Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.01.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 28.01.1972, Blaðsíða 3
NÝVIKUTIÐINDI hann kynntist Karólínu, ungri og lífsglaðri Vínarmey. Karólína var fríð, ljóshærð og glaðvær stúlka og hafði hún ekki orð á sér fyrir að vera meðal dygðugustu kvenna. En vegna fegurðar sinnar og frjáls- legrar túlkunar á sjötta boðorð- inu var hún eftirsótt samkvæm- ismey í gleðisölum Vínarborgar. Hún hafði vaxið upp úr örm- ustu fátækt til velsældar, án þess nokkrum — og allra sízt henni sjálfri — hefði nokkurn tíma til að hugar komið, að hún ætti eftir að verða konungleg ástmey. En örlögin eru- stundum ó- rannsakanleg,----og af tilviljun og þeir leiddir út í glaum og ástfanginn af henni eins og átj- konung, sem þegar í stað varð einni hitti hún hinn 46 ára Dana án ára unglingur. Já, svo ómótr stæðileg var hún í augum hans, að nokkrum dögum eftir sam- kvæmið, sem hann hafði hitt hana í, ákvað konungurinn að heimsækja hana, þar sem hún bjó. Heimsókn konungsins bar þó ekki beinlínis upp á heppilegan tíma. Karólína hafði nefnilega skömmu áður fengið heimsókn af nokkrum háværum og upp- vöðslusömum géstum, og keyrði svo um þverbak, að næturró fólks í nágrenninu var raskað. Þetta hafði þær afleiðingar, að kært var til yfirvaldanna, og ságt að einhver afbrýðisamur óvildarmaður Karólínu hafi staðið fyrir því. En hvernig svo sem í því hefur legið, þá var Karólína ákærð, en í þá daga hafði Vínarlögreglan ákveðnar hegningaraðferðir, þegar um léttúðardrósir borgarinnar var að ræða, — sem sé hýðingu á almannafæri. Vendinum sveifl- aði kraftalegt kvennaflagð, og- þó að unnt væri að draga úr" sárasta sviða svipuhögganna • með þv*Jáð lauma gullpening, j lófa kerlingarinnar áður en hýð ingin fór fram, var það eigi að síður hin mesta háðung' fyrir unga stúlku að vera hýdd ophiT berlega. t ! Og nú var Karólína komin á i skrá hjá lögreglunni meðali þeirra, sem áttu að taka út vand | arhögg, — og einmitt í sama! mund og konungurinn kom í| heimsókn til hennar, þrammaði | þjónn réttvísinnar inn í húsið, j þar sem hún bjó, og stefndi: henni til ráðhússins. Sennilega. hefur þessi laganna vörður ver- ið tillitslaus ruddi; annars myndi hann sjálfsagt hafa snú- ið við, er hann rakst á hirin rauðklædda kammerherra, sem hélt vörð úti fyrir íbúð Karó- línu. En það gerði þessi náungi ekki, heldur varpaði fram marg víslegum spurningum fram við kammerherrrann og ruddist svo inn til konungsins og Karó- línu. Það má rétt nærri geta, hvort ungfru Karólínu hafi ekki brugðið í brún, enda vissi hún hverju hún átti von á, en var alls ekki í því skapi að meðtaka hýðinguundir þessum kringum- stæðum. En nú kom henni vel vináttan við hinn tigna gest. Grátandi fleygði hún sér á kné fyrir framan konunginn. tjáði honum raunir sínar og bað hann að vernda sig. Og þó kon- ungurinn væri bæði undrandi og dálítið vandræðalegur út aí' þessum óvæntú tíðindum, þá sögðu brjóstgæðj hans til sin gagnvart þessum skjólstæðingi hans. Hann var fljótur að átta sig og ákvað að nota sér aðstöðu sína og vald til þess að ger- ast verndari stúlkunnar. Sendi- maður lögreglunnar fékk því þungar ákúrur og varð nú ljóst, hverjum hann stóð frammi fyr- ir,, svo að • auðmýktin ein varð honum efst í' huga. Það var brýnt fyrir honum að færa yf- irboðurúm sínum þau skilaboð, að eftir þetta nyti ungfrú Karó- lína konunglegrar verndar og enginn skyldi voga sér að skerða hár á höfði hennar, hvað þá heldur að hýða hana, enda væri konungi Danaveldis að mæta! Kanski hefur þessi atburður orðið til þess að kriýta þau Karólínu og konunginn enn ein- lægari og tryggari vináttubönd- um. Að minnsta kosti brá svo við, að eftir þetta hittust þau oft og sáust tíðum saman, og sögurnar um þau gengu greið- lega milli samkvæmissala borg- arinnar. Margir sagnritararfrá tímum Vínarráðstefnunnar hafa minnzt á samband konungsins við Karólínu. Til. dæmis segir einn frá því, að konungurinn hafi leigt herbergi hánda ást- mey sinni hjá hefðarfru einni í borginni. Þegar Karólínu bar svo þar að garði í 'fyrsta sinn hafi hinn hógværi dyravörður verið í nokkrum vafa um, hvort þetta væri gestur konungsins og spurt hana, hverja hann mætti kynna fyrir húsráðanda. Karólínu þótti sér misboðið með svo fávíslegri spurningu og svaraði með nokkrum þjósti: „Segið, að drottningin sé kom in!" Fullur lotningar gekk dyra- vörðurinn þá á fund hefðarfrú- arinnar, húsmóður-sinnar, með þessi tíðihdi. --'Langflestir af'hinum tignu gestum Vínarráðstefnunnar munu hafa átt í áþekkum ævin7 týrum og Friðrik konungur; Munurinn á honum og öðrum var einungis sá, að hann var svo óvenju einlægur og trúfást- ur í vinskap sínurii, ög þess vegna hafa sögusagnirnar um hann og Karólínu haldizt leng- ur á lofti. Þegar Friðrik sjötti yfirgaf Vínarborg, grét Karólína fögr- um tárum, en sem huggun og harmabætur fékk hún frá hin- um konunglega kassa 200Ö gyll- ini í árs lífeyri, fneðan hún lifði. Þetta var danska ríkinu dýrt ævintýri því að Karólína varð f jörgömul, og andaðist ekki fyrr en 1891, þá 95 ára að aldri, og hafði því notið lífeyrisins í 77 ár! — Þá var hinn konunglegi ástmaður hennar búinn að liggja 52 ár í gröf sinni, en Friðrik sjötti- andaðist 1839, og hafði þá verið konungur í 31 ár, en hann tók við konungdómi 1808; var fæddur 1768. Eftir Vínarráðstefnuna 1814 var líf- eyririnn til Karólínu fastur út- gjaldaliður á dönsku fjárlögun- um allt þar til hún lézt. En hvað varð svq um þessa nafntoguðu Karólínu, eftir að gestir Vínarráðstefnunnar hurfu hver til síns heima? Frá því hermir ekki saga. Frægð hennar er einungis bundin þess ari ráðstefnu og sambandi henn ar við Danakonung, og eftir 1815 er fátt um hana vitað, ann að en það, að hinn fasti árlegi lífeyrir er greiddur til hennar fyrir millgöngu danska sendi- ráðsins í Vín allt til ársins 1891 eins og áður getur. ¦»¦¦«¦«» KOMPAN Skattskýrslur. - Helmingur tekna. Sjónvarpið stendur sig! - Offset. Glaumbær. Þá er komið að því að fara að leggja við drengskap sinn i sambandi við skattskýrsluna. Mikill uggur er í landsmönnum útaf skattálögum næsta árs og er sagtað all-margir lendi illilega í nýju súp- unni. Að vísu ber ekki að draga i efa að þeir, sem hafa mjög lágar tekjur, fara betur út úr þessu árlega uppgjöri við hið opinbera en undanfarin ár — og er það sannarlega vel. En hinu má ekki gleyma, að það, sem lagt er til grundvallar, þegar tal- að. er um hátekjur hér á landi, eru upphæðir, sem í öðrum löndum, sem þykjast komin af vanþróunarstiginu, væru talin hlægileg árslaun ómennt- aðrar blókar. Venjuleg skrifstofublók í Bandaríkj- unum hefur, ekki minni árslaun en 10.000 dollara og þykir heldur skítt, en 11.000 dollarar sem eru að sjálfsögðu mjög algeng laun fyrir því sem næst venjuleg skrifstofustörf þar, jafngilda einni milljón íslenzkra króna. Hér á landi er ástandið hins vegar svq, að ,500,000 >krg.na ; árstekjur eru taldar vera hátekjur, og skattlagðar sem (slíkar. Ekki þarf að efast um þáð, að obb- inn af Islendingum hefur meiri ars- laun en það, hvort sem þeir nú geta stolið því undan skatti eða ekki. Allir vita að við núverandi verðlag i land- inu er rétt hægt fyrir venjulega fjöl- skyldu a skrimta af hálfri milljón, og er enginn afgangur af því. Hátekjur ætti ekki að kalla nein árs- laun, sem eru undir einni milljón. Hins vegar var það haft eftir hátt- setlum embættismanni hér í borg á árunum, að hann hefði haldið því blá- kalt fram, að ekki nema í mesta lagi helmingur af tekjum landsmanna kæmi fram á skattskýrslunum. Það væri ef til vill athugandi fyrir ríkisstjórnina, sem neitaði að tala við opinbera starfsmenn og hugsa það mál til enda, að opinberir starfsmenn eru sí og æ að borga skatta fyrir hinar og þessar stéttir þjóðfélagsins, sem geta i skjóli heimskulegra skattalaga og furðulegs mórals stolið stórfé árlega af samborgurunum með þessum hætti þegar hún gefst. Hver veit nema-það sé ekki seinnar vænná. 1 fyrsta lagi var það talsvert snagg- aralegt af sjónvarpinu að geta sjón- varpað jarðaför Friðriks IX. á dögun- um sama kvöldið og athöfnin átti.sér stað. ¦ ', Þetta sýnir glögglega, að eitthvert lífsmark er enn með starfsmönnum fréttastofunnar. Þá var þáttur Jónasar í „Adam" svo stórfyndinn að varla hcfur annað efni komið hlægilegra á skerminum frá upphafi þeirrar stofnunar. Lyftingamaðurinn var æðisgenginn. en þegar jóðlarinn tók til við iðju sína, nötruðu blokkirnar hérna í Breið- holtinu svoleiðis að talið var um tima að mælzt hefðu níu stig á Richter. Áfram með smérið Jónas! Allir biðu voða spenntir eftir þvi að blöðin kæmu i hinum nýja offsetbún- ingi, enda hafði verið lofað betri frá- gangi og útiltiu<aSvekkti<sé nútalað um- ><* f jölbreytnismöguleika i prcntun. Það má með sanni segjá, að þau Möðr^em áþennan .luitt eru nú prent- uð hafi ekki brugðizt vonum manna. Útlitið er mörgum sinnum betra ¦— og var sannarlega kominn tími til að bæta það. Þess vegna er vert að óska þeim blöðum, sem tekið hafa þessa ný- breytni upp, hjartanlega til hamingju ogóska þeim góðs gengis. Það er ekki oft, sem tækifæri gefst á því að hæla íslenzka sjónvarpinu- svo það er vist vissara að grípa gæsina Það má með sanni segja að til séu þau mál, sem æskulýðurinn í dag lætur til sin taka. Það kom Ijóslega fram, þegar boðað var til fundar í Háskólabiói um síðustu helgi. Loka varð húsinu löngu áður en fundurinn átti að hefjast,cn talið er að um 3000,manns hafi komizt þar inn í saHnn og anddyrið, en önnur þrjú hafi orðið frd að hverfa. Og hvert var svo baráttumál yngri kynslóðarinnar þessu sinni. Endurreisn Glaumbæjar ú- gamla staðnum. Og hvers vegna ekki? Staðurinn er kjörinn þar sem íbúð- arhverfi eru nokkru meiraen steinsnar frá húsinu. Þarna væri rakið að reisa nokkurs konar félagsheimili, sem þjónað gæti alls konar tilgangi. Og um að gera að hafa það svo stórt, að ekki væri saknæmt, þótt taldar yrðu útúr því fimmtán hundruð til tvöþús- und hræður! Sem sagt: Endurreisið Glaumbæ. i >•••>•¦ i

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.