Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.03.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 31.03.1972, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTÍÐINDI au&nýkingu gleymdi Kládía — 4 SVO AÐ við tökum dálítið stökk fram í aldir og Ijúkum þessu greinarkorni, sem auð- vitað er ekki tæmandi fremur en kennslubækurnar, með því að virða svolítið fyrir okkur Itfnaðarhætti frönsku konung- aranar: Og þá segir um Lúðvík fimmtánda í riti monsieur Mouffle d’Angerville: „Hjartagarðurinn, þessi stað- ur sakleysis og dyggða, gleypti nú svo mörg fórnarlömb, sem fLuttu með sér, er þau hurfu þaðan aftur, hvers kyns sið- spillingu, ástríður og lesti, sem þeim hafi lærzt í siðleysinu á þessum stað. Það er ógjörningur að reikna út kostnaðinn af þess- um fjölda miðlara og madd- ama, sem voru á sífelldum þönum mn konungsríkið í leit að efnilegum stúlkum, að ekki sé talað um kostnaðinn við það að flytja stúlkurnar á ákvörðunarstað, fatnað þeirra og snyrtivörur, og allt annað, sem því tilheyrir og er ekk- ert smáræði. Við þetta verður að bæta styrknum til þeirra, sem ekki voru gæddar hinum réttu hæfileikum til að æsa upp fýsnir einvaldsherrans, en þurftu engu að síður að fá eitthvað fyrir fyrirhöfnina, fyr ir hollustu sína og síðast en ekki sízt, af því að þær voru forsmáðar. Hjartagarðurinn var mann- leg fiskimið fyrir þennan ástríðumikla, franska konung, og þaðan dró hann fórnardýr- in til þess að seðja fýsnaþörf- 'ina. Vafalaust hefur siðleysið haft sitt að segja í uppreisn lýðsins og miskunnarlausu uppgjöri við aðalinn.“ — ★ — NÆST liggur leiðin til Mar- íu Antoinettu. Þar gefur snilld arverk Stefan Zweig okkur talsvert betri innsýn í Kf henn ar en mannkynssagan. Úr kafl anum, sem hefst á orðunum: „f þessu rúmi gerist nú ekk- ert til að byrja með — ekk- ert!“, höfum við tekið eftir- farandi kafla: „Á afar örlagaþrunginn hátt hefur kynferðisleg mislukkun Lúðvíks sextánda áhrif á sál- arlíf Marie Antoinette. Staðni kynferðisþrek mannsins, skap- ast af því hömlur og óöryggi. Fái ástúð kommnar ekki út- rás á eðlilegan hátt, getur af því skapast taumleysi og yfir- spennt tilfinningalíf. Framan af er Marie Antoin- ete í rauninni eðlileg, undirgef in, ástúðleg; bíður aðeins ratm verulegs maka. En örlögin skipa henni í hjónaband með manni, sem ekki er neinn karl maður. Vissulega er hún ekki nema fimmtán ára, þegar hún gengur í hjónabandið, og í sjálfu sér hefði þessi mislukk- un eiginmannsins ekki átt að reyna svo ýkja mikið á sálarlíf hennar, því að hver getur kall- að það óeðlilegt, að stúlka haldi meydómi sínum til tutt- ugasta aldursárs? Það sem 1 þessu sérstaka tilfelli orsakar spennuna og hinn hættulega æsing í sálarlífi hennar, er ekki það, að þessi eiginmað- ur, er henni hefur verið val- inn með hagsmuni ríkisins fyr- ir augum, sjái hana í friði, heldur er þarna um að ræða’ vanmáttarkennd manns, sem í: tvö þúsund nætur örmagnaðist óaflátanlega á ungum líkama hennar. Árum saman æsist hún upp á þennan ófullnægj- andi, skammarlega og niðr- andi hátt, án þess að fá nofck- urn tíma fullnægingu." Tvö þúsund nætur! Fer þá ekki ýmislegt að verða ljós- ara varðandi þetta atriði sög- unnar? Humm. Ætli það væri ekki nær að trúa smámuna- samari sagnáriturum síðari tíma — og djarfari, að sjálf- sögðu — fyrir því hlutverki að skrifa mannkynssöguna? Allavega yrði hún meira spenn andi! ☆ Bernadetta Framhald af bls. 1. horfa upp á þessa kjarnorku- kona læsa ldónum í framá- menn íslenzku þjóðarúmar á fínasta balíi ársins, að ekki sé nú minnzt á það, ef hún hefði farið i óstuð í þessum fína selskap. Hvað um það. Márgir hafa verið að velta þvi fyrir sér, hver hafi raun- verulega verið ástæðan til þess, að Bernadetta hætti við að koma á síðustu stundu. Það er vitað, að Blaða- mannafélagið var búið að reyna að fá Bernadettu til að staldra við liér um eina helgi, þannig að hægt væri að halda fund með henni, þar sem hún fjallaði um málefni Irlands og það voveiflega á- stand, sem búið er að ríkja þar i hart nær þrjú ár, að ekki sé nú minnzt á það, sem þar á undan cr gengið. Blaðamannafélagið var ekki búið að fá endanlegt svar Bernadettu, en beið eftir því, þegar forráðamönnum Alþýðubandalagsins húg- kvæmdist að ná í hana beint og b 'ðia hana að halda fyrir- lestur á almennum fundi um írland, sem Alþýðubandalag- ið ætlaði að stofna til í sam- bandi við komu hennar hing- að til lands. Þetta mun Alþý'ðubanda- Iaginu hafa láðst að tilkynna Blaðamannafélaginu, en þeg- ar svo stjórnendur blaða- mannafélagsins komust að hinu sanna í málinu, munu þeir strax hafa hringt til þeirrar írsku, en aðeins náð í einkaritara hennar. Sagt er að sá hafi verið bæði æstur og málóður og lielzt ekki vilj- að tala um annað en pólitík, sem síðan endaði með því, að öllu var klúðrað af tómum misskilningi. Mikið var búið að hekla og prjóna handa hinni irsku val- kyrju. seni aldrei kom íil að taka á móti þeim gjöfum. En nú hefur þeirri lmgmynd skotið upp kollinum, hvort ekki sé rétt að láta Fischer, skákmeistara, njóta þeirra gjafa, þegar hann kemur liingað til lands, ef. ... KOMPAN Sundhöllin þrítug - Gallerí Súm og lifrarpylsan - Villugjarnt í borginni - Páskar og peningar - Ólöglegar víxlaafsagnir? Um þessar mundir er Sundhölt Reykjavíkur þrítug, og héldu heima- menn raunar upp á þetta merkisaf- mæli á dögunum með tertugilli. Sannarlega er vert að óska stofn- uninni til hamingju með afmælið, svo merk sem starfsemin hefur verið undanfarna þrjá áratugi. Það er margra manna mál, að Sundhöllin sé eitthvert glæsilegasta baðhús sinn- ar tegundar norðan Alpafjalla, og hefur borgaryfirvöldum og hinu op- inbera svo sannarlega ekki enn tek- izt að reisa sundlaug, sem kemst i liálfkvist við þessa gömlu og virðu- legu sundhöll, þar sem gert er ráð fyrir því að hver maður hafi sérher- bergi til að afklæðast, svo nokkuð sé nefnt. Sundlaug Vesturbæjar ber sannar- lega eklci þeim störhug vitni, sem var aðalsmerki þeirrar staurblönku kyn- slóðar, sem reisti Sundhöllina, Há- skólann, Þjóðleikhúsið — að ekki sé nú talað um héraðsskólana. Mun meira hefur veri lagt í Laug- ardalslaugina, en þar ber áhorfenda- pallatildrið allt annað ofurliði. Sem sagt: Sundhöllin á vafalaust eftir að skipa sinn vegleg sess í önn- ur þrjátíu ár. Það er til háborinnar skammar, hvað göturnar í höfuðborginni eru slælega merktar. 1 sumum nýju hverf- unum er ástandið þannig, að leigubil- stjórar geta varla ratað rétta leið, hvað þá venjulegur grunnhygginn vegfarandi. Það er nauðsynlegt að taka til gagngerrar endurskoðunar merking- ar á götum í úthverfum borgarinnar, og þá verður að krefjast þess af hlutaðeigandi aðilum, að þeir setji númer á hús sín. A þetta ekki hvað sízt við um miðbæinn, en þar er hér um bil ómögulegt að átta sig á hús- númerum. Lofa ber framtak nokkurra stór- efnilegra ungra listamanna, sem öðru hverju halda listsýningar í Gallerí Súm. Er þarna oft all-margt nýstár- legra listaverka og er óhætt að segja, að þótt íslenzkum smáborgurum þyki sum þeirra ekki fýsileg til að hengja í stofuna hjá sér í nýja húsinu, þá hafi þó teldzt að lála margan „list- unnandann“ fá svolítinn vonzkukipp. Kristján Guðmundsson sýnir nú verk sín í Gallerí Súm, og hefur lista- maðurinn tekið greinilegum framför- um í list sinni, þroskast og mótast í þann ramma, sem aðeins getur um- lukið listrænt innihald. Ljóðræn lifr- arpylsa var meginuppistaðan í síð- ustu sýningu Kristjáns, og mun ekki hafa verið átakalaust að rífa sig út úr því formi. En sem sagt: Á sýningunni í Gall- erí Súm kemur listamaðurinn fram á ný tvíefldur, frumlegur, harðsoðinn og mótaður. Sjón er sögu ríkari. Nú fara páskar i hönd, en það er lengsta helgarfrí, sem vinnandi fólk fær, hvorki meira né.minna en fimm dagar. Margir fara á skíði eða sletta úr klaufunum á einhvern annan hátt. Þetta fimm daga frí er kærkomið hinum vinnandi stéttum, þótt ef til vill megi segja að þjóðhagslega sé svona páskafrí ekki sem heppilegast. Það hefur vakið talsverða athygli í sambandi við þessa páska, að ferða- skrifstofur, sem auglýst hafa ferðir til sólarlanda, hafa selt upp svo til á stundinni. Þannig skilst manni að ferðaskrifstofan Útsýn sé búin að selja hvorki meira né minna en 300 manns far og uppihald suður i lönd- um yfir hátiðina. Sýnir þetta enn einu sinni, hversu gífurlegt peninga- flóð er í landinu. Sérfræðingar fullyrða, að varla sé nokkur víxill hér í Reykjavik afsagð- ur með löglegum hætti. Samkvæmt lögum á að bóka afsögnina í vitna viðurvist á vistunarstað víxilsins, en hér í Reykjavík senda bankarnir van- skilavíxlabunkann til fógeta, sem síð- an afsegir þá daginn eftir. Telja sérfræðingar að vixill, af- sagður með þessum hætti, sé verð- laust plagg, og að ef mál rísi út af slíkum víxli, fengist hann aldrei greiddur. Það gæti komið sér vel að standa klár á þessu. ASSA. WWW,iAW/^WVVWtf^^AVWWVWWWVVWtf,AWWVWWlWVVWWWWJWVWVVVVVVV

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.