Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 17.03.1972, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 17.03.1972, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTÍÐINDI 5 Heflarfkui'.ójcnúarjttö SUNNUDAGUR 19. marz 12.30 Sacred Heart 12.45 The Christophers 1.00 This Is The Life 1.30 Least Of My Brother 1.55 Big Picture 2.25 Jobs For Veterans 2.40 Chaplain’s Approach to Drug Abuse 3.10 NBA Basketball N.Y. vs. Philadelphia 4.50 Billiards 5.45 You are There 6.00 Gentle Ben 6.30 Governor and JJ 7.00 World Report 7.15 Greatest Fights 7.30 All In The Family 8.00 Mod Squad 9.00 Barbara Streisand 10.00 12 O’Clock High 11.00 Final Edition 11.05 Miss America Pageant MÁNUDAGUR 20. marz 4.00 Open House 4.25 Music: Pop to Concert 4.40 Barbara McNair 5.20 Beverly Hillbillies 5.50 Theater 8 — Passport to Treason A private investigator re- ceives a call from his friend only to discover that his friend has been murered. The case suddenly develops internation- al intrigue. Stars: Rod Camer- on, Lois Maxwell, Clifford Ev- ans, and John Colicos. Myst- ery, 1955. 7.00 World Report 7.30 Bill Cosby 8.00 High Chaparral 9.00 Hawaii 5-0 10.00 Make Your Own Kind Of Music 11.00 Tonight Show ÞRIÐJUDAGUR 20. marz 4.00 Open House 4.20 Sesame Street 5.15 Dupont Cavalcade 5.45 On Campus 6.15 Age Of Aquarius 7.00 World Report 7.30 Nanny & Professor 8.00 Tuesday Night At The Movies — Young Dillinger A biographical drama de- picting the life of John Dill- inger who dreams of crime as an easy access to wealth and pleasure. Stars: Nick Adams, Mary Ann Mobley, Robert Con- rad, John Ashley, Victor Bu- ono and John Hoyt. Drama, 1965. 9.45 First Tuesday 10.00 Kraft Music Hall 11.00 Final Edition 11.05 Pro Boxing MIÐVIKUDAGUR 22. marz 3.45 Open House 4.15 Animal World 4.45 Dobie Gillis 5.10 Theater 8 — Heaven Can Wait A delightful comedy-fantasy about a gay blade of the nine- ties, who is knocking on the gate to Hades as he relives the naughty gas-light era. Stars: Gene Tierny, Don Am- eche, and Charles Coburn. Comedy, 1943. 7.00 World Report 7.30 Daniel Boone 8.30 Here’s Lucy 9.00 Braken’s World 10.00. The Fugitive 11.00 Dick Cavett dumbrauðum himni, og á nótt- unni steig hitinn upp frá jörð- inni eins og kynnt væri bál undir klettunum. Hinar harð- gerðustu jurtir visnuðu, og lauf ið varð svart á trjánum. Upp- sprettan, sem var lífgjafi Fri- edós, hætti að vella og varð að örlítilli sprænu. Undarlegur vindur blés yfir eyjuna, eins og fyrir blævæng ósýnilegs elds. Allur gróður dó af hans völdum. Bananatrén féllu eins og strá fyrir honum, og honum linnti ekki í marga daga og nætur. Eftir það varð hitinn enn óbærilegri en áður. Við mældum 50 gráður í skugg anum. Þyrstar skepnurnar vissu, að vatnið var þornað upp. Þær virtust sameinast jörðinni og himninum í uggvænlegri þögn. Eyjan var þakin hræjum þeirra, sem dáið höfðu úr þorsta, svo að af henni lagði þef rotnunar og dauða.“ — ★ — í ÞESSU óhugnanlega and- rúmslofti, þegar Flóreana var bókstaflega að rotna í sundur, gerði ormurinn uppreisn. Orm- urinn var Lorenz. Hann var rétt að ná sér eftir veikindi sín. Dag nokkurn, sat hann í skugganum og gleypti í sig brennheitt loftið, þegar allt í einu var ýtt harkalega við stólnum hans aftan frá. Hann féll á grúfu. Lorenz reis upp á beinaber- an olnbogann, rýndi upp á móti sólinni og sá barónsfrúna og Philippson. Þau voru bæði drukkin að vanda. Barónsfrúin hélt á svipu og sveiflaði henni reiðilega til og frá. ,,Þú ert orðinn meiri bölvaði letinginn,“ tautaði hún. „Þú ert ekkert veikur lengur, svo þér er bezt að fara að gera eitthvað til að vinna fyrir mat þínum. Farðu að grafa fyrir öðrum brunni.“ „Öðrum brunni? Það er hlægilegt.“ „Ekkert, sem ég skipa þér að gera er hlægilegt. Þú byrj- ar strax í dag.“ Lorenz reis hægt á fætur. „í morgun læstirðu niður all- ar eigur mínar, barónsfrú,“ sagði hann óðamála. „Ég hef setið hér og verið að hugsa um, hvað ég ætti að gera. Ég vil fá dótið mitt. Ég vil fá eitthvað af peningum. Bara nóg til að komast aftur til Ev- rópu. Ég þoli þetta ekki leng- ur. Ég fer héðan. Ég fer frá þér!“ „Sólin hefur gert þig eitt- hvað ruglaðan í höfðinu,“ sagði barónsfrúin með fyrirlitningu og sneri sér við til að ganga burt. Lorenz þreif í hana í ör- væntingu. „Þú verður að láta mig hafa peninga!“ æptí hann. „Ég á þá sjálfur!“ Með snöggu viðbragði sló hún hann á handlegginn með svipunni. Lorenz hopaði nokk- ur skref, nuggaði handlegginn og starði á hana. „Snertu mig ekki framar. Ég þoli ekki, að þú snertir mig,“ hvæsti hún. Og hvað pening- um viðvíkur, þá er varla nokk- uð eftir af þeim. Arends kost- aði mig drjúgan skilding. Ég varð að kaupa hann af mér — annars hefði hann farið til lög- reglunnar." Er hún bjóst til að ganga burt, rétti Lorenz út höndina, mundi rétt í tæka tíð, að hann mátti ekki snerta hana og dró höndina aftur að sér. „Jæja, þá,“ sagði hann lág- um, titrandi rómi. „Það skiptir engu í raun og veru. Næst þegar skip kemur hingað, bið ég skipstjórann að flytja mig til meginlandsins. Mér er nóg, ef ég kemst héðan burt. Fáðu mér bara fötin mín baróns- frú.“ „Þú færð þau ekki, og þú ferð ekki héðan,“ sagði hún þurrlega. „Heldurðu að ég vilji láta þig fara að breiða út alls konar lygar um mig? Þú verð- ur kyrr á Flóreana. Og þegiðu nú, eða ég læt Philippson lumbra ærlega á þér.“ Ógurleg reiði svall í brjósti Lorenz og fyllti hann hug- rekki, sem hann hafði aldrei sýnt áður í samskiptum við barónsfrúna. í blindu æði lyfti hann stólnum og ætlaði að slá hana til jarðar með honum. En þá fékk hann bylmingshögg á gagnaugað. Stóllinn féll til jarð ar með honum. ÞEGAR hann rankaði við sér, var komin nótt. Hann komst á fætur með erfiðismun- um, og reikandi í spori eða skríðandi á fjórum fótum komst hann að lokum til Fri- edó. Næstu tvo daga var Lorenz með óráði. Þá kom hatur hans upp á yfirborðið, og meðan dr. Ritter hlustaði, sagði hann all- an sannleikann um baróns- frúna. Hún hafði verið knæpudans- mær, þegar hún kynntist Lor- enz í París, tældi hann til að gefa sér hlut í blómstrandi list- munaverzlun, er hann átti, og kom honum brátt á kaldan klaka fjárhagslega. Þá taldi hún hann á að setja allar eig- ur sínar, sem eftir voru, í Flór- eana-ævintýrið. Philippson, sem var atvinnulaus leikari, kom til sögunnar nokkrum mánuð- um áður en þau lögðu af stað. Hin sjálfglaða barónsfrú, sem alltaf hafði verið haldin stór- mennskubrjálæði, hafði búið til skáldsögu um það, að hún hefði gifzt austurrískum aðals- manni, þegar hún var innan við tvítugt, til að réttlæta titil sinn. Þegar Lorenz var orðinn nógu hress til að fara frá Fri- edó, lagði hann af stað til Para dísarheimtar — maður með ákveðið takmark í huga. -★- ÞESSA nótt vöknuðu þau Dóra og Ritter við langt, hvellt og tryllingslegt vein. Það hætti snögglega. Síðan var þögn. Um dögun fór Dóra á fætur og klæddi sig. „Við verðum að vita, hvað hefur komið fyrir, Fredrich. Það getur einhver verið slas- aður.“ Dr. Ritter greip í handlegg hennar. „Nei, Dóra, ég banna það! Vegna öryggis okkar sjálfra getum við ekkert framar haft FIMMTUDAGUR 23. marz 4.00 Open House 4.25 Colonel March 4.50 The Kid Next Door Smokes Pot 5.15 Dean Martin 6.10 Cancer 7.00 World Report 7.30 Family Affair 8.00 Northern Currents 8.30 Charlie Chaplin 9.00 CBS Newcomers 10.00 LBJ Talks Politics 11.00 Northern Lights Play- house — Four Desperate Men FÖSTUDAGUR 24. marz 4.00 Open House 4.25 Bewitched 4.50 Bill Anderson 5.15 Northern Lights Play- house — Young Dillinger. (See Tuesday) 7.00 World Report 7.30 My Three Sons 8.00 Wild Wild West 9.00 Laugh-In 10.00 Perry Mason 11.00 Northern Light Play- house — saman við þetta fólk að sælda. Héðan í frá verðum við hér kyrr á okkar hluta eyjarinn- ar.“ En hann gat ekki lokað um- heiminn úti. Daginn eftir kom Lorenz aftur. Allur annar Lor- enz — öruggur, glaðlegur, rogg inn. „Bíðið þið þarna, þangað til þið heyrið fréttirnar!" kallaði hann. „Þau eru farin — bar- ónsfrúin og Philippson. Þau eru fárin frá eyjunni. Það komu nokkrir gamlir vinir hennar á skemmtisnekkju. „Viljið þið köma 'i sjóferð?“ spurðu þeir. Jæja, þið þekkið nú barónsfrúna — ekki lengi að taka ákvarðanir. „Það væri gaman,“ sagði hún. Það var allt og sumt. Klukkustundu síðar voru þau Philippson far- in. Þið getið ekki trúað, hvað ég er feginn — að vera loks- ins laus við þau bæði!“ Þegar Lorenz var farinn, sagði Dóra hugsandi: „Það var skrítið. Hérna ofan af hæðinni sjáum við öll skip, sem nálgast eyjuna. Ég sá enga skemmtisnekkju.“ „Auðvitað ekki,“ muldraði dr. Ritter. „Það kom engin snekkja. Þetta er bara tilbún- ingur.“ „En ef barónsfrúin og Phil- ippson eru farin, hvernig kom- ust þau þá burt?“ „Hann drap þau. Myrti og gróf svo líkin einhvers staðar. Jæja, ég býst við, að mannræf- illinn hafi haft fulla ástæðu til þess. Að minnsta kosti varðar okkur ekki um það.“ — ★ — NÚ, ÞEGAR hann hafði losn- að við barónsfrúna, komst að- eins ein hugsun að hjá Lorenz — að komast burt frá eyjunni. Það virtist vera orðin alger þrá hyggja. Þótt hann hefði engar sérstakar ráðagerðir í huga, aðrar en að komast yfir til Ekvador og síðan til Evrópu með einhverju móti, var hann alltaf að masa með tilhlökkun um skipið, sem myndi flytja sig burt. Oft ráfaði hann eirð- arlaus um eyjuna í árangurs- lausri tilraun til að flýja sekt Four in a Jeep 12.30 Northern Lights Theater Passport to Treason (See Monday) LAUGARDAGUR 25. marz 9.00 Cartoon Carnival 9.45 Captain Kangaroo 10.40 Sesame Street 11.40 Golden West Theater Wanted Dead or Alive 12.00 Biography 12.30 Wrestling 1.00 Roller Games 1.50 American Sportsmen 2.30 World og Skiing 2.55 Pinpoint Bowling 3.20 Track & Field 3.45 Voyage To The Bottom Of The Sea 4.40 Honey West 5.10 Love On A Rooftop 5.30 Camera Three 6.00 Wide World of Sport 7.15 World Report 7.30 Mayberry RFD 8.00 Gunsmoke 9.00 Flip Wilson 10.00 The Untouchables 11.00 Northern Lights Play house — Heaven Can Wait (See Wednesday) sína. En svo kaldhæðnislega vildi til, að nú kom ekkert skip. Póstskipinu hafði seinkað, og engar skemmtisnekkjur komu við á eyjunni. Jafnvel vélbát- arnir, sem stundum voru í för- um milli eyjanna, sáust ekki vegna þurrkanna. Við bryggj- una á Flóreana lá aðeins einn lítill seglbátur, sem fiskimaður að nafni Nuggerud átti. Enda þótt Lorenz vissi, að stórhættulegt var að leggja af stað í seglbáti í því logni, sem nú var á hafinu, lét hann sig það engu skipta. Hann varð að komast burt frá Flóreana. Hann nauðaði í Nuggerud um að flytja sig til einhverrar af stærri eyjunum, þar sem hann gæti fengið far til meginlands ins. Loks lét Nuggerud til- leiðast, af því að Lorenz bauð honum mikil laun. Dr. Ritter og Dóra stóðu á ströndinni einn brennheitan dag í maí, 1934, og horfðu á rennilegan seglbátinn fjarlægj- ast hægt og hægt. Lorenz reis upp í skutnum og veifaði. „Ég skal senda ykkur póst- kort frá Evrópu!“ kallaði hann. En báturinn lenti i hinum hættulega Humboldt-staumi og rak upp á hina vatnslausu Marchena-eyju. Þar fundust beinagrindur þeirra Lorenz og Nuggeruds nokkrum mánuðum síðar — hvít og skinin bein. — ★ — NÚ VORU þau dr. Ritter og Dóra ein eftir á eyjunni. Þeg- ar hér var komið, var enginn vottur ástar eftir þeirra á milli. Dr. Ritter helgaði heim- spekiritinu allan tíma sinn og skipti sér ekkert af Dóru. Hún gerðist æ eirðarlausari og ó- hamingjusamari. Sumarið 1934, skömmu eftir að bein Lorenz fundust á Marchena-eyju, át dr. Ritter „sjúkan kjúkling", eins og Dóra orðaði það síðar. Hann fékk krampa og dó. Dóra jarðaði hann og yfirgaf Flóreana. Hún sneri heim til Þýzkalands, og þar fara engar sögur af henni. Þannig varð Edensgarðurinn aftur að eyði- eyju.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.