Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 18.02.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 18.02.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI Aðeins fyrir karlmenn „Stundum furða ég mig, af hverju ég eyði svo miklum tíma í að punta mig!“ GÍTARKENNSLA GUNNAR H. JONSSQN SÍMI 2 58 28 Kaupsýslutíðind Sími 26833 „Sonnr yðar er sko ekkert leikfang að passa, frú, af ekki eldri dreng en tólf ára gömlum að vera ...“ Framhald af bls. 1 Við söguna má svo bæta því við, að eftir að bílstjór- inn fór að aka bílnum eftir viðgerðina, var hann pant- aður að liúsi nokkru, en það an kom enginn, heldur stukku lögregluþjónar út úr bíl, er stóð þar rétt lijá, þar á meðal sá er klessukeyrt hafði bilinn, og gerðu vín- Ieit hjá 'honum! Þetta er furðuleg saga, sem vekur ýmsar spurning- ar í brjósti manna. Hver ber ábyrgð á svona vinnubrögðum ? Þurfa þessir lögregluþjón- ar ekkert að svara til saka vegna svona glapræðis? Á að borga slík embættis- afglöp af almannafé, án nokkurra skýringa? Hvers vegna mátti bilstjór inn ekki aka sínum bíl á lögreglustöðina sjálfur með lögregluþjón í framsætinu? ITvaða vald hafði lögregl- an til að taka peningaveski og bíllykla af ódrukknum bílstjóra, sem ekkert hafði til saka unnið? Við þessum spurningum væri fróðlegt að fá svör. Að lokum má benda lög- reglunni á það, að ofsóknir hennar á liendur leigubil- stjórum eru vægast sagt ó- heppilegar, þvi milli þessara stétta ætti að skapast sam- vinna, ekki óvinátta. Leigbílstjórar eru á ferð- inni allan sólarhringinn og liafa flestir talstöð. Kemur oft fyrir að þeir noti hana til að láta lögregluna vita, ef þeir á ferðum sinum verða varir við innbrot, slys eða annað því um líkt. Ótaldir munu líka þeir tímar, sem leigubílstjórar eyða borgunarlaust hjá saka dómi sem vitni, enda hafa þeir iðulega unnið að þvi að upplýsa mál fyrir sakadómi. Lögreglan ætti því að hugsa sig tvisvar um, áður en hún ofsækir leigubíl- stjórastéttina eins og hún liefur gert við þennan bíl- stjóra — að gera tíu sinnum árangurslausa vínleit hjá honum á nokkrum mánuð- um — eða raunar ellefu sinn um ef síðasta leitin er með- talin! "Kynóður Framh. af bls. 1 fyrir alla muni að koma aft- ur heim, þar sem þær tvær væru ekki færar um að gagn- ast húsasmiðnum og væru að þvi komnar að gefast upp fyrir orku hans. Stúlkan lét til leiðast og fluttist aftur í þetta dæma- fáa fjórbýli. En eins og að framan greinir var Adam ekki lengi i Paradís. Húsasmiðnum nægði ekki að liafa þær stöllurnar þrjár i bólinu og fór að gerast fjöl- þreifinn utan heimilisins. F'ljótt kom svo að því, að hann gerði ungri stúlku, sem hafði það starf að vísa til sætis í kvikmyndahúsi, barn og þegar það komst upp, hljóp andskotinn í þá ungu úr Plúnaþinginu og rauk hún að lieiman. Nú hefur hún farið í skaða bótamál við húsasmiðinn, sem hún segir að hafi blekkt sig og tælt. Er þess að vænta að meira fréttist af máli þessu á næstunni. ■Lokaður inni (Framhald af bls. 1). ing milli þilja, og í sam- bandi við það skeði und- arlegur atburður eigi alls fyrir löngu. Af skiljanlegum ástæð- um sjáum við okkur ekki fært að tilgreina skipið né nöfn þeirra manna, sem hér um ræðir, en sag- an er dagsönn og ekki laust við að hún sé nokk- uð brosleg, svo ágæt sem málalokin urðu. Eitt af verzlunarskipum flotans var að koma frá höfn nokkurri i Evrópu, og höfðu skipverjar falið al'l-mikið magn af áfengi „milli þilja“ — eða rétt- ara sagt milli járnsins í skipskrokknum og klæðn- ingarinnar. Þegar þriggja daga sigl- ing var eftir til landsins, hvarf einn skipverja, og var talið að hann hefði fallið fyrir borð. Nokkur leit var gerð að manninum, en árangurs- laust, þar sem illt var í sjó. Ráðlegt þótti að biða með að tilkynna aðstand- endum um atburðinn, þar til komið væri í liöfn. Skipið hafði viðkomiu á einni af Auslfjarðarhöfn- unum, og biðu menn þá ekki boðanna að fara á felustaðinn, þar sem vín- ið var geymt, þvi vitað er að tollgæzla er venjulega slælegri úti a landi en hér i Reykj avík. En hvað skeði? Vinur- inn týndi hafði orðið þyrstur á leiðinni og lok- ast niðri i geymslunni og orðið að dúsa þar i nærri þrjá sólarhringa. Hafi hungrið verið farið að þjarma að honum, þá má þó telja fuHvíst, að þorst- anum hafi verið hægt að svala á verðugan hátt! ■Kafbátsforinginn Framhald af bls. 7. Ijósinu. Hann var furðu lost- inn yfir því, að þeir skyldu vera svona nálægt, og ákvað þegar í stað að kafa. Enda þótt þetta hefði allt gerzt með mestu skyndingu, var Kretschmer enn í vafa um það, að Petersen hefði gert rétt og sagði honum það umþúðalaust. Á meðan þessu fór fram, hafði Kassel hvað eftir annað til- kynnt um skrúfuhávaða, og nú taldi hann, að tveir tundurspill- ar væru nálægt þeim á yfir- borðinu. Síðan æpti hann, að annar þeirra væri að nálgast kafbátinn. — • — FYRSTU sjö djúpsprengjurn- ar komu mjög óvænt og skyndi- lega. Það heyrðist daufar spreng ingar, og U-99 valt óskaplega 'og snerist næstum heila veltu. Kretschmer hafði aldrei fundið fyrir djúpsprengjum svo nálægt áður; en sprengjuþrýstingurinn skók allt skipið stafna á milli, slökkti öll ljós og braut allt hreyfanlegt um borð. Glerrúðurnar á mælitækjun- um splundruðust og mörg mæli- tæki eyðilögðust með öllu, þeirra á meðal dýptarmæirinn. Kafbátsmenn gátu með engu móti vitað á hvað dýpi þeir voru. Það var öruggt, að djúp- sprengjurnar köstuðu bátnum til á ýmsa vegu, og það gat verið að þeir væru dýpra en þeir héldu. Sprengjurnar héldu áfram að falla og þeim var vel miðað. Skyndilega sprakk vatnsleiðsla, og flaumurinn stóð inn í háseta- klefann og í stjórnklefann niðri. Kafbáturinn hafði mikla slag- síðu, og nú byrjaði olía að flæða inn í stjórnklefann út frá leka í afturgeymunum. Innan fárra mínútna stóðu kafbátsmenn í ökla í olíu og sjó. Svo komust þeir að því, að dýptarmælirinn í fremra tund- urskeytaklefanum var í lagi, og þar sáu þeir sér til mikillar skelfingar, að þeir voru á 600 feta dýpi, 100 fetum neðar en talið var öruggt fyrir nokkurn kafbát. Ef allt hefði verið eðli- legt, hefði þrýstingurinn á þessu dýpi átt að hafa lagt bol skipsins saman og tætt skipið í sundur. Vélstjórinn tilkynnti að vél- arnar framleiddu sáralitla orku, og hraði bátsins væri sama og enginn. Þetta leit mjög alvar- lega út, því að ef kafbáturinn gat ekki siglt í kafi, hlaut hann að sökkva. Kretschmer skipaði að lofti skyldi blásið inn í kjöl- festu-tankana. „Popp“, sem var undirliðsforingi í stjórnklefan- um, þreif í loftkranann, en hann hreyfðist ekki. Petersen stóð

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.