, sem áður var búið að byggja upp, nær engri átt. Er hér aðallega átt við samskipti okkar við vinveitt- ar og nærliggjandi þjóðir. Engri rýrð er kastað á hina ágætu menn, gem nú sitja i ráðherrastólum, þótt sagt sé, að þeir séu ungæðis- legir rikisstjórnendur. Þeir eiga eftir að eflast af reynslu og dáð. Þeir mega bara ekki gera mikið af álíka fljót- færni og stjórnir hinna ný- frjálsu Afrikuríkja. Við þetta má bæta ýmsum athugasemdum í fullri al- vöru, Blaðið, sem þjóðin kaupir án styrJqa, mun gera sitt til að svipta burtu þeim ryk- mekki, sem stjórnin hylur —. Kocoqf. mundir. Dnlarfulla ástmærin Ranðar rósir - rauðar varir - rauð hiíreið - og nakinn \onuhandleggur miðaoi á hann skammb^§§u... Eftir Richard Boois SAGAN gerðist í París skömmu fyrir heimsstyrjöldina síðari. Stjórnarerindrekinn kunni, Monsieur Felix Armand, gekk rólega í kvöldsólinni nið- ur Boulevard Miresval. Vorið hvíldi í loftinu. Fátt fólk var á ferli. Einstaka mannvera sjáan- leg á Boulevard. Skyndilega renndi sterkrauð bifreið upp að gangstéttinni og nam staðar hjá Monsieur Ar- mand. Allt gerðist svo eld- snöggt, að hann hafði næstum misst göngufrakkann sinn af skelfingu, en áður en hann vissi af sér, opnaðist hurðin á bif- reiðinni og nakinn konuhand- leggur beindi skammbyssu að honum. Hann heyrði konurödd segja: „Ef yður er annt um lífið, þá stígið samstundis upp í bifreið- ina!" Felix Armand átti einskis annars úrkosta en hlýða. En hann mómælti hástöfum. Virð- ingu sinni hélt hann þótt á hættustund væri. „Þetta er mannrán. Það brýt- ur á fyllsta hátt í bága við al- menn mannréttindi." Lengra komst hann ekki því að hann fann votan og hlýjan konumunn þrýstast að vörum sínum, og þrýstnir, mjúkir hand lé'ggir umvöiðu hann. „Er þetta í raun og veru svo?" hvíslaði ástríðufull rödd. „Höfum. við. konurnar þá engin réttindi?" Mótmæli Felix Armand köfn- uðu í löngum kossi, sem honum fannst örlitla stund mega til með að endurgjalda. Bifreiðin ók áfram. Sólin hneig til viðar. Umferðin niðri við Place de l'Opera. Niður tröppur Made- leinekirkjunnar kom gamall prestur og muldraði kvöldbæn- ir sínar fyrir munni sér. Hann leit sem snöggvast ráðvilltur á rauðu bifreiðina og græn, nið- urdregin gluggatjöldin. Vegfar- endum varð einstaka sinnum lit ið á hana. Þeim skyldi þó ekki hafa dottið í hug, hvað ætti sér stað inni í bifreiðinni í miðri stórborginni? Það atferli sómir sér annars bezt á mjúkum dýn- um svefnherbergjanna, og hef- ,ur talizt til helgisiða frá því að syndaflóðið átti sér stað. „Snotrasta kerra," sagði ungl- ingsstrákur. „Fínn," sagði fylgimey hans og skotraði augunum á eftir henni. „Elskan," hvíslaði ókunna konan. Monsieur Felix Armand fannst einhvern veginn bifreið- in nerna staðar fyrir framan Place de la Coneorde, en fara síðan af stað aftur, rykkjótt og hraðar, — upp langa götu, — yndislegustu götu í heimi, — og við Sigurbogann gerðist. nokkuð Lögregluþjónn, sem stóð og stjórnaði umferðinni, heyrði óp frá bifreiðinni. En á næsta and-1 artaki var hún horfin í rykskýi. Það var orðið myrkt, og stjörnurnar blikuðu á himni, þegar bifreiðin nam aftur stað- ar við Boulevard Miresval. Hurðin opnaðist og Monsieur Felix Armand steig út, fölur og óstyrkur í hnjáliðunum, en ein- beittur á svipinn. Nakinn konu- handleggur teygði sig í áttina til hans. í þetta skiptið hélt hann ekki á neinni skamm- byssu. Þess þurfti ekki með. Fel ix Armand kyssti blíðlega á hönd konunnar, Nokkrir skart- gripir glóðu í kapp við stjarn- mergðina. Einmana stóð stjórnarerind- rekinn eftir á götunni. Var þetta allt saman nokkuð annað en draumur? Því meira, sem harm braut heilann um ævintýri sitt, því ótrúlegra fannst honum það. „Við hefðum átt að snæða kvöldverð fyrir þrem klukku- stundum, sagði hún og brosti við. „Hvað hefurðu eiginlega verið að dunda?" Kona hans var yndisfögur, dökk eins og austurlenzk nótt, augu hennar skutu gneistum, og varir hennar voru dumbrauðar. Um hálsinn hafði hún margvaf- ið breiðri perluhálsfesti. „Ertu kvefuð?" spurði mað- urinn hæðnislega. „Þú ert með trefil um hálsinn!" Hann elskaði hana ekki leng- ur. Hún svaraði ekki strax, en leit undirfurðulega glettnislega á hann. „Perlurnar mínar fölna og deyja," sagði hún lágt, „ef lif- andi húð snertir þær ekki við og við." „Trúir þú á þess háttar óra?" „Já.'« — n — VORIB leið í París, og Mon- sieur Felix Armand kom æ oft- ar seint heim í kvöldmatinn. Ævintýri hans hélt nefnilega áfram. Hann var farinn að gæta þess að vera mættur við ákveð- ið horn á Boulevarl Miresval á ákveðnum tíma. Þangað sótti dularfulla, rauða bifreiðin hann. En enginn nakinn hand- leggur otaði lengur að honum skammbyssu. Monsieur Armand steig nefnilega af fúsum vilja, snar og lipur, inn f bifreiðina. Inni var dimmt. En ástþyrst- ar varir mættu honum. Hlýr faðmur beið hans. Ástin hélt hátíð mitt í um- ferð stórborgarinnar, bak við niðurdegin, græn gluggatjöld bifreiðarinnar. „Hvernig skyldir þú annars líta út, ástin mín?" andvarpaði Felix Armand. „Má ég ekki draga gluggatjöldin upp?" „Nei, nei," bað hún, „ef þú gerir það, þá er ástarævintýri okkar lokið. Reyndu að bæla niður forvitni þína. Hún færir okkur ekkert nema óhamingju." Og Monsieur Armand féllst á þetta að lokum. „Hvaða ástæða er til að svipta hulunni af þessu ævin- týri, meðan það veitir mér slíka unun og sælu. Þetta er þó sann- arlega óvenjulegasta ástarævin- týri, sem ég hef nokkru sinni komizt í." Hann þráði að heyra sælu- hróp hennar, hrópið, sem brauzt fram yfir varir hennar á stundu hámarks sælunnar. „Hvar heldurðu, að við séum núna?" spurði hann sigri hrós- andi. „Ó ætli við séum ekki hjá Sigur boganum? " Hann glotti hneykslisbrosi. En heima var hann súr í bragði. Hann þoldi ekki lengur að horfa á konuna sína. „Óttaleg kráka getur hún ver- ið," hugsaði hann. „Óþekkta konan er eins og hvítur svanur í myrkrinu." — D — NOKKRUM vikum síðar fékk Monsieur Felix Armand óhugn- anlegt áfall. Kvöld nokkurt, þeg ar hann kom heim, sagði kona hans nefnilega: „Heyrðu, góði minn. Ég veit að þú elskar mig ekki lengur. En hvers vegna ferð þú á bak við mig? Ég hef fengið nafn- laust bréf, þar sem sagt er frá öllu." Hann tók að yfirheyra hana í þaula. Og svör hennar komu honum til þess að blikna og roðna á víxl. Á þvi var enginn vafi: hún var komin á spor hans. „Lætur þú njósna um mig?" Hún rak upp skellihlátur. „Nei, en það er alltaf einhver, sem sér þig príla inn í rauðu bifreiðina." Síðan varð hún alvarlegri á svipinn. „En nú er þolinmæði mín á þrotum, Felix minn góður. Þú veizt það mætavel, að staða þín í þjóðfélaginu er komin undir því, að ég leysi ekki frá skjóð- unni. Ég get ekki þvingað þig til þess að elska mig. En ég get ekki skilið við þig. Það myndi svipta þig peningunum, sem staða þín er undir komin, og núna, þegar þú hefur sótt um nýja stöðu, — yrði skilnaðurinn rothögg á þig. Er þetta ekki satt?" Hann kinkaði kolli. „Því miður hefur þú rétt fyr ir þér," svaraði hann kuldalega. „En ef ég fórnaði nú stöðu minni?" 'JlliTlp-l-J „Það gerir þú ekki. Svo heimskur ertu ekki. En ég skal gefa þér eitt tækjfæci *enn: Binda endi á samband þitt við dularfullu konuna næst þegar þið hittizt, — annars bind ég endi á samband okkar. Skilirðu það?" Hann hló, beizkum stuttara- legum hlátri. „Það verður ekki annað sagt en þú gangir hreint til verks." — n — „ÞETTA er í síðasta skipti," hugsaði hann, þegar hann stóð á horninu á Boulevard Mires- val. „Síðasta skiptið." f fanginu hélt hann á geysi- stórum vendi rauðra rósa. Framhald á bls. 4 Danski kóngurinn oif Kardlína Hin austurríska vændiskona, sem varð frilla Frioriks VI og danska ríkio greiddi stórfé í Iíf- eyri í 77 ár! FRIÐRIK SJÖTTI Danakon- ungur var árið 1814 kominn til Vínarborgar, til þess að reyna að bjarga því, sem bjargað varð, af hinu hrynjandi danska ein- veldi, eftir að Napoleon var sigraður. Ráðamenn þjóðanna voru seztir við samningaborðið, skipti áttu að fara fram meðal sigurvegaranna og samningar um stríðsbætur hinna. Flestir furstar og krónukrýnd ir höfðingjar álfunnar voru sam ankomnir á ráðstefnunni, en hinum þýzk-austurríska kansl- ara, Metternich, var ekkert um það gefið að farið væri að hnýs- ast gaumgæfilega í hin vel skipulögðu áform hans. Hann var slóttugur náungi og kom þvi nú svo fyrir, að hinum tignu gestum ráðstefnunnar yrði stungnir einskonar sveínþorni, gjálífi, svo að þeir fengju siður tima og löngun til að þrefa og þrasa um stjórnmálalegar samn ingsgerðir. í stuttu máli: Ráð- stefnan breyttist skjótt í dans- andi samkvæmi — og má segja, að dansinn hafi dunað óslitið í átta mánuði! Þegar svo er um hnútana bú- ið, falla menn auðveldlega í freistni. Að minnsta kosti var hinum tignu þjóðhöfðingjum kært að stytta sér stundir í hinni glaðværu Vínarborg þeirra tíma, — og Friðrik kon- ungur sjötti var þar engin und- antekning. Konungurinn hafði mikla gleði af því að umgangast al- þýðu borgarinnar og hann átti það til að vera á kreiki allan sólarhringinn og f erðast um sem óbreyttur borgari. Og svo bar það eitt sinn við á dansleik nokkrum, þar sem saman var komið f ólk af ýmsum stigum, aS

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.