Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 18.02.1972, Page 6

Ný vikutíðindi - 18.02.1972, Page 6
6 NÝ VIKUTÍÐINDI Kuffní n fífldguw'fi AF ÖLLUM þeim fjölda kaf- bátsstjóra, sem herjuðu á skipa- lestir Bandamarma í upphafi heimsstyrjaldarinnar, var eng- inn, sem menn óttuðust og virts eins mikið og Otto Kretschmer, skipstjórann á U-99. Hann var einn hinna fyrstu kafbátsstjóra, sem sýndu fram á það, að kaf- bátar gátu gert árásir á skip með góðum árangri á yfirborði sjávarins, og í höndunum á Kretschmer var þessi áhættu- sama bardagaðferð ógnun við skipalestir Bandamanna. Kretschmer var sonur kenn- ara eins í Neðri-Slesíu. Öll sjó- veldi ala upp ákveðinn fjölda manna, sem kjósa sjóinn fram yfir kvenfólkið, og Kretschmer var einn þeirra. Hann naut lífs- ins enn betur á stjórnpallinum, heldur en í þægilegum hæginda stól við arininn. Hann elskaði hafið, og framkoma hans bar fyllsta vott um það, að þarna fór maður, sem vissi hvað hann var að gera, jafnvel þó að hann væri kornungur. En Kretschmer hafði einnig sína galla. Hann hafði grimmd- arlega fyrirlitningu fyrir veik- leika; hann gat ekki þolað það, að mannlegur veikleiki gæti komið í veg fyrir að menn ynnu sín skyldustörf, og stolt hans var ótrúlega mikið. í marzmánuði 1941 var Kretschmer orðinn 31 árs að aldri og hafði þegar sökkt skipa stóli Bandamanna upp á 250 þúsund lestir. Næstu vikurnar sköpuðu kafbátar Þjóðverja al- gjöra ringulreið á siglingum Bandamanna. Kretschmer sökkti þá tugum skipa og fékk þá á sig mikið frægðarorð fyr- ir dugnað og hetjuskap og skráði nafn sitt óafmáanlegum stöfum í sögu sjóstyrjalda. SÍÐUSTU dagana í febrúar var Kretschmer skipstjóri á U- 99 og hafði siglt yfir St. George- sundið og komizt á eftirlitssvæð ið á Norður-Atlantshafi. Ann- ar kafbátsstjóri hafði tilkynnt um loftskeytatækin, að stór skipalest Bandamanna væri í grendinni, og U-99 hélt ásamt öðrum þýzkum kafbátum á eft- ir henni. Um þetta leyti var haugasjór og mikil þoka, svo kafbátarnir fundu ekki skipalestina. Hinn 7. marz, klukkan eitt að nóttu, kom Kretschmer loks að skipalestinni. Þetta var svo risa stór skipalest, að það tók hann meira en klukkustundar sigl- ingu á fullri ferð að sigla með- fram henni endilangri og kom- ast stjórnborðsmegin við hana, en þeim megin var birtan miklu minni. Hin hægfara kaupskip ultu mikið í hafrótinu, og stjórn- borðsmeginn kom Kretschmer auga á tvo tundurspilla skammt frá, og hinn þriðji var stutt frá stefninu. Þetta benti á það, að mjög öflug herskipavernd væri með lestinni. Hægt og varlega sigldi Kretschmer kafbáti sín- »m inn á miltó tundurspillanna tveggja og meðfratn stjórnborðs h'Mð s>kipai»sterkmac, og út úr skwgganum kom hann auga á stórt olíuflutninga&kip. Hann sigldi i>ær skipinu til þess að komast í skotmál og sá brátt, að þetta var ekki olíu- flutningaskip; lögun þess var mjög ekikennileg, og Kretschm- er kotnet að þeirri niðurstöðu, að þetta hlyti að vera hvalveiði móðurskip. Tundurskeytið hæfði skipið miðskips, og rétt á eftir heyrði Kretschmer til- kynningu í loftskeytatækjunum um það, að skipið Þorgeir í Vík hefði verið hæft í vélarrúmið og þyrfti á aðstoð að halda. Kaf- bátsmennirnir flettu upp í skipa skrá og sáu að þetta var 20 þús- und lesta norskt skip, og hið stærsta sinnar tegundar í heim- inum. Næsta skip á undan var olíu- flutningaskip, og Kretschmer læddist að því og hleypti tund- urskeyti af á 500 metra færi. Tundurskeytið hæfði skipið fyr- ir framan skut og það stanzaði. j Þarna höfðu tvö skip stöðvazt með stuttu millibili, og Kretsch- mer ákvað nú að sökkva síðara skipinu með fallbyssu kafbáts- ins. Þetta var furðuleg og djörf ákvörðun og ef til vill ekki skynsamleg. Kafbáturinn reis upp á öldutoppana á fárra sek- úndna millibili, og skotliðarnir sáu skotmarkið örstutta stund, nógu lengi til að geta hleypt af tveimur skotum í einu, en síðan seig kafbáturinn í öldudalina og skotmarkið sást ekki. Kretschmer fylgdist með á- rásinni í kíki og sá fallbyssukúl- urnar, og honum virtust þær allar lenda í sjónum. Hann varð ofsareiður, því að honum þóttu skytturnar standa sig slælega. Það bætti ekki skapið, að á með- an hann var að dunda yfir þess- um tveimur skipum, hélt skipa- lestin áfram út í náttmyrkrið. Því næst fór olíuflutninga- skipið að svara skothríðinni með fallbyssunni í skutnum, og sendi um leið út hjálparbeiðni. Kom þá í Ijós, að þetta skip hét Athelbench. Kretschmer sigldi nær skipinu og hleypti af öðru tundurskeyti og það hæfði aftur rétt við skutinn. Það tók dýfur og hvarf svo allt í einu í djúpið. í DÖGUN kom Kretschmer aftur á þessar sóðir til þess að ganga úr skugga um, hvað hafði orðið um Þorgeir í Vík. Á leið- inni heyrði hann skeyti til að- albækistöðva kafbátanna í Lori- ent í Frakklandi. Það var frá öðrum frægum kafbátsforingja, Gunter Brien, og var þar gefin upp staða skipalestarinnar og hin nýja stefna, sem hún sigldi í. Er U-99 sigldi til baka, til þess að leita að hvalveiðimóðu- skipinu, kom vel í ljós, hvað þýzku kafbátarnir voru margir og höfðu unnið verk sitt vel. því að brennandi og sökkvandi skip voru hvarvetna með stuttu millibili. Kafbáturinn kom nú þangað, sem hvalveiðimóðuskipið hafði verið hæft, en ekkert sást til þess. Tveir tundurspillar voru þarna að bjarga skipbrotsmönn- um, svo að Kretschmer ákvað að sigla undan með leynd. Hann komst seinna að því, að Þorgeir í Vík hafði sokkið. — • — UM KVÖLDIÐ hinn 15. marz fékk Kretschmer skeyti um það, j að skipalest hefði sézt á milli íslands og 61. breiddargráðu. Petersen siglingafræðingur reiknaði út stefnu í veg fyrir skipalestina, en síðan var sett á fulla ferð. Nokkru vestar var kafbátur- inn U-100, undir stjórn Joachim Schepke. Hann fékk þetta skeyti einnig, og sigldi strax í áttina að skipalestinni. Ekkert hafði frétzt af Brien, og það var talið að kafbát hans hefði verið sökkt. Snemma morguns hinn sextánda var Kretschmer kominn á þann stað, sem áætlað var að skipalestin væri stödd, en ekkert sást þar. Hann kafaði og heyrði í mælitækjum óminn af skipsskrúfum er stefndu óð- fluga í suðurátt. Enda þótt öðrum kafbát hefði verið falið að sigla á eftir skipa- lestinni, ákvað Kretschmer að sigla einnig í kjölfar hennar, og taldi það eins góðan stað og hvern annan, meðan dagsbirtan kom í veg fyrir að hægt væri að gera árás. Hann ætlaði sér að sigla fast upp að skipalest- inni í rökkrinu. Margsinnis varð hann að kafa þennan dag til þess að Sunderland-flugbátur, sem var á sveimi yfir lestinni kæmi ekki auga á kafbátinn. En nú var Kretschmer kom- nn um það bil fimm sjómílur á eftir lestinni og gat leynzt í mistri. í eitt skipti brá honum í brún, að sjá einkennilegt smá- skip, sem leit út eins og gamall fraktdallur, sem sigldi á eftir skipalestinni og fyrir ofan kaf- bátinn. Hann reiknaði réttilega út, að þetta skip væri ætlað til þess að bjarga skipbrots- mönnum af skipum, sem hefði verið sökkt. Skömmu síðar heyrðust dynk irnir frá djúpsprengjum stjórn- borðsmegin við skipalestina, og við skjóta athugun hjá þýzku kafbátunum á þessu svæði kom í ljós, að þetta var Schephe á U-100, sem hafði reynt að gera árás með tundurskeytum. Þegar leið undir kvöldið, var U-99 kominn bakborðsmegin við skipalestina og var skammt undan. Veður var bjart er kom fram á kvöldið. — • — SKÖMMU eftir að myrkur var komið, sigldi Kretschmer hraðbyri á milli fylgdarskip- anna tveggja á móts við stefnið bakborðsmegin og gerði tundur- skeytaárás á olíuflutningaskip, sem var yzt í miðri skipalest- inni. Skotmarkið var í rösklega hálfs annars kílómeters fjar- lægð og tundurskeytið hæfði miðskips. Mikill eldstólpi teygði sig þegar til lofts, er bráðeld- fimt flugvélabenzínið sprakk, og logaði um allt skipið. U-99, sem lá á milli olíuskipsins og yztu fylgdarskipanna, var upp- lýstur í bjarmanum frá bálinu. Kretschmer varð hissa og lítt hrifinn af því að hafa verið uppgötvaður svona snemma og svona varnarlaus. Hann kafaði i skyndi og tókst að þræða sér leið í burtu út í sortann og langt frá fylgdarskipunum. Síðan sigldi hann fyrir endann á skipa lestinni á yfirborðinu og fram- hjá brennandi olíuskipinu, sem flaut hjálparlaust flak á sjón- um. Hann læddist á milli öft- ustu fylgdarskipanna og inn í skipalestina miðja. Hann var að- eins nokkur hundruð metra frá skipum, sitt hvorum megin, er hann sigldi hægt áfram í leit að heppilegu skotmarki. Hann kom auga á annað olíu- skip framar í fylkingunni og sigldi kafbátnum í krákustígum á milli vöruflutningaskipanna, þangað til hann var kominn meðfram skotmarkinu. Hann hleypti af einu tundurskeyti, og kafbáturinn tók feikna dýfu um leið og skipið sprakk í loft upp. Eldsúlan lýsti nú aftur upp kaf- bátinn og sást hann frá öllum skipunum í kring. Kretschmer fannst þetta einna líkast því, að hann væri nakinn í sólbaði á mannmargri baðströnd. Eldsúlan seig, og á eftir fylgdi þykkur reykjarmökkur, sem lagðist eins og þoka yfir sjávar- flötinn. Kretschmer sigldi inn í kófið og komst inn í aðra röð í skipalestinni. Á meðan þessu fór fram skutu fylgdarskipin upp reykkúlum, sem sprungu í auðum sjó fyrir utan skipalest- ina, svo að kafbátarnir gætu ekki séð til að skjóta á lestina. — • — KRETSCHMER sigldi með- fram í um það bil fimmtán mín- útur rétt eins og kafbátur hans væri eitt skipanna í lestinni, en þá kom hann auga á þriðja ol- íuskipið. Hann sigldi U-99 rétt upp að og hæfði skipið með tundurskeyti. Þetta skip stað- næmdist, og mórauður reykur vall upp úr iðrum þess og rauð- ar eldtungur sleiktu þilfarið. Kretschmer endurtók fyrri að ferð sína og leitaði skjóls í reykj armekkinum, en kom síðan upp á yfirborðið í annarri röð og hélt áfram siglingu sinni sem eitt skipanna í lestinni. Fylgdarskipin höfðu nú varp- að út djúpsprengjum nokkrum mílum aftar og stjórnborðsmeg- in. Hann sá tvö lítil fylgdarskip, Sem sveimuðu í grend'við olíu- skipin þrjú og slæddu upp skip- brotsmenn. Þá sigldi hann freúi'áVf ^kiþá1--' lestina og sá þar tvö stór vöru- flutningaskip. Hann skaut einu tundurskeyti á hvort þeirra og hæfði bæði skipin svo að segja samstundis. Minna skipið sökk þegar í stað, en hitt seig aðeins dýpra niður í vatnsskorpuna. Kretschmer stöðvaði kafbátinn og skaut öðru tundurskeyti á það, en á meðan sigldu nokkur kaupskip framhjá. Skotmarkið var á 200 metra færi, en ekkert gerðist. Tundurskeytið hafði verið ónýtt. Þriðja tundurskeyt- ið hæfði skipið aftarlega, og skipið sökk í djúpið á réttum kili. — • — ÞEGAR hér var komið sögu, hafði skipalestin siglt góðan spöl á undan, og Kretschmer jók hraðann til þess að ná henni. Kafbátsmenn höfðu heyrt neyðarskeyti ýmissa skipa í loftskeytatækjunum, og skráðu hjá sér nöfnin. Enn einu sinni sigldi U-99 á eftir skipalestinni og komst aftanundir hana. og Kretschmer virtist hafa fækkað skipunum í lestinni furðanlega mikið. Fjarlægðin á milli skipanna var orðin meiri. Svo kom hann auga á enn eitt olíuskip og sigldi vongóður meðfram því, og sneri síðan skutnum að olíuskipinu og hleypti af tundurskeyti úr öft- ustu tundurskeytahleðslunni. Skeytið hæfði skipið með furðu- legum árangri. Það brotnaði í tvennt og hölluðust báðir hlut- arnir saman í miðjunni, en Sívúiíui'inn OiíiÞ Ai'otsvhtnvnt' tnvsiu útjnttn skipnicsinnnu ú JSoröur- XiÍunís- itttii i stöusiu siríöi

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.