Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.04.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 14.04.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI Bréfabunkinn Framh. aí bis. 8. unartímabilið forðum, og hélt maður þó, að sá tími væri löngu liðinn. Örn Ásm.“ Já, það mun vera almenn ánægja með vegalagningu til Bláfjalla, en að sama skapi óánægja með lokun bensín' sölu um hátíðir, og er þá 17 júní meðtalinn. Það ætti a.m.k. ekki að vera til of mik' ils mælst, að olíusöluhringur inn auglýsti í blöðum fyrir fram, þegar loka á bensínsölu- afgreiðslum. Slysagildra við fjöruna „Ægileg slysagildra er við svokalaða Sólarlagsbraut, en hún er út af gömlu öskuhaug- unum (vesturströnd vestur- bæjarins). Á þetta einkum við um þegar stórstraumsfjara er, og þarf ekki jafnvel stór- streymi til. Þar sem mikið fjarar út, myndast oft rif, sem eru iðulega væð lengst út í sker, og hafa krakkar gaman af að fá sér göngutúr út í þau. Þannig er þetta einmittt út af gömlu öskuhaugunum og Grandanum. Iðulega hef ég séð börn vaða út í þessi rif, og nær sú leið góðan spotta út frá landi. Geta þau hæglega hreint og beint flætt upp þarna, og þá vita allir hvað skeður. Ég myndi segja að þarna væri verðugt verkefni fyrir Slysavarnafélag íslands til að leysa af hendi, áður en ein- hver pottormurinn fer sér að v.oða. Vesturbæingur.“ Þetta er vissulega mál, sem, vért er að gefa gaum. En ef okkur misminnir ekki, þá er víðar flóðhætta en þárna, a.m.k. lásum við í dagblöðun- um að reykvískum börnum hefði verið bjargað frá drukknun á slíku flæðiskeri alveg á síðustu stundu, hvar sem það nú var í fjöru borg- Vmmenning og vínþamb „Vínmenning þjóðarinnar þarf skilyrðislaust að komast í betra horf en nú er. Ég hef aldrei skilið, hvað þetta vínþamb hefur sér til ágætis — öðru nær — því það drepur hvern og einn niður, þegar hófs er ekki gætt. Vín- bann á sér enga stoð í raun- veruleikanum — það myndi gera illt verra. Nóg er orðið um landa hér samt. Það er mín skoðun — og hefur ávallt verið — að sá, sem neytir víns í hófi og hef- ur ávallt nóg af því í kring- um sig, hann langar yfirleitt ekkert í það. Þess vegna segi ég, að gott öl og vín eigi að fást í hverri búð, en að strangar reglur eigi þó að vera um sölu á því. Reykvíkingur.“ Bréf þetta er eitt af mörg- um, sem borizt hafa um áfeng- islöggjöfina — og eru þau öll í þessum dúr. Öllum finnst ófrelsið og öl-leysið forkastan- legt í menningarríki. Sumir telja jafnvel að allt pukrið og hysterían í sambandi við áfengi séu aðalástæðan fyrir því, að Islendingar læra ekki að drekka eins og rótgrónar menningarþjóðir. Brennivín eða bjór „Ég átti nýlega samtal við lækni nokkurn, mjög frægan, og sannfærði hann mig um það, að neyzla sterkra drykkja væri mjög hættu'lég fýrír' lifr- ina, en að eftir því, sem áfengir drykkir væru veikari væri minni hætta á lifrar- skemmdum. Þess vegna furðaði hann sig á því, að bjór væri ekki fyrir hendi hér á landi, því að hann þynnir að minnsta HUSGAGNAVIKA kosti áfengismagnið, sem margir láta inn fyrir sínar varir. Bindindismaður.“ Þetta er kafli úr bréfi, einu af mörgum, sem sífellt berast út af bjórleysinu. Er nú ekki kominn tími til að endurskoða áfengislöggjöf- ina og leyfa bruggun og sölu áfengs bjórs? Auðu kirkjubáknin „Alltaf er gaman að koma í Landakotskirkju, því bæði er, að söfnuðurinn virðist mjög svo trúaður og svo opn- ast mapni þar dýrðarheimur, a.m.k. þeim, sem á slíku kunna skil. En það var annars um kirkjubyggingarnar sem ég ætlaði að tala — hin miklu bákn, sem standa auð allan ársins hring. Vel mætti nota þessar lítils nýttu kirkjubygg- ingar til hljómleikahalda, sem fundarstaði eða jafnvel dans- staði, auk þess sem þær ættu að vera tilvaldar til ferming- arveizla. Fjölmörgum hér finnst það hreint brjálæði að byggja hverja kirkjuna á fætur ann- arri, sem fæstir sækja nema við jarðarfarir stöku sinnum. Ég hef ekið á milli þessara guðshúsa á sunnudögum og séð með eigin augum, hversu örfáar hræður koma út úr þeim. Össi.“ Þetta er hið mesta við- kvæmnismál, þótt flestir muni taka undir orð þín. Tæplega er ástæða til að messa, nerna kannske einu sinnni í mánuði yfir hverjum söfnuði, og síðan bílarnir urðu almenningseign ætti öllum að vera unnt að sækja kirkju ut- an sóknar, þegar messað er. Það er aðeins á stórhátíðum og við fermingar, sem sóknar- kirkjurnar koma að veruleg- um notum; en það er dýrt að byggja og reka slíkar hallir fyrir örfáa hátíðisdaga á ári. Á hinn bóginn eru kirkju- byggingar mikið hjartans mál margra sóknarbarna, sem leysa ákaflega fómfúst starf af hendi við að koma þeim upp. Auk þess virðist mikil trúarvakning nú vera vöknuð, svo hver veit nema kirkjurn- ar fyllist aftur fyrr en nokk- urn grunar. Og hví að vera að amast við kirkjubyggingum, sem þar að auki setja svip á borgir og sveitir með tumum sínum og virðuleikablæ. 8.-.17. APRIL í ÍÞRÓTTAHÖLLINNI í LAUGARDAL OPIN VIRKA DAGA KL. 16 - 22 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. 14-22 SÝNING Á HUSGOGNUM ÖG INNRÉTTINGUM. EFNI TÍL HÚSGAGNA. ÁKLÆÐUM, GLUGGATJÖLDUM OG TEPPUM um munar. Innréttuð hafa verið her- bergi til hvílubragða, áfengi er þar selt, og ekkert þykir athugavert við það, þótt fólk fái sér hass i pípu og — sem sagt — þarna er svallað eftir líkamans lystisenidum. Síðastliðinn fimmtudag hyx-jaði samkoman á því, að fólk fór að tínast saman upp úr níu, og settust flestir að drykkju. Nokki’ir fengu sér lxass í pípu, og fólk kom sér vel fyrir (þai’na eru engir stólar eða boi’ð, heldur púð- ar, pullur og dýnur, svo að auðvelt er að láta fara vel urn sig). Um ellefu-leytið liófst svo kvikmyndasýning, og er víst óliætt að segja, að þar liafi ekki verið á ferðinni neinar pempíuaðfarir, en þar að auki var myndin hin fyndn- asta. Hún greindi frá tveim ungum nunnum, sem eru að skrifta; og síðan er sýnt það, sem þær eiga að hafa að- liafst syndsamlegt — og það er sannaiTega ekki neitt sér- lega siðsamlegt. Allt er það með þeim liætti, að ekki verður eftir haft á pi’enti, en þó má geta þess til gam- ans, að ski’iftafaðirinn beitir „huggaranum“ sannarlega óspart, auðvitað mcð þeirn afleiðingum, að nunnurnar öðlast bæði andlega og lik- amlega yfii’hót, eftir hrika- legar fjöldasamfarir eftir kúnstarinnar í’eglum. Um miðnætti komu svo fram karl og kona, sem feng- in liöfðu verið frá Dan- rnöi’ku, og sýndu lioldlcg mök við mikinn fögnuð i „Standpunktinum“. Síðan hófst almenn svall- veizla, þar sem menn og konur voru ekki of hátíðleg viðvíkjandi því, liver var með lxverjum. Gleðinni lauk síðan, þeg- ar komið var fram undir morgun, og sagði fori’áða- maður klúbbsins tíðinda- manni blaðsins, að aldrei hefði tekist eins vel til og þessa nótt. Taldi hann full- víst, að klúbburinn myndi færa út kvíai’nar á næstunni. En það, sem stendur starf- seminni mest fyrir þrifum, er að sjálfsögðu sá grunur, sem leikur á, um að fram- ferðið þarna sé ekki með öllu lögum samkvæmt! voru þar sýnd teppi, glugga- tjöld og annað, er talist getur til híbýlaprýði. Sýning sú, sem nú stendur yíir, er meiri að vöxtum en Húsgagnavikan 1969. Um 30 húsgagna- og innréttingafram- leiðendur taka þátt í sýning- unni. Þá eru einnig sýndar ýmisskonar efnisvörur til hús- gagnagerðar og tæki, hús- gagnaáklæði, gluggatjöld, teppi og ljósabúnaður. Tilgangurinn með húsgagna- sýningum sem þessum, er að skapa grundvöll fyrir reglu- bundnar sýningar, þar sem húsgaganaframleiðendur geta á einum stað kynnt fram- leiðslu sína fyrir húsgagna- kauppmönnum og almenningi. Sá samanburður, sem slíkar sýningar gefa, hefur sýnt sig að hafa mjög hvetjandi áhrif á allar nýjungar í framleiðslu. Sýningin, sem er á 1600 fermetra svæði í forsölum íþróttahallarinnar, verður op- in almenningi til og með 17. apríl. Er hér kjörið tækifæri fyrir alla að kynnast því nýj- asta og bezta í íslenzkri hús- gagna- og innréttingafram- leiðslu. SvaiEkvöld Framh. aí bls. 1 markmið hans, en þó er rétt að geta þess, að meðal með- lima, sem eru um 200, eru all-nxargar konur. Klúbburinn hefur nú að- setur í gömlu skrifstofuhús- næði í Holtunum, og koma meðlimirnir saman einu sinni í viku — á fimmtu- dagskvöldum. — Þá liefur klúbbstjórnin séð fyrir því að leigja út a. m. k. eina svæsna samfaramynd, cn nú upp á síðkastið hefur klúhb- ui’inn fært út kvíarnar svo Framhald af bls. 1 ur og Meistarafélag húsgagna- bólstrara gangast fyrir. Fyrri sýning meistarafélag- anna var haldin síðla sumars 1969. Á þeirri sýningu voru sýnd húsgögn og innréttingar, sem uppfylltu kröfur meist- arafélaganna og neytendasam- takanna um gæðmerkingu. Þá voru þar kynntar efnisvörur til húsgagnagerðar, s.s. ýmsar trjávörur, húsgagnaáklæði og efni til bólstrunar. Einnig ☆ Laxveiðiokur Framhald af bls. 1 ski’ifstofu, sem heitir „May Travel“, og er til húsa á Madison Avenue. Stöngin í íslenzki’i veiðiá í dag kostar hvoi’ki meira né minna en 250 dollara, og verður það að teljast dágóð- ur skildingur — eða yfir 20000 kr. stöngin a dag. Ekki þax’f að orðlengja það, að angljóst er, að ckki ér lengur gert ráð íyrir landsmönnum við laxveiðar í beztu ánum, og skal hér ekki lagður neinn dónxur á það, livort shkt sé vei’jandi eður ei, en mörgum mun finnast þetta heldur súrt í bx’otið. Jafnvel þótt einhverjum hugkvæmdist að taka sér veiðiá á leigu við slíku verði, er ekki að því hlaupið, þar sem ái’nar eru ekki leigðar nema til lieillar viku í senn. Sterkustu röksemdir stangaveiðifélaganna í land- inu fyrir því, að ekkert geri til, þótt Islendingar komist ekki í árnar, eru þær, að landsmenn fari svo illa með árnar, að þeim sé vart hlcyp- andi í þæi’, og er óliætt að fullyrða, að sú röksenxd er ekki úr lausu lofti gripin. Þó nxunu ekki allir útlend- ingar, senx i ái-nar fara, vera ncin dyggðaljós. Má í því efni nefna borgarstjórann í Jacksonville, senx lxingað kom í fyrrasumar og tók þi’jár stengur á leigu í lieila viku og hafði þær aílar í gangi samtínxis. Mun sá ekki hafa verið liinn dæmigerði auðkýfingur, sem nennir varla að í’enna. Hvað sem því líður cr óhætt að fullyrða, að fram- vegis verða íslenzl-ar ár um- fi’am allt fyrir auðuga út- lendinga.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.