Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.04.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 07.04.1972, Blaðsíða 7
NV vikutíðindi 7 LÁRÉTT: 45 ás 14 dofna 1 bústaðinn 48 hagi 16 stríðast 7 leiftur 49 blaður 17 grunnsæva 12 skera 50 fæða 20 skinn 13 duld 52 mynni 21 55 15 keyr 54 fugl 22 sem 16 fegrun 55 á nótum 23 flýtir 18 sex 56 bótaábyrgða 26 vitrunin 19 umbylting 59 skammst. 27 ílátið 20 mann ' S0 sléttu 31 sagnfræðing 22 ella 53 baða 32 býli 24 fljót 65 byggða 35 gljáir 25 hreinsa 56 eðlilega 37 verk 26 varg 38 annars 28 raula LÓÐRÉTT: 41 neitunarorð 29 duft 1 spyrna 42 lánleysi 30 flugur 2 utan 43 tapaða 31 þramm 3 svipuð 46 vafaorð 33 ekki 4 hina 47 kyrrð 34 agnir 5 frumefni 51 þefur 35 fjallkóngur . 6 hættumerki 53 skjótur 36 sign. 7 fæði 57 leiðsla 38 tvíhljóði 8 vegur 58 mann 39 rödd 9 hávaða 61 51 40 greinir 10 greinir 62 félag 42 hljóð 11 glamra 63 skammst. 44 saurgað 12 járnver 64 skóli 1 2 j. ' %■ 12 15 I r 19 26 í 29 I30 j J5 57^ ba 1 * «5 «9 I50 5Í L 5^ 60 “ 61 65 5 [6 >9 H? 21 I B22 8 9 10' “ rraanh u. 3 r 3 h' $2 flJJ iUo «1 «> «7 352 58 159 168 flóttamaður frá Auschvits minnist þess, hvernig fangarn- ir fundu sér efni í „Molotoff- kokkteila“ í rússneskri flug- vél, sem skotin hafði verið niður í grendinni. Freimark vann ásamt þrettán öðrum mönnum að því að draga þunga vagna, fyllta af sorpi úr sorprennum fangabúðanna. Og þeir drógu að sér benzín úr rússnesku flugvélinni með því að fela flöskur djúpt í sorpinu. Á meðan á því stóð, þá viðuðu fangarnir einnig að sér birgðum eftir öðrum leiðum. Eitt þúsund kvenmenn unnu þrælkunarvinnu í sprengiefna- verksmiðjunni. í margar vikur voru gerðar árangurslausar til- raunir til að ná sambandi við einhvern fanga, sem vann þar, Rósu Robotu að nafni. Kom þá í ljós, að hún hafði skipu- lagt leynistarfsemi á meðal kvenfanganna. Eftir það gekk allgreiðlega að lauma púðri út úr sprengiefnaverksmiðjunni. Freimark man enn glögg- lega þann dag, er uppreisnin hófst. Stuttu eftir hádegi kváðu við fyrstu skotin, og hann sá SS-hermann falla nið- ur úr einum vaktturninum. Hánn segist aldrei munu gleyma undrunarsvipnum á öðrum SS-manni, sem skotinn var. „Ég hef aldrei séð slíka undr un lýsa sér út úr svip nokkurs manns,“ ségir hann. „Þegar kúlan hitti hann, og hann sá sitt eigið blóð, þá skildi hann bókstaflega ekki, hvað var að gerast. Hann trúði því ekki, að Gyðingar, sem Hitler hafði kennt honum að væru þrótt- ☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ á myrtum Gyðingakonum, en þær höfðu flutt þau með sér frá Gyðingahverfunum í Var- sjá. Að lokum beittu þeir sög, búinni til úr eldhúshníf, til að klippa í sundur gaddavírinn, sem fangabúðasvæðið var girt með. Þrettán mönnum heppn- aðist að sleppa í gegnum vél- byssuskothríð varðanna og taka upp skæruhernað í nær- liggjandi skógum. Ein djarfasta uppreisnin var skipulögð og stjórnað af Alex- ander Pechorsky, rússneskum Gyðingi. sem Þjóðverjar höfðu tekið til fanga á austur-víg- stöðvunum. Tuttugasta og þriðja september 1943 var Pechorsky fluttur í fangabúð- irnar í Sobibor. Hann sá fljótt, að þessi staður var ekki venju- legar stríðsfangabúðir, heldur verksmiðja í þjónustu dauðans, svo að hann byrjaði að vinna að áætlun um allsherjarupp- reisn og flótta. Hann hafnaði hugmynd um það að grafa göng undir girðinguna í kring- um búðirnar. Ef þeir græfu of djúpt, myndu þeir lenda í vatni, og ef þeir græfu of grunnt, myndu þeir verða tættir í sundur af jarðsprengj- um. í þess stað völdu fangarnir tvo menn, sem þeir báru sér- stakt traust til, og áttu þeir að veiða Þjóðverja í gidrur. Menn þessa völdu þeir eftir nákvæma athugun og umhugs- un, því að mikið valt á, að þeir brygðust ekki í sínum hlutverkum. Sá möguleiki var fyrir hendi, að þeir kynnu að gera Þjóðverjum aðvart um ráðagerðina. Þegar vélbyssuskothríð barst til eyrna fanganna tveimur dögum áður en uppreisnin var áformuð, þá þóttust þeir vissir um, að þeir hefðu verið svikn- ir. Seinna fréttu þeir, að skot- hríð þessari hefði verið beint gegn nýkomnum föngum, sem gert höfðu uppreisn við járn- brautarstöðina, fremur en að láta loka sig inni í fangabúð- unum. Þrettánda október 1943 hófst svo uppreisnin. — Þýzkur her- maður var ginntur inn í klæð- skeraverkstæði fangelsisins og annar inn í skögerðarverkstæð- ið. Fangarnir voru viðbúiiir, þegar. þeir sáu Þjóðverjana ganga inn í verkstæðin. Þjóð- verjinn á klæðskeraverkstæð- inu var beðinn að máta á sig jakka, en í því er hann stakk höndunum í ermarnar, var hann bundinn og síðan höggv- inn með exi, sem falin hafði verið í þeim tilgangi á verk- stæðinu. —• SÖMU örlög biðu varð- mannsins á skósmíðaverkstæð- inu. Nokkrir liðsforingjar voru ginntir inn í bragga, sem verið var að byggja „til að gefa ráðleggingar“ Þar voru þeir afvopnaðir og drepnir. Riffl- um þeirra var laumað til aðal- byggingar uppreisnarmanna, en á meðan höfðu konur, sem áttu að gera hrein herbergi þeirra, sem drepnir höfðu ver- ið, náð þar skotfærum og safn- að þeim saman. Þetta tók í allt um klukku- tíma. Klukkan fimm eftir há- degi, þegar föngunum var gef- ið merki um að safnast í rað- ir, þá héldu þeir í átt til fanga búðahliðanna. Áætlað hafði verið að fá úkrainsku verðina í varðturninum til að flýja með þeim og sameinast skæru- liðum í nágrenninu, þar sem flestir þýzku hermennirnir voru dauðir. Til frekara örygg- is var vopnageymsla fangelsis- ins brotin upp, og vopnum út- hlutað til fanganna. En það hafði ekki verið mögulegt að láta alla fangana vita í tæka tíð um flóttaáætl- unina, af ótta við, að nazistum bærist hún til eyrna. Og nú þustu margir fanganna til girð- igarinnar allt í kring. Skothríð hófst þá á þá frá öllum hlið- um úr varðturnunum. Fangarnir svöruðu vélbyssu- skothríði með skothríð úr riffl- um, sem þeir höfðu náð úr vopnabúrinu. En í óðagotinu hlupu sumir þeirra út á jarð- sprengjusvæði, þar sem þeir voru tættir í sundur af sprengj unum. Pechorsky sjálfur fylgdi hópi af föngum til girðingarinnar að baki hermannaskálanum og klippti vírinn í sundur þar. Hann gat sér þess réttilega til, að þar væru engar jarðsprengj ur, og hann slapp með fangana til skógar. Að minnsta kosti tuttugu SS-menn og ukrainskir verðir höfðu faílið. En mikilvægara var þó hitt, að að minnsta kosti fimmtíu föngum hafði tekizt að sleppa. Þar sem öruggt mátti telja, að þeir segðu umheiminum frá gasklefunum og brennsiuofnun um í þessum fapgabúðum, þá var gefin skipun í Berlín um að jafna fangab'úðirnar í So- bibor við jörðu og trjáplöntur voru gróðursettar þar sem búðirnar höfðu staðið. — ★— UPPREISNIN í Auschvits haustið 1944 var jafnvel enn stórfelldari en uppreisnin í So- bibor. Gyðingar þeir, sem unnu þar að því að kasta dauðum trúbræðrum sínum inn í lík- birennsluofnana, vissu, að þeir myndu í hæsta lagi fá að lifa í sex mánuði til viðbótar. Eft- ir það myndu þeir einnig verða líkbrennsluofnafóður. Þeir ákváðu að reyna ekki einungis allsherjarflótta, held- ur og að sprengja líkbrennslu- ofnana í loft upp í leiðinni. En þá vantaði skotfæri og spengiefni. Jakob Freimark, Bridge- 1» 4 T t r it Norður gaf. — Báðir ; hættu. Norður: S: 8 7 5 H: D G T: G 10 7 2 L: K 7 4 3 Vestur: Austur: S: K S: G 10 2 H: 10. 8 6 4 H; K 5 2 T: K D 9 6 3 T: 8 5 4 L: Á 9 2 L: G 10 8 5 Suður: S: Á D 9 6 4 3 H: Á 9 7 3 T: Á L: D 6 Norður sagði pass, Suður 1 spaða. Norður 1 grand, Suð- ur 3 spaða og Norður 4 spaða. Hinir sögðu alltaf pass. Útspil Vesturs er tígul K. Suður tók á Á og lét út lauf sex undir K blinds. Svo spilaði hann spaða úr borði og reyndi að svína D. Vestur varð feginn að fá á K blankann og spilaði svo lauf Á, þar sem félagi hans hafði látið 8, þegar laufinu var fyrst spilað. Aftur kom lauf út, sem Suður trompaði — og hann gaf þannig slag á hjarta, tvo á tromp og einn á lauf — og auk þess missti félagi hans trú á honum. Það er óþarfi að velta því fyrir sér, hvernig spila hefði átt spilið á réttan hátt, því það var spilað í franskri lands- keppni árið 1969, og þá tók sá, sem spilaði sömu sögn, tíg- ul Á og spilaði lágu laufi til K blinds, en því næst spilaði hann hjarta D úr blindi í stað tromps. Austur drap D með K, og Suður fékk á Á. Nú var hægt að koma blindi inn á hjarta G — og það hefði raunar ver- ið hægt þótt svíningin hefði brugðist. Þetta er til dæmis ein ástæðan fyrir því, að betra er að spila hjartanu fyrst; sagn hafinn getur ef hann vill, reynt að svína spaðanum, þrátt fyrir allt. í þessu tilfelli ætlaði Suður að trompa tvö hjörtu í blindi og sá enga nauðsyn til þess að hætta á svíningu í spaða. Þess í stað spilaði hann strax út spaða Á. K féll í, og nú veittist Suðri auðvelt að fá ellefu slagi. Hann tók á hjarta G, trompaði tígul, trompaði hjarta í borði og síð- an tígul heima. Loks trompaði hann síðasta hjartað sitt í borði og lét sig engu skipta hvort Austur yfirtrompaði eða ekki. lausir hugleysingjar, væru virkilega að skjóta á hina yfir- mannlegu SS-menn“. Tveir af fjórum líkbrennslu- ofnunum voru sprengdir í loft upp, og þrjú hundruð fangar sluppu. Á leiðinni út um hlið- ið, þá gaf einn fangahópurinn sér tíma til að koma fram hefndum á einum sérstaklega grimmum og ómanneskjuleg- um fangaverði. Maður þessi hafði nautn af því að rífa ungbörn úr örmum mæðra sinna og varpa þeim hljóðandi inn í líkbrennsluofnana. Fang- arnir fundu hann og vörpuðu honum riú sjálfum í logana. Rósa Robota reyndist síðar vera hugrökkust af öllum hin- um hugrökku föngum. Þegar uppreisnin hafði loksins verið brotin á bak aftur af tvö þús- und manna herliði, sem sent var á vettvang, þá komust nazistar að því, að púður frá sprengiefnaverksmiðjunni hafði verið notað í uppreisn- inni. Þrjár stúlknanna, sem unnu þar, voru handteknar og pyntaðar. Þær gáfu sig að lok- um og bentu á Rósu. Hún vissi nöfnin á leiðtog- um uppreisnarmanna, en þótt hún væri pyntuð dögum sam- an, þá gaf hún engar upplýs- ingar. Fanga einum úr leyni- hreyfingunni tókst að komast inn í klefa hennar rétt áður en hún var hengd. „Á hinu kalda steingólfi lá eitthvað, sem líktist fata- hrúgu,“ sagði hann síðar. „Þeg- ar þetta hrúgald hreyfðist í áttina til mín, þá þekkti ég varla, að þetta væri Rósa Ro- bota. Aðeins augu hennar voru söm og áður. Hún horfði á mig með þjáningarsvip. Ég réði ekki við tilfinningar mín- ar og brast í grát. Hún talaði til mín og sagðist ekki hafa brugðist okkur.“ KJÖRORÐ leynihreyfingar- innar í Treblinka-fangabúðun- um var: Frelsi eða dauði — og oftast var það dauði. Hægt var að koma um tólf hundruð Gyðingum í einu inn í gas- klefana, en yfir innganginum hékk stór mynd af Davíð, og blóm voru ræktuð beggja vegna. Framhald á bls. 4

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.