Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.04.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 14.04.1972, Blaðsíða 8
8 NV VIKUTÍÐIND! * & a- u- # & Ur bréfubunkunufn # u- *■ * u- * Varlingaverðnr fjallvegur. — „Ég Bláfföll rUka...”- en ekki oiíiiielögin! — Skipagildra i f|örunni. — Vínnienniug og víii|»f»inl». — Auðu k i i’ kjj ii Imkn i n. Varhugaverður heiSa- vegur „Laugardaginn 3. þ. m. klukkan 9—10, hringdi ég til vesgaeftirlitsins, sem ég hefði betur látið ógert. Fyrir bragð- ið álpaðist ég í góðri trú upp á Holtavörðuheiði, því talið var að hún væri slarkfær fyr- ir lítinn bíl með smáfólk. En viti menn — við sæluhúsið tók við þæfingur, því talsvert hafði snjóað um nóttina, þótt þíðviðri væri. Ég tók því þann kostinn að snúa við, því oft getur verið varasamt að vera á fjallvega- ferðalagi um þennan tíma með börn í bíl, einkum á Holta- vörðuheiði, því þar getur kingt niður snjó um þetta leyti. Umferðarmiðstöðin gefur engar uppplýsingar um ástand vega — um það fékk ég skýr svör þennan sama morgun. Og ekki finnst mér þetta vera nógu greinargóð svör hjá Vegamálaskrifstofunni. Ég er hissa á því, að ekki skuli vera dregið yfir veginn að morgni á svona stöðum, því glettilega hált var, þegar hall- aði norður af, enda þíða og töluverður snjór. Nokkur um- ferð var um veginn, m.a. voru þarna á ferðinni jeppar og fólksbílar. Ferðamaður." Það verður aldrei of var- lega farið, þegar ferðast er um fjöll og óbyggðir. Kaunar er furðulegt, hvað fólk gerir sér leik að því að þvælast með börn um háveturinn að ástæð- lausu milli Reykjavíkur og fjarlægra sveita. Jafnvel leið- in austur yfir fjall hefur teppzt á stuttri stund og rútu- farþegar lent í hrakningum, þótt sjaldgæft sé á seinni ár- um. Leiðin til Bláfjalla „Leiðin, sem liggur inn að Bláfjöllum virðist vera býsna góð, en að sjálfsögðu er eftir að gera lokaátakið og fullgera veginn. Samt furða ég mig á því, hvað slóðin, sem gerð hefur verið, er mjó; það er reyndar auðkenni á vegalagn- lingu hér. En þeir, sem stóðu að þessari vegalagningu, eiga þakkir skilið, því þarna opn- ast allgott skíðaland og jafn- framt leið í gott rjúpnaland. Þarna er þó örðugt yfir- ferðar sumstaðar sökum gjóta eins og marga rekur minni til. Og á sumum stöðum þarna er vítt til veggja og undurfögur náttúrufyrirbrigði víðast hvar. Bensínleysi og frídaga- fargan Á leið minni þangað um páskana spillti það heldur skapi mínu, að mikil biðröð myndaðist um bensínsöluna við Geitháls, svo að hún minnti helst á haftastefnu. Bílaöng- þveitið var geysilegt, svo að slysahætta var í nágrenninu. Telja margir að olíufélögin ættu að sýna meiri lipurð en raun ber vitni og hafa ekki allar bensínsölur borgarinnar harðlæstar á föstudaginnlanga, sér í lagi þegar fimm helgi- dagar eru í röð. Við hljótum reyndar að vera ofboðslega rík þjóð, að geta leyft okkur þessa mörgu frí- daga, því hvergi mun það t.d. tíðkast að vinna ekki á skír-i dag og annan á hverjum stór- hátíðum. Allt er harðlæst og lokað alla bænadagana, sér er nú hver vitleysan! — Eitthvað mun samt gert af þessu sum- staðar á Norðurlöndum. Svona bensínbiðröð minnir mann óneitanlega á skömmt- Framh. á bls. 4. Maðurinn sagði... — Ef þú ert að velta fyrir þér orsökum jarð- skjálfta, þá stafar liaiín af því, að Fjallkonan liefur gleymt að taka inn skjálfta- varnarpillurnar sínar . . . — Ef þú værir eina stúlkan í heiminum, þá myndi ég ónanera . . . — Það er auðvelt að greina rétt frá röngu. Það ranga er miklu skemmti- legra. — Skemmdu aldrei gott viský mcð vatni. Ilugsaðu þér allan þann fiskafjölda, scm hefur haft samfarir í því. Vængjuð orð Kynlíf án ástar er eins og kaka keypt í búð. Danskur málsháttur. Ást er eins og stríð; þú byrjar þegar þú vilt og hættir, þegar þú getur ekki meira. Sænskur málsháttur. Þegar ég eignast elsk- huga, missi ég vin. Anna Wickham. Þegar karlmaður deyr, er hjartað síðasti hluti lík- amans, sem bærist; í kon- unni er það tungan. George Chapman. Viðbrögðin prófuð Svokallaðir sálkönnuðir (psykiatrists) eru mjög í tízku í Bandaríkjunum, og hafa verið i mörg ár. Síð- asta sagan, sem gengur um þá, er svona: Mjög fagurvaxin stúlka hallaði sér á legubékk „læknisins“, og skyldi hún skýra frá vandamáli því, sem hún hefði við að stríða. „Það er áfcngið, sem er mín bölvun,“ sagði stúlk- an kjökrandi. „I rauninni er ég mjög skikkanleg stúlka, en ef ég fæ mér einn cða tvo sjússa, verð ég svo ástleitin, að mig langar að sofa hjá hvaða manni sem er nálægt mér.“ „Já, ég skil,“ sagði sál- könnuðurinn, hugsandi í bragði. „Jæja, ætli það væri ekki bezl, að við fengjum okkur nokkra kokkteila, svo við gætum prófað við- hrögð yðar?“ Hvort á að gera? Dásamleg, ljóshærð stúlka settist í stólinn hjá tannlækninum og virtist hræðilega taugaóstyrk. Hann tók til áhöld sín, og ekki batnaði ástand hennar, þegar henni varð litið á borinn. „Guð,“ sagði hún skjálf- rödduð, „ég er svo hrædd við tannlækna, að ég vildi heldur fæða barn en láta bora í tönn á mér.“ „Jæja,“ sagði tannlækn- irínn, „þá held ég, að þér ættuð að ákveða yður, áður en ég stilli stólinn.“ Ókristileg spurning Á sáluhjálparsamkomu sértrúarflokks nokkurs hafði prédikarinn lirifið fundarmenn með sér upp í luminháar liæðir trúarofsa. Sefasjúk stúlka reis úr sæti sínu og hrópaði: „1 kvöld verð ég í örm- um Sankti Péturs!“ Þá hallaði Ari, sessunaut- ur hennar, sér að henni og sagði: „Hvað ætlarðu að gera annað kvöld?“ Gestrisni Ungur Mexíkani, Gon- zales að nafni, var að skýra vinum sínum frá ferðalagi til Bandaríkjanna. „Bandaríkjamenn eru af- skaplega gestrisnir,“ sagði hann. „Hvergi í heiminum er haft eins mikið við er- lenda gesti og þar. Ef þú ert á gangi á götu í borg þar og hittir mann með fullt af peningum í vasan- um, er hann vís til að hneigja sig fyrir þér og brosa til þín. Brosirðu til hans á móti, býður hann þér í ökutúr í kádiljálkn- um sínum. Svo fer hann með þig í dýrt veitingahús, þar sem hann veitir mat og' áfenga drykki eins og þig lystir, og á eftir býður hann þér upp á kampavín í næturklúbbi. Svo að lok- um spyr hann þig, hvort þú viljir ekki gista hjá sér um nóttina, og morguninn eft- ir . . . “ „Nei, bíddu nú hægur, Gonzales,“ segir einn af vinum hans. „Ætlarðu að telja okkur trú um, að allt þetta hafi hent þig í1 New York?“ „Nei, — en það henti systur mína!“ Skriftirnar borguðu sig Tveir Italir höfðu verið úti að syndga. Annar þcirra íekk samvizkuhit og fór á fund prestsins til að fá l’yr- irgefningu. Hann skriftaði fyrir prestimun syndir sín- ar, en liann vildi ekki scgja, lijá hverri hann liefði ver- ið. Presturinn þekkti sókn- arbarn sitt og spurði, hvort það hefði verið frú A. Svar- ið var neikvætt. Þá spurði presturinn, hvort það hefði verið hjá frú B, cn fékk einnig neikvætt svar við ])VÍ. Þegar syndarinn hafði skriftað, spurði vinur hans, hvernig farið hefði. „Bölvanlega,“ svaraði syndarinn, „cn presturinn bcnti mér á tvær upplagð- ar!“ Lífsspeki Reyndur og roskinn maður var að veita trúlof- uðum ungum frænda sín- um innsýn í væntanlega hjónabandsdaga hans. „Og þegar þú gefur þinni elskulegu eiginkonu gjafir, máttu búast við, að hún bregðist við á þrenns kon- ar hátt.“ Nú‘>“ D1 ’ * .uuocj 4.^, „Já, taktu nú eftir. Fyrst í stað segir hún: — Ó, hvað þú ert dásamlegur eigin- maður! — Svo kemur sá tími, að hún segir: — Það var sannarlega kominn tími til!“ „En þriðja tímabilið?“ „Já, þá segir hún: — Hvað hefurðu nú á sam- vizkunni? Ég heimta, að þú segir mér allt eins og það er!“ Nokkrir stuttir . . . Leikstjórinn bölsótaðist hneykslaður yfir kynæðis- legu göngulagi aðalleikkon- unnar. „Geturðu ekki munað, að þú átt að vera venjuleg, ósnortin stúlka. Rifjaðu upp, þegar þú varst 11 ára gömul!“ — • —- „Ilcyrðu asni,“ sagði gamla, vitra uglan, „þú skalt hætta að éta þessar sardínur. Sardínur eru fisk- ur, og fiskur er heilafóður, og engum geðjast að greindum asna!“ — • — Stór fyrirtæki tíðka það, að ráða æ yngri forstjóra í þjónustu sína. Nýlcga birtu blöðin frétt um for- stjóra nokkurn, er var flæktur í siðferðisbrotamál — sem barnið.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.