Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.03.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 10.03.1972, Blaðsíða 8
8 NY VIKUTIÐINDI ORD ERU ÖÞÖRF o glasbotninum „Ja, ekki veit ég . . . " Sunnudagurinn nálgað- ist, og gamli presturinn var orðinn kviðaíullur, þvi hann vissi ekki um hvað hann setti að tala í stóln- um i kirkjunni. Konan hans stakk þá upp á því, að hann skyldi beina orðum sínum sér- staklega til æskulýðsins og vera svo frumlegur að fjalla um íþróttina að standa á sjóskíðuni. Nú rann sunnudagurinn upp, en þá var prestsfrúin lasin og gat ekki mætt við messuna. Á leiðinni til kirkjunnar fór presturinn að efast um, að viturlegt væri að prédika um sjó- skiðasportið, þvi erfitt myndi að finna tilvitnun um það i bibliunni, svo að hann ákvað þess í stað að fjalla um kynlífið, sem reyndist heillaráð. Nokknum dögum seinna hitti kona nokkur úr söfn- uðinum prestsfrúna og hældi ræðu prestsins mik- ið. „Hvernig i ósköpunum hefur maðurinn yðar kynnst svona vel þessu efni, sem hann hélt ræð- una um?" spurði hún. „Ja, ekki veit ég það," svaraði maddaman, „þvi hann hefur bara prófað það tvisvar, og þá mis- tókst ailt í bæði skiptin." X- Heim af ralli Tvcir Mosfellingar voru ú heimleið af kvöldralli í borginni. Sá, sem sat við stýrið á jeppanum, var eklri alveg lclúr i keyrsl- uniii, og þetta vakti at- hygli lögreglumanns, sem stöðvaði bílinn. Bílstjórinn reyndi að slramma sig af rélti öku- skirleinið út um glugg- ann. Lögregluþjónninn skoðaði það og skilaði því síðan aftur. „Jæja, haldið þið bara áfram. En hvað iósköpun- um er þettá?" Hann hafði komið auga á farþegann, sem hafði dottið niður á gólfið. „Látið hann eiga sig. Hann passar vélarrúmið!" * -X- Sá var munurínn Sálkönnuður nokkur var að sálgreina stúlku og nefndi i þvi sambandi fall- os-táknið. „Hvað er það?" spurði stúikan. Hann vildi ekki fara út í orðaskýringu, þvi þetta var i fyrsta skipti, sem hún viljaði hans, en þá hljóp daman út að glugg- anum og hótaði að kasta sér út, ef hann segði sér það ekki. Læknirinn opnaði þá buxnaklaufina og sýndi henni. „Ó," sagði hún, „alveg eins og penis, bara miklu mikiu minni!" Norskur brandarí Sölumaður nokkur ók þjóðveginn og sá sæta sveitastúlku, sem veifaði honum og bað um far til næsta bæjar. Það þarf varla að segja frá þvi, að hann stanzaði og bauð henni upp í. Þegar, þau höfðu ekið spölkorn, leit hann til hennar og sagði: „Elskan, þú hefur svo falleg brjóst. Þú skalt fá 500 krónur, ef ég fæ að þukla á þeim." Hún varð eiit bros og jankaði því hin glaðasta. Eftir stundarkorn sagði hann: „Hjarlað, þú hefur svo fallega fótleggi; ég skal borga þér 1000 krónur, ef ég má kela við þá." Það var leyft, og hann varð æstari og æstari. „Eg held þelta eklri út," andvarpaði hann, „ég verð að fá meira. Hvað tek- urðu fyrir það?" „Tja," sagði hún rólega. „Strákarnir eru vanir að borga mér 25 kall." Nokkrír stuttir „Syngur konan þín svona vel, að þú hafir ástæðu til að kalla hana næturgala?" „Nei, alls ekki; en það syngur svo í henni á næt- urnar, þegar ég kem seint heim að hún er alveg gal- in!" -*- Stúika: „Það var nærri liðið yfir mig, þegar strák- urinn, sem ég fór út með í gærkvöldi, ætlaði að kyssa mig." Piltur: „I>ú verður þá næstum dauð, þegar þú kemst að þvi, hvað ég ætla mér." -•- Eiginmaðurinn á bana- sænginni: „Hefurðu alltaf verið mér trú kona? Þú get ur sagt mér það hreinskiln- islega, fyrst ég er að dej'.ja." Konan: „En ef þér batn- ar nú aftur, hvernig fer þá?" -*- „Heldurðu að Egill og Anna séu hamingjusöm?" „Já, þau eiga að hafa öll skilyrði tii þess. Hann á enga vini, og hún á enga ættingja."

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.