Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.04.1972, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 21.04.1972, Blaðsíða 1
 Frjálst blað gefið út an opinberra styrkja Föstudagurinn 21. apríl 1972. — 16. tbl., 15. árg. — Verð 30 krónur Ha§§ er Iiættiilegl ofan í wím — að öðru leyti saklausá. segir nngur liass- neytandi, sem er fróður um eítur- og íikiiilrí Fyrir hálfum mánuði birt um við hér í hlaðinu grein um áhrif og eðli helstu fíkni- og eiturlyfja. Síðan er komin bók um þetta efni og von á fleirum, svo að fólk ætti nú að fara að geta áttað sig á þeim hættum, sem eru samfara neyzlu þeirra, meiri eða minni eft- ir teguncl lyfjanna. En í framhaldi af grein- inni, sem við birtum, höf- um við átt tal við ungan mann, sem hefur verið hass neytandi í mörg ár og veit manna bezt um áhrif og sölu d hassi og fleiri eitur- og fíknilyfjum. Fer hér á m Ymsar sögulegar íþrótta- fréttir úr víðri veröld. Sjá baksíðu. . . Sjónvarpsdagskrá varnarliðsins fyrir alla næstu viku, ásamt efniságripi sumra kvikmynd amiii, sem sýndar eru. Sjá bls. 5. Beztu pop- hljómsveitirnar Um þær o. m. fl. skrifar Assa í Kompunni á bls. 3. Guy de Maupassant skrifar gleðisöguna á bls. 2. Búskussar Talið er að 5. hver bóndi kunni að búa. Samt hafa allir bændur rétt til sömu styrkja og lána. Sjá leiðara á bls. 2. Erfiður óvinur Grimmd og herkænska japanska skæruliðaforingj- ans Aganaki kostaði banda- ríska herinn á Saipan mikl- ar blóðfórnir. Sjá bls. 6. Krossgáta, bridgeþáttur, tvíræðir brandarar á bls. 7 og 8. eftir það helsta, sem hann hafði að segja um þessi mál. Yfirleitt er ekki auðvelt að fá keypt eitur- og fíkni- lyf hér. Til dæmis hef ur ver ið mjög erfitt að fá hass undanfarnar vikur, vegna þess að sending brást, en líklega er nú að rætast úr því. Það kemur yfirleitt til landsins í pósti, en ekki er um að ræða stóra dreifing- araðila. Sendingarnar eru ekki stórar — kannske kíló og kíló til sama mannsins í senn. Ungt fólk, sem notar hass að staðaldri, er ekki mjög margt —- varla nema nokkur liundruð — en myndar klíkur og kemur saman á sérstökum stöðum. Vitað er um eina nokkuð stóra slíka miðstöð í Reykja vík, en þar mun lítið sem ekkert vera um orgiur eða áberandi ósiðsemi — frem- ur en raunar meðal hass- neytenda yfirleitt. Hasshundurinn er al- mennt aðhlátursefni, enda telja kunnugir hann gagns- lausan. Eru margar sögur sagðar af honum. Meðal annars er það frægt, að gerð hafði verið húsrann- sókn í vetur og hundurinn látinn nasa um allt hús, án þess að finna nokkuð at hugavert, en þó var tals- vert hass í skrifborðsskúffu á áberandi stað. Önnur sönn saga af hund inum er sú, að hann hefði þef að mikið af tveimur póst pokum sem fimm sendingar voru í, Pokarnir voru tæmd ir, og — viti menn — hund- urinn hentist á eftir tómu pokunum en Ieit ekki við hass-sendingunum (!) Mjög margir unglingar hafa prófað að reykja hass. Er öruggt að 40% allra nemenda í framhaldsskól- um hafa reynt það, enda segja vísindin að það sé skaðlaust (sic). Verð hvers skammts er ekki mikið, innan 50 kr. — mest 100 krónur — sem er minna en margur hygg- ur — og langtum ódýrara en áfengisáhrif. Áhrifin af hverjum skammti vara i 2- 4 klukkustundir. Varðandi skaðsemi eða Framh. á bls. 5. unnar Margir - hafa< haft orð á því við blaðið, munnlega og skriflega, að stór slysahætta stafi af eltingaleik lögregl- unnar við ökuníðinga, enda mun hann hafa valdið slys- um, jafnvel banaslysum, eins og nærri má geta, þeg- ar ekið er um borgina á 120 km. hraða. Bent er á, að erlendis séu girt af svæði, — þegar svipað stendur á — og hringurinn síðan þrengdur smátt og smátt. Telur einn bréfritarinn þetta „geðbil- aðan kábojleik innan um börn og gamalmenni". Vínkjallari Gylfa Hverju var stolið, þegar brotist var þar inn? LSD blandað strikníni! Hér á markaðnum hefur verið mikið magn af LSD að undanförnu. Eru það þrjár tegundir, sem um hef- ur verið að ræða: Blue chair, Clear Window og Orange sunshine. Munu þessi hættulegu lyf vera flutt inn frá Danmörku og er blandað alls konar ó- þverra. Fullvíst er, að a.m.k. Or- ange sunshine er blandað strikníni, sem er baneitrað og veldur krampa og sárum kvölum — ef ekki dauða. Af öðrum hættulegum eit- urlyfjum mun eitthvað hafa fengist af morfíni, sem líka kemur frá Danmörku, en af heróíni mun lítið sem ekk- ert hafa verið á boðstólum. Hefur eldra fólk, sem notar heróín, en það mun ekki vera margt, orðið að notast við morfín þess í stað. Þess má geta, að Amerí- kanar eru nú farnir að gefa heróínsjúklingum annað hættuminna lyf, sem hefur gefið góða raun við að venja fólk af heróín-notkun. / pínulítili bllaðagrein var skýrt frá því á dögunum, að brotist hefði verið inn hjá Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrr- verandi ráðherra. Fór þó svo, að málið var þaggað niður og hefur víst ekkert verið gert í þvi síð- an. Nú eru auðvitað allir að spekúlera i þvi, hverju hafi verið stolið. Og viti menn. Nú gengur það fjöllunum hærra, að stolið hafi verið úr vínkj allara ráðherrans þrjátiu flöskum af fyrrver- andi ráðherravíni, en að Gylfi kæri sig ekkert um að verið sé að flíka þvi að hann eigi ennþá vínkjallara á gamla verðinu. Blaðið hefur fregnað, að lögreglan hafi gengið mik- inn berserksgang eftir inn- brotið hjá Gylfa, og hafi vegfarendur í nágrenni heimilis hans verið hneppt- ir í varðhald í hrönnum, grunaðir um að hafa fram- ið ódæði þetta, en hvað sem Framhald á bls. 5. Svartf uglsveiðar byrjaðar Nú -er: svartfuglinn kom- inn hér út á. sviðið, og. víst hugsar. margur trillubátaeig andinn gott til glóðarinnar, því stuttnefja og langvía er góður matur — og raunar lundinn líka. Ré'tt er að "benda á, a8 friðun hans rennur- ekki -út fyrr en<20. maí. Á hinnbóginn=er það fyr-< ir neðan allar hellur að skjöta- æðarfugl, ;en talsvert brögð munu vera að því. Er furðulegt. að fólk skuli leggjast svo lágt, því fáir eða engir munu þurfa þess með. — Það eru aðrir tím- ar nú en áður fyrr.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.