Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 18.02.1972, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 18.02.1972, Blaðsíða 5
NY VIKUTIÐINDI He^latákufÁjéntfafpið Fastar fréttir eru kJL 7.00 og 11.00. SUNNUDAGUR 20 febrúar. 10.30 Sacred Heart 10.45 The Christophers 11.00 This Is The Life 11.30 Prometheous Bound 12.00 The Big Picture 12.30 Loyal Opposition 1.30 NBA Basketball Knicks vs. 76ers 3.15 Winter Olympic High- lights 5.00 AAU Champions 6.15 Sound Of Children 7.15 First Tuesday 7.30 All In The Family 8.00 Mod Squad 9.00 Simon & Garfunkel 10.00 12 O'Clock High 11.05 Northern Lights Play- house Tickle Me When rodeo rider Elvis Presley takes an off-season job at the Circle Z Ranch, and then discovers it's a Dude Ranch for girls — the fun be- gins. Stars: Elvis Presley, Julie Adams and Merry Anders. Mus- ical, 1965. MÁNUDAGUR 21 febrúar 4.00 Barbara McNair 4.50 Addams Family 5.15 Endurin Wilderness 5.45 Theater 8 — Quantrill's Raiders This Is the story of the events that led up to the infamous raid on Lawrence, Kansas, dur- ing the Civil War, by the notor- ious Confederate raider, Cap- tain Quantrill and his muder- ous troop. Stars: Leo Gordon and Steve Cochran. Historical drama, 1958. 7.30 Bill Cosby 8.00 High Chaparral 9.00 Hawaii 5-0 10-OOMake Your Own Kind Of Music 11.05 The Tonight Show ÞRIÐJUDAGUR 22. febrúar 4.00 Coffee Break 4.20 Sesame Street 5.20 DuPont Cavalcade 5.45 On Campus 6.10 Age Of Aquarius 7.30 Nanny & Professor 8.00 Tuesday Night At The Movies — Gentlemen's Agreement A crusading feature writer encounters challenging experi- ences while posing as a Jew for a revealing series on anti- semitism in the United States. Stars: Gregory Peck, Dorothy McGuire, John Garfield and Celeste Holm. Drama, 1947. 10.00 Kraft Music Hall 11.05 Pro Boxing MIÐVIKUDAGUR 23. febrúar 4.00 Coffee Break 4.30 Animal World 4.55 Dobie Gillis 5.20 Green Acres 5.45 Theater 8 — Stronghold The unjust tyranny of the Mexican ruling class ignites a rebellion that pits both peasant and aristoerat against the forc- es of oppression. Stars: Zach- ary Scott, Veronica Lake and Arturo DeCordova. Adventure, 1952. 7.30 Daniel Boone 8.30 Here's Lucy 9.00 Braken's World 10.00. The Fugitive 11.05 Dick Cavett FIMMTUDAGUR 24. febrúar 3.45 Coffee Break 4.05 Colonel March 4.30 Theater 8 — Tickle Me (See Sunday) 6.00 First Tuesday 7.30 Governor and JJ 8.00 Northern Currents 8.30 Charlie Chaplin 9.00 CBS Newcomers 10.00 Naked City 11.05 Northern Lights Play- house — Carnegie Hall FÖSTUDAGUR 25 febrúar 3.45 Coffee Break 4.10 Bewitched 4.40 Bill Anderson 5.00 Theater 8 — Gentlemen's Agreement (See Tuesday) 7.30 My Three Sons 8.00 Wild Wild West 9.00 Laugh-In 10.00 Perry Mason 11.05 Northern Lights Play- house — The Cobra Strikes 12.10 Night Light Theater — Quantrill's Raiders LAUGARDAGUR 26. febrúar 9.00 Cartoon Carnival 9.50 Captain Kangaroo 10.35 Sesame Street 11.35 Golden West Theater 12.00 The Sound Of Children 12.45 First Tuesday 1.00 Roller Games 2.00 American Sportsman 2.30 NFL Action 3.00 Pinpoint 1 3.30 WildKingdom 4.00 Voyage To The Bottom Of The Sea 5.00 Honey West 5.30 Love On A Rooftop 6.00 Info. Special 7.15 Greatest Fights 7.30 Mayberry RFD 8.00 Gunsmoke 9.00 Pearl Bailey 10.00 The Untouchables 11.05 Northern Lights Play- house — Stronghold (See Wednesday) :-x*:-xvX<*x*:*x*x*x*x*x «xíí«x«<™v««Wí^^ við dýptarmælinn og sagði til um dýpið, um leið og kafbátur- inn sökk dýpra ... sex hundruð og fimmtíu fet... sjö hundruð f et... Skyndilega heyrðist hvellur í skutnum, og það kom leki stjórn borðsmegin í tundurskeytaklef- anum þar. Þetta var upphafið á endinum. Eina von kafbáts- manna var bundin við kranann, sem Popp gat ekki snúið. rlírrrr R RrtlP'" "hÁSETI einn hjálpaði Popp eftir megni, og þeir reyndu í örvæntingu sinni að losa kran- ann. Hann losnaði lítið eitt, og loks var hægt að skrúfa hann lausan. „Sjö hundruð og tuttugu fet," sagði Petersen, og Kretschmer stökk að Popp, sló hann á bak- ið og skipaði: „Opnið kranann alveg eins og skot." Loftið fyllti kjölfestutankana á svipstundu og sem snöggvast titraði skipið stafna á milli; síð- an valt það, og Petersen æpti æstur: „Sjö hundruð ... sex hundruð sjötíu og fimm ... sex fimmtíu ... við förum upp!" Þegar komið var upp á 200 feta dýpi, skipaði Kretschmer að loka fyrir loftkranann í því skyni að reyna að halda U-99 á því dýpi en ekki hafði tekizt að gera við vélina, og talið var að skrúfurnar hefðu orðið fyrir skemmdum. Þegar ekki var hægt að ná neinum hraða, var ekki nokkur leið að hafa stjórn á bátnum, sem steig nú enn upp í sjónum og kom upp á yfirborðið með slíkum ofsa og bægslagangi, að stefnið skauzt hátt í loft upp, en skall síðan niður á sjávar- flötinn með miklum boðaföll- um. Kretschmer þaut upp á stjórn pallinn, en Sthorer aðstoðarloft skeytamaður sendi fyrsta skeyt- ið til aðalstöðvanna í Lorient, sem Kretschmer hafði skrifað, en Kassel las nú fyrir. í því stóð: „Tveir tundurspillar — djúp- sprengjur — 53 þúsund lestir — fangaðir — Kretschmer." LOFTSKEYTASALURINN í Lorient vaknaði til nýs lífs. Viðvörunarbjöllur hringdu og sendiboðar á hlaupum færðu skilaboðin til ýmissa sjóliðsfor- ingja, meðal annars til yfirflota- foringjans á stöðinni. Foringj- arnir komu á hlaupum í loft- skeytasalinn til að hlusta. Dög- um saman höfðu þeir haft þung ar áhyggjur af frægustu kaf- bátaforingjum Þjóðverja. Hvað var að gerast þarna úti á misk- unnarlausu Atlantshafinu? Yfirliðsforinginn á verðinum gaf skipun um að send skyldu skeyti til kafbátanna, sem ekki höfðu sent frá sér skýrslu um nóttina. „Allir kafbátar, sem eru í fylgd með U-110, tilkynni stöðu sína, aðstæður og hvað þeim hefur orðið ágengt, þegar í stað." Enn kom ekkert svar frá kaf- bátunum tveimur. ÁHÖFNINNI á Vanoc kom það mjög á óvart, að sjá annan kafbát skjótast upp á yfirborðið rétt fyrir aftan skut tundurspillisins. Vanoc til- kynnti Walker þetta þegar í stað og fékk stutt og laggott svar: „Komið ykkur strax í burtu, þið eru fyrir." Vanoc jók hraða sinn, og skipin þrjú mynduðu þríhyrn- ing, um leið og Walker snerist um kafbátinn og skutu á. hann á báða bóga. Margar kúlur hæfðu bolinn og stjwrnpallinn, og Kretschmer datt sem snöggv- ast í hug, að manna fallbyssu kafbátsins og hefja einvígi við tundurspillinn í þeirri von, að hann gæti tafið lokaárásina, þar til annar kafbátur kæmi honum til aðstoðar. En hann gerði sér það ljóst, að hin ákafa skothríð myndi verða að bana hverjum manni, sem gerði tilraun til að fara upp á þilfar að fallbyssunni. Það nálgaðist kraftaverk, að sárafá skot úr fallbyssum tundurspill- isins hæfði kafbátinn. Flest skot in úr þeim lentu í sjónum skammt frá, og stóðu miklar vatnssúlur upp, er þau lentu af feiknarafli í sjónum. Kretschmer gaf allri áhöfn- inni skipun um að leita hælis á þilfarinu stjórnborðsmegin og sagði mönnum sínum að þeir skyldu búa sig undir að yfir- gefa skipið. Hann gat ekki að- hafzt neitt í þessari aðstöðu, og mönnum hans til mikillar furðu, settist Kretschmer í skjóli stjórnpallsins og kveikti sér í sígarettu eins og ekkert væri um að vera. Kretschmer fannst að tundur- spillarnir væru einstaklega var- færnir og óþarflega aðgætnir. Þeir sigldu fjær kafbátnum, og var eins og þeir óttuðust að kafbáturinn myndi hleypa tund- urskeytum á þá á hverri stundu. Kretschmer gat ekki beitt neinu vopni og átti engin tundur- skeyti eftir, og því bjóst hann við að Bretarnir myndu senda bátshöfn út til þess að hertaka kafbátinn. Hann skipaði því svo fyrir, að gengið skyldi frá tundur- sprengjum, til þess að sprengja kafbátinn í loft upp, en þá kom í ljós, að hurðin að klefanum, þar sem þessar sprengjur voru geymdar, hafði skekkzt á hjör- um, og var ekki viðlit að hreyfa hana. Var því ekki annað að ræða en að opna allar botnlok- ur, og reyndar var kafbáturinn að sökkva, mjög hægt, áður en það var gert. Þegar búið var að opna botn- lokurnar, ávarpaði Kretschmer menn sína, sem hímdu á þilfar- inu í skjóli stjórnpallsins. Hann kvaðst harma það, að geta ekki komið þeim heim að þessu sinni og benti á, að það gæti verið að þeir yrðu að vera eitthvað í sjón um áður en þeim yrði bjargað og þeir teknir til fanga. Mclntyre ákvað að hefja skothríð á kafbátinn úr öllum byssum sínum í því skyni að hræða kafbátsmenn til að yfir- gefa skip sitt. Tundurspillarnir tveir hringsóluðu varfærnislega til árásar. Svo lét hann nokkra kafbáts- menn sækja hlý föt fyrir áhöfn- ina, en síðan biðu menn eftir skipun um að yfirgefa skipið. Hann hafði ákveðið að enginn brezkur sjóliði skyldi stíga fæti sínum um borð í U-99. Hann talaði um þetta við tvo af for- ingjum sínum, og þeir buðust þegar í stað til þess að fara niður í kafbátinn og hleypa sjó inn í kjölfestu-tankana. ÞETTA var orðið áríðandi, því að nú var áhöfnin á Walker að búa sig undir að setja bát á flot. Vélstjórinn hvarf niður um lúgu, enda þótt stjórnklef- inn niðri væri svo að segja full- ur af sjó, og sást hann aldrei framar. Hann hlýtur að hafa getað opnað kjölfestu-tankana. Kretschmer æpti til vélstjórans að stökkva upp á stjórnpallinn, en fékk ekkert svar. Skuturinn seig nú í djúpið, og stefnið lyftist upp, og kaf- báturinn, sem hafði verið böl- valdur skipalesta Bandamanna með svo góðum árangri í næst- um heilt ár, sökk með skutinn á undan í djúpið. Kretschmer og menn hans skoluðust útbyrðis, en ekki myndaðist neitt kjalsog þar sem kafbáturinn sökk, svo að þeir voru ekki í hættu á að vera dregnir niður með hinu sökkv- andi skipi. Kafbátsmenn tóku höndum saman í sjónum og voru eins og mannleg keðja, til þess að engin hætta væri á að neinn þeirra færist. Walker sigldi upp að skips? brotsmönnunum, og þeir syntu að skipinu, en þar greip Kretsch mer net, sem kastað hafði ver- ið niður með borðstokknum, og greip í höndina á hverjum manni sínum og sá um, að allir kæmust upp í skip óvinarins. ÞETTA var í fyrsta skipti, sem Bandamönnum tókst að bera sigurorð af þýzkum kaf- bátum í næturárás í styrjöld- inni fram að þessu; og, það sem meira var: Bretarnir höfðu sigr- Þjóðverja. Nokkrum klukkustundum síð ar vaknaði Kretschmer við það, að brezkur sjóliðsforingi sat á skrifborði í klefanum og leit á hann. Þetta var Mclntyre skip- stjóri. Kretschmer glaðvaknaði og sagði með uppgerðargleði: „Þakka yður fyrir björgun manna minna. Það var vel gert af yður. Ég vil þó taka fram, að ég harma'þáð, að ég skyldi ekki hafa haft. nein tundur- skeyti til að skjóta á skip yðar. Úr því sem komið er, óska ég yður innilega til hamingju með sigurinn!" Mclntyre skipstjóri tók hik- andi í framrétta hönd þýzka kafbátsforingjans og fór síðan út úr klefanum. Kretschmer varð einn eftir og hugsaði málið. Schephe hafði verið sökkt, og hann grunaði að Brien væri dauður. Þýzki flotinn hafði þannig misst þrjá færustu kafbátsforingja sína. Þetta þýddi það, að sæúlfarnir í þýzka kafbátaflotanum, sem alltaf sigldu einir og börðust eftir eigin höfði, voru búnir að vera. Úr þessu myndu kafbát- arnir látnir vinna saman í hóp- um — hans bardagaaðferð var úr sögunni. Á meðan hann stikaði fram og aftur í klefa sínum eins og Ijón í búri, biðu áhyggjufullir flotaforingjar í loftskeytasaln- um í Lorient og horfðu á loft- skeytamanninn senda boðskap sinn út yfir einmana úthafið: „U-99 og U-100, tilkynnið stöðu ykkar, aðstæður og hvað ykkur hefur orðið ágengt, þeg- ar í stað .. . tilkynnið stöðu ykk ar ... tilkynnið stöðu ykkar." Kretschmer var síðar sendur í fangabúðir í Kanada og var hafður þar í haldi til styrjaldar- loka. Jafnvel í fangabúðunum hjálpaði hann styrjaldarreksftri Þjóðverja með því að senda heim bréf á sérstöku dulmáli, og sendi þar upplýsingar um herstyrk Ameríkumanna, sem hann las sér til um í banrískum blöðum og tímaritum.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.