Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.03.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 10.03.1972, Blaðsíða 2
2 NV VIKUTÍÐINDl SKYIMDIBRÚÐIR NÝ VIKUTÍÐINDI Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar Skipholti 46 (vesturgafl) Símar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjóðvil.1ans Setning: FélagsprentsmiCjan Alvara á ferðum Gerum við okkur ljóst, að pólitískir delerantar eru að stofna þjóðinni í voða? Það er ekki eitt, heldur allt. Það veður alll fyrir- hyggjulaust á súðum. Þeir þykjast vera hinir stóru menn sem geta skák- að öllum lieiminum. Lipurð er ekki fyrir að fara. Þetta á nú við utanríkis- pólitíkina. Miklir menn erum við Hrólfur minn, stcndur þar. Þó skal ekki kastað lasti á tilgang og hugsjón þessara manna, en i utanríkispólilik er margs að gæta, og þar má ekki rasa um ráð fram. Diplomati verður stærri lið- ur en margur hyggur. Annað er það 'Fólk botnar heldur ekk- ert i ýmsum ráðstöfunum nýju stjórnarinnar. •Hvernig ætlar hún að halda kaupi niðri, jafn- framt þvi sem hún liækkar búvörur og xnargt annað, á sama tínxa sem vei’ðstöðvun er helsta stefnuskrármál hennar? Sannast sagna eru allir undrandi á því, livað ríkis- stjórnin er bjánaleg í ýms- urn athöfnum sínum, því það er eins og hún viti ekki hvað hún er að gera. Mönnum dettur í liug sam liking við sveilamann, sem er að byrja búskap, en get- ur ekki gert upp við sig, hvaða skepnur hann á að hafa eða jafnvel fara í korn rækt! Kotungshugsanahátlur ríð ur ekki við einteyixxing, seixx eðlilegt er, þegar kaupfé- lagsstjórafulltrúi úr þorpi á að stjórna fjármálunx heill- ar þjóðar. Það væri álitamál, hvort þjóðin vildi ekki kjósa aðra stjórn, ef hún mætti velja á ný. KAUPSÝSLU- TÍÐINDI □ Sími 26833 ÞAÐ var þann 17. júní 1965, að Lucia Osborne 22 ára göm- ul dama, vöxtugleg og girnileg dökkhærð mær gekk niður landganginn og frá borði á úthafsskipinu Leonardo da Vinci. Allir sem nærstaddir voru gláptu á þessa girnilegu meyju. Við hlið hennar gekk miðaldra Bandaríkjamaður, Thomas Osborne. Hann var í- við lægri en stúlkan og var klæddur algengum fötum og leit út eins og mikilsverður viðskiptahöldur. Þegar þau komu til tollvarð- arins, rétti Osborne honum tvö vegabréf, og sýndi annað þeirra að stúlkan hafði land- vistarleyfi. Tollvörðurinn virti vegabréf- in andartak fyrir sér og sagði síðan brosandi: — Ég sé að hamingjuóskirn- ar eru í lagi. — Það er fallega mælt, svar- aði Osborne, og stúlkan brosti til tollvarðarins. Pappirar henn ar sýndu að hún og Osborne höfðu gifzt í Rome þann 8. júlí. TVEIMUR dögum seinna, stuttu fyrir miðnætti, kom Lucia Osborne út úr svefnher- bergi sínu í hinni teppalögðu íbúÖ sinni í austurhluta borgar- innar. Hún var aðeins í næfur- þunnum slopp, sem leyndi eng- um sentimetra af líkama henn- ar, enda var hann óhnepptur og konan nakin innan undir honum, og skein þar í brjóstin mikil að vöxtum og falleg. Hún var grönn í mittið og leggjalöng, og fyrir ekki löngu síðan hafði þessi líkami verið til sýnis í rómverskri búlu. Dökkt hár hennar féll slegið niður eftir henni. Ég skal færa þér eitthvað að drekka, ef þú villt, kallaði hún yfir öxl sér inn í svefn- herbergið, meðan þú ert að klæða þig. — ís og skota, svaraði mað- urinn inn í svefnherberginu. Hún gekk að litlum bar úr valhnotuviði í dagstofunni. Þar voru allar mögulegar vinteg- undir allt frá skota til pernod. Lucia blandaði drykk fyrir þau bæði, og hélt svo aftur til svefnherbergisins. — Gjörðu svo vel, sagði hún. Maðurinn, sem enn sat á rúmstokknum leit upp eftir henni. Hann var enn kviknak- inn og hann brosti við henni af ánægju þess manns, sem finnur sig stóran og mikinn yfir að hafa notið fagurrar konu og ekki einasta var þetta fallegasta kona, sem hann hafði nokkru sinni hitt heldur einnig sú, sem mest kunni fyr- ir sér í undirbrekánalist. Hann tók við glasinu. — Þakka þér fyrir, sagði hann, má ég hitta þig í næstu viku? Lucia laut áfram og kyssti hann laust á munninn. — Þú mátt hitta mig hve- nær sem þér þóknast, hvern einasta dag, ef þér sýnist svo. Maðurinn hló: — Ég er hræddur um, að ef ég ætlaði að hitta þig daglega yrði ekki langt þangað til ég færi héðan í líkvagninum. Auk þess væri sennilega ódýrara fyrir mig að ráðast beint til atlögu við ítal- íu alla í eitt skipið fyrir öll heldur en borga hana svona í smáskömmtum. Lucia renndi fingrunum í gegnum hár hans, sem var byrjað að þynnast og sagði: — En þú kemur bráðum aftur að finna Luciu þína? — Mjög fljótlega, svaraði hann, og þegar hann hafði lok- ið við drykkinn og klætt sig, tók hann fimm 20 dollara seðla úr veski sínu og rétti stúlk- unni. — Næsta þriðjudag, og þá föstudag, sagði hann um leið. ÁÐUR EN Lucia háttaði kl. 4 um nóttiha hafði hún afgreitt tvo aðra. Annar þeirra borgaði 100 dollara, en hinn sem var stórforstjóri flugvélaverk- smiðju, borgaði 200 dollara. Kl. 2 eftir hádegið þennan sama dag, því að Lucia sofnaði ekki fyrr en undir moi’gun, kom Thomas Osborne inn. Hann hafði lykil og Lucia vissi ekki af fyrr en hann stóð við stokkinn og reyndar ekki einu sinni þá, því að hann varð að hrista hana mjúklega til, svo að hún rumskaði. — Mér þykir leitt, sagði hann, að verða að vekja þig, en ég hef útvegað þér tvo „jóna“ í dag eða kvöld, og þeir eru báðir feitir bitar. Lucia kastaði síðu hárinu frá andliti sér, seildist upp og greip höndum um háls honum, og hann lét undan henni og kyssti hana mjúkt. Hún sagði: — Ef þú vilt hátta hjá mér núna.... Osborne gi’eip framí: Seinna, þú ættir að fara að hafa þig til. Við ættum líka að geta krækt okkur í að minnsta kosti þrjá væna seðla á milli þess- ara. Hvernig gekk 1 gærkveldi? — Peningarnir eru í komm- óðuskúffunni til hægri, sagði hún. Osborne fann 400 dollara, sem Lucia hafði unnið sér inn um kvöldið og nóttina. Hann tók sjálfur 250 dollara en skildi eftir innan um nærföt- in 150 dollara. Á NÆSTU tveimur klukku- stundum safnaði Thomas Os- borne 450 dollurum frá hin- um tveimur viðskiptakvenna sinna, og voru þá eftirtekj- urnar eftir nóttina 700 dollar ar. Af þessu borgaði hann húsa leigu í þremur dýrum íbúðum í austurhluta borgarinnar, fatn- að handa dömunum, áfengi, fegrunarlyf og læknislyf. Á- góðinn var samt mikill. Stúlk- urnar sjálfar höfðu aldrei minna í sinn hlut en 500 doll- ara eftir vikuna, og voru þeir auðvitað skattfrjálsir. Thomas Osborne er ekki nema einn af mörgum mellu- dólgum, sem hafa uppgötvað þessa aðferð til sölu á gleði- konum, en þessi aðferð er enn mjög haldgóð, og lögreglan get- ur lítið að gert, þó að henni sé sarfsemin kunn. Það, sem Osborne og hans líkar hafa verið að gera und- anfarin ár, er að fara erlend- is, giftast sýningardömum eða fínum vændiskonum, koma með þær til Bandaríkjanna sem eiginkonur sínar og koma þeim þar í vinnu, sem sannar- lega var arðberandi. Stúlkurn- ar vita að þeim er ætlað að vinna í Bandaríkjunum sem vændiskvendi, og þær vita einn ig að „eiginmenn“ þeirra græða stórfé á þeim, en þær vita einnig það, að þær hafa samt meira upp, en þær myndu nokkurs staðar geta haft upp í Evrópu eða Mexico. Þegar þær síðan hafa verið tvö ár í iandinu geta þær sótt um bandarískan borgararétt. Þar sem stúlkurnar kjósa oft- ast að vinna fyrir „eiginmenn“ sína um fimm ára skeið, geta þær að loknum þeim tíma stofnað eigið fyrirtæki, án hættu á að þær verði sendar til baka. í löndum eins og Ítalíu, þar sem mjög erfitt er að fá inn- flutningsleyfi til Bandaríkj- anna og það getur tekið mörg ár að fá slíkt leyfi, þá er þetta giftingarfyrirkomulag, sérlega aðlaðandi fyrir ungar stúlkur sem einhverra hluta vegna komast til Bandaríkj- anna og vita að þær geta haft þar upp miklu meiri peninga en í heimalandi sínu meðan þær eru „vinnufærar". Síðan snúa margar þeirra heim aft- ur til föðurlandsins, og eiga þá oft næga aura til að setja á stofn eitthvert lítið en virðu- legt fyrirtæki, eða þá að þær verða sér úti um raunveruleg- an eiginmann, sem oftast er vandalítið fyrir þær, þegar þær eiga peninga. NIKÓLÍNA frá Brussel fór til Parísar, þegar hún var 17 ára gömul vann í tvö ár sem sýningardama hjá Lido, en upp götvaði þá, að hún myndi á annan, og að mörgu leyti skemmtilegri hátt, geta unnið sér inn tvöfalt kaupið hjá Lido, og tók að stunda vændi í dýr- asta hverfi borgarinnar, Champs Elysees. Hún giftist svo Bandai’íkjamanni í desem- ber 1964 og býr nú og vinnur í þriggja herbergja íbúð í New York. Hún hafði eftirfarandi sögu að segja þeim er þetta ritar: — Ég hafði haft spurnir af nokkrum stúlkum, sem höfðu farið til þessa lands og þeim hafði vegnað vel. Þær höfðu gifzt Bandaríkjamönnum. Svo var það eitt kvöld hjá Fouqet, að þessi aðalaðandi Bandaríkjamaður kom að hlið mér þar, sem ég stóð við bar- inn. Hann hellti í mig kampa- víni og fór síðan með mig til herbergis síns á hótel George V. Hann hlýtur að hafa verið ánægður með mig, því að hann sagði mér að hann væri í Par- ís að leita að stúlku, sem hann gæti gifzt og tekið með sér til Bandarikjanna og unnið fyrir hann þar. Ég vissi ekki, hvort . ég átti að taka hann trúanlegan, en hann sagði að við gætum gifzt innan þriggja vikna og síðan haldið af stað nokkrum dögum seinna. Hann jafnvel sagði mér að hann hefði tvær fyrrverandi „eiginkonur“ í vinnu hjá sér í New York. Hann sagði mér nákvæmlega, hversu mikið hann myndi taka í sinn hlut af því, sem ég ynni mér inn, en það virtist, að ég hefði samt ágætlegar tekjur í minn hlut. Ég hugsaði með mér, að jafn vel þó að hann lygi öllu sem hann sagði, þá fengi ég fría ferð til Bandaríkjanna og hafa engu að tapa. En hann laug engu. Við fór- um beint frá borði í þessa fall- egu íbúð, og nú hefi ég spar- að saman meira fé í tæpa sex mánuði heldur en ég myndi hafa gert á þremur eða fjórum árum í París. Ef þessu heldur áfram, sem ég vona, get ég horfið aftur til Parisar eftir fimm ár eða svo og keypt mér litla fataverzlun, og kannski þarf ég aldrei að hafa peninga ¥ Eins og hefðarmeyjai* aA iitliti strejma þœr tollfrjálst inn í landið í skjóli handarískra „eiginmanna*% og reka nú stórfelld vidskipti sem margur niyndi syndsamleg kalla, sem skjndibróöir og lögreglan má horfa á án þess að fá rönd við reist ¥

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.