Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 11.02.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 11.02.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKWÍÐINDI Eirðarlan§a fegurðardrottningin Morðið á ljóshærðu fegurðardrottningunni vakti feikna athygli á sínum tíma, — og ekki minnkaði áhugi almennings á málinu, þegar staðreyndirnar fóru að koma í ljós... ÞAÐ VAR komið fram undir miðnætti þessa septembernótt 1962, þegar hin forkunnarfagra eiginkona, Christine Holford, kom heim að húsinu við Drottn- ingartorg 1 enska baðstrandar- bænum Brighton. Á neðstu hæð hússins var næturklúbburinn „Bláa Fjólan“ en á tveim næstu hæðunum fyrir ofan hafði hún — fegurðardrottningin fyrrver- andi — heimili sitt, og hafði búið þar í tvö ár, eða síðan hún giftist eiganda næturklúbbsins, Harvey Holford. Christine var tuttugu og eins árs, með platínu ljóst hár, og svo fagurlega vax- in, að allir karlmenn fundu hjá sér hvöt til að nema stað-ar og horfa á eftir henni, þegar hún gekk eftir götunni. Þetta kvöld h-afði ótemjandi óróleikinn rekið Christine inn á hvern næturklúbbinn af öðrum, og nú loksins var hún komin að Fjólunni. Eiginmaður hennar sat inni -í hálfrökkrinu- og var á tali við nokkra kunningja sína. Hann var myndarlegur maður, hálffertugur, en alskegg- ið gerði hann talsvert ellilegri. Þegar hann sá Christine koma inn, reis hann á fætur og sneri sér að stjórnanda næturklúbbs- ins: — Sjáðu um að starfsfólkið ónáði mig ekki næstu klukku- stundirnar. Ég verð að tala við eiginkonu mína, sagði hann. Síðan tók hann blíðlega undir handlegg Christine, og þau gengú saman upp á loft. FORSTÖÐUMAÐURINN gekk út á götuna til að svipast um eftir barnfóstrunni Antheu. Kunningi hennar hafði komið tveim klukkustundum áður og sótt hana, og hafði hún sagt forstöðumanninum, að hann myndi geta haft samband við hana í grendinni, ef hennar væri einhver þörf inni. Hann kom brátt auga á An- theu, þar sem hún sat inni í gömlum bíl, ásamt kunningja sínum, ungum pilti. Forstöðu- maðurinn rétti henni brosandi smápeninga og sagði: — Þið ættuð bara að fara og fá ykkur kaffisopa, og það ætti ekkert að saka, þótt þið væruð allt upp í tvo klukku- tíma að því, vegna þess að Hol- ford-hjónin óska ekki eftir að verða fyrir neinu ónæði. Anthea stakk peningunum í kápuvasa sinn, meðan pilturinn setti vélina af stað, en forstöðu- maðurinn gekk aftur inn í næt- urklúbbinn. Antheu var sízt á móti skapi að þurfa ekki bráðlega að koma heim aftur, svo að klukkan var orðin hálf-þrjú, þegar hún kom aftur að næturklúbbnum og gekk upp stigann upp í einka- íbúðina. íbúðin var á tveim hæðum. Á næstu hæðinni fyrir ofan næt urklúbbinn voru aðeins stofur og eldhús, en á efstu hæðinni svefnherbergi og bað. Herbergi Antheu var út af fyrir sig, á neðri hæðinni, út að forstofu- ganginum. Meðan hún var að klæða sig úr kápunni, veitti hún því eftirtekt, að dyrnar inn í eldhúsið voru opnar, svo að hún fór þangað til að loka hurð- inni. En í sama vetfangi veitti hún eftirtekt platínuljósum hár- brúsknum, sem lá á gólfinu. Hún hikaði við, áður en hún tók'hái'ið úþp. Henúr tif mestu undrunar reyndist þetta vera hárkolla. ^ x r .— ,.,r .r 0 ^,-i — • — HÁRKOLLAN hlaut að vera af frúnni, húsmóður hennar, og Anthea starði furðu lostin á fyrirbrigðið. Það hafði aldrei hvarflað að henni, að húsmóðir hennar, fyrrverandi fegurðar- drottning; gæti gengið með gerfihár. Hún ætlaði að snara hárkollunni frá sér á borðið, þegar hún fann, að sum hárin voru klístrug. Er hún gáði bet- ur að, sá hún blóðið. Anthea henti hárkollunni frá sér, eins og hún hefði brennt sig, og hljóp út í forstofuna. Þar stóð hún grafkyrr og lagði við eyrun, en ekkert hljóð heyrð ist. Loks herti hún upp hugann. Ofurvarlega læddist hún á tán- um upp stigann, sem lá til svefn herbergja húsbænda hennar. Gegnum svefnherbergishurðina bárust rólegar, reglubundnar hrotur. Það gat þá ekkert hafa komið fyrir eftir allt. Rólegri í skapi laumaðist Anthea aftur niður stigann; slökkti ljósið og fór inn í herbergi sitt. Innan stundar var hún fallin í fasta- svefn. UM ÞAÐ bil hálfri klukku- stund síðar, eða klukkan tíu mínútur yfir þrjú, kom frú Hol- ford, móðir næturklúbbseigand- ans, inn í íbúðina. Hún hafði í fjarveru sonar síns tekið sjálf á móti gestunum, og stundar- korni áður fylgt þeim síðustu til dyra. Hún hugðist sömuleiðis loka eldhúshurðinni, sem ennþá var opin, af því skelkurinn hafði látið Antheu stengleyma hurð- inni. Þegar hún kom auga á flekk- aða hárkolluna, þekkti hún strax, að þarna var hárkolla tengdadóttur hennar. Gripin skelfingu, sem nálgaðist ofsa- hræðslu, æddi hún inn í setu- stofuna og hringdi á lögregluna. Nokkrum mínútum síðar komu tveir lögreglumenn á vettvang. Þegar þeir höfðu skimað um, fóru þeir að dyrunum á svefn- herbergi Holfords-hjónanna, og knúðu dyra. Ekkert svar. Stundarkorn hlustuðu þeir á reglubundnar hroturnar, sem bárust innanfrá, börðu svo tvisvar enn, en þegar enginn svaraði, brutu þeir hurðina upp. — O — í DAUFUM bjarmanum frá gulum svefnlampanum, sáu þeir silkiklædda konu, sem hvíldi í fanginu á karlmanni. Hann var steinsofandi og dró andann þungt, en jafnvel í svefninum þrýsti hann eiginkonu sinni að sér. Christine Holford var dáin, og höfuð hennar var aðeins hul- ið óreglulegu klipptu platínu- ljósu hári. Á gagnauganu var hún með skotsár, og á hvítri blússunni mátti sjá blóðflekki. Tengdamóðir hennar rak upp tryllingslegt skelfingaróp og þrýsti báðum höndunum upp að munni sér. Annar lögreglu- maðurinn spurði: — Hver eru þau? Hún átti erfitt með að stama fram svarinu: — Þetta er sonur minn, og eiginkona hans, Christine. Lögreglumennirnir sáu til þess, að látna fegurðardrottn- ingin með stallklipta hárið, væri þegar í stað flutt í krufningar- stofu hins opinbera, og Harvey Holford, sem ógerlegt reyndist að vekja af svefni sínum, kæm- ist í sjúkrahús .. . LÆKNARNIR voru ekki lengi að sjá, að hann myndi hafa tekið inn hættulega stóran skammt af svefntöflum, en tókst samt sem áður að bjarga lífi hans. Engu að síður liðu tveir dagar, áður en hann komst til meðvitundar, og þá var hann ekkert á því að leysa frá skjóð- unni. Hann hélt því statt og stöðugt fram, að hann myndi ekkert — annað en það, að hann hefði um all-langt skeið átt forláta skammbyssu með sérstökum hljóðdeyfisbúnaði. Það var Marshall yfirlögregluþjónn, sem annaðist yfirheyrslurnar, og hann var engan veginn ánægður með slíkt svar. Hann hristi höfuðið og sagði: — Segið mér nú, hvað gerðist í raun og veru. Harvey Holford hugsaði sig lengi um. Loks sagði hann: — Já, ég ætla að gera játn- ingu — fáránlegustu játningu, sem þér hafið nokkurn tíma heyrt.... ÞEGAR Christine gekk að eiga næturklúbbseigandann Har vey Holford, var hún nítján ára að aldri og hafði unnið þó nokkrar fegurðarsamkeppnir. Þar af leiðandi var nafn hennar orðið þekkt. Christine var ekk- ert pelabarn lengur, og hún vissi mætavel, hversu mikið heimskona getur leyft sér að vagga mjöðmunum. Henni var sömuleiðis sú list lagin að geta sett upp einlæglegasta telpubros í hvert skipti, sem myndavél var beint að henni, og þetta var nokkuð, sem Ijósmyndurum fannst ekki lítið til um. Harvey Holford var dökk- hærður spilagosi með dökkt al- skegg, þrjátíu og þriggja ára að aldri, og harla kunnugur hinu „Ijúfa lífi“. í augum stúlku eins og Christine var hann ímynd þess manns, sem eftirsóknarvert var að láta sjá sig úti með. Hann var þekktur, myndarleg- ur, snyrtilegur og alls staðar kærkominn. Það var spennandi að umgangast hann, spennandi að dansa við hann, fara með honum á tízkusýningar, eða bruna yfir haffiötinn með hon- um í flotta hraðbátnum hans. Harvey hafði líka tíma til að gefa sig að Christine, því að fyrirtæki hans gekk prýðilega án hans nærveru. Erfiðið hvíldi á herðum móður hans, forstöðu- manni klúbbsins og nokkrum öðrum. í þeirra hópi verður að teljast barþjónninn Vilisar, myndarlegur Svisslendingur, er hristi vínblöndur af og til fyrir frú Holford uppi í íbúð hennar — einsamla. Var það henni mjög að skapi. Til að byrja með sá maður hennar ekkert athugavert við þetta, því að hann var ham- ingjusamur hjá Christine sinni, og áður en langt um leið fædd- ist dóttirin Karen CHRISTINE hafði mikið yndi að leika sér að hvítvoðungnum, en það daglega amstur, sem því fylgdi að eiga kornabarn, eftirlét hún tengdamóður sinni með óblandinni ánægju. Síðar var Valerie Hatcher ráðin barn- fóstra. Hún var lífsglöð stúlka, nítján ára, ljóshærð, með hvítar tennur; þrýstnar varir og spé- koppa í vöngum. í rauninni var hún hár- greiðslustúlka, og iðulega greiddi hún hár Christine svo glæsilega, að þær ljóskurnar tvær voru himinlifandi yfir ár- angrinum, en það voru ekki nema nokkrar vikur, sem Val- erie entist til að vera barn- fóstra. Áður en hún hætti starf- inu hafði henni samt heppnazt að sannfæra húsmóðyr sína um, að það myndi vera reglulega góð skemmtun að því fyrir þæi að skreppa í skempajá£örðilyfir til Frakklands. Nú var svo, að Christine fannst sömuleiðis veran í þess- um gamaldags baðstrandarbæ, heldur leiðinleg, þegar til lengd- ar lét. Hún hafði sömuleiðis heyrt ærið spennandi lýsingar á lífinu í París, og nú var bar- þjónninn Vilisar ekki lengur starfandi í klúbbnum, svo að hann gæti satt útþrá hennar með frásögnum sínum. En sá herramaður hafði þann 1. júlí það sama ár yfirgefið starf sitt, fyrir eindregin til- mæli Harveys Holfords — og hafði að líkindum farið til Par- ísar. CHRISTINE ræddi málið við eiginmanninn, og Harvey sagði við sjálfan sig, að úr því að maður væri giftur fegurðar- drottningu á annað borð, þá yrði maður að geta boðið henni upp á eitthvað. Hann gaf henni 280 sterlingspund — og óskaði henni góðrar ferðar! Christine flýtti sér að senda bréfkort, setti allt sitt hafurtask niður í töskur, og strax daginn eftir hélt hún yfir sundið ásamt vinkonu sinni, Valerie, en stúlk- an Anthea var fengin til að ann ast Karen litlu. Bréfkortið komst í tæka tíð til Vilisar, og Svisslendingurinn myndarlegi stóð á brautarpallin um í París, þegar þær komu þangað, og veifaði í ákafa. Hann tók á stundinni að sér leiðsögu- mannshlutverkið, og hélt með þær umsvifalaust til San Remo,

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.