Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.04.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 14.04.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐINDI 1J R ANNÁLIIM LÖGREGLUAAAE MOllÐ ÁN MORÐINGJA Þetta er einhver furðulegasta sagan úr frönskum Iögregluannálum. Kona hafði verið myrt, en ástæður virtust engar til morðsins og enginn morðingi fannst, fyrr en skarp- skyggn sérfræðingur kom auga á lausnina. KLUKKUNA vantaði tíu mínútur í átta um kvöldið, og bak við gluggann í Villa Beau- soleil í Morlaix, skammt frá París, mátti sjá skuggamynd ungrar, grannvaxinnar konu, sem teygði upp hendurnar til að festa eitthvað í efri glugga- karminn. Klukkan nákvæmlega átta heyrði vinnustúlkan, sem var að vinna niðri í kjallara, skruðninga eins og einhver hefði dottið og kallaði upp: — Frú Riche! Hvað var þetta? Hún fékk ekkert svar, lauk verki sínu og fór og lokaði hurðinni á eftir sér. Þegar hún kom aftur morguninn eftir og hringdi dyrabjöllunni, var ekki opnað fyrir henni, svo að hún gerði ráð fyrir, að frúin væri enn ekki komin á fætur. En þegar húsmóðirin hafði ekki bært á sér undir hádegið, og þar sem eiginmaður henn- ar, Gilbert Riche, var ekki heima, lét stúlkan til skarar skríða. Hún dró garðbekk að glugganum og gægðist inn um hann. Skyndilega rak hún upp angistarvein. Á gólfinu, skammt frá glugganum, lá frú Riche endilöng á gólfinu og starði brostnum augum upp í loftið. Stúlkan gerði lögreglunni þegar í stað viðvart, og í ljós "körfl', að ftú Riche hafði orðið fyrir byssukúlu í hjartastað, en þar að auki var gardínu- •snúra vafin um háls hennas, Þá var sakamáladeildinni í París gert viðvart, og Jules Francas, lögreglufulltrúi, tók málið í sínar hendur. Húsið var rannsakað hátt og lágt, og nágrannarnir voru yf- irheyrðir, en það var ekki við- lit að finna nokkurt spor. Auk þess var eiginmaður hinnar látnu horfinn. Krufningin leiddi í ljós eftir- farandi: Skotin í hjartastað. Kúlan hafði farið inn um brjóstið og út um bakið. Um hálsinn var vafin gardínusnúra. Ógjörning- ur var að ganga úr skugga um, hvort hefði verið banaorsökin. Hálsinn var brotinn milli ann- ars og þriðja liðar. Kúlan fannst hvergi. Það var ógjörningur að grafa upp nokkra ástæðu til morðs- ins. En handtökuskipun var gefin út á Gilbert Riche, sem horfið hafði sama daginn og morðið var framið. Meðan þessar athuganir fóru fram, kom ungur maður inn á skrifstofu lögreglufulltrúans og sagði: — Ég er Francois Riche, son- ur hinnar látnu. Ég botna ekk ert í þessu, því að ég fékk símskeyti frá föður mínum um, að ég mætti eiga von á bréfi, og hérna er það. Francois las eftirfarandi: — Elsku drengurinn minn. Þegar þú færð þetta bréf, þá er ég ekki lengur í tölu lifenda. Ég gerði mig sekan um fjárdrátt og gat ekki lifað við þá smán. Móðir þín hefur lengi verið veik og dvalið lang dvölum á sjúkrahúsum. Til þess að auka ekki á þjáningar hennar, ætla ég að gefa henni sterkt svefnmeðal. Glasið með svefnmeðalinu fannst ósnert á eldhúsborðinu. En hvað var þá orðið af Gilbert Riche? í örvæntingu sinni hafði hann ekið bifreið sinni inn í næturmyrkri upp í sveit og skilið hann eftir á skógarstíg Síðan reikaði hann inn í skóg- inn með sterkar svefntöflur og hárbeittan hníf. Hann settist undir tré, gleypti báðar svefn- töflurnar og skar í sundur slag æðarnar á báðum úlnliðum. Þegar hann hafði sofið í 48 klukkustundir, vaknaði hann. Sárin höfðu ekki verið ban- væn, en honum hafði blætt verulega. Þá reikaði hann út úr skóg- inum, fann bifreið sína, settist upp í hana og ók af stað á ofsahraða, í leit að tré til að klessa bílinn á. En hann hitti ekki tréð, sem hann hafði valið, heldur hafn- aði í skurðinum og meiddi sig aðeins lítillega. Hann skreidd- ist upp úr skurðinum og tók sér stöðu við veginn til að kasta sér fyrir næsta bíl. Þar fannst hann meðvitundarlaus, blóðugur á höndum, og var þegar í stað fluttur til næsta fangelsishúss. Þar fékk hann blóðgjöf, og tveim dögum síð- -ar gat Francas yfirheyrt hann í fangaklefanum. Málið er afar óljóst, sagði Fj-aíjca?. ,6ér. átliifS ekki skotr LYKLI var snúið í hurðinni, sem á var letrað. Madame Fili- pova, Viðtalstímar.... Dyrnar opnuðust. Andartaks þögn, og grá- hærður maður gekk inn í her- bergið. Þykk gluggatjöld voru fyrir gluggum, og það logaði á lömpum með dumbrauðum hlífum, þótt hádagur væri. Hann stóð þarná í rauðleitu rökrinu, meðan konan, sem opnað hafði hurðina, ýtti hjóla stólnum bak við stórt, lakkbor- ið skrifborð. Hún hafði blæju fyrir andlitinu. Hún mælti á þýzku, án þess að taka blæjuna frá andlitinu: „Það er venja að síma og biðja um viðtalstíma. En eng- inn mun koma fyrir hádegis- verð, svo að . . ..“ Maðurinn var stór, fyrir- gengilegur; hárið, augun, hör- undið og fötin, allt grátt. Hann virtist ekki vera þess háttar maður, sem leitaði að jafnaði ráða hjá spákonu, en fáir voru það, sem heimsóttu Anny Fili- povu, sem komu í öðrum er- indum. Hann lét sig falla djúpt í djúpan, rauðan hægindastól, um leið og hann sagði: „Svo vopn í fórum yðar, og þér yfirgáfuð húsið klukkan 19.30. Eftir það sást konan yðar á lífi. Hún snerti ekki svefnlyf- ið. Hún var skotin í hjarta- stað. Og einhver batt gardínu- snúru um háls hennar. Getið þér gefið skýringu á þessu? — Nei, svaraði Riche og hristi höfuðið. Francas yfirgaf hann. Málið var orðið harla furðulegt. Hver gat morðinginn verið, og hvaða ástæðu gat hann hafa haft til verknaðarins? Við þeirri spurningu fannst ekkert svar. Morðinginn hafði ekki skilið eftir sig minnsta vott af spori, og það varð æ augljósara, að Gilbert Riche gat alls ekki verið morðinginn. Dagarnir liðu, og málið leit út fyrir að ætla að hafna með- al þeirra óleystu. Þá loks sneri Francas sér til góðvinar síns, dr. Marcel Cornelsen, sem iðu- lega hafði gefið honum góðar hugmyndir í lausn sakamála. Þeir fóru saman út til Villa Beausoleil, rannsökuðu allt hús ið og garðinn, gengu vítt og breitt um lendurnar í kring og allt niður að vatni, þar sem herinn hafði flugstöð á hinum viðskiptavinir yðar greiða yð- ur fyrir að glápa í þessa krist- alskúlu, til þess að lesa fram- tíð þeirra, er ekki svo?“ Hún lyfti svörtu grisjublæj- unni, og sást þá, að hún var með svört, magnþrungin augu og silfurgrátt hár. „En hafið þér ekki komið í þeim erindum?“ „Nei, ég er einn af hinum,“ sagði hann á rússnesku. Er hún heyrði það, glennti hún upp augun og varð mjög hverft við. Hann gaf henni gætur. Hún fékk hóstakviðu, svo að hún hristist öll, og tók skjálfhent töflu úr glasinu. sem stóð við hliðina á kristalskúl- unni. Hún hleypti brúnum og skolaði henni niður með víni, sem var í glasi við hlið henni, og hóstakastið leið hjá. HANN hallaði sér áfram. „Já við vitum allt. Loksins! í hve langan tíma hefir þetta átt sér stað — tólf ár? Þrett- án?“ Reiðin sauð í honum. „Allan þennan tíma hafa hin- bakkanum. — Einkennilegt, stórfurðu- legt, sagði Cornelsen loks. Þú ættir að fá nánari skýrslu hjá lækninum. sem krufði líkið, og lofa mér að sjá. Það er ekki að vita, nema við getum fund- ið lausnina. Þegar Francas færði honum skýrsluna daginn eftir, sagði Cornelsen: — Meðan ég les hana yfir, skaltu hringja til flugstöðvar- innar og ganga úr skugga um, hvort nokkrar skotæfingar hafi átt sér stað daginn, sem frú Riche lézt, og á hvaða tíma. Vertu ekki svona hissa á svip- inn; mér datt nokkuð í hug. Rannsakaðu sérstaklega, hversu margar flugvélar hafi lent, hversu mörgum skotum hafi verið skotið og af hvaða tegund. Francas fékk allar þessar upplýsingar, og þegar Cornel- sen hafði litið yfir allar töfl- urnar, kinkaði hann kolli og bað vin sinn að fá sér sæti: — Ég hef verið við nám í Brussel, Kaupmannahöfn og Berlín, og á síðasta staðnum fengum við til meðferðar morð af völdum skots, sem enginn ir svívirðulegu njósnarar Vest- urveldanna átt sér örugga bækistöð í Vínarborg. Allan þennan tíma hafa stjórnmála- menn okkar unnið sleitulaust, meðan föðurland okkar var hersetið og bandamönnum okk ar var spillt.. . Og öllu þessu var stjórnað frá þessum bölv- uðu, leynilegu aðalstöðvum. Þú, svarta ekkjan, varst sjálf í miðju netinu ásamt þínum svívirðilega sonarsyni.“ Andlit hans var afmyndað. jafnaði sig smátt og smátt, og hann brosti ógeðslega. „En þið gerðuð skyssu, þeg- ar þið drápu Zhubin.“ „Það var ekki annars úr- kosta,“ sagði hún. Fingur hennar færðust um skrifborðið frá hóstatöfluglas- inu að lyklakippunni og Ijós- myndinni af unga dökkhærða brosandi manninum, í silfur- rammanum. „Hann komst á sporið og reyndi að drepa Stefán, sonarson minn.“ „En,“ greip hann ákaft fram í, „áður en Zhubin var myrtur sendi hann okkur skeyti. er hljóðaði svo: „Stefán Filipov, lásasmiður, og Anny Filipova, gat gefið minnstu skýringu á. Það kom í ljós, að tveir menn höfðu verið að skjóta í mark á hlut, sem flaut á vatnsfleti, og þegar var farið að athuga málið, reyndist kúla, sem snert ir flötinn í oddhvassan vinkil, þeytast áfram í sama vinkil við vatnsflötinn. Þarna hef- urðu lausnina, gamli vinur. Nú var gerð brúða af svip- aðri stærð og frú Riche og komið fyrir í glugganum, eins og hún hafði sézt áður, og síðan látnar fara fram skotæf- ingar hjá flughernum. Ein kúlan lenti í brúðunni, svo að segja nákvæmlega á sama stað og áður hafði gerzt með frú Riche. Hvað gardínusnúrunni við- vék, þá reyndist hún hafa ver- ið í ólagi, og frú Riche hafði einmitt verið að reyna að laga hana og festa. Þegar kúlan hitti hana, skall hún aftur á bak. í fallinu vafðist snúran utan um hálsinn á henni og hertist að. Auk þess hafði hún komið þannig niður, að háls- inn brotnaði á milli annars og þriðja hálsliðar. Nú voru framkvæmdar nýjar athuganir í leit að kúlunni, og í þetta skijtið heppnaðist það. Veggfóðrið var stórrósótt, og gatið hafði þess vegna ekki sézt áður. Nú var hún tekin til rannsóknar og reyndist vera úr byssum flugvélanna. Morðið án morðingja var upplýst, en Gilbert Riche beið engu að síður dómur — fyrir fjárdráttinn. spákona nú undir rannsókn. Stutt og laggott, eh nægilegt.“ ANNAÐ HVORT af vana, eða til þess að forðast starandi gráu augu hans, einblíndi hún í kristalskúluna. Hún heyrði hann segja: „Án efa getur þú séð hvað kom fyrir sonarson þinn fyrir einni klukkustund.“ Hún hvíslaði: ,,Stefán!“ og krampadrættir sáust kring um augu hennar. sem lokuðust. En samstundis hvarf henni all- ur ótti. Úr því Stefán var horf- inn, var ekkert framar. sem gat skotið henni slcelk í bringu né sært hana .... Ekki einu sinni byssan með langa, svarta hljóðdeyfinum í hendi morð- ingjans. Hann sagði: „Snertu ekki símann, og það stoðar ekkert að æpa.“ Já, það var gagnslaust. í hinum hluta efstu hæðar húss- ins var danssalur. sem aðeins var notaður að kvöldlagi, ,Á hæðinni fyrir neðan heyrðis4 dunandi vals í útvarpinu. .UJJJíxi L Y KIL LIN N að framtíðinni §tult sakamálasaga eftir MARK DERBY

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.