Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 24.03.1972, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 24.03.1972, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTÍÐINDI 5 HeflatíkurAjéHúarftið SUNNUDAGUR 26. marz 1 Sacred Heart ; ; 1.30 Christophers 1.45 This Is The Life 2.15 Why Sparrows Fall 2.40 The Big Picture 3.15 Nat’l Hockey League Chicago vs. Detroit 5.15 Fabulous World of Skiing 5.40 You Are There 6.00 Family Affair 6.30 World Report 6.45 Greatest Fights 7.00 Gentle Ben 7.3C Governor & J—J 8.00 Mod Squad 9.00 Fifth Dimension Sunshine Show 10.00 12 O’Clock High 11.00 Final Edition 11.05 Northern Lights Play- House — The Party’s Over A spoiled daughter of an American industrialist for- sakes the „easy“ life to live with hippies in London. But she disappears during a wild drug Party. Stars: Eddie Al- bert, Louise Sorel, Oliver Reed and Ann Lynn. Drama, 1966. MÁNUDAGUR 27 marz I 3.45 Open House 4.10 Colonel Flack 4.35 Beverly Hillbillies 5.00 Theater 8 — Laura The detective on a case of a murdered girl falls in love with her portrait. When the girl shows up — then, who was killed? Why? Stars: Gene Tierney, Clifton Webb and Dana Andrews. Drama, 1944. 6.30 World Report 7.00 Here’s Lucy 7.30 All In The Family 8.00 High Chaparral 9.00 Hawaii 5-0 10.00 Glen Campbell 11.00 Moments of Reflections 11.05 Final Edition 11.10 Tonight Show ÞRIÐJUDAGUR 28 marz 3.30 Open House 3.50 Sesame Street 4.45 Dupont Cavalcade 5.15 On Campus 5.45 Age Of Aquarius 6.30 World Report 7.00 Marshall Dillon 8.00 Tuesday Night At The Movies — Black Gold A story of wildcatting for oil in Oklahoma after World War I as a driller tries to strike it rich with money he borrowed from a girl. Stars: Philip Carey, Diane McBaine, James Best and Iron Eyes Cody. Adventure, 1963. 9.40 Nat’l Water Test 10.10 Kraft Music Hall 11.00 Moments of Reflections 11.05 Final Edition 11.10 Pro Boxing MIÐVIKUDAGUR 29. marz 3.30 Open House 4.05 Animal World 4.30 Dobie Gillis 5.00 My Three Sons 5.30 Theater 8 — Dangerous Money Travelling the high seas a- board a luxery liner, Charlie Chan is approached by a U.S. Treasury Agent who needs help in finding a large cache of hidden money. Stars: Sid- ney Toler, Gloria Warren and Victor Sen Young. Mystery, 1944. 6.30 World Report 7.00 Daniel Boone 8.00 Make Your Own Kind Of Music 9.00 Braken’s World 10.00. The Fugitive 11.00 Moments of Reflections 11.05 Final Edition 11.10 Dick Cavett FIMMTUDAGUR 30 marz 3.30 Open House 4.05 Theater 8 — The Party’s Over (See Sunday) 5.40 Leaving Home Blues 6.30 World Report 7.00 Nanny And The Prof 7.7 Bill Cosby 8.00 Northern Currents 8.30 Charlie Chaplin 9.00 Sixty Minutes 10.00 Naked City 10.50 Moments Of Refletions 11.00 Final Edition 11.05 Northern Lights Play- house — Four Sons FÖSTUDAGUR 31 marz 3.30 Open House 3.55 Bewitched 4.20 Camera Three 4.50 Theater 8 — Black Gold (See Tuesday) 6.30 World Report 7.00 Blac Frontier 8.00 Wild Wild West 9.00 Laugh-In 10.00 Perry Mason 11.00 Moments of Reflections 11.05 Final Edition 11.10 Northern Lights Play- house — Gangs Of N.Y. 12.00 Northern Lights Theater — Laura (See Monday) l j LAUGARDAGUR 1. apríl 8.45 Cartoon Carnival 9.30 Catain Kangaroo 10.15 Sesame Street 11.15 Golden West Theater 11.45 Biography 12.15 American Golf Classic 13.50 NCAA — Long Beach vs. BYU 3.25 Championship Billiards 4.15 Pinpoint 4.45 Bill Anderson 5.10 Voyage To The Bottom Of The Sea 6.00 Honey West 6.30 World Report 6.45 Greatest Fights 7.00 Green Acres 7.30 Mayberry RFD 8.00 Gunsmoke 9.00 Flip Wilson 10.00 The Untouchables 11.00 Final Edition 11.05 Northern Lights Play- house — Dangerous Money (See Wednesday) lausn. Það var ágæt ensk skyssa. Þeir gleymdu því, að hinn drukkni Mustafa Kemal var sá hinn sami Mustafa Kemal, sem hafði hrakið þá eins og rakka við Gallipoli. Hinn ungi herforingi var ekki fyrr komin inn í landið, heldur en hann hafði komið aí stað hreinasta roki. Hann setti fulltrúa í hvert einasta hérað Tyrklands, og stofnaði þjbðstjórn. Angora, Ankara, vár höfuðborgin. Allur stjórn- arpóstur, allar stjórnartekjur, áttu að fara þangað. „Soldánsumdæmið er ólög- mætt“, hljóðaði yfirlýsingin. „Erlendir herir verða að fara úr Tyrklandi." — • — KEMAL fékk sér vænan teig af raki og brosti ánægju- lega. Athafnir aftur. Byltingin var í fullum gangi. Tyrkir voru æstir í að berjast. Bandamenn svöruðu strax. Þeir höfðu þegar látið hina tyrknesku borg, Smyrna, af hendi við Grikki, og horfðu afskiptalausir á nauðganir, rán og morð. Nú fengu þeir 200 þúsund manna grískum her nýtízku vopn og gáfu þeim „leyfi“ til að ráðast inn í Tyrkland. Þeir hirtu aðeins ekki um að skýra Tyrkjum frá þessu, eða tyrknesku stjórn- inni í Ankara — önnur skyssa. Hinn sterki maður Grikk- lands, Venizelos, æddi áfram 200 mílur og lagði undir sig allan vesturhluta Tyrklands. Þar næst þröngvuðu Vestur- veldin Vaihedden soldáni til þess að undirrita Severess- sáttmálann — þriðja skyssan. Ætlunin var að eyða með þessu öllu sjálfstæði Tyrk- lands, en það varð aðeins til þess að safna öllum föður- landsvinum saman um mál- stað Kemal. Kemal gerði gagnárás. Hann náði Ismet ofursta og varaliði, sem skrapað var saman í •natri, og liðið var gott. í orustunni um Inonu hélt Is- met innrásarher Grikkja föst- um á hinu grýtta landssvæði. Tyrkir voru liðfærri og verr vopnum búnir, en þeir urðu ekki yfirbugaðir. Þeir höfðu byssustingi sína. Þetta var geysilegur sigur, sem kom her- fræðingum heimsins til þess að klóra sér í höfðinu og furða sig á, hvað væri að gerast í þessu dularfulla Tyrklandi. Samt var Ismet skömmustuleg- ur, þegar hann kom aftur til Ankara. „Þeir höfðu flugvélar, ný- tízku stórskotalið, fleiri vél- byssur heldur en ég hafði. Ég sigraði þá ekki. Ég stöðvaði þá aðeins.“ „Ég veit það,“ sagði Kemal og kinkaði kolli. „Það var allt og sumt, sem búizt var við af þér. Við þörfnumst tímans, sem þú gafst okkur, Ismet. Banda- menn vita það ekki, en Grikk- ir eru búnir að vera, Það eru Bandamenn reyndar líka.“ „Og nú,“ hann klappaði sam- an lófnunm, „nú skulum við kynda svolítið undir þinginu.“ HINN langi salur, fyrrver- andi búnaðarháskóli, dundi af hávaða. Þegar Kemal gekk inn, heyrðust hrópin: „Lýðræði, lýðræði.“ Hann skálmaði upp að ræðu- stólnum og ýtti burt þing- manninum, sem var að þusa yfir mannfjöldanum. „Tyrkir,“ beljaði hann. „Hlustið á mig! Hlustið á mig, fari það í hoppandi, eða ég skal snúa ykkur úr hálsliðn- um.“ Þeir hlustuðu. „Ég heyri tal um lýðræði,“ hrópaði Kemal. „Tal! Það er nóg af því hér. Það er allt og sumt — tal. Við verðum að skapa lýðræði, ekki tala um það. Hvað kærir hungraður Anatólíubóndi sig um lýðræði? Hann vill kviðfylli og klæði. Gefið honum þetta, áður en þið gefið honum frelsi til þess að svelta. Hvað vitið þið um lýðræði? Þið, sem hafið verið þrælar soldánsins alla ævi. Það er orð í bók. Það, sem þið viljið í raun og veru, er sjálfstæði.“ Hann dró skammbyssu upp úr vasa sínum og hélt henni á loft. „Hérna er sjálfstæði. Tyrk- neska þjóðin er á hættuleg- ustu tímamótum sögu sinnar, og þið viljið tala. Erlendir herir traðka á tyrknesku þjóð- inni, og þið viljið tala. Jafn- vel nú, meðan þið æpið „lýð- ræði“ eru ólæsir tyrkneskir hermenn að berjast til þess að skapa ykkur frelsi. Sheitan! Ég ætti að draga ykkur alla fram í fremstu víg- línu, svo að þið kynnuð að meta frelsið, þegar þið fáið það. Talið við mig um lýðræði, þegar við höfum hrakið Grikki í sjóinn. Þá mun ég hafa tóm til þess að hlusta á væl ykkar. Nú á ég of annríkt við hern- aðinn.“ Þingheimur rak upp reiði- öskur, en gegnum það heyrð- ist: „Ekki meira stríð. Ekki meira stríð!“ „Þegið þið,“ beljaði Kemal. „Ég er ekki búinn að tala að fullu við ykkur ennþá. Hlustið á, þá skal ég segja ykkur frá nokkrum staðreyndum lífsins.“ — • — HANN otaði fram þumal- fingri. „Wilson er deyjandi maður —strikið þið Bandaríkin úr tölu fjandmanna okkar.“ Vísifingur kom á loft. Hann hélt u ímyndaðri skammbyssu. „Ítalía er búin að fá nóg af stríði. „f Rússlandi eiga hinir rauðu og hvítu í illindum — gleymið þeim. „Frakklandi er að blæða út í sandinum við Mosul — Mos- ul, landssvæði, sem við kær- um okkur ekki um. Frakkland trúir okkur ekki, en það trúir á frið og ró eins og stendur. Frakkar eru reiðubúnir til þess að hætta. „Þá eru aðeins eftir Eng- land og Grikkland. Og þeg- ar við höfum hrakið Grikki þangað, sem þeir eiga heima, þá mun England láta þá sjá um sig sjálfa.“ Hann gerði stutt hlé. „Nú ... óþefurinn af ykkur, tungumjúku þvaðrarar, leggur fyrir vit mín. Opnið gluggana. Hleypið inn lofti. Tyrknesku lofti.“ Óhreinum gluggunum var hrundið upp. Útsýn var greini- leg. Þrír líkamir héngu úr gálga og sveifluðust og snerust í vindinum, „Þeir,“ sagði Kemal og benti „þeir vildu semja frið við sol- dáninn og Bandamenn. Þeir voru hengdir eins og svikar- ar, og svo mun hver sá verða, sem vill frið og þrælkun.“ Hann hamraði hnefanum í ræðustólinn. „Ég vil ekki heyra meira skraf um lýðræði, um frið. Ég vil ekki tala þar til Tyrk- land er frjálst og þjóðin sam- einuð! Skiljið þið mig?“ Þingið tilnefndi hann yfir- mann alls hersins og forustu- mann Tyrklands, þegar hann sneri aftur til herbergja sinna. — • — MEÐ FRAM Sakariaánni var eins og óðir menn væru að verki. Skotgrafir, gaddavír, sandpokar, pallar undir fall- byssur. Endalausar múlasna- lestir skiluðu byrðunum og sneru aftur eftir nýjum. Burð- arkonurnar sömuleiðis. Kemal reið fram og aftur eftir þessari 60 mílna línu. Hann skipaði fyrir í sífellu. „Flytjið ykkur úr þessari skot- gröf. Grafið aðra. Varnarbeltið verður að vera breitt. Breidd- in er nauðsynleg, skiljið þið?“ „Evet, Pasha.“ Þegar þeir höfðu lokið við þessa skotgröf, var hann þar aftur kominn. „Grafið aðra gröf. Þetta gil má nota styrkið það.“ „Evet Pasha.“ Þungvopnaður riddaraliðs* flokkur brokkaði hjá, og Kem- al stöðvaði hann snöggvast. „Þið hafið 200 mílur af grísk um flutningaleiðum til þess að rjúfa. Kjósið ykkur veikan stað. Tætið þá sundur. Munið eftir Smyrna.“ „Evet, Pasha.“ \ „Hafið þið dýnamit?“ „Evet, Pasha.“ „Sprengið járnbrautarlínurn- ar upp. Þetta er allt.“ „Evet, Pasha.“ Evet, Pasha, hugsaði hann. Evet, evet, já, já, það var allt, sem askarnir kunnu; þeir börð ust fyrir Tyrkland — ekkert var þeim ómögulegt. Þeir gerðu allt, sem hann bað þá um. Þeir voru matarlausir, svefnlausir; þol þeirra var furðulegt. Brátt myndu þeir verða reyndir til hins ítrasta. Yfir allan hávaðann heyrð- ust drunur gríska storskotaliðs ins, sem reyndi að hrekja hið litla tyrkneska liðið, sem tafði þrákelnislega fyrir Grikkjum, meðan varnir Sakaria voru undirbúnar. — • — ÁIN aðskildi óvinaherina. Þegar hin brennandi sól tók að strá geislum sínum yfir há- lendi Anatolíu hinn 24. ágúst 1921, sendi hvert einasta fall- stykki Grikkja frá sér keðju. Tyrknesku línurnar huldust eldi og reyk og ryki, en mold og sandur þylaðist upp eins og goshverir væru að verki. Stór- skotaliðið hélt áfram þessari grófu sólarupprásarsinfóníu, þar til jörðin nötraði, en mold- in féll látlaust eins og regn yfir tyknesku skotgrafimar. Grískir hermenn streymdu úr hrundum skotgröfum til þess að taka á móti. Stórskota- liðið þagnaði. Smærri skotvopn einnig. Það varð þögn, sem skyndilega var rofin af æðis- gengnu, blóðþyrstu öskri, um leið og hinir hatursfullu herir skullu saman. Framh. í næsta blaði.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.