Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 11.02.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 11.02.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar Skipholti 46 (vesturgafl) Símar 26833 og 11640 (prentsmiðjan). Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjóðviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Hásetinn í hásætið Það hefur aldrei þótt gæfu legt að hafa tvo skipstjóra á sama skipinu. Skipstjóri er einræðislierra á sinni fleytu — annað hefur aldrei viðgengist, enda kynni það aldrei góðri lukku að stýra. Orðið einræðisherra lætur nú ekki vel í eyrum, en ein- ræðisstjórn hefur þó oft lán- ast vel. Það er hara ekki sama hver maðurinn er, sem um stjómartaumana heldur. Þegar de Gaulle fékk ein- ræðisvald í hálft ár í Frakk- landi, gat hann komið skipu lagi á ýmis aðkallandi mál, sem hinar veiku lýðræðis- stjórnir stjórnmálaflokk- anna höfðu ekki verið færar um, enda ríkti þar í landi alger upplausn á þeim tima. Og skelfing mun sagan gera lítið úr þeim herrum vestrænna lýðræðisþjóða, sem sömdu um skiptingu Ev- rópu við einræðisherrann Stalin, sem sýndi, þótt slæm- ur hafi verið, að hann gat vafið þeim um fingur sér. Sama lögmál gildir' hjá fyrirtækjum og jafnvel heim ilum. Þar hlýtur einn að verða að taka ákvarðanir og ráða, ef vel á að fara. Vald kvenna er að verða óheillavænlegt. Konan á að halda áfram að vera kona, móðir barnanna, heimilis- móðir, sem miðlar varma og ástúð. Hún á að standa við hlið mannsins síns í hlíðu og stríðu, styrkja hann i hvivetna, því þá stendur hún jafnframt styrkum fótum sjálf. Ilmsmurðar konur á borð við Kleopötru hafa löngum valdið ógæfu, enda láta kon- ur fremur stjórnast af til- finningum en karlmenn. Ríki skapast af styrk eins manns, en þau falla, ef hver höndin er upp á móti ann- arri. Hjónahönd endast, ef ann- ar aðilinn — venjulega karl- maðurinn — heldur um stjórnartaumana. Hann má samt gæta sín á þvi að sýna konunni ekki of mikið dekur af eintómri ást og eftirgangs semi. Hann má helst ekki rétta henni litla fingurinn, því þá tekur hún alla hönd- ina. Og þá er fjandinn laus. Þá er liásetinn kominn í hásætið! Þess vegna eru meðal ann- ars hinir tíðu hjónaskilnaðir nú á döguim. MONIKA Gleðisaga eftir Carl Rango KONIJR koma manni alltaf á óvart á einn eða annan hátt. Og ef til vill erum við karlmenn irnir mest hrifnir af þeim þess vegna. Um jólin verður mér alltaf hugsað til þeirrar konu, sem komið hefur mér mest á óvart um æfina. Hún heitir Monika Symre. í hvert skipti, sem ég hitti hana, kom hún mér á ó- vart, en allar mínar minningar um hana hafa yfir sér jólablæ, blátt áfram af þeirri einföldu ástæðu, að ég heimsótti ávallt foreldra hennar um jólin. Foreldrar hennar, Walter og Sonja Symre eru meðal beztu vina minna og ég var æfinlega gestur þeirra um jólin, þegar ég var staddur í Kaupmanna- höfn. Ég var aðeins tuttugu og tveggja ára þegar ég sá Moniku í fyrsta skipti. Já, og í það skipti var nú reyndar ekki mikið að sjá, því að Monika var þá ná- kvæmlega eins árs gömul, og við karlmennirnir sjáum ekki mikið við eins árs stúlkubarn, að minnsta kosti ekki þegar við erum tuttugu og tveggja. Er við höfðum borðað jóla- matinn sagði frá Sonja, að ég mætti ganga með sér upp í svefnherbergið og líta á Mon- iku. Hún lá í vöggunni sinni og beit í að^a stóru tána á sér, og það er nokkuð, sem hún gæti áreiðanlega ekki gert nú. Ég starði á Moniku, og Monika starði á mig. Við uppgötvuðum eiginlega hvort annað. Henni virtist ég víst vera skrítinn ná- ungi, því að hún horfði á mig stórum undrandi augum. Svo tók móðir hennar hana upp úr vöggunni og sagði mér að halda á henni, á meðan hún lagaði um hana. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hélt á Moniku í fangi mínu, og strax á þessum aldri kom hún mér á óvart. Henni líkaði auðsjáanlega illa að vera rifin þannig upp, og þess vegna vætti hún mig allan, en síðan fór hún að há-gráta. „Það er auðséð, að þú kannt. alls ekki að umgangast konur,“ sagði faðir hennar. „Það verður að fara mjög varlega að þeim fyrst í stað.“ Ég fór allur hjá mér, er ég reyndi að þerra fötin mín með vasaklút; þannig er maður á þessum aldri. Þetta voru sem sagt mín fyrstu kynni mín af Moniku. Næst bar fundum okkar sam- an tíu árum síðar. Þá var ég orðinn þrjátíu og tveggja ára, og Monika ellefu. Einnig í þetta skipti störðum við með undr- unarsvip hvort á annað. Mon- ika var allra laglegasta telpa með hörgult hár og falleg blá augu. Hún var fremur grann- vaxin og því rengluleg, og svo kallaði hún mig frænda. Manni finnst maður vera orðinn skrambi gamall, þegar farið er að kalla mann frænda, aðeins þrjátíu og tveggja. Ég tók á mig jólasveinsgerfi til að reyna að skemmta henni, en það mistókst herfilega. „Þessi jólasveinasiður er heimskulegur,“ sagði hún, þeg- ar ég kom inn. „Já, en þetta er „alvöru“- jólasveinn," sagði pabbi hennar. „Það er bara fullorðna fólkið, sem trúir á slíkt,“ sagði Mon- ika. „Tja, þessi nútíma æska,“ sagði ég og leit á móður Mon- iku, sem mér fannst ótrúlega falleg. Hún var ljóshærð og blá- eygð og ungleg. Stuttu síðar þurfti faðir Mon- iku að bregða sér að heiman og vitja sjúklinga sinna. Hann var spítalalæknir. Ég settist þá við hliðina á frú Sonju í sófann, og Monika settist gegnt okkur á stól og horfði á okkur. „Þú ættir að fara að hátta, Monika mín,“ sagði mamma hennar. „Ég er ekki syfjuð,“ sagði Monika. „Pabbi sagði að ég mætti vera á fótum, þangað til hann kæmi heim,“ svaraði Monika ákveðin. f það skipti leizt mér ekkert vel] á Moniku. Mér leizt miklu bet- ur á móður hennar. Ég vissi, að mamma Moniku þurfti ýmislegt að segja mér. Og ég átti margt ótalað við hana, en auðvitað gátum við ekkert sagt meðan Monika var nær- stödd. Að lokum sofnaði hún í stóln- um og ég bar hana í fanginu upp í herbergi hennar. Þegar ég lagði hana út af í rúmið, opnaði hún augun; hún var þá samt glaðvakandi. „En hvað það er dásamlegt að láta bera sig í fanginu," sagði hún. Ég starði undrandi á hana. Hún kom mér sannarlega á ó- vart. „Ég er miklu léttari heldur en mamma,“ sagði hún og horfði glettnislega á mig. Ég sagði Sonju frá þessu, þegar ég kom aftur niður í stof- una. „Ég er stundum alveg undr- andi á henni,“ sagði hún. Andartaki síðar kom faðr Moniku heim. ÞAÐ liðu fjórtán ár áður en ég sá Moniku næst. Ég hafði dvalið utanlands allan þennan tíma og aðeins skrifað vinum mínum endrum og eins, eins og gengur. Ég hringdi til Walters Symre vinar míns jafnskjótt og ég hafði komið mér fyrir í gisti- húsi, og bauð hann mér strax í heimsókn ein og vant var. Þetta var á jóladag. Ég kom fremur seint í heim- boðið, og þegar ég kom, var hús- ið fullt af gestum. Það var mest allt ungt fólk, svo að mér fannst ég vera hálfgerður öldungur, enda þótt ég væri aðeins fjöru- tíu og sex. Það var verið að dansa. Walter og Sonja hafa ekkert breytzt, hugsaði ég. Ef til var Walter svolítið þreytulegur, en það er ekki óalgengt um lækna. Ég heilsaði þeim hjónunum, en grammófónninn glumdi án af- Gullfoss feróir 1972 KYNNIÐ YÐUR FERÐATILHÖGUN. PANTIÐ FARMIÐA YÐAR TÍMANLEGA. Ferðaáœtlun rns Gullfoss 1972 H.E EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS Sendið þessa úrklippu og þe'r fáið senda j Feróaáætíun mis Gulffoss FARÞEGADEILD | ^_________________________ PÖSTHÚSSTRÆTI 2 - SlMl 21460 | Heimilí _______________________ I---------------------------- „Monika hefir boðið til sín nokkrum kunningjum í kvöld,“ sagði frú Sonja. „Það er mjög skiljanlegt,“ svaraði ég. „Hún hlýtur að vera orðin fullvaxta núna.“ „Já, hún er tuttugu og fimm í dag,“ sagði Walter. Við gengum inn í hina stof- una og horfðum á dansinn. Þarna var glæsilegur hópur, glaðra og ánægjulegra ung- menna í samkvæmisklæðnaði. Monika kom til mín. „Sæll, frændi," sagði hún. Ég verð að viðurkenna það, að ég varð djúpt snortinn af feg- urð hennar. Þarna stóð skyndi- lega frammi fyrir mér fullvaxta dama í bláum samkvæmiskjól alsettum hvítum perlum. Axlir hennar og handleggir voru nakt ir og bakið að miklu leyti. Barmurinn var hvelfdur. Hárið mikið og fagurt, mjög ljóst. „Þú ert sannarlega orðin full komin dama, Monika,“ sagði ég. Hún hló glaðlega. „Og frændi er orðinn bæði virðulegur og glæsilegur,“ sagði hún. „Ég hefi alltaf haft dálæti á þeim, sem farnir eru að grána í vöngum. Því miður verður pabbi ekkert gráhærður, hann missir bara hárið.“ „Jæja, hvernig lízt þér á hana?“ spurði Sonja. „Mér finnst ég sj§Hofsjóhir,“ svaraði ég. Monika leit tviræðu augna- ráði til móður sinnar. Svo tók hún undir handlegg mér. „Nú kemur tangó.“ sagði hún, „eigum við að dansa?“ Ég dansaði við hana. Hún var létt, sem fjöður í fangi mínu og er ég snart nakið bak hennar, var sem færi um mig rafmagns- straumur. Hún var sannarlega töfrandi fögur. Hún leit beint í augu mér, eins og ögrandi. „Má ég þúa þig?“ spurði hún Ég kinkaði kolli. „Þú talar þannig, að maður gæti haldið að þú værir gamal- dags, — frændi!“ „Og þú — þú ert alveg full- kominn fulltrúi nýja tímans — ekki satt?“ Hún yppti öxlum, lokaði aug- unum andartak, en svo leit hún aftur á mig. „Manstu, þegar þú varst hér síðast?“ spurði hún. „Það eru víst fjórtán ár síðan, er það ekki? Þú barst mig upp í herbergið mitt og lagðir mig í rúmið, mannstu það?“ Ég gat ekki stillt mig um að hlæja. „Þú hefir afburða gott minni.“ Hún strauk með bendifingri yfir kinnina á mér. „Þú vildir losna við mig þá,“ sagði hún. „Ekki minnist ég þess,“ svar- aði ég. „O — þú manst það víst. Pabbi fór á spítalann, og þú sazt við hliðina á mömmu í sófan- um.“ „Nú — og hvað svo?“ Hún pírði augun. „Hvað skyldi hafa gerzt, ef ég hefði hlýtt því að fara strax

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.