Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.04.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 21.04.1972, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI Útgeíandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingax Skipholtj 46 (vesturgafl) Simar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjóðviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Mennt er máttur Það hefur löngum þótt mikils virði, þegar maður er ráðinn í eitthvert starf, að hann hafi þekkingu á þvi eða tilskylda menntun. í nýgerðum samningum við verkamannafélögin var þessi staðreynd viðurkennd með þvi, að æfðir menn i einhverju verki innan fé- laga verkamanna eiga fram vegis að fá hærra kaup en viðvaningar. Að visu má segja sem svo, að allir geti mokað skit, en það er eins með það og annað, að ekki er sama hvernig verkið er unn ið. Þvi er t.d. haldið fram, að ekki nema fimmti hver bóndi kunni að búa. Samt gengur jafnt yfir alla bænd- ur um styrki og lán frá op- inberum sjóðum og lána- ptofnunum. Sér hver heil- vita maður að þetta nær engri átt. Skussunum á ekki að trúa fyrir fé, sem fer i raun og veru eign sparifj áreigenda. Fólk í fjölmörgum stétt- um þarf að hafa sín próf eða/og langa reynslu, ef það á að fá réttindi til að stunda einhverja tiltekna atvinnugrein. Aðrar stéttir, svo sem eins og sjómenn og bændur, geta tekið til starfa sem fullgildir stéttar- félagsmenn, án nokkurrar þekkingar á starfi sinu. Hér er ekki allt með felldu. Manni virðist eklci til of mikils mælst, þótt þessir menn tækju einhver námskeið eða sýndu það svart á hvítu, að þeir kynnu eitthvað til þeirra verka, sem þeir taka að sér, áður en þeir eru settir á fullt kaup með þaulvönum starfs félögum sínum eða — eins og er með bændur — að þeir séu viðurkenndir sem hæfir til starfa á borð við þá, sem fyrir eru í atvinnu- stéttinni og staðið hafa sig sem ábyrgir þjóðfélagsþegn ar og að þeir kunni sitt verk. Langskólamenntun er vissulega óþörf í mörgum tilvikum. Aðalatriðið er að hlaða ekki undir amlóðana, því þeir eiga ekki skilið að hljóta sömu ábyrgð og eins hátt kaup og hæfir dugn- armenn, sem skara fram úr öðrum í þeirri starfs- PKJÓIVARMR TVEIR Smásaga efftir Guy de Maupassant „Ó, kæri vinur, kvenfólk er nú klækjótt!“ „Vegna hvers segirðu það?“ „Vegna þess, að það hefur leikið hryllilega á mig.“ „Þig?“ „Já, mig.“ „Kona eða konur?“ „Tvær konur.“ „Tvær konur í einu?“ „Já.“ „Og hvers konar óþokka- bragð var það?“ Ungu mennirnir tveir sátu fyrir utan kaffihús við umferð- argötu og dreyptu á sætu víni, blönduðu með vatni, vökva, sem leit út eins og blöndun af öllum regnbogans litum. Þeir voru á mjög svipuðum aldri, 25—30 ára. Annar var dökk- hærður, en hinn ljóshærður og báðir voru vel klæddir, eins og þeir menn, sem leggja leið grein, sem þeir lielga starfs- áhuga sinn. Sumir menn eru alltaf að mennta sig, þótt það sé i lifsins skóla, en hann er oft gifludrýgri en langt skóla- nám, og slíka menn á að styrkja í hvívetna, þvi þjóðfélagið þarfnast þeirra. ITinir, sem fljóta áhugalaus- ir í straumi fjöldans, verða aldrei annað en lágt laun- uð vinnudýr — að mak- leikum «r., nema eiphver annarleg markmið af hálfu stjórnmálamannanna ráði þvi, að undir þá sé hlaðið á kostnað þjóðarheildarinn- ar. „Já, henni leiddist ákaflega. Maður hennar kom á hverjum sunnudegi, og hann er hrein- sína til Kauphallarinnar og setustofa heldri manna, menn, sem sjást alls staðar, sem búa alls staðar og elska alls staðar. Sá dökkhærði hélt áfram: „Ég sagði þér af sambandi mínu við þessa smávöxnu kaupmannskonuna, sem ég hitti við baðströndina í Di- eppe?“ „Já.“ „Jæja, kæri vinur, þú veizt hvernig það er. Ég átti ást- mey í París, sem ég elska inni- lega, gamla, góða vinkonu, sem er í rauninni orðin vani, og í stuttu máli sagt þykir mér mjög vænt um hana.“ „Orðinn vani?“ „Já, vani minn og hennar einnig. Hún er gift ágætis- manni, sem ég hef einnig mik- ið álit á, prýðis náungi og ágætis félagi! í sannleika sagt er lífið mjög tengt þeirri fjöl- skyldu.“ „Jæja?“ „Jæja! Þau gátu ekki kom- ið því við að fara frá París, og ég var þess vegna nokkurs konar ekkjumaður í Dieppe.“ „Vegna hvers fórstu til Di- eppe?“ „Til að breyta um loftslag. Það er ekki ávallt hægt að vera hér á götunni.“ „Og síðan?“ „Þá hitti ég þessa smávöxnu, sem ég minntist á við þig, á baðströndinni.“ „Kona skrifstofustjórans á opinberu skrifstofunni?" asti hryllingur! Ég skildi hana prýðilega, og við hlóum og dönsuðum saman.“ „Og allt hitt?“ „Já, en það var síðar. En við hittumst samt sem áður, og okkur líkaði vel hvort við annað. Ég sagði henni, að mér líkaði vel við hana, og hún bað mig að endurtaka það, svo að hún gæti skilið það betur; og hún setti engar hömlur á leið mína.“ „Varstu ástfanginn af henni?“ „Já, dálítið! Hún er mjög þokkaleg.“ „Hvað með hina?“ „Hin var í París! Jæja, þetta var ágætt í sex vikur, og við komum hingað sem beztu kunningjar. Þú veizt, hvernig það er að hætta við kvenmann, þegar kvenmaðurinn hefur ekki gert þér neitt.“ „Já, hvort ég veit!“ „Ég hætti við hana.“ „Hvernig ferð þú að því?“ „Ég hitti hana ekki oftar.“ „En segjum sem svo, að hún komi til þín?“ „Ég er þá ekki heima.“ „Ef hún kemur aftur?“ „Þá segi ég, að ég sé lasinn.“ „Ef hún fer þá að hjálpa þér?“ „Þá geri ég henni eitthvert óþokkabragð.“ „Og ef hún ,lætur sér það vel líka?“ „Þá skrifa ég manni hennar nafnlaust bréf, svo að hann geti passað hana þá daga, sem ég býst við henni.“ „Það er mjög alvarlegt! Ég get ekki veitt mótstöðu og veit ekki, hvernig ég á að skilja við þær; og þess vegna hef ég heilt safn af ástmeyjum. Sum- ar þeirra hitti ég ekki nema einu sinni á ári, aðrar á 10 mánaða fresti, aðrar, þegar þeim dettur í hug að fara út á veitingahús til að borða. Þær, sem ég hef skrifað nið- ur með vissu millibili, hef ég engar áhyggjur af, en ég er oft í miklum erfiðleikum með þær nýju, við að venja þær á þessi millibil." „Og síðan?“ „Og þá — sú litla var eins og eldfjall fullt af ástríðum, án þess að ég gæti nokkuð að því gert, eins og ég hef sagt þér! Maðurinn hennar vinnur á skrifstofunni allan daginn, og þess vegna fór hún að koma til mín fyrirvararlaust; og tvisvar sinnum mætti hún næst um því þessum venjulegu á tröppunum.“ „Fjárinn sjálfur!“ „Já, þess vegna lét ég þær hafa sína ákveðnu daga, til að forðast árekstra. Laugardag og mánudag fyrir þá eldri, þriðjudag, föstudag og sunnu- dag fyrir þá nýju.“ „Vegna hvers mismunaðir þú þeim?“ „Ó, hún er yngri.“ „Þannig hefur þú aðeins átt tvo daga fría í viku hverri.“ „Það nægir mér.“ „Leyfðu mér að lýsa virð- ingu minni fyrir þér, ef svo er.“ „Jæja hugsaðu þér bara, að það kjánalegasta og leiðinleg- agta atvik, sem fyrir gat kom- ið, kom einmitt fyrir mig. I fjóra mánuði hafði allt geng- ; V ÞESSIR LISTAR OG í 3 tegundum eru nú loksins komnir aftur, og þeir sem pantað hafa, vinsamlegast sæki þá nú þegar. Með þessum gylltu listum og snúnum hornum, sem gefa ó- tal möguleika, hafið þér nú tæki- færi til að breyta húsakynnum yð- ar í hlýleg og vistleg húsakynni, í stuttu máli sagt, ef komast má þannig að orði, breytt „hreysi í höll“. Jafnt fyrir nýbyggingar og eldri hús fellur þetta ótrúlega vel inn í umhverfið. Þetta hefur verið notað í aldarað- ir og þá sérstaklcga í Frakklandi, en hefur núna á undanförnum ár- um skotið upp kollinum aftur, og fyrir svo ótrúlega lágt verð, þökk sé vélmenningunni, að hver og einn getur nú veitt sér þennan „lúxus“. Gömul húsgögn rúmgaflar, hurðir, skápar og hillur, að ógleymdum veggjum verður nú sem nýtt eftir ásetningu Rococco gull-listanna. Þessir listar og hom fást eins og svo margt annað aðeins hjá okk- ur. Yður er velkomið að koma í verzlanir okkar og kynna yður ótæmandi möguleika, sem þessir listar og horn veita. HORN (-Svo auðvelt að góður eiginmað- ur setur það upp á einni kvöld- stund-). Gjafahúsið SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 OG LAUGAVEGI 11 (Smiðjustígsmegin)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.