Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.03.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 31.03.1972, Blaðsíða 6
6 HÍ VmJTÍOtNDI ERFDASKRÁIM Stnásaga eftir Xf/athu Christie VANDAMÁL það, sem ung- frú Violet Marsh lagði fyrir okkur, var skemmtileg tilbreyt ing frá daglegum störfum okk- ar. Poirot hafði fengið fjörlega skrifaða orðsendingu frá ung- frúnni, sem óskaði eftir við- talið, og í svari sínu hafði hann beðið hana að koma kl. 11 daginn eftir. Hún kom stundvíslega — hávaxin, lagleg ung stúlka, blátt áfram en smekklega klædd, örugg og ákveðin 1 framkomu. Auðsýnilega ætlaði þessi unga stúlka að komast áfram í lífinu, en þrátt fyrir fegurð hennar voru áhrifin, sem ég varð fyrir, ekki henni í hag. „Mál mitt er dálítið óvana- legt, herra Poirot,“ hóf hún máls, „og það er bezt að ég byrji á byrjuninni.“ „Gerið þér svo vel, ungfrú.“ „Ég er munaðarlaus. Faðir minn var annar tveggja bræðra, sem voru synir sjálfs- eignarbónda í Devonshéraði. Jörðin var rýr, og eldri bróð- irinn, Andrew, fluttist til Ástralíu, þar sem honum farn- aðist sannarlega vel og varð mjög ríkur maður af vel heppn uðu jarðabraski. Yngri bróðir- inn, Roger, sem var faðir minn, hneigðist alls ekki að landbúnaðarstörfum. Honum tókst að mennta sig dálítið og fékk skrifstofustöðu hjá litlu fyrirtæki. Hann tók aðeins upp fyrir sig við giftinguna; móðir mín var dóttir fátæks listamanns. Faðir minn dó þegar ég var sex ára gömul. Þegar ég var 14 ára dó móðir mín einnig. Eini lifandi ættingi minn var því Andrew föðurbróðir minn, sem þá var nýlega kominn aft- ur frá Ástralíu, og hafði keypt litla eign, Crabtree Manor, i heimalandi sínu. Hann var ákaflega góður við munaðar- lausa barnið hans bróður sins, tók mig heim til sín og fór með mig sem sína eigin dóttur. En þó að hann væri gæðin sjálf, hafði hann sínar ein- kennilegar og rótgrónar hug- myndir um uppeldi stúlkna. Sjálfur var hann lítt eða ekk- ert menntaður, en átti samt hyggindi, sem í hag komu. Lagði hann því lítið upp úr „bókvitinu“. Hann var sérstak- lega mótfallinn menntun kvenna. Hann áleit, að stúlkur ættu að læra hagnýt húsverk og búverk, sem notadrjúg reyndust við heimilishald, og þær ættu sem minnst að fást við bóklærdóm. Mér til mik- illa vonbrigða og leiðinda, gerði hann ráð fyrir að ala mig upp á þennan hátt. Ég gerði algera uppreisn. Ég vissi að ég var góðum gáfum gædd og algerlega frábitin heimilisstörfum. Frændi minn og ég deildum oft harkalega út af þessu, því að þótt við værum bæði elsk hvort að öðru, vorum við sjálfstæð i hugsun. Ég var svo heppin að hljóta námsstyrk, og að vissu marki tókst mér að sjá fyrir mér sjálf. Deilan náði hámarki, þegar ég ákvað að fara til Girton. Ég átti dálitla peninga, sem móðir mín lét eftir sig, og ég var alveg ’ákveðin í að nýta þær gáfur, sem Guð hafði gefið mér. Ég átti í langri lokastælu við frænda minn. Hann var alveg hreinskilinn við mig. Hann átti enga aðra ættingja og hafði ætlað að gera mig að einkaerfingja. Eins og ég sagði yður, var hann mjög rík- ur maður. Ef ég héldi fast við fyrirætlun mína, þyrfti ég ekki að vænta neins af hon- um. Ég var kurteis, en lét mig ekki. Ég sagði honum, að ég myndi ætíð verða honum mjög þakklát, en ég myndi fara mínar eigin götur. Við skildum við svo búið. „Þú ofmetur gáfur þínar, stúlka mín,“ voru síðustu orð hans. „Ég er ekki menntaður maður, en þrátt fyrir það legg ég mínar gáfur til jafns við þínar. Við sjáum hvað setur.“ Þetta var fyrir níu árum. Ég dvaldi stundum á heimili hans um helgar, og með okkur var góð vinátta, þótt skoðanir hans væru óbreyttar. Hann vék aldrei að því, að ég hefði far- ið til Cambridge, né heldur minntist hann á próf mitt. Heilsu hans hafði hrakað síð- ustu þrjú árin, og hann dó fyrir einum mánuði. Nú er ég komin af tilefni heimsóknar minnar. Frændi minn lét eftir sig alveg sér- stæða erfðaskrá. Samkvæmt ákvæðum hennar á Crabtree Manor með öllu tilheyrandi að vera í minni umsjá um eins árs tíma eftir dauða hans, „en á þeim tíma á mín snjalla bróðurdóttir að reyna vitsmuni sína“, eins skrifað stóð. Að þeim tírrra liðnum á húsið að ganga til ýmissa góðgerðar- stofnana, „þar sem mínir vits- munir hafa reynzt drýgri en hennar“. „Þetta er nú dálítið hart aðgöngu fyrir yður, ungfrú, þar sem þér eruð eini ættingi hr. Marsh.“ „Ég lít nú ekki á þetta sömu augum. Andrew frændi aðvaraði mig drengilega, og ég kaus mína eigin götu. Þar sem ég féllst ekki á óskir hans, var hann algerlega frjáls af því að ráðstafa fé sínu eins og honum þókaðist.“ „Var erfðarskráin skrásett af lögfræðingi?" „Nei, hún var rituð á prent- að erfðarskráreyðublað og vott fest af hjónum, sem sáu um frænda minn.“ „Það gætu verið möguleikar á að ógilda slíka erðarskrá?“ „Ég mundi aldrei reyna að gera slíkt.“ „Þár álítið hana þá sem nokkurs konar leikbragð frænda yðar?“ „Það er nákvæmlega það, sem ég held.“ „Það bendir vissulega allt i þá átt,“ sagði Poirot hugsandi. „Einhvers staðar í þessu hrör- lega herragarðshúsi hefir frændi yðar falið annað hvort peningafúlgu eða aðra erfðar- skrá, og hefir veitt yður eitt ár til að sýna snilli yðar og finna hana.“ „Einmitt, Poirot; og ég geri ráð fyrir, að snilli yðar muni verða meiri en mín við að finna hana.“ „Þetta er mjög elskulegt af yður. Ég mun leggja heilann í bleyti. Hafið þér ekki leitað sjálfar?“ „Aðeins lauslega; en ég met ótvíræða hæfileika frænda míns svo, að ég geri mér ekki í hugarlund að verkið verði auðunnið.“ „Eruð þér með erfðarskrána, eða afrit af henni, með yður?“ Ungfrú Marsh rétti honum skjal yfir borðið. Poirot fór yfir það og kink- aði kolli. „Gert fyrir þremur árum. Dagsett 25. marz, og tímans er einnig getið, klukkan 11 fyrir hádegi — það gefur í- mynduninni lausan tauminn. Það þrengir leitarsvæðið. Það er augljóst, að önnur erfðar- skrá er til, og að henni þarf að leita. Erfðarskrá, sem sam- in væri aðeins hálftíma síðar en þessi myndi ógilda þá fyrri. Jæja, ungfrú, það er heillandi og snjallt viðfangsefni sem þér hafið falið mér. Mér mun verða mikil ánægja að fást við það fyrir yður. Þótt við gerð- um ráð fyrir að frændi yðar hafi verið gæddur miklum hæfileikum, getur hann ekki jafnazt á við Hercule Poirot!" „Hastings og ég munum fara til Crabtree Manor í kvöld. Eru hjónin, sem önn- uðust frænda yðar, enn þá þar?“ „Já, það eru Bakershjónin.“ Morguninn eftir hófst leitin. Við höfðum komið síðla kvöld- ið áður. Herra og frú Baker höfðu fengið símskeyti frá ung frú Marsh og bjuggust við okk ur. Þau voru allra skemmti- legustu hjón; maðurinn rjóð- ur og hrukkóttur, en konan afar digur. Við vorum þreytt efir ferðalagið og átta mílna akst- ur frá brautarstöðinni. Geng- um við því strax til náða eftir kvöldverð. Fengum við steikta kjúklinga, eplaköku og Devon- shire-rjóma. Nú höfðum við lokið ágætum morgunverði og sátum í litlu herbergi klæddu veggþiljum. Hafði það verið skrifstofa og setustofa Marsh. Skrifborð með rennihurðum, fullt af skjölum, snoturlega merktum, stóð við vegg, og stór leðurhægindastóll bar þess greinileg merki, að hann hafði verið hvíldarstaður eig- andans. Stór legubekkur, þak- inn sirzi, var við vegginn á móti; og djúpu, lágu hægindin við gluggana, voru með sama fölnaða, gamaldags áklæðinu. „Jæja, vinur minn,“ sagði Poirot; um leið og hann kveikti í einum af litlu vindÞ ingunum sínum, „nú verðum við að skipuleggja orustuna. Ég hef nú þegar litast laus- lega um í húsinu, en ég er þeirrar skoðunar, að lausnin finnist í þessu herbergi. Við verðum að athuga skjölin í þessu skrifborði með mikilli nákvæmni. Auðvitað býst ég ekki við að finna erfðarskrána meðal þeirra, en verið getur að einhver sakleysislegur blaðasmepill geti gefið lykilinn að felustaðnum. En fyrst verð- um við að vera okkur úti um dálitlar upplýsingar. Gerið svo vel að hringja bjöllunni.“ Meðan við biðum eftir svari, gekk Poirot fram og aftur, og leit rannsakandi í kringum sig. „Reglumaður, þessi Marsh. Sjáið hversu snoturlega skjala- bögglarnir eru merktir. Lykill- inn að hverri skúffu er með fílabeinsmerkispjaldi; eimnig lykillinn að postulínsskápnum á veggmun; og sjáið hve ná- kvæmlega postulíninu er rað- að. Þetta gleður hugann; ekk- ert er óviðfeldið fyrir augað.“ Allt í einu stanzaði hann, þegar hanm rak augun í lykil- inn að sjálfu skrifborðinu, en við hann hékk óhreint bréfa- umslag. Poirot hleyp^i þpúnuíp.. og tók hann úr skránni. Á um slagið var krotað: Lykill að ekrifborðinu með remmihurðun-. um, — með óskýrri rithönd, gjörólíkri þeirri, sem var á hinum lyklunum. „Annarlegur miði þetta,“ sagði Poirot og ygldi sig. „Ég gæti svarið fyrir að Marsh hef- ir ekki skrifað þetta. En hverj- ir aðrir hafa verið í húsinu? Aðeins ungfrú Marsh, og ef mér skjátlast ekki, þá er hún reglusöm stúlka líka.“ Baker kom til að svara hringingunmi. „Viljið þér sækja konuna yð ar og svara nokkrum spurning- um?“ Baker fór og kom að vörmu spori aftur með frú Baker, er ljómaði öll og var að þurrka hendurnar á svuntunni. Poirot skýrði í fáum orðum frá erindi sírnu. Bakershjónin urðu strax samvinnuþýð. „Okkur langar ekkert til að ungfrú Violet sé svipt því, sem hún á,“ sagði konan. „Það væri grimmilegt.“ Poirot hélt áfram að spyrja. Já, Bakershjónin mundu greini lega eftir, að þau voru vottar á erfðaskránni. Baker hafði áður verið sendur til borgar- innar til að ná í tvö prentuð erfðaskráreyðublöð. „Tvö?“ sagði Poirot með hvassri röddu. „Já herra, ég ímynda mér til öryggis, ef annað eyðilegð- ist; og sannarlega var það líka tilfellið. Við skrifuðum aðeins undir eitt. . .“ „Á hvaða tíma dags var það?“ Baker klóraði sér í höfðinu; Hf. Eimskipafélag íslands AÐAL- FUNDUR ASalfundur H. f. Eimskipafélags fslands verður haldinn i fundarsalnum í húsi félags- ins í Reykjavík, þriðjudaginn 16. mai 1972, kl. 13.30. D agskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein sam- þykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum fé- lagsins, samkvæmt 15. grein samþykktanna (ef tillögur koma fram). 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins, Reykjavík 10.—12. mai. Reykjavík, 22. marz 1972. STJÓRNIN.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.