Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.04.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 14.04.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDi nV vikutíðindi Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson Ritstjórn og auglýsingar Skipholtj 46 (vesturgafl) Simar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjóðviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Ógiftusamlegur málflutningur 1 sjónvarpsumræðum fyr- ir skömmu leyfðu tveir ráð- hcrrar sér að vefengja orð dr. Gylfa Þ. Gíslasonar um, að eltki hefði verið haft sam- ráð við aðila, er hann tiltók, um skattalögin nýju. Að sjálfsögðu gat Gylfi ekki fært sönnur á mál sitt þax-na á stundinni, og var slimplaður ósannindamaður. Á liinn bóginn birti málgagn hans, Alþýðublaðið, greinar- gerð skömmu síðar, þar sem staðfesting íekkst á oi-ðum hans. Annar þessara ráðherra var Lúðvík Jósepsson frá Norðfirði, sem kommúnistar hafa löngum auglýst sem gií'turíkan sjávarútvegs- málaráðherra, og sem marg- ir hafa talið ágætan mann, en hefur áður gerst sekur unx álíka málflutning í sjón- varpsumræðum og varð m. a. frægur að endemum fyrir að hafa átt mikinn þátt í sköpun dýrtíðai’innar á fyrri í-áðlierraárum sínum, með því að leyfa atvinnurekend- um að hækka vörur og þjón- ustu í samræmi við lcaup- Iiækkun, svo að verðbólgu- skrúfan komst í algleyming. En það er svona málflutn- ingur — fullyrðingar, sér til augnablikshagsléóta, án stoð- ar í veruleikanum, — sem hefnir sín fyrr eða síðar, og er ekki líklegur til að vekja traust á þeim, er hann iðkax-, lieklur þvert á móti, og kem- ur málflytjandanum í koll fyrr cða síðar í menntuðu þjóðfélagi. Kapp er bezt með forsjá Þegar Morgunblaðshúsið var reist fyrir enda Austur- sti’ætis, heyrðust margar raddir um, að slíkt væri hin mesta goðgá. Auk þess að vestri húsalinan við Aðal- sti’æti yrði þar með mörkuð alltof neðai’lega í Grjóta- þorpinu, lokaði húsið einnig framhaidi Austursti’ætis vestur á bóginn. Þegar borgarstjóm Ilcykjavíkur, í samvinnu við skipulagsyfirvöld í’íkisins og nágrannasveitarfélög, fól teiknistofu Peters Breds- dorffs í Kaupmannahöfn að hafa yfirumsjón með aðal- skipulagi Reykjavíkur árið 1962, hafði Bredsdorff sjálf- ur starfað að skipulagsmál- FRÖNSK CLETTNISSAGA i Skipi um Silutverli Það fór ýmislegt úr skorSum, þegar þjónninn settist í sæti greifans, og greifinn tók við störfum þjónsins. Miklu fleira en nokkurn gat órað fyrir . . . — ÞETTA lagast áreiðan- lega, hugsaði unga greifafrúin Madaleine de Laforge, þar sem hún hvíldi í dýrindis marmara baðkarinu sínu, og naut þess að finna heitt vatnið leika um líkama sinn. Þetta lagast áreið- anlega. Armand hefur lent í fjárhagsvandræðum fyrr — hlutabréfin hækka áreiðanlega í verði, eða þá einhver af hest- unum hans vinnur Grand Prix. De Laforge greifi hafði ver- ið kvæntur Madaleine hinni fögru í tvör ár. Nokkru fyrir brúðkaupið hafði hann verið eigandi tíu milljóna franka. Dýrindis bústaðurinn í bæn- um Cognac í Vestur-Fralck- landi var frábær að þægindum og útbúnaði, veðhlaupahest- arnir hans voru víðfrægir, fatn aðurinn hans var fyrirmynd annarra franskra spjátrunga, og skartgripir greifafrúarinn- ar höfðu kostað gífurlegan pen- ing. Allt þetta hafði hann lagt að fótum hennar. Hún var duttlungafullt eftirlætisbarn, og sízt höfðu kröfur hennar, um borgarinnar um finxm ára skeið og innt af hönd- um afar mikilvægt stai’f. Lét liann liafa eftir sér, að bygging Morgunblaðshúss- ins á þessum stað hefði ver- ið einhver mesta skyssa, sem gerð hefði verið í byggingar- og skipulagsmálum borgar- innar. Það voru slílc axarsköft, sem vakað hefur fyrir Geiri Hallgrímssyni og samstarfs- mönnurn hans að koma í veg fyrir eins og kostur yrði á, við skipulag borgai’innar, sem sífellt er í vexti. Var ekkert til sparað við fram- tiðarskipulag borgai’innar á árunum 1962-66, „enda mættu fjárútlátin heita full- goldin með því einu, að skipulagsvinnan kæmi í veg fyrir, að eitt fjölbýlishús yrði rifið niður að óþörfu“, eins og segir í greinargerð Geirs borgarstjóra. En Geir bætir við: „Það er annað og meira, sem fyrir okkur vakir. 1 borg verður umfram allt að vera gott að lifa og starfa . . . Það er unnt að sameina sjónarmið þjóðfélags og einstaklinga unx góða borg, ef skipulagið er vel úr gai’ði gert og borg- arbúar þekkja það og skilja tilgang þess“. Með slíku hugarfari ætti ríkisstjórnin einnig að starfa. Allt fálm og fyrii’- hyggjulaus ílumbrugangur í framkvæmdum og lagasetn- ingum getur orðið framtíð þjóðarinnar til hins mesta tjóns. Einn lagakastali við Aðalsti’æti þjóðfélagsins get- ur komið í veg fyi’ir eðlilega þróun þess Austursti’ætis, sem samtíð og framtíð lands og lýðs verður að súpa seyð- ið af. hvað snerti íburð, minnkað við hjónabandið, svo að Armand greifi hafði snúið sér að kaup- hallarbraski. Og þá hafði farið fyrir hon- um eins og svo fjölmörgum öðrum: hann hafði tapað aleig unni; eftir voru aðeins nokkur ríkisskuldabréf frá Perú og þykkur stafli af hlutabréfum í tveim gullnámum í Mexicó. Hann hafði veðsett allt — heimilið, listaverkasafnið, skart gripi eiginkonunnar. Ójá, sein- asta mánuðinn var þjónustu- fólkið, sem ekkert var nema húsbóndahollustan, — háttvísi þjónninn Oscar, snotra þjón- ustustúlkan Lolotte, svo og feit lagna og fyrirferðamikla elda- buskan maddama Tissaut. Með sjálfum sér kallaði Ar- mand eiginkonu sína allt af „versta óvin sparseminnar“, en hann hafði bara gleymt því, að sjálfur var hann ekki spar- semin uppmáluð. Flottir bíl- ar, dýrustu vindlategundir, ballettstelpur vafðar inn í þús- undkalla, ekkert af þessu gat talist til brýnustu nauðþurfta. Spilaklúbburinn í Cognac, þar sem greifinn var formaður, hafði sömuleiðis tekið sinn skerf. Auk þess hafði hann yndi af góðum mat, og í mad- dömu Tissaut hafði hann fund- ið hreina perlu í þeim efnum. Það var barið á baðherberg- isdyrnar. Oscar, hinn háttvísi þjónn, lét sig hafa það að gera undantekningu í þetta skiptið og strunzaði beint inn að bað- kari greifafrúarinnar, sem varð svo undrandi yfir ósvífni hans, að hún mátti ekki mæla. Oscar ræksti sig og renndi aðdáunar- augum um fagurskapaðan lík- ama húsmóður sinnar. Þeim dvaldist við vissa staði, þau gleymdu sér í unaðsheitum hins fullkomna kvenlíkama. — Eruð þér ekki með öllum mjalla, Oscar? Greifafrúin reyndi að bera hendurnar fyrir helstu staðina, en það misheppnaðist með öllu. — Nei, en ég held, að ég verði það, frú. Flutningsmenn- irnir eru komnir — þeir ryðj- ast inn og eru að líma verð- miða á húsgögnin í gulu stof- unni. Greifinn er úti á hest- baki. Hvað á ég að gera? —Þvílíkir þorparar! Að þeir skuli ekki skammast sín. Ég er alveg að koma, Oscar. Við skulum aldeilis henda þeim út! Maddama Tissaut hafði þeg ar gefið þeim lengsta þeirra glóðarauga, að því er Oscar upplýsti. Og Lolotte hafði ógnað þeim með verndardýr- lingi sínum, heilögum Kristó- fer, en það stoðaði ekkert. Að tveim dögum yrðu þau öll að vera á brott úr húsinu; greif- inn hefði ekki greitt skuld sína.... — Ég hef aldrei heyrt annað eins, sagði greifafrúin ösku- vond. Hún stökk upp úr baðkerinu, svo að vatnið gusaðist upp á hinn trúa og dygga þjón. Osc- ar greip stórt baðhandklæði og vafði því um hana. Hörund hennar var rósrautt. »vorlð góða grænt og hlýtt...« er þegar komiö suöur í álfu. LOFTIEIDIR Vorlækkun Loftleiða ICELANDIC gildir frá I.apríl-I5.maí j

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.