Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.01.1972, Side 6

Ný vikutíðindi - 28.01.1972, Side 6
6 NÝ VIKUTÍÐINDI ☆ ☆ ☆ ☆ Eitt furðulegasta ævintýri seinni heimsstyrjaldarinnar ☆ ☆ ☆ ☆ LEITIN 'AÐ ALTMARK ÞAÐ VAR í desember 1939, sem tíðindin bárust um fyrstu stóru sjóorustuna í annarri heimsstyrjöldinni Hið risastóra orustuskip Þjóð- verjanna, Graf von Spee, sem hafði mánuðum saman herjað óhindrað á Atlantshafinu og sökkt brezkum verzlunarskip- um, lenti nú í orustu við þrjú lítil beitiskip, Exeter, Ajax og Achilles. Orustan var hörð og henni lauk svo, að risinn varð að leggja á flótta illa til reika og leitaði til hlutlausrar hafnar, Montevideo í Uruguay. — ★— ÞÝZKI skipstjórinn Langs- dorff, átti milli þess að velja að láta kyrrsetja skipið í Uru- guay, eða halda aftur til móts við fjendur sína, sem biðu fyrir utan höfnina, albúnir að taka upp aftur viðureignina þar seni frá var horfið, þrátt fyrir það þótt beitiskipin væru öll meira og minna löskuð. En skipshöfn Langsdorffs hafði fengið nóg af leiknum, hún neitaði að berjast lengur, og skipstjórinn fann þriðju leið- ina. Hann sigldi Graf von Spee út úr höfninni og þar sökkti hann skipinu með sprengju. Skömmu síðar gerðist það á hótelherbergi í Buenos Aires, að hann sveipaði sig gamla keisara fánanúm ög lósaði nazistáriá ’við' ómak með því að senda kúlu gegmnn höfuS sitt. — ★ — ÞETTA gæti litið út sem end- ir á kafla í veraldarsögunni, en fréttaþjónusta brezka flotans var ófáanleg til að fletta lengra fyrr en einhver vitneskja væri fyrir hendi um 300 brezka sjó- menn sem saknað var af skip- um þeim, sem Graf von Spee hafði sökkt. Menn vissu, að Langsdorff hafði fiskað upp flesta þá, sem lifðu, af skipum, er hann hafði sökkt, til þess að færa þá sem fanga til Þýzkalands. Menn vissu einnig, að enginn þessara manna var látinn í land áður en skipið fór þessa sína hinztu og óvirðulegu för. En á sinni löngu útivist um höfin hafði Graf von Spee verið séð fyrir vistum og eldsneyti af vopnuðu þýzku verzlunarskipi, Altmark að nafni, sem ferðaðist óhindrað um öll hlutlaus höf og hafnir, eins og vera bar um saklaust oliuskip. Þessir 300 fangar gætu auð- veldlega hafa verið fluttir yfir í Altmark, og brezki flotinn fékk nú skipun um að feita að skipinu og, ef mögulegt væri, taka skipið herskildi. En Atlantshafið er stórt, og í tvo mánuði tókst Altmark að læðast á milli hlutlausra hafna, en eftir því sem vissan jókst um það að skipið hefði 300 fanga innanborðs, urðu þeir færri, sem vildu leyfa því i höfn. Stjórnandi Altmarks, Dau skipstjóri, var ákveðinn í því að koma föngunum til Þýzkalands, þar sem þeir skyldu sýnast sem lifandi sönnun fyrir styrkleika Þriðja ríkisins, — svipað og þrælar aftan í sigurvögnum hinna fornu Rómverja. Og þar sem yfirvöld hinna hlutlausu hafna gátu krafizt þess, að fangarnir væru látnir lausir þá ákvað Dau að lokum að freista þess að komast heim, gegnum og framhjá leitarljós- um brezka flotans. HANN tók stefnuna til norð- urhafa, og á leiðinni málaði hann skrokk og yfirbyggingu í öðrum lit. Hann hafði einnig um borð fána allra þjóða og dró þá upp á víxl, ef hann kom auga á skip. Dau skipstjóri var harður í horn að taka á sjó og sennilega á landi líka. Hann var sanntrú- aður nazisti, hataði Eriglend- inga, þar sem hann hafði verið fangi í fyrra stríðinu, og gerði nú sitt bezta til að skapa hin- um brezku sjómönnum helvíti á jörðu. Altmark var, eins og áður er sagt, olíuskip, en nú hafði farm- inum í bókstaflegri merkingu verið breytt í menn, því þeir voru einmitt látnir hafast við þar sem olían hafði áður verið, það er að segja, þeim var kasað saman í einn olíugeyminn. Vegg iri háns og botn voru enn þaktir olíulagi, lyktin var óþolandi og þarna var engin aðstaða til neins konar þæginda. Fangarnir hófu sína kvala- fullu ferð í hitabeltisloftslagi, hálfkæfðir af heitu, eitruðu loftinu, og enduðu ferðina í heimsskautakulda, þar sem hinn stóri geymir varð fljót- lega eins og frystiklefi. Að vísu höfðu verið lögð gufurör í botn- inn á honum til að halda ná- kvæmu hitastigi á olíunni, en svo virtist sem Dau skipstjóri hefði sérstaka ánægju af að kvelja fanga sína, því jafnskjótt og skipið kom norður fyrir mið- baug lét hann loka fyrir guf- una. -★- f ALÞJÓÐASAMNINGUM, sem ætlaðir eru til að draga svolítið úr hörmungum styrj- alda, er svo fyrir mælt, að fang- ar skuli hafa ákveðinn matar- skammt daglega, en nazistar voru sem kunnugt er, sérfræð- ingar í að meðhöndla samninga eins og þeim hentaði bezt, Dau notfærði sér líka óspart alþjóða- samninga um rétt verzlunar- skipa til siglinga um hlutlaus svæði, en hann var ekki alveg eins nákvæmur á réttinum til handa föngunum, því viðurværi þeirra var slíkt, að þeir voru nærri hungurdauða. Matar- áhöld þekktust ekki, og þeir urðu að nota niðursuðudósir til að taka á móti skammti sínum af grautarskólpinu; en þeir fengu daglega einn lítra af þessu sulli, sem enginn gat fund ið úr hverju var búið til úr. í illþefjandi geyminum, þar sem olíustækjan brenndi háls- inn og eyðilagði slímhúðina, urðu þeir að hírast dag og nótt. Eina loftræstingin voru tvö smá-augu í loftinu, þar sem ein- hver af áhöfninni stóð vörð, vopnaður handsprengjum og vélbyssu. Dau var vel ljóst, að með- ferð hans á föngunum gat leitt til uppreisnar. Undir þessu vonlausa ástandi, færði Altmark sigurfarm sinn stöðugt nær föðurlandinu. Á- sýndum líktist skipið friðsömu kaupfari, blýgrátt á litinn, svo það væri líkast þeim brezku, enda hékk brezki fáninn oftast uppi. — ★ — ALTMRAK sigldi með fullri ferð á næturna, en læddist gæti- lega norður á bóginn á dag- inn. Dau vissi að það versta, sem gæti hent, væri að hann yrði tekinn til fanga af einhverj um, sem virti lögin og færi vel með hann. Það var til dæmis ekkert að óttast, þótt hann yrði skotinn niður fyrirvararlaust, jafnvel af þýzkum kafbát, vegna misskilnings. Ef það hins vegar kæmi fyrir, að á skipið yrði ráðizt, hafði hann gert ráð fyrir að sökkva því eins og Graf von Spee, — og þá auðvit- að ætlunin að láta farminn fara með. Þann 14. febrúar 1940 náði Altmark norsku ströndinni, og innan norskrar landhelgi taldi Dau sig úr allri hættu. Sigur- inn var öruggur, og skipshöfn- in dansaði af gleði. Hvað mundi verða úr brezka flotanum gagn- vart þeim þýzka, fyrst léttvopn- að kaupfar gat farið óáreitt allra sinna ferða? — En sá hlær bezt, sem síðast hlær. Dag einn barst brezku her- stjórninni svohljóðandi skýrsla frá flugforingja í könnunar- sveit: „Við lögðum af stað í dumb- ungsveðri og flugum blindandi fyrsta hluta leiðarinnar, en brátt birti upp með glampandi sólskini og 50 km. skyggni. Hafið við norsku strönd- ina var ísi lagt, en breiðar renn- ur voru víða í ísinn af völdum strauma eða ísbrjóta. Við héld- um norður með norsku strö-nd- inni utan landhelgi. Ég rannsak- aði hvern blett í sjónaukanum, og skyndilega kom ég auga á grátt skip með reykháfinn aftur á (en það var einkennandi fyrir Altmark), og var skipið að ýmsu leyti eins og við höfðum ímyndað okkur Altmark. Við flugum í átt til skipsins í 300 metra hæð og rannsökuðum það í kílómeters fjarlægð. Síð- an flugum við nær og lækkuð- um flugið, til að sjá það nánar. Ég reyndi að beina augunum að afturstefninu til að sjá nafnið, en við flugum svo hratt að staf- irnir dönsuðu fyrir augunum á mér. Ég bjóst eiginlega við að sjá norskt nafn, og rak því upp óp af gleði, þegar ég kom svo nærri, að ég gat greinilega lesið ALTMARK. Skipið var með norska fánann að hún. Öll áhöfnin hafði séð nafnið og það ríkti mikil ánægja. Við flugum yfir skipið þvert og endi langt, en sáum aðeins einn rna-nn á þilfarinu. Það var ekki skotið á okkur; og eftir að við höfðum tekið staðarákvörðun, héldum við heim á leið.“ ■ _★ — LÍTIL flotadeild fékk skipun um að sigla þegar á staðinn. Þeir komu þangað í glampandi sólskini, og Altmark beið ekki boðanna, heldur hvarf að bragði inn á hinn þrönga Jössing-fjörð, sem var ísi lagður, umkringdur háum fjöllum og var auk þess hlutlaus höfn. Hér reiknaði Dau e-kki með að Bretarnir þyrðu að ráðast á sig. Vian, stjórnandi flotadeildar- innar, tilkynnti flotastjórninni, hvernig málum væri háttað, og það með, að tvö norsk herskip lægju við fjarðarmynnið. Hann spurði hermálaráðu- neytið, þar sem Winston Churc- hill sat við stýrið, hvað ætti að gera, og svarið var stutt og ein- kennandi fyrir Churchill: „Farið og sækið þá!“ Þessi örlaþrungni atburður var framkvæmdur sömu nótt. Máninn klifraði á loft og settist í fremstu röð á svölum. Vian skipstjóri gaf mönnum sínum stuttar og ákveðnar skipanir, — minnsta skip flotadeildarinn- ar, Cossack, var sent inn í fjörð- inn, og ef eitthvað skyldi koma fyrir það, þá biðu hin fyrir ut- an. Turner sjóliðsforingi fékk í hendur stjórnina á hinum litla hóp, sem átti að ganga um borð í Altmark. . Hann valdi menn sína vandlega og vopnaði þá byssustingjum og rifflum, þótt allir væru sammála um, að höggsverð sjóræningja hæfðu betur. Menn fengu skipun um að skjóta ekki, nema þeim veitt mótspyrna, og þeim var bent á, að byssuskefti-n væru oft ágæt til að koma á ró og reglu. _★_ COSSACK stefndi nú inn í fjarðarmynnið, þar sem norsku orustuskipin kölluðu hann uppi. Vian skipstjóri svaraði og til- kynnti að fara ætti fram rann- sókn á Altrriark og þar af leiddi frelsun fanganna. Hann stað- hæfði, að alþjóðalög styddu kröfu hans. Norðmennirnir neit- uðu. Vian lagði þá til, að þeir rannsökuðu skipið í félagi, en fékk það svar, að skipið hefði verið rannsakað tvisvar, án þess að nokkur deili fyndust þess, að þar væru fangar um borð. Þessum viðræðum hefur síð- an verið neitað, og fangarnir staðhæfðu, að þar um borð hefði aldrei orðið vart norskra yfirvalda, enda gerðu þeir all- an þann hávaða, er þeir máttu, til að vekja á sér athygli, ef einhver skyldi koma nærri skip- inu. Þjóðverjarnir höfðu líka , svarað þessu með því að koma fyrir tímasprengju, með hó-tun- um um að sprengja skipið, á- samt föngunum, í loft upp.ef til þess kæmi að það yrði rannsak- að. Via-n skipstjóri bauð norska foringjanum að vera með í för- inn og fylgjast með aðgerðun- úlri. í fyrstu virtiát ,Hrinii'"aétia" að þiggja boðið, en við nánari íhugun ákvað hann að blanda áér ekki í svona viðkVsKritririál'." Svo sigldi Cossack inn fjörð- inn. Geislar kastaranna stung- ust eins og spjót gegnum nótt- ina og rákust á Altmark, þar sem skipið lá klemmt í ísnum. Byssuskytturnar sátu spennt- ar á sínum stöðum, og „sjóræn- ingja“-hópurinn stóð tilbúinn við öldustokkinn, — hvað myndi gerast? Möguleikarnir voru margir fyrir hendi. Alt- mark gat hafið skothríð strax, eða beðið þar til Cossack væri svo nærri, að nokkur skot gætu unnið óskaplegt tjón. Það var einnig mögulegt, að Þjóðverj- árnir yfirgæfu skipið. og sprengdu það í loft upp ásamt föngunum, þó það væri áhættu- samt fyrirtæki, þar sem ísinn mundi vafalaust halda skipinu uppi. — ★ — EN Altmark, sem þarna var króað eins og rotta í horni, gerði ekkert af þessu. Með allar vél- ar á fullri orku gerði Dau skip- stjóri tilraun til.að sigla Coss- ack niður. Það hafði líka næst- um tekizt, því það var mögu- leiki, sem Bretarnir höfðu ekki gert ráð fyrir. En árvökul skips- höfnin gat vikið undan hinum 12.000 tonna bálreiða hafri og meira en það. Skipstjórinn á Cossack notaði tækifærið um leið og hann vék undan. Hann vék ekki lengra en svo, að skipin lágu samhliða. Það hafa verið snör handtök. Hið þýzka skip var miklu tundurspillir- — Eins og grá vofa Iæddist olíuskipið norður á bóginn með dýrmætan farm, sem fjandmenn- irnir myndu einskis svífast til að ná í. — I dag var norski fáninn uppi, á morgun yrði Jjað sá brezki, og hinn daginn fáni þriðju þjóðarinnar, Jjví að flestir þjóðfánar fundust um borð, — en skipið var þýzkt . . . yrði hærra en brezki

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.