Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 25.02.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 25.02.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI )■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ * Nýtt fangelsi Framhald af bls. 1 arinnar. Hér ía siðferöisglæpa- menn, sem haldnir eru ó- eðli gagnvart börnum, að leika lausum hala, þótt á þá sannist einhver ljótasti glæpur, sem þekkist í heim- inum. Hér fá þjófar að vafra um göturnar og laumast inn í mannlausar íbúðir, búðir að næturlagi eða skrifstof- ur og önnur liúsakynni, ræn andi og ruplandi, þótt þeir hafi verið margdæmdir. Það er hvergi hægt að hýsa þessa menn á örugg- um stað! Innst við Elliðavog í nijja iðnaðarhverfinu, skila þjóf- ar all-góðu dags- eða öllu heldur, næturverki, sem hver og einn mælti vera hreykinn af, segir í bréfi til blaðsins. Og bréfritarinn bælir við: Enda furðar það engan, því hverfið er illa upplijst, svo til háborinnar skammar er. Og enn segir hann: Nú er sú spurning ofar- lega á baugi, hvort lögregl- an hafi meiri áhuga á að ryðja að ástæðulitlu þau fáu danshús, sem eru hér í borg, sem þeir gera ef til vill í þeim tilgangi að láta drylckjuskap sýnast hér meiri en hann er i raun og veru — eins og tölur um áifengisneyzlu annarra þjóða sýna og sanna. — Að vernda eignir manna er sniðgengið á dyggilegan hátt. En að berja og jafnvel limlesta danshúsgesti — það er annað mál. Annar bréfritari er engu síður reiður út i þann ó- þjóðalýð, sem veður um göt urnar rænandi og meiðandi fólk, sem á sér einskis ills von í siðuðu þjóðfélagi. Hann telur réttilega, að þessi lýður eigi að vera læst ur inni bak við rimla og lás. Hann álítur einnig, að timi sé til kominn að lög- reglan beri skotvopn, þegar bún sé að eltast við þessa glæpahunda. Heldur liann því fram, að mesti glansinn rynni af þessum aumingj- um ef þeir sæu alvöruna og að jafnvel líf þeirra væri í hættu. Hann segir, að liér í borg séu orðin það gróf afbrot, að tími sé kominn til slíkra liluta. „Eða eiga Reykvíkingar almennt að fara að bera skammbyssu á sér til varn- ar óvænlum árásarmönn- um?“ spyr sami bréfritari. Og hann bætir við: „Þá ætti löggjarfarþingið að breyta lögunum, svo að bver og einn geti varið liendur sínar fyrir alls kyns misindispakki.“ Hér liefur verið rakið meginefni tveggja bréfa um þetta efni, sem blaðinu hef- ur borist frá mætum borg- urum. En af nógu er að taka. Bæði bréflegar og munnlegar kvartanir eru bornar fram við blaðið, svo að segja daglega, varðandi það ófremdarástand, sem hér ríkir og stafar mikið af þvi, að dæmda glæpa- menn er ekki liægt að loka inni, svo að þeir séu ekki liættulegir umhverfi sinu. I einu bréfinu er þvi einn ig lialdið fram, að smá- glæpamenn séu dæmdir fyr- ir auvirðileg afhrot, á sama tíma sem stórglæpa- mönnum i hærri stöðum sé sýnd linkind. Þetta er að visu ekki ný kenning, en út i þá sálma skal ekki farið að sinni. Það er á hinn bóginn á- berandi staðreynd, að ávallt ganga lausir margir dæmd- ir afbrotamenn, sem ekki er hægt að láta taka út refsingu sína fyrr en eftir dúk og disk, vegna skorts á fangahúsum. Og skeytingaleysi hins op- inbera, hvað þetta snertir, er nánast sagt furðulegt, þvi hér er um stórmál að ræða. Öryggi fólks gagnvart þjófum og alls kyns mis- indismönnum er skilyrði fyrir því, að unnt sé að lifa liér á landi hamingjusömu lífi. Blaðið veit með vissu, að fólk almennt skorar á taf- arlausa fjárveitingu til fangahúss, er hýst getur þá þrjóta, er ógna eigum og heilsu þcirra. * Búðarþjófar Framhald af bls. I fyrst biður IRMA þó búða- þjófinn að tala við maka sinn, — ef um hann er að ræða, — um vandamálið, en þori liann það ekki, er engin önnur leið en fara til prests eða læknis, og verður viðkomandi að framvísa voltorði um, að slíkt trún- aðarsamtal hafi átt sér stað. Börge Olscn hefur sagt í úlvarpsviðtali, að hugmynd þessi sé amerísk, og að það hafi aldrei verið meiningin, að almenningur fengá að vita um þessa stórmerkilegu aðfcrð við þá, sem falla i freistni fyrir auðteknum vörum kjörbúða og vöru- liúsa og gerast fingralangir. Djöfladýrkendur (Framhald af bls. 1). að ákalla djöfulinn, snúa faðirvorinu upp á andskot- ann og frcmja alls kyns helgispjöll, djöflinum til dýrðar. Það er síður en svo, að djöfadýrkun sé nýtt fyrir- brigði. Menn muna eftir mörgum dæmuin til slíks úr þjóðsögum og ævintýrum, en þó er ekki vafi á því, að þetta fyrirbrigði er að áger- ast talsvert á síðari árum. Djöfladýrkun er mjög í lizku í Bandaríkjunum um þessar mundir, og eru „svartar messur“ tíðkaðar þar af miklum móði. Ekki er vafi á því, að þessi tízka befur átt siiin þátt í því, að stofnaður var söfnuður sat- anista hér í borginni. Ekki er beinlínis ástæða að ætla, að djöfullinn sé að verða mun vinsælli um þessar mundir en liann hef- ur áður verið, en hitt er vist, að það á eklci hvað minnstan þátt í vinsældum fyrirbrigðisins, að samfara messunum er venjulega við- liaft svæsið kynsvall, og eins og nærri má geta er það vel til þess fallið að laða að bæði ltarla og kon- ur, sem gaman hafa af slík- um leikjum. Söfnuður satanista hefur aðsetur í gömlu timburhúsi í Þingholtunum. Er venju- lega messað einu sinni til tvisvar í viku, og jafnan um miðnætti. Ekki er blaðinu fyllilega ljóst, hvort það athæfi, að tilbiðja kölska, er ólöglegt, en þó virðist sumum að þessum glötuðu sálum sé það ekkert of gott að velt- ast um berrössuðum og á- kalla djöfulinn — svona til hátiðarbrigða(!!). * Þeir æf&u Framh. af bls. 1 ið fyrir þá, þann mánuð, sem æfingar hafa staðið yf- ir. Sviðsmyndina hafa nem- endur sjálfir unnið. Leik- stjóri er Hilde Helgason, sem lagt hefur stund á leik- list i Austurríki og hefur áður leiðbeint skólafólki, bæði þar og hér, við upp- setningu á leikritum. Þýð- andi er dr. Þorvarður Helga son, eiginmaður bennar. Frumsýningin fór fram i Austurbæj arbíó og þótti tak ast vel. — Aðgöngumiða- sala er hjá Eymundsson. * Gleðisaga Framh. af bls. 3. Ljós roði breiddist fyrst yfir hálsinn og síðan upp á andlitið á Debbie, og hún fitlaði við holdmikla neðri vörina á með- an hún virtist hugsa málið. Hún horfði fast og hugsandi á Steve; síðan tók hún þegj- andi teningana úr hendi hans, og bar þá upp að ljósinu, at- hugaði þá vandlega og lét þá skoppa nokkrum sinnum eftir borðinu. Hún mælti enn ekki orð af vörum, heldur gekk þegj andi yfir gólfið og, þangað, sem teppið huldi það ekki. Roðinn hélt áfram að breiðast niður eftir handleggjunum, þegar hún losaði um svart beltið, sem hún hafði um sig miðja, kastaði því á gólfið og sagði: — Leggið á móti herra minn. Steve tók þúsund dollara seðil upp úr veski sínu, lagði hann hjá beltinu og sagði: — Það hefi ég gert. Hún kastaði þrisvar. blés á teningana, hristi þá og skók í bauknum, og pilsið dróst upp eftir lærum hennar. þegar hún beygði sig áfram til að kasta þeim. Þa j lágu orðið átta græn Odýrustu gólfteppin og líklega þau beztu frá ÚLTÍMA KJÖRGARÐI ,4? FE RÐAS KRIFSTOFA RtKJSINS Mailorka beint flug eða um Kaupmannahöfn. Kanaríeyjar tveggja, fjögurra og sex vikna ferðir. ALLIR FLUGFARSEÐLAR — IT-FERÐIR _ HÓPFERÐIR — FJÖLSKYLDUFARGJÖLD. LÆKJARGÖTU 3, REYKMVIK, SIMI 11540

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.