Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.03.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 10.03.1972, Blaðsíða 6
N? VHCUTÍ0IKDI tfR ANNALHM LÖGREGLCNNAR M A R« SLVNGNIl FORLAGAÞRÆÐIR EIGINMAÐUR húsfreyjunn- ar var að heiman, og leigjand- inn virti f yrir . sér f agurlegar útlínur konunnar. Af ósviknum áhuga. — Ég elska manninn minn, sagði Mary Greighton og mjak- aði sér nær eldhúsdyrunum. Farið upp í yðar íbúð. Brosið á vörum mannsins breikkaði. Hann hreyfði sig ekki. — Ekki efa ég það, að þú elskir manninn þinn og börn- in, sagði hann. Og þess vegna er það eina viturlega, sem þú getur gert, að koma með mér inn í svefnherbergið án frekari málalenginga, plegate, ljóshærður, varaþykk- ur, lymskulegur náungi, kom til sögunnar. -•- APPLEGATE var • maður íkvæntur, átti dóttur þar að auki. Þessi fjölskylda tók á leigu íbúð í húsi Greighton- hjónanna, og gerðist brátt all- umsvifamikil, sér í lagi eigin- maðurinn, sem brátt ruddi sér leið inn í svefnherbergi hús- freyju, eins og að framan grein ir, meðan húsbóndinn var í vinnunni. Öllu umsvifameiri var þó kona hans, Ada Apple- gate, á sinn hátt. Everett hafði Djjöflafæoan Rottubani var helzta tónistuiidaioja hcnnar — þegar mikio lá vío. En oft fer öðruvísi en aetlað er . . . Mary hélt um dyrahúninn. nefnilega ráðizt í það, sem Hún þurfti ekki annað en að ýta á hann til þess að sl'eppa út, út í garðinn, þar sem ná- grannarnir sáu hana; og mað- urinn myndi aldrei voga sér að áreita hana. Everett Applegate hirti ekki um að aftra henni. Lævíst bros lék um varir hans, þegar hann hélt áfram: — Ég veit um.allt það, sem gerðist í New Jersey. Nokkrar ábendingar til kjaftakerling- anna í strætinu, og heimilis- ánægjan hérna er öll rokin út í veður og vind. Mary Greighton varð hugsað til sonar síns og dóttur. Til allrar hamingjuáranna, sem þau höfðu eytt hérna á Long Island, eftir hörmungarárin í New Jersey. Hönd hennar féll af hurðarhúninum. Niðurlút gekk hún inn í svefnherbergið og beið þess, að hann kæmi á eftir henni. Greighton og Everett Appple- gate öll ágreiningsatriði sín á milli með innilegu faðmlagi. Vissulega hafði hún á sínum tíma leiðzt út í framhjáhald, sem heita mátti orðið reglu- legt, og það vantaði ekki, að hún elskaði manninn sinn af öllu hjarta. En því gat hún ekki neitað með sjálfri sér, að Everett var lipur og ákafur elskhugi, og engan veginn frá- hindrandi. Auk þess gekk hann að þessu með stakri gætni og varúð, svo að ekki kæmist upp. Engu að síður var hún full af ótta yfir þessu. — Ef Ada fær nú einhvern pata af þessu? stundi hún eitt sinn. Allt í sambandi við for- lyfti andlitinu upp úr ávaxta- hlaupinu og rjómanum, sem hún var að gæða sér á: — Ójá, ég er feit — hvað um það? svaraði hún hryss- ingslega. — Þú ættir að leita læknis, sagði Everett, vegna heilsunn- ar. Hann myndi gefa þér fyrir- mæli um rétt mataræði. — Nei, asskotinn, svaraði Ada. Ég hef yndi af að borða. Everett hristi höfuðið þung- búinn, meðan hún úðaði nokk- ur hundruð hitaeiningum í sig. . -•- TÓLF árum áður hafði yngri bróðir Mary andazt á kynlegan hátt. Krufningin leiddi í ljós, að dánarorsökin hafði verið arsenik, sem hann hafði tekið inn á all-löngum tíma, lítið í einu. Grunur féll á Mary, sem hafði hirt líftryggingafé hans. Engu að síður voru sannanir gegn henni haldlitlar, og var- færinn kviðdómur sýknaði hina fögru konu af öllum ákær um. Það leið ekki á löngu áður en Mary hirti vátryggingarfé í annað sinn; í þetta skipti tengdamóður sinnar. Enn var framin krufning, sem leiddi í ljós dánarorsök af völdum ar- seniks. Enn var Mary ákærð fyrir morð. Sönnuð sök hefði kostað hana lífið, en kviðdóm- urinn var ekki á því að sak- fella hana fremur en í fyrra skiptið. Mary Greighton var sýknuð. Engu að síður fannst þeim hjónum orðið ólíft í gamla umhverfinu í New Jersey, svo að þau tóku sig upp með böfn sin tvö og fluttust til Long Is- land. Þar lifðu þau í ró og næði, þangað til Everett Ap- fæstir karlmenn leggja fyrir sig, nefnilega að ganga að eiga kjötfjall, sem á sínum þrjátíu óg sex' árum hafði náð '269 punda þyngd. Og hún hafði engan veginn fæðzt raddlaus. Þrumurödd hennaf bafst ósjald an út fyrir húsveggina: — Þú þarft: ekki' að segja mér! drundi í henni, — áð þú lítir ekki á aðrar konur en mig! En Applegate var aldrei sak- leysislegri í framan, en þegar hann svaraði á sinn elskulega hátt: — Elskan mín. Mér myndi ekki koma til hugar að hugsa þannig um nokkra aðra konu, frekar en telpuna, sem er að leika séf á gangstéttinni hérna fyrir utan! Hugsunin hafði nefnilega fæðzt hjá honum, þegar hann virti fyrir sér tólf ára dóttur sambýlishjónanna að leik hjá húsinu. Hún var að koma til, hvað snerti líkamlegan vöxt og útlitsfegurð. Engu að síður var ekki tímabært að dvelja frekar við það umhugsunarefn- ið, svo að hann leiddi talið frá „öðru kvenfólki" með tylli- ástæðu til að koma sér út. — Telpan er að sippa nærri bílnum, sagði hann eitt sinn. Ætli það sé ekki ástæðan fyr- ir rispunni á stuðaranum? Ég ætla að fara niður og 'tala um þetta við móður hennar. Ada lyfti skrokknum upp úr hægindastólnum: — Láttu mig um það. — Nei, þetta er karlmanns- verk. Ég er miklu færari um þessi mál en þú. -•- OG NOKKRUM mínútum SEINNA kom hann að máli við Mary: — Ef við bara gætum fengið hana til að leita læknis, þá myndum við losna við hana úr húsinu nokkrar stundir í viku hverri — svo að ekki væri hætta á að hún sæi eitt- hvað, sem ekki er hollt fyrir hana. Mary hrukkaði ennið. Hún virtist eiga í talsverðri innri baráttu. Loks sagði hún: — Ada er mikið fyrir sæl- gæti, Ég ætti að búa til köku tíðmíh'a, allt sem ég hef reyhtf ggj *em± svo rækilega að fela, verður grafið upp, ef úr þessu verður hhéyksli." Applegáte svaraði kæruleys- islega: — Ég myndi segja það, elsk- an, að þú værir flestum færari í því að koma í veg fyrir, að hún fái nokkurn tíma veð- ur af þessu. — Þú átt við að þagga nið- ur í henni? Fyrir fullt og allt? Þrýstinn barmur Mary gekk upp og niður af æsingnum. — Það er töluvert í húfi, sagði Applegate. Mary hristi höfuðið. Hún hafði þegar staðið tvisvar í skugga rafmagnsstólsins. Það var tvisvar of oft. Ef þriðja manneskjan dæi af völdum ar- seniks í námunda við hana, var harla ólíklegt að nokkur kviðdómur' fengist1 til að:misk- unna sig yfir hana. SVO ÞAÐ var ekki um neitt annað fyrir þau að gera, en halda áfram laumuspili sínu og vona það bezta. John eiginmaður Mary, var bundinn í starfi sínu á borgarskrifstof- unum í Nassau allan daginn. Everett vann hins vegar að skýrslugerðum og hafði óbund- inn vinnutíma; gat því komið heim hvenær dags sem var. Þau hefðu ekkert þurft að fara í felur með ástamál sín, ef Ada hefði ekki verið í húsinu, en nærvera hennar fyllti Ever- ett æ meiri gremju. — Ada, sagði hann við konu sína eitt kvöldið, þú hefur fitn- að síðán við giftum okkur. , Vingjarnlegur raddhreimur- síðar útkljáðu þau Mary inn stakk hana, svo að hún — Hvað ætlastu fyrir? Dreþa hana, elskulega? Æjá, auðvitað — hvers vegna bak- arðu ekki handa henni eina af þessum sérstöku kökum þín- um, Mary? Það var farið að hitna í eldavélinni hjá henni nokkrum mínútum síðar. Og strax sama kvöldið var Ödu Applegate færð dýrindisterta með glitr- ándi hvítu ískremi. Hún var ekki lengi að skella henni í sig og sleikti út um af ánægju. — Þetta var aldeilis afbrag'ð! -*- KLUKKUSTUNDU síðar lá hún á gólfinu og baðaði út öllum öngum, æpandi og skrækjandi af innankvölum, haldandi báðum höndum um magann. Everett reyndi að hugga hana. — Ég var búinn að segja þér þetta, fitubollan þín, sagði nann. Þú verður bara að fara til læknis og fá forskrift um mataræðið. Everett skrapp niður til að sækja verk- og vindeyðandi, og notaði tækifærið til að hvísla að Mary: — Lagast hún? Stundarkorn getur það hafa hvarflað að Mary, að ef til vill kynni hún að hafa látið helzt til mikið af Rottubana — eins og djöflafæða þessi nefnd: ist — í tertuskrautið. En löng reynsla hrakti undir eins allan kvíða á brott: Hún verður komin í fyrra- málið til að biðja um meira. Rottubaninn hafði sín áhrif á Ödu. Undir morguninn féllst hún veikri röddu á að draga ekki að leita læknis. Og þegar rúmlega hálft þriðja hundrað punda hlass kemur inn til lækis og kvartar um kveisu- sting í mallakút, þá liggur ekk- ert annað fyrir en setja hana í megrunarkúr. Og meðan hún fékk nákvæma uppskrift, lyf- seðil og fyrirmæli um að hreinsa Rottbanann úr melting- arfærunum, gömnuðu mýslurn- ar tvær heima hjá sér heldur en ekki við ástaleiki sína. -•- ÞEGAR Everett hafði á svo ákjósanlegan hátt kippt í lag málum heima fyrir, tók hann að snúa sér að samfélaginu og gera sér far um að láta sem mest á sér bera. í Þjóðfrelsis- hreyfingunni, sem lét sér ekk- ert umbótamál vera óviðkom- andi, var hann kjörinn for- ystumaður, og veittu þessi met- orð honum meðal annars auk- inn frítíma úr vinnunni — til að vinna að velferð bæjarfé- lagsins — en aðallega til að sinna Mary Greighton, hvenær sem hann mögulega gat því við komið. Henni var líka alveg hætt að finnast það jaftkk„ uð óviðkunnanlegt. Rottubananum var líka alveg si,eppt í tertur, þvíj að,f.Mafy,, hafði sett stólinn fyrir dyrnar; hvað snerti hvers kyns morð- brölt í nærveru hennar. Ever- ett var heldur ekkert að leggj- ast fast að henni. Honum hafði nefnilega á skynsemdaraugna- bliki dottið í hug, að henni gæti alveg eins dottið í hug að lauma eitri í matinn hans eins og hvað annað, ef hann væri með eitthvað múður. Svo hafði hann líka komið auga á blómstrið í garðinum, sem óx og dafnaði — og hann vildi. fyrir hvern mun fá að plokka. -•- BLÓMSTRIÐ EINA hét Anna Wharton og var dóttir Mary af fyrra hjónabandi, orð- in fjórtán ára gömul og þegar farin að bera ýms einkenni kvenlegs yndisþokka. Henni var ekkert á móti skapi að kalla hann „Edda frænda". Og blessaður karlinn hann Eddi frændi hafði það fyrir sið að vera til staðar, þegar telpan kom heim úr skólanum, til þess að geta sýnt henni alla þá föðurlega umhyggju, sem brauðstritið aftraði John frá að láta henni í té. Græzkulaus faðmlög, föðurlegt klapp á koll inn; þetta var byrjunin, sem Eddi frændi breytti smám sam an í langa kossa á munninn og hörkufaðmlög — þegar hvor- ugt foreldrið sá til. Telpan var eins og leir í þrautæfðum hönd um hans, og hann kaus sér hana sem hlýðna og eftirláta brúðu í einkakvennabúri sínu. Hann fór oft með telpuna í bíó, jós yfir hana poppkorni og sælgæti, og svo leiddust þau

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.