Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.03.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 10.03.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI BRANDARAR 11 Innbrot eða skyrtuleit Lögreglumaðurinn (við ungu frúna): ,Hvernig getið þér haldið því fram, að þér hafið ekki óðara vitað að um innbrot var að ræða, þegar allir skápar voru opnir í íbúðinni, allar skúffur útdregnar og innihald þeirra dreift út um allt?“ „Ja,“ sagði unga frúin, „ég hélt fyrst að maðurinn minn hefði verið að leita sér að skyrtu.“ Misskilningur „Ég hélt þú hefðir vérið að heimsækja þá ljóshærðu í kvöld.“ „Ég heimsótti hana.“ „Af hverju kemurðu þá svona snemma heim?“ „Nú, við sátum og röbbuðum saman um stund. Svo slökkti hún allt í einu ljósin. Ég skil fyrr en skellur í tönnum!" Snarræði í stórri veizlu hafði lögfræð- ingur nokkur konu til borðs, sem hann hafði ekki séð fyrr og hann hafði ekki heyrt nafn hennar þegar þau voru kynnt. Á meðan setið var undlr borð- um kom hann auga á mann nokkurn sem eitt sinn hafði farið illa með hann í viðskipt- um. „Sjáið þér þennan mann þarna hinum megin,“ hvíslaði hann að borðdömu sinni. „Ég gæti vel hugsað mér að snúa hann úr hálsliðnum." „Ekki nema það þó,“ svaraði borðdaman kuldalega. „Þetta er maðurinn minn.“ „Ég veit það,“ svaraði lög- fræðingurinn í flýti og lét sér hvergi bregða. Því næst horfði hann ástaraugum á borðdömu sína nokkra stund og bætti svo við: „Það er einmitt ástæðan!" Sýningaratriði Eiginmaðurinn var áhyggju- fullur á svipinn og reyndi að útskýra það fyrir konu sinni, að fjárhagsástæður þeirra væru ekki sem allra beztar í bili, svo að hann gæti ekki skrifað ávísunina handa henni. „Það er tilgangslaust góða mín,“ sagði hann. „Ég á ekk- ert til fyrir henni í bankan- um.“ „En gefðu mér samt ávísun,“ sagði frúin „og hafðu hana fimm þúsund krónur. Ég ætla aðeins að nota hana til að sýna hana í kvöld. í saumaklúbbn- um ætla ég að draga hana í ógáti upp úr töskunni minni um leið og ég næ í vasaklút- inn.“ Afmælisgjöfin Frúin (hjá fuglakaupmann- inum): „Hvað getur þessi páfa- gaukur sagt?“ Fuglakaupmaðurinn: „Góðan daginn. Setjist niður og látið fara vel um yður.“ Frúin: „En þessi?“ Fuglakaupm.: „Drykkjubróð- ir, skál, gamla fyllibytta.“ Frúin: „Ég ætla að fá hann. Það á að vera afmælisgjöf handa manninum mínum.“ Henging Gárungi nokkur spurði lækni, hvers vegna henging orsakaði dauða. „Vegna þess,“ svaraði læknirinn, „að andar- drátturinn stöðvast, blóðið er hindrað í hringrás sinni, og það blæðir inn í heilann —.“ „Bull!“ greip gárunginn fram í, „það er einfaldlega af því, að reipið er of stutt, til þess að fæturnir geti náð til jarð- ar.“ Tólfta músin Sagan segir að háðfugl nokk- ur háfi éitt sinn sent nokkrum vinum sínum öskjur, sem í voru 11 hvítar mýs. Á hverja öskju háfði hánn fest kort, setn stóð á: „Ég vona, að þessar tólf hvítu mýs gleðji þig!“ Vinir hans eyddu mörgum dögum í að róta í íbúðum sínum til að finna tólftu músina. * Eiturgas Hvers vegna er ekki hægt að fá það klárt, livaðan sprengjan er upprunnin? Það eina, sem sagt hefur Verið opinberlcga er að sprengjan sé frá árinu 1942. En viti menn: nú kemur í ljós, að Bandaríkjamenn framleiddu ekki þessa sprengju 1942, svo eillhvað virðist óneitanlega vera gruggugt við þetta mál. Víst er, að ekki er hægt að kenna Bretum um þessa sprengju. Þeir voru farnir héðan 1942. Getur það verið, að sá orðrómur cigi við rök að styðjast, að þcssi eitur- sprengja sé frá árinu 1962? — En þá er vitað að þessi tegund var framleidd í Bandaríkjunum. — Getur það verið að landslýður sé leyndur sannlcikanum í þessu máli? Þegar 24 bandarískir her- menn slösuðust af taugagas- leka á Okinawa árið 1969, kom það í ljós við rannsókn að taugagas og annað eitur- gas liafði á árunum 1961— 1963 verið sent til ýmissa útvarðstöðva Bandaríkj- anna. Og nú lilýlur þessi spurn- ing að vakna: Er það hugsanlegt, að Is- land sé ein af þeim „útvarð- slöðum”, scm notuð er til að geyma eiturgas; og er það liugsanlcgt að verulegu magni af bráðdrepandi eiliá hafi verið söklct í sjó við slrendur landsins? Margt bendir lil að liætt sé við að slíkt liafi átt sér stað; cn þess verður að krefjast af stjórnarvöldum, að þella mál verði ekki lát- ið lognast niður eins og svo margt annað. * Stripalingar Framh. af bls. 1 vör við að rjátlað var við gluggann hjá henni. Gluggi þessi veit út að húsabaki. Hún lcit út um gluggann, og gat að lita strípaling, sem viðhafði hið ósiðlegasta atliæfi. Konan barði þessa hrikalegu sýn ekki augum nenia skamma slund, en lét síðan lögregluna vita. Þcgar vcrðir laganna komu á vettvang, var stríp- alingurinn að sjálfsögðu á bak og burt, enda mun leik- ur hans hafa náð tilætluð- um árangri, og þá víst ekki cftir neinu að bíða. Nú upp á síðkastið mun þessi stripleikur þó hafa færst í aukana, þarna i smá íbúðarhverfinu; og eins og frainan greinir hefur verið kvartað yfir því, að kven- maður gangi þar ljósum log um kviknakin, og munu margir af íbúum liverfisins álita, að það sé skömminni skárra að hafa bcrrassaðan kvenmann á rölti í liúsa- görðum, heldur en ef um karlmann cr að ræða! Álitið er að þetta fólk geri cngum mein, en þó væri æskilegt að hafa hend- ur i hári þeirra, áður en þau fá lungnabólgu af þessu furðulega tiltæki. * Skyndibrúðir Framh. af bls. 3. þetta sér til tilbreytingar. Eftir vitnisburði Dayes við réttarhöldin, sem haldin voru yfir honum í Cannes, þá var þetta að verða ein helzta skemmtun ríkra unglinga, sem voru orðnir leiðir á hinum venjulegu „partium“ í einni sumarhöllinni eftir aðra. Þetta var miklu meira spennandi. Þann 23. september 1964 bað Dayes 22ja ára gamallar París- arstúlku, sem hét Martine Lol- GUNNAR H. JDNSSON SIMl 2 58 28 lard og hann hitti'fyrst í Cann- es, og hafði hún stundað þar vændi. Samkvæmt frönskum lögum, þá varð hvert það par, sem óskaði að giftast, að auglýsa það í þrjár vikur, eins og tíðk- aðist hér á íslandi lengi að lýst var með hjónaefnum löngu áður en þau giftust. Þegar þau hafa ákveðið að giftast, halda þau til borgara- skrifstofunnar og fá öll sín skírteini, sem þarf, og síðan eru nöfn þeirra rituð á spjald, og auglýst í blöðum sem kom- ið er fyrir á áberandi stað og þar verða þau að vera öllum til sýnis um þriggja vikna skeið. Það sem olli því, að Dayes lenti undir mannahöndum, var það að hann giftist tveim stúlk um frá sömu borginni. Þann 26. september voru nöfn þeirra Marfin og Martine Lollard rituð á sýningarspjald- ið, en þann 2. október ruddust inn í borgarfógetaskrifstofuna herra og frú Genot og kröfðust þess, að Bandaríkjamaður að nafni Martin Dayes yrði um- yrðalaust handtekinn. Ástæðan var svo sem gild, því að þessi náungi hafði fyrir sex mánuð- um kvænzt dóttur þeirra hjóna, Susan, og farið með hana til Bandaríkjanna sem konu sína, sem hann ætlaði að elska og virða og sjá fyrir ævilangt. Margar franskar konur, og reyndar konur hvar sem er í heiminum, hafa mjög gaman af að lesa trúlofunarauglýs- ingar og það hafði frú Genot einnig, og því fór sem fór. Cannes lögreglan handtók umsvifalaust hr. Martin Dayes, þar sem hann bjó á hóteli einu í borginni ásamt v£Öhtárííe^tÍL „konu“ sinni. Við rannsókn kom í Ijós, að þárín 1. marz 1964 ha^ði lVláft-" in Dayes kvænzt Susan Genot. VIÐ réttarhöldin kom einnig í ljós, að Dayes hafði „kvænzt“ fjórum frönskum stúlkum und- angengna 18 mánuði og farið með þær til Bandaríkjanna. Martine Lollard átti að verða fimmta „konan“ hans. Þegar hinar fjórar voru leit- aðar uppi, þá reyndust þær allar hafa það ágætt. Þær bjuggu í ágætum íbúðum og höfðu ágætar tekjur og það amaði svo sem ekkert að neinni af „konum“ Martin Day es. Þrjár þeirra viðurkenndu, að hafa farið með Dayes til :Bandaríkjanna vitndi vits, að þær áttu að verða vændiskon- ur, en sú fjórða þóttist ekkert hafa vitað af slíkri fyrirætlan. Rannsókn á ferli hennar tætti samt þá fullyrðingu hennar smátt og smátt. Þegar sannanir lágu fyrir, meðgekk Martin Dayes. Hann sagðist hafa lent í þessum við- skiptum vegna frásagnar franskrar vændiskonu, sem komið hafði til New York eftir þessum leiðum. Mér fannst þetta skemmti- legt verk, að smygla stúlkun- um á þennan hátt til Banda- rikjanna. Þetta voru mjög fal- legar stúlkur og þær vildu þetta, og mér fannst þetta mjög ævintýralegt allt saman. Ég veit ekki um neinn. sem hefur byrjað þessi viðskipti á undan mér. en bó kann það

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.