Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 18.02.1972, Page 3

Ný vikutíðindi - 18.02.1972, Page 3
NY VIKUTIÐINDI 3 Við þeirri spurningu var ekk- ert svar fáanlegt. Svo að hún gekk fram í eld- húsið til að hita kaffið. Það var ekki um neitt að gera. Dahl verkfræðingur vaknaði í rúmi sínu í næsta húsi við það, að konan hans kyssti hann á kinnina. — Elskan, sagði hún, hvenær í ósköpunum komst þú eigin- lega heim í nótt? Hann leit á hana. — Það er kvenmannslykt af þér, einhvers konar, elskan __ — Hræðilegt, sagði Dahl verk fræðingur af mikilli varkárni. Eiginkona hans hló við, og síðan fór hún fram í eldhús til að hita kaffisopa, alveg eins og frú Flint í næsta húsi. Svo var ekki meir um það talað. Dagurinn leið eins og venjulega. íbúarnir í raðhúsun- um drukku kaffið sitt og flýttu sér í vinnuna. Um kvöldið komu þeir aftur heim til að snæða kvöldverð. Það var allt og sumt. VIKU síðar eða svo steig Dahl verkfræðingur upp í sporvagn- inn á leið sinni inn í borgina. Hann var naumast seztur, þeg- ar hann uppgötvaði, að hann sat andspænis engri annarri en frú Agnesi Flint. Hún brosti. Hann komst ekki hjá því að gera slíkt hið sama. — Jæja, svo að þér eruð að fara í borgina svona snemma, frú Flint, sagði hann. — Já, yðar vegna komst ég ekki hjá því. — Mín vegna? — Ég varð að fá tækifæri til að tala við yður. Hann beit í vörina á sér. — Ég skil yður ekki almenni- légúý sa'gðf' hann. — Það voruð þér, ekki satt? sagði hún og leit beint inn í áugil KansJ.1~1 Dahl verkfræðingur roðnaði lítillega. — Já, sagði hann, ég — ég — mér þykir reglulega fyrir þessu, frú Flint, en ég fór húsa- villt, sjáið þér til. Ég var nokk- uð seint á ferðinni, og þessi bannsettu raðhús eru svo lík hvert öðru, alveg eins, að heita má, svo gekk lykillinn minn að skránni hjá yður. Ég fór inn — og —og —. Hún skaut neðri vörinni fram: — Þér voruð stórkostlegur, Dahl, sagði hún. Hann roðnaði enn einu sinni við tilhugsunina um það, hversu stórkostlegur hann myndi hafa getað verið. Vagninn stanzaði. Hún lagði höndina á handlegg hans. — Maðurinn minn verður að heiman alla þessa viku, sagði hún. Og lykillinn yðar gengur að dyrunum hjá mér. Þér eruð afar velkominn í heimsókn Dahl. Hann leit inn í djúp og blá augu hennar, jafnframt því sem hann rifjaði enn einu sinni upp hinn unaðslega fund þeirra. — Ég — ég lofa — að koma, sagði hann loks. Hún hló við. — Og ég lofa að vera heima, sagði hún. EFTIR viku, þegar Dahl verk- fræðingur hafði stundað nætur- vinnu á hverju einasta kvöldi, sagði konan hans loks: — Furðulegt, stórfurðulegt, elskan mín. — Hvað er svona furðulegt? — Það er kvenmannslykt af þér góði minn .... Nú, það er ekki svo furðu- legt, hugsaði hann með sér, þeg ar ég er búinn að samrekkja öðru eins eldfjalli og frú Flint er í heila viku. í raun og veru var hann farinn að hlakka til þess, að sölumaðurinn færi að koma heim. Hann skyldi verða fyrstur til að fagna honum. Hann var sjálfur sannarlega | hvíldar þurfi. ,mJWmmmVmVmVm,Wm'WWm’WJVWWmV4WWWinfV^^W* KOMPAN 13 krónu gjald. - Útsölur. Listamannalaun. - Bingo. - Símaþjónusta. Samkvæmt áskorunum frá f erðaskrifstofum, sem birta nú uglýsingar um ferðir til sólarlanda um háveturinn hér á orðurlijara veraldar, birtum við þessa mynd. Það mun almennt vera álilið að ekki ség hægt að græða á öðru meira en að vera apótekari. Lyfjafræðingar sleikja ógurlega út- um, ef þeir frétta að apótek sé að losna, eða þá ef til stendur að stofna nýtt apó- tek, sérstaklega hér á höfuðborgar- svæðinu. Sannleikurinn er sá, að lyfsala er nú orðið ekkert annað en venjuleg smásöluverzlun. Sá tími er liðinn, að apótekarar búi til þau lyf, sem læknar benda á með lyfseðlum. Undir lang- flestum tilfellum er um að ræða lyf, sem hingað eru flutt erlendis frá, og er þá hlutverk apótekarans að láta ein- hvern stelpukrakka telja pillurnar of- on i glas, ef þái er ekki búið að gera það þegar lyfið kemur tit landsins. Það gerir kannske ekki ýkja mikið til, þótt lyfsalar græði á tá og fingri, en ýmsum finnst það talsverður nagla- skapur, að þeir skuli leyfa sér að taka umframgjald fyrir þau lyf, sem pönt- uð eru símleiðis. Apótekin eru þó ekki nema bara verzlanir, sem liöndla með vissa vörutegund, og ættu apótekarar að sýna þá sjálfsogðú þjonustu áð taka niður lyfseðla endurgjaldslaust. Gjaldið, sem þeir taka núna, eru þrettán krónur á lyfseðil; og almenn- ingi þykir lyf alveg nógu dýr, þótt þess- ari gömlu ólánstölu sé ekki bætt á verðið. Að undanförnu hefur verið mikið um útsölur í höfuðstaðnum, og það má með sanni segja að fólki blöskri, hve gífurlega er hægt að slá af hinum ýmsu vörutegundum. Algengt er að sex þúsund krónur séu slegnar af yfirhöfnum eins og frökk- um, og fer ekki hjá því að fólk fari að hugleiða, hve gífurlega hin upphaf- lega álagning hafi verið mikið. Annars er ef til vill vert að spyrja, hvort ekki séu vissar reglur um útsöl- ur. Sannteikurinn er nefnilega sá, að sumar verzlanir virðast vera með út- sölur altan ársins hring, en það er eins og oss minni, að útsölur megi ekki vera í verzlunum nema einu sinni á ári og þá bara í nokkra daga. Það var fróðlegt, að ekki nema einn hinna svokölluðu listamanna, sem hlutu náð fyrir augum úthlutunar- nefndar listamannalauna, sá ástæðu til að hafna þessu fáránlega kjaftbita. Heitir sá Jón Ásgeirsson, og gaf hann yfirlýsingu þess efnis, að það væri fyrir neðan virðingu sína og til vansæmdar að taka þátt i slíkum skrípaleik og út- hlutun listamannalauna er. Það vekur talsverða athygli, að all- mörg nöfn þeirra, sem þessa sposlu hljóta, eru síður en svo kunn, en hins vegar getur að líta á lista þessum nöfn ýmissa manna, sem ekki er vitað til að hafi listsköpun að aðalstarfi, held- ur eru menn í góðum embættum með hátar tekjur, menn eins og tónlistar- stjóri Ríkisútvarpsins, framkvæmda- stjóri skemmtideildar sjónvarpsins og svona mætti lengi telja. Skrípaleikurinn með listamanna- launin er orðinn einum of hjákátlegur. RingA ,er tqlsvert vinsæl skemmtun hérlendis, og er í sjálfu sér ekkert við því að segja. Þó er eins og okkur minni að bann- að sé að hafa peningaverðlaun í spili þessu, en það er vafalaust misminni. Allavega brostu margir, þegar eftir- farandi auglýsing birlist í dagblöðun- um: „Risabingó í Súlnasal Ilótel Sögu á morgun“ — og undirskriftin var „Kvennadeild Karlakórs Reykjavík- ur“! Já, það er margt skrýtið í kýrhausn- um. Símaþjónustan hjá ýmsum fyrir- tækjum hér í borg er svo fyrir neðan allar hellur að til stórvansa er. IJér skulu ekki nefnd nöfn neinna einstakra fyrirtækja, en af nógu er að taka. Þyrftu símastúlkur stórra fyrir- tækja að fara á sérstakt námskeið, áð- ur en þeim er hleypt að símaborðinu, engu síður en flugfreyjur eru skólaðar, áður en þær taka lil starfa. Það er með öllu óskiljanlegt, að ekki skuli vera hægt að ná sambandi við opinberar skrifstofur, eins og Stjórn- arráðið eða Sjónvarpið, einfaldlega af því að ekki er svarað á skrifstofutíma. ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.