Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.04.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 14.04.1972, Blaðsíða 3
— Þurrkaðu mig, asninn þinnJ skipaði hún. Ekki svona ianst — heldur fast! Svona já — undir höndunum, nautið þitt, og svo brjóstin — varlega asnakjálki! — Ekki svona fruntalega á maganum — nei, ekki svona fast þama, — not- aðu hitt handklæðið á fæt- urna — svona já. Hún settist. Oscar hamaðist við að þurrka í sveita síns andlits. Ut an úr gulu setustofunni bárust raddir flutningsmannanna. Greifafrúin renndi fótunum i litla silkiinniskóna og hljóp fram á gang. í anddyrinu mætti hún eiginmanninum, sem var að koma af hestbaki, fölur af geðshræringu. —Þetta stoðar ekkert, Mada leine, sagði hann hryggur. Við erum gjaldþrota. Við eigum ekki um neitt annað að gera en skjóta okkur. Ég skýt þig, og þú mig — eða þér, Oscar, fremjið aftökuna á okkur báð- um. Laun getið þér því miður engin fengið, en ég skal gefa yður kokkteiluppskirftina mína, þessa, sem ég hef aldrei kennt neinum. — Ég þakká, herra greifi, svaraði þjónninn kurteislega. En því miður verður herra greifinn að láta sér nægja að kenna mér hana skriflega, því að það er ekki til víndropi á heimilinu. Allar birgðirnar eru þrír bjórar og átta gosflösk- ur... — Og í ísskápnum er ekk- ert nema hálfur kjúklingur og tvö lítil frosklæri, fnæsti mad- dama Tissaut og rak hausinn út um eldhúsdyrnar. Slátrar- inn neitar að skrifa lengur hjá okkur. Ég gæti nú kannske lánað húsbændum mínum tutt- ugu franka, annars verður eng- inn hácíegisverður í dag .... Madaleine vafði baðsloppn- um þéttar að sér. Henni var kalt. Greifinn yppti öxlum ó'g kveikti sér í sígarettu. Viku seinna höfðu orðið hlut verkaskipti í greifabústaðnum í smábænum Cognac. Hinn trúi og dyggi þjónn, Oscar, gekk ekki lengur í röndóttu vesti og gullhnappajakka, — nei. Osc- ar var kominn í flottasta kvöld fatnað greifans. Hann hafði rakað af sér vangaskeggið og sat með servíettu undir hök- unni við ávala borðið í setu- stofunni og gæddi sér á kræs- ingunum. Við hnífapörin hans stóðu þrenn glös. Beint and- spænis honum sat Loloette, þjónustustúlkan unaðsfagra, í- klædd einum dýrindis kjól Madaleine. Hún var í indælis skapi. og umhverfis borðið snerist þjónustufólkið: Laforge greifi sjálfur í búningi síns fyrrverandi þjóns, og greifa- frúin í svörtum afar stuttum kjól, með hvíta svuntu fram- an á sér og kappa Loloette um hárið. Greifinn gekk um með steikarfat og diska, og greifafrúin skenkti á diskana. Hljóðlega og niðurlút gengu þau að starfa sínum. Það var ekki nema þegar á þau var yrt, að þau svöruðu í stuttum setningum, nánast auðmjúk- lega. Hvernig gat þetta átt sér stað? Hvað hafði eiginlega gerzt? Höfðu bolsévikarnir gert alvöru úr því að leggja undir sig smábæinn Cognac? Eða var þetta máske einhvers konar sjónhverfing? Nei, aldeilis ekki, það var ekkert af þessu. vnctrrfÐiMDi Daginn eftrr að flutnings- mennirnir voru á ferðinni, höfðu Þau Loloette og Oscar hreppt stæsta vinnimginn í franska ríkishappdrættinu, hvorki meira né minna en tíu milljónir franka. Bæði greif- inn og greifafrúin höfðu fall- izt á þá tillögu Oscars að skipta um hlutverk. Oscar tæki að sér að borga allar skuldir greifans, og fengi í staðinn höllina, en Loloette fataskáp greifafrúarinnar, að meðtöld- um loðfeldum og skartgripum. Oscar og Loloette fluttu sig í híbýli greifahjónanna, en „Ar- mand“ og „Madaleine“ urðu að láta sér nægja litlu her- bergin, sem þjónustufólkið hafðist við í. — Við skulum leika á þau, hafði greifinn sagt við greifa- frúna, er þau féllust á þessa furðulegu uppástungu. Þú narr ar ríkisskuldabréfunum frá Perú inn á Oscar, og ég geri Loloette svo ástfangna af mér, að hún gíni við hlutabréfunum mínum í gullnámunum. Stelp- an er ástfangin af mér upp að eyrum, sjáðu engillinn minn — upp að eyrum! Svo þegar við erum búin að hirða auð- æfin okkar aftur, þá hendum við þeim út. Hvað segirðu um þetta, dúfan mín? — Mér finnst þetta alveg stórkostleg hugmynd. Sömu- leiðis get ég bent á það, að Oscar er alveg trylltur í mig — hann gengur um grenjandi — innvortis, auðvitað — ef hann svo mikið sem sér mig. Þegar flutningsmennirnir voru á ferðinni um daginn, þá kom Oscar inn í baðherbergið til mín. Sko, hann hafði legið á gægjum. og þegar ég sá hann, þá féll hann á kné og grát- bað mig — ja, ef þú bara viss- ir, um hvaS hann bað mig. — Nú, hvað var það? Augu greifan skutu gneistum. — O, það var ekki það, sem þú heldur, — nei, Oscar er siðsemin sjálf. Nei. hann bað um að mega nudda mig með baðhandklæðinu, og ég leyfði honum það. Ég verð að viður- kenna, að það var engan veg- inn óþægilegt. — Hvernig gaztu, Mada- leine? spurði greifinn; hneyksl- aður og afbrýðisamur. — Nú, þetta gerði svo sem ekkert til. Vertu ekki með þesssi kjánalæti, Armand. Nú færð þú að nudda Loloette í staðinn. Svona byrjaði það. Við skul- um snúa okkur aftur að máltíð inni. — Armand, sagði Loloette fleðulega og horfði lengi á hann undan löngum augnhár- unum, er það alveg bannað meðal fínna fólks að éta fisk- inn með hnífum? — Já, stranglega, maddame, svaraði Armand og hneigði sig. — Það er svo erfitt að fást við tvo gaffla, andvarpaði þjón ustustúlkan fyrrverandi og klóraði sér á fætinum. — Madaleine, komdu hingað undir eins! kallaði monsieur Oscar hlæjandi. Skenktu mér meira hvítvín. Madaleine fyllti glasið hans, og hann tæmdi það í tveim sopum. — Skrambi góður, þessi ár- gangur, sagði hann og sleikti út um. Já, nú er vínkjallar- inn fullur aftur. Ég keypti 500 flöskur af hverju merki. — Framh. á bls. 4 m m m m mta m m ■ ■ — T * * - * * ~.n rWWVWWWIfW^ KOMPAN Fálkaorðan. - Efnileg útflutnings-„vara“. Áfengislögin aðhlátursefni. Akureyrarölið eftisótt. - „Náttúra bezta poppgrúppan. Það er ekki að undra, þótt almenn- ingur sé að jafnaði í krampahlátri, þeg- ar tilkynningar koma frá orðunefnd urn það, hverjir hafi hlotið riddara- kross fálkaorðunnar (eða hvað það nú heitir). Á síðasta þingi bar nýbakaður al- þingismaður fram tillögu þess efnis, að þessi skrípaleikur yrði aflagður, og þótti mörgum, að þar væri á ferðinni athyglisverð tillaga. Það er óneitanlega broslegt að vera að sæma saumakonur fálkaorðunni fyrir saumaskap, bændur fyrir búskap og verkamenn fyrir verkamannavinnu. Auðvitað á að hætta þessu pípi hið bráðasta, ef ekki er meira vit í veitingu þessara virðingartákna en oft vill við brenna. Annars hefur dágóð hugmynd skot- ið upp kollinum, sem sé sú, að hefja útflutning á fólkaorðunni og selja hana til Bandaríkjanna — og þá ekki síður til Sovétríkjanna, en þar eru orður mjög í tízku eins og flestir vita. Talið er fullvíst, að amerískir millj- ónamæringar væru til í að borga stór- fé fyrir fálkaorðuna, og er rétt að minna á það, að ef slík orða væri verð- lögð á milljón krónur stykkið, þá þyrfti ekki að selja nema fimm hundruð, til að hægt yrði að lengja flugbrautina í Keflavík upp á eigin spýtur. Nú er geðveikin í sambandi við sterka bjórinn að ná hámarki. Það þótti sannarlega tíðindum sæta, þegar það kom í Ijós, að veiki pilsnerinn frá Danmörku er of sterkur fyrir Islend- inga, en eins og kunnugt er var útlend- ur bjór ein af þeim vörutegundum, sem ætlunin var að hef ja innflutning á, þeg- ar við gengum í Efta. Nú kemur í ljós, að samkvæmt af- gamalli mælingaraðferð er danski veiki pilsnerinn 2,50 eitthvað, en 2,25 eitt- hvað (hvort sem það nú eru prósentur eða eitthvað annað) er hámark ein- hvers, sem löglegt er á Islandi. Þessi andskotans skrípaleikur er nú orðinn svo yfirgengilegur, að ekki verð- ur lengur við unað. Forsvarsmenn bjórsins á alþingi drógu sem kunnugt er frumvarp sitt til baka, þegar í ljós kom, að allt væri í lagi með innflutning á sterku öli; en nú kemur aftur á móti í ljós, að ekki er allt í lagi. Islendingar eru víst nógu mikið að- hlátursefni þeirra, sem landið sækja heim, þótt ekki sé sífellt verið að gera í því að gera okkur afkáralega með dellu eins og áfengislögunum. Það hefur vakið athygli, að nú um nokkra hríð hefur verið erfitt að fá Thule-öl hér í borginni. Ekki vitum við svo gjöiia hvað veldur, nema ef vera kynni, að þetta Akureyraröl er búið að slá Egils-ölinu svo gersamlega við, að enguni dettur lengur í hug að biðja um það, sem kallað hefur verið pilsner. Sannleikurinn er sá, að fjöldanum finnst Thule-bjórinn mildari á bragðið en Egils-ölið, og höfum vér fyrir satt, að verksmiðjan á Akureyri hafi ekki undan að framleiða. Úr poppheiminum er það helzt að frétta, að hin nýja „Náttúra“ virðist ætla að slá ofsalega í gegn. Sérfræðingar vorir í popptónlistar- málum tjá oss, að hér sé á ferðinni ein bezta poppgrúppa, sem litið hafi dags- ins ljós, ekki eingöngu hérlendis held- ur og þótt víðar væri leitað. Eins og kunnugt er, urðu þeir í „Náttúru“ fyrir miklum skakkaföllum, þegar hljóðfæri þeirra brunnu í Glaum- bæ fyrir nokkru, en nú hefur hljóm- sveitin verið endurskipulögð, og er það markverðast, að söngkonan Shady Ovens, sem var með Trúbroti, flikkar nú upp á þessa ágætu hljómsveit með framangreindum árangri. Þá telur sérfræðingur vor, að Björgvin, gítaristi grúppunnar, sé í sér- flokki sem hljóðfæraleikari. ASSA

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.