Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 25.02.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 25.02.1972, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI 5Í> J}- }$- # 3$- # (jleitiaya frá £aj VeqaA sS- 4- JO- 4- 4- Gat Stiln tapað meirn? NÝ VIKUTÍÐINDI Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar Skipholti 46 (vesturgafl) Símar 26833 og 11640 (prentsmiðjan). Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjóðviljans Setnlng: FélagsprentsmiSjan Landhelgin Nú er komin samslaða allra stjórnmálaflokka á al- þingi um útfærslu landheg- innar, og er það vel, þótt reyndir aflakóngar telji að miða eigi fremur við dýpt en fjarlægð frá landi. Höf- um við áður bent á þcssa skoðun og styðjum hana, þótt við séum síður cn svo á móti 50 mílna landhelgi, verði endirinn sá, að al- þingi liallist fremur að þeirri lausn málanna. Talsvert er farið að brydda á liótunum af Breta hálfu um löndunarbann á íslenzkum fislci i brezkum höfnum og öðrum hefndar- aðgerðum, þegar landhelgin verður færð út. Þetta er að visu hvimleitt, og býður upp á mótaðgerðir af oklcar hálfu, sem Bretum gæti komið illa, svo sem ef við- gerðum á biluðum brezkum togurum, er hér kynnu að verða nauðsynlegar, væri synjað. Vonandi verður þetta mál ekki svo harðvituglega sótt af beggja þessara vina- og viðskiptaþjóða, að til sund- urþykkju og uppsögn verzl- unarsamninga komi, enda yrði það siður í hag Brela en Islendinga. Sama er að segja um Vestur-Þjóðverja, fari svo að þeir beiti svip- uðum ráðum og Bretar. Bandaríski fiskmarkaður- inn er sífellt að stækka, og Austur-Evrópa er einnig op in fyrir auknum kaupum á fiski og fiskafurðum. Ætti það ekki að sjjilla fyrir okk- ur við samninga við Rússa og fylgiþjóðir þeirra, að hér er nú vinstri stjórn með ráð herrum, sem mjög eru hlynt ir Austurblokkinni. Það er heldur ekki víst að almenningur i Bretlandi taki því með þökkum, ef íslenzkur ísfiskur hættir að koma á enskan markað, vegna þvermóðsku nokk- urra hafnarverkamanna i Skotlandi og reiði af hálfu togaramanna þar. Að þessu máli standa ís- lendingar sem einn maður, og væri óskandi að svo væri í flestum mikilsverðum þjóð málum. Misskilið stolt Einslaka maður heíur fengið þá flugu í höfuðið, að það væri niðurlægjandi fyrir hina íslenzku þjóð að taka sanngjarna þóknnn fyr ir lán á landskika fyrir HÚN VAR ekki alveg eins í raunveruleikanum og á kvik- myndatjaldinu, hugsaði Steve Rand. Mjaðmir hennar voru breiðari, hár hennar dekkra, og það vottaði aðeins fyrir hrukkum við munnvikin. En falleg var hún, hvort heldur hún var á kvikmyndatjaldinu eða ekki. Tennurnar voru mjólkurhvítar og jafnar, augu hennar þau sægrænustu, sem hann nokkru sinni hafði séð, og brjóstin þrýstust út í satin- kjólinn. Hún var fræg, og hún var fögur, en þessa stundina blasti við henni vandmál, sem var eitt það örðugasta sem gat hent fólk í Las Vegas. — Jæja, ungfrú Damon, sagði Steve Rand, þar sem hann sat við hið stóra forstjóra skrifborð á einkaskrifstofu sinni. — Þér hafið tapað tíu þúsund dollara seðlum. Hvern- ig hafið þér hugsað yður að ljúka skuldinni? — Ég vil fá að samþykkja víxil, svaraði Debbi Damon, og rödd hennar var ungpíurödd, en nú var hún lítið eitt and- stutt, og hún bætti við: — Ég hefi alla tíð fengið að hafa þetta þannig hér í Deuces Wild Steve Rand hristi höfuðið og bar fingurinn upp að skökku nefinu. Hánn horfði dökkum stórum spilamannsaugunum á Debbie, en augnaráðið gerði hana órólega, og hún krosslagði fætur sína á víxl í sífellu. Ljósin á skrifstofunni voru dempuð; enginn hávaði heyrð- ist úr spilasölunum né að ut- varnarstöðvar Nalo hér á landi. Bandaríska varnarliðið var að hefja nauðsynlegar framkvædir á flugbraut á Keflavíkurflugvelli, þegar þjóðin kaus að meirihluta alþingismenn, sem höfðu við orð fyrir kosningar að reka varnarliðið úr Iandi. Þá var hætt við þetta fyrir- tæki, sem kosla mun tugi milljóna, en ekki verður komist hjá að framkvæma ef flugvélar, sem fljúga milli Evrópu og Ameríku, eiga að geta millilent hérna eins og áður. Nú er eðlilega komið eitt hvert hik á ráðherra liins nýja meirililuta alþingis í þessu máli. Benda jafnvel allar líkur lil þess, að upp- sögn varnarliðsstöðvarinnar við Keflavíkurflugvöll komi ekki lil framkvæmda, og að stækkun flughrautarinnar þurfi ekki að verða á kostn- að okkar. Vilanlcga eigum við að taka landsleigu fyrir varn- arstöðvar Natoþjóðanna hér og taka með þökkum þær stórframkvæmdir, sem þær láta framkvæma hér ókeyp- is og eru okkur í hag. Ann- að væri beinlínis hlægilegt. an; skrifstofan var smekklega skreytt og einna líkust skrif- stofu einhvers auðjöfurs við Wall Street. — Þér hafið ekki fengið hlutverk í heilt ár, ungfrú Damon, og hér er á kreiki orð- rómur um, að þér fáið ekki hlutverk framar. Ég held að ég hafi ekki efni á að taka af yður víxil. Hin dökkgrænu augu urðu nú enn dekkri, og Debbie greip andann á lofti, og það var ekk- ert teprulegt við röddina næst, þegar hún tók til máls. Hún sagði: — Það er númer eitt, að ég er alls ekki búin að vera sem stjarna, og númer tvö, að ég hef látið þessa stofnun hafa mikið fé á undanförnum ár- um. Ef þér haldið . . . — Við skulum gera okkur einn hlut ljósan, greip Steve fram í, ég er ekki kvikmynda- gagnrýnandi og hefi ekkert um þá hlið málsins að segja, en hitt veit ég, að þér töpuðu stórfé frammi í spilasalnum, og það er regla að spilamaður- inn borgi. Starf mitt er að sjá um að þér gerið það líka. — Hvað gerist, ef ég geri það ekki? Steve Rand hallaði sér aftur á bak í leðurstólnum, studdi saman fingurgómunum líkt og hann væri að biðjast fyrir og sagði, um leið og hann brosti lítið eitt: — Ef ég mætti leyfa mér að gefa yður ráð, þá væri það mitt ráð, að þér reynduð ekki þá leið. — Allt í lagi. Hvað sem þér heitið, hafið þér ráð mitt í hendi yðar, en mér finnst, að þér séuð að fara lengra en skyldan býður yður, hvernig sem á því stendur. Já, litla græneygða nornin þín. Það er rétt. Þetta er sér- stakur réttur, sem ég hefi mat- reitt fyrir þig eina, hugsaði Steve Rand. FYRIR fjórum árum hafði Steve Rand byrjað að vinna í þessu spilavíti. Hann hafði stað ið við spilaborðið átta stundir á dag alla sjö daga vikunnar og fékk 10 dollar á dag, en í þessu starfi hafði hann fyrst rekist á Debbie Damon. Hún hafði verið í þröngum buxum þennan dag, og flegin blússan hafði berað hvít brjóst- in, þegar hún kastaði teningun- um, og það barst frá henni yfir spilaborðið daufur ilmur. Hún renndi til slöngugrænum aug- unum, þegar hún hafði spilað nokkra stund, og sagði: — Ég finn, að það er hér við borðið aukamaður af hálfu hússins. Ég þoli ekki þá ná- unga, en ég finn alltaf lyktina af þeim. Rekið hann í burtu Spilavörðurinn kinkaði kolli til Steve, sem gekk frá borð- inu. Þegar hann gekk burtu, hló hópurinn við spilaborðið, og hann sá útundan sér að sjómaður einn bað um áritun kvikmyndastjörnunnar, og hún skrifaði nafnið sitt á hvítar buxur hans. Fólkið hló ofsa- lega og þyrptist í kringum hana, eins og ævinlega, hvar sem hún var á ferð. Steve mundi vel, að hún hafði unnið tvö þúsund dollara fyrir kvöld- verð þennan dag. Steve varð næst gæzlumaður í spilasalnum, og þá rakst hann aftur á Debbie Damon. Þá var gengi hennar hátt, og engin kvikmyndastjarna dró að eins marga kvikmyndagesti og hún. Hún hafði komið í þetta sinn til Vegas með hópi fólks frá Hollywood, og það flykkt- ist í kringum hana og drakk hvert orð af vörum hennar. Herrarnir kepptust um að færa henni eitt eða annað og hlógu látlaust að öllu, sem hún sagði. Þarna flykktist fólk að, þeg- ar fréttist að hún væri þar, sem vildu óðir fá að borga það, sem hún neytti, og í kringum hana voru kúrekar, gamlar konur, barstúlkur og fólk af öllu tagi. Steve Rand fylgdist með henni, en aðeins til að sjá, hvernig hún spilaði. Hann þurfti að leiðrétta hana og benda henni á, að hún hefði látið kast fara framhjá sér og nú ætti spilavítið 100 dollara seðilinn, sem hún hafði lagt undir. Hún ærðist og sagði, að slíkt kæmi aldrei fyrir sig, og væri þetta hin versta lygi. Að- alspilavörðurinn hafði fylgst með öllu saman og stóð með Steve og staðfesti álit hans og síðan bauð hann Debbie vín- glas á kostnað spilavítisins, eins og venja var undir slík- um kringumstæðum. Næst, þegar Debbie átti að kasta teningunum, rétti hún baukinn með þeim í upp að nefinu á Steve og sagði: — Blástu á þá, piltur minn, og sýndu með því, að þú sért ekki lengur reiður. — Ég blæs ekki á teninga, ungfrú Damon, svaraði Steve rólega eins og hæfði stöðu hans sem gæzlumanns, þér skuluð bara kasta þeim, elleg- ar láta það vera og fara, og síðan bætti hann við og hafði þá skipt um tón í röddinni. — Það getur vel verið, að í augum þessa fólks hér séuð þér guðleg vera, en í mínum augum eruð þér bara' spilafífl. — Kastið þessum þorpara út héðan, æpti hún, annað hvort fer hann frá borðinu, ellegar er ég farin og kem hingað aldrei aftur og tek með mér viðskiptavinina. Yfirdyravörðurinn kinkaði þreytulega kolli til Steve, sem tók af sér svuntuna og stakk henni undir borðið og fór. Hann heyrði hrifningaróp þeirra sem viðstaddir höfðu verið, og hláturinn í Debbie. Hún vann nokkur þúsund þennan dag. Steve lenti yfirleitt aldrei í nokkrum vandræðum við aðra viðskiptavini spilavítisins. Yfir- menn hans voru mjög ánægðir með starf hans. Hann vann hljóðlega en öruggur og gat tekið til hendi ef með þurfti. Hann smáþokaðist upp mann virðingarstigann í spilavítinu, og hann var orðinn yfirspila- vörður, þegar framkvæmda- stjórinn fékk hjartaslag, eftir mikil veizluhöld á þjóðhátíðar- daginn, fjórða júlí. Og þá var Steve ráðinn sem framkvæmda stjóri, enda þótt nokkrir menn aðrir stæðu nær því tignar- starfi en hann, ungur maður- inn. Nú hafði hann sína eigin skrifstofu og réði vinnutíma sínum. Hann hafði verið í seinni heimsstyrjöldinni, síðan hafnarverkamaður, keppt í léttþungavigt í hnefaleikum og lifað mjög reglusömu lifi. Hann átti að sjálfsögðu ásta- leiki við konur, en það var oftast við alls konar sýning- arstúlkur og hafði engin eftir- köst. Hann var orðinn all-vel efnaður, og fólk bar all-mikla virðingu fyrir honum. En það var eitthvað, sem angraði hann. Hann vissi ekki vel hvað Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild i lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæm- inu, sem enn skulda söluskatt fyrir nóvember og desember s.l., og nýálagöan söluskatt frá fyrri tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera fuli skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 17. febrúar 1972. Sigurjón Sigurðsson.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.